fbpx

4 ÁRA BARNAAFMÆLI AÐ HÆTTI ÞÓRUNNAR HÖGNA

AfmæliHugmyndir

Skreytingardrottningin Þórunn Högnadóttir slær aldrei feilnótu þegar kemur að veisluhöldum og tekst henni alltaf að toppa sig að hverju sinni. Við höfum fengið að fylgjast með fjölmörgum veislum sem hún hefur haldið í gegnum tíðina og það er alltaf jafn ótrúlega gaman að sjá hugmyndir hennar og skreytingargleði sem á sér engin takmörk.

Þessi sæta skotta hér að neðan, hún Leah Mist varð 4 ára á dögunum og fékk drauma Mínu mús veislu. Stærðarinnar blöðruveggur var í stíl við þema veislunnar og var veisluborðið í bleiku, gylltu og hvítu – með nóg af glimmer ♡

“Hvert er trixið að skreyta fallega veislu eða veisluborð? Það er mjög gott ráð, að vera skipulagður þegar kemur að því að halda barnaafmæli, vera búin að ákveða hvað á að gera bæði í skreytingum og veitingum. Og láta hugmyndaflugið ráða og hafa einfalt líka með eins og hvítan dúk og poppa uppá hann með litum og öðru fallegu afmælisskrauti.”

En æðislegar myndir – takk fyrir að deila með okkur elsku Þórunn ♡ Ef þið smellið – hér – þá má jafnvel sjá fleiri myndir af veislum hjá Þórunni Högna, en hún á að sjálfsögðu sitt eigið “tagg” hér á blogginu.

Skrifið endilega athugasemd ef þið óskið eftir frekari upplýsingum varðandi skreytingarnar og slíkt. Einnig er hægt að fylgjast með Þórunni á Instagram sjá hér @thorunnh71.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

 

FAGURKERINN : NATALIE HAMZEHPOUR

Skrifa Innlegg