fbpx

BLEIKUR OKTÓBER // FALLEGAR STYRKTARVÖRUR

Umfjöllun

Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Bleika slaufan er einstaklega falleg í ár og ég hvet ykkur til þess að næla ykkur í þennan fallega skartgrip. Bleiki dagurinn verður svo haldinn þann 14. október í þeim tilgangi að sýna konum sem greinst hafa með krabbamein stuðning og klæðast þá margir bleiku á einhvern hátt og bjóða upp á bleikar veitingar. Október mánuður hefur undanfarin ár verið helgaður bleika litnum og þessu fallega árveknisátaki og eru í dag fjölmörg fyrirtæki sem leggja baráttunni lið með því að bjóða til sölu bleikar vörur þar sem ágóðinn eða hluti hans rennur til styrktar Krabbameinsfélagsins.

Ég tók saman nokkrar af mínum uppáhaldsvörum sem núna eru seldar til styrktar Krabbameinsfélagsins, en þið getið séð allt úrvalið á heimasíðu Bleiku Slaufunnar / Vinir Slaufunnar. Þessar vörur eru þær sem ég gæti hugsað mér að næla mér í ♡

Sýnum lit – sýnum samstöðu

“Í ár er athygli vakin á því að það er ýmislegt sem hver og einn getur gert til að draga úr líkum á krabbameinum og minnt er á mikilvægi skimana fyrir krabbameinum. Ár hvert bjarga skimanir fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstum lífi fjölda kvenna. Þau gætu þó verið fleiri því stór hópur mætir ekki reglulega í skimun. Við hvetjum konur til að bóka tíma þegar þær fá boð. Því fyrr sem krabbamein eða forstig þess greinist því betri eru horfurnar.”

 

“Bleika slaufan 2022 er hönnuð af Orrifinn Skartgripum sem er skartgripamerki Helgu Friðriksdóttur og Orra Finnbogasonar. Slaufan er fléttuð úr bronsi og skreytt með bleikri perlu. Sem tákn er fléttan hlaðin merkingu, hún táknar vináttu og sameiningu. Þræðir fléttunnar varðveita minningar um kærleika og ást. Bleiki liturinn stendur fyrir umhyggju.”

Smelltu á hlekkina til að sjá frekari upplýsingar um vörurnar sem ég sýni hér að ofan ♡

  • Iittala búðin tekur þátt og styrkir með sölu á Teema stellinu í bleiku og bleikum Hoptimist fígúrum þar sem 20% andvirði rennur til styrktar Krabbameinsfélagsins.
  • Bleika slaufan er einstaklega falleg í ár og fæst hjá fjölmörgum söluaðilum.
  • Haustlaukar frá Eldblóm – allur ágóði af bleika kassanum rennur til styrktar Krabbameinsfélagsins.
  • Lín Design styrkir málstaðinn með sölu á bleikum silkikoddaverum og 10% af ágóðanum rennur til Krabbameinsfélagsins – ji hvað þessi líta vel út.
  • Allar bleikar Frederik Bagger vörur hjá Epal verða seldar til styrktar Krabbameinsfélagsins með 20% af ágóðanum.

Smelltu hér til að skoða fleiri vörur sem seldar eru í október til styrktar Krabbameinsfélagsins.

Með kaupum á Bleiku slaufunni átt þú þátt í að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og bæta lífsgæði þeirra.

FALLEGT ÍSLENSKT HEIMILI // LITRÍKT Í GARÐABÆ

Skrifa Innlegg