GLAMOUR GÖTUTÍSKA

FASHION WEEKFÓLKMAGAZINE

Ég tók að mér smá vinnu fyrir Glamour á Íslandi þegar ég var stödd á tískuvikunni í Kaupmannahöfn á dögunum. Verkefnið var að fanga myndir og móment af þeim geggjaða götustíl sem finna má í dönsku höfuðborginni á þessum tíma árs. Blaðið kom inn um lúguna í morgun og ég var spennt að sjá myndirnar á pappír. Það var svo gaman hvað ég náði mörgum þekktum andlitum í stílinn að þessu sinni – allir liðlegir og til í að vera með.

//

You can see my work in the Icelandic Glamour, September issue. When visiting the European Fashion weeks I get my most inspiration from the people on the streets. In Copenhagen they surely know how to dress. Thank you for letting me take some photos to share here and in Glamour Iceland this month.

 

Ég fékk leyfi til að birta textann hér á blogginu:

Í byrjun ágúst fór fram tískuvika í Kaupmannhöfn og Glamour lét sig ekki vanta. Einn af útsendurum okkar var tískubloggarinn Elísabet Gunnars sem fangaði smekklega gesti á filmu. Gefum henni orðið.  

Það er heillandi að fylgjast með tískupöllunum á tískuvikunum. Að baki liggur ótrúleg vinna frá mörgum aðilum, allt frá hönnuninni til undirbúnings sýningarinnar. Markmiðið er að fanga athygli áhorfandans þessar örfáu mínútur sem sýningin sjálf fer fram og smáatriðin skipta máli.
Eins og alltaf er alveg jafn spennandi að skoða fólkið á götunni, gestina sem eiga það sameiginlegt að lifa og hrærast í tískuheiminum. Á tímum samskiptamiðla hefur götustíllinn stolið töluverðri athygli og leggja tískuhúsin ekki síður áherslu á að áhrifavaldar klæðist hönnun þeirra á götum borgarinnar á meðan tískuvikan fer fram. Útvöldum er boðið í sérstök sýningarherbergi þar sem þeir velja sér föt til að klæðast í von um að rétta fólkið festist á filmu hjá götutískuljósmyndurum stóru miðlanna.
Í Kaupmannahöfn voru gestir óhræddir við að klæðast áberandi litum, sem gladdi augað. Götutíska dönsku höfuðborgarinnar bauð upp á fjölbreyttar hugmyndir sem auðvelt er að leika eftir.
Ég fæ minn helsta innblástur frá fólkinu á götunni og var því með vélina á lofti til að deila því með lesendum Glamour. Ég mæli með að gera sér ferð á tískuvikur, setjast á vel valið horn á góðri göngugötu og fylgjast þannig með tískufyrirmyndum í beinni. Það gefur ekki síður innblástur en heimsóknir á sýningarnar sjálfar.

 

Rósa hin fagra í Ganni dragt –

Aðstoðarritstjóri Euroman –

Ellen – AndreA  – Rósa & ég –

Sokkar og hælaskór – tilvalið á klakanum.

Tískufólk –

Alveg með þetta! –

Litir voru áberandi –

Föt með skilaboðum halda áfram inn í næsta tímabil –

Þessi stígvél! –

Styleby bloggarinn Hanna Mw

Sænski gleðigjafinn og Elle bloggarinn Hanna Stefansson –

Fallegu smáatriði –

Ég vildi að ég þekkti öll nöfnin – en þessi heillaði okkur upp úr skónum!

Hin fagra og ávallt flotta Pernille Teisbæk –

Þið þekkið þetta þríeiki! Strákar: bleikar buxur samkvæmt ritstjóra Euroman –

Rauðu stígvélin og draumakápa –

Litir – ég elska bleikt við brúnt!

Tískusystur –

Í stíl! Báðar í Malene Birger klæðum –

Sneaker við rifnar skálmar –

Gucci bags for the win –

Adidas hittir Nike –

Moments –

Topp team –

 

 

Takk fyrir mig Kaupmannahöfn og Glamour Ísland.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

HETTUPEYSUR VIÐ ALLT

FASHION WEEKTREND

English Version Below

Þegar Glamour spurði mig út í heitasta götutískutrendið í Kaupmannahöfn var ég ekki lengi að hugsa mig um. Hettupeysur eru svo sannarlega málið miðað við hvernig fólk klæddi sig á fremstu bekkjum tískuvikunnar. Þetta er flík sem hefur verið áberandi uppá síðkastið en heldur velli áfram miðað við það sem pallarnir sýndu. Það gleður mig að sjá að Andrea Röfn virðist vera sammála mér, en hún var hinn álitsgjafinn í þessari föstudags grein.

16467312_10155030985019485_1300376106_n
Hettupeysan hefur verið áberandi undanfarið og miðað við götustílinn á tískuvikunni þá virðist þetta trend vera að ná hámarki.

Smekklegir gestir klæddu peysurnar upp og niður, á mismunandi hátt og við mismunandi ólíkar flíkur sem var mjög áhugavert að sjá.
Það verða hettupeysur undir allt núna og fram á vor og árfam inní haustið.

img_1298

WoodWood // Húrra Reykjavík

bob123

BOB Reykjavík

top

Topshop

Kaup helgarinnar? Ég held það …  segi ég og skrifa í minni ágætu BOB peysu sem ég hef notað svo mikið síðustu mánuði, sú er í algjöru uppáhaldi.

Glamour er með vikulega fasjón síðu í Fréttablaðinu á föstudögum.

//

Glamour asked me about the most prominent street style trend at Copenhagen Fashion Week. I said hoodies. Everyone was wearing it and I love it. Now I am wearing mine from Bob Reykjavik – Check it out: HERE

xx,-EG.-

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

NYFW: FÓLK

FASHIONFASHION WEEKFÓLK

Þessa dagana fylgist ég spennt með tískuviku New York borgar. Þar á ég nú þegar uppáhalds lúkk frá nokkrum hönnuðum sem ég hlakka til að sýna ykkur seinna í vikunni. Í dag, í sunnudagsgírnum, finnst mér samt meira við hæfi að taka fyrir gesti sýninganna – þau eru jú stríluð upp í sitt fínasta og veita ekki síður innblástur eins og fyrirsætur pallanna. Innblástur dagsins, beint af götum New York –

 

Myndir: Pinterest, Elle, Vogue

Allir þessir fylgjast spennt með því sem koma skal í hátískunni næsta sumar. Ég hlakka til að fylgjast áfram með úr fjarska.

Gleðilegan sunnudag!

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

Hið fullkomna hátíðardress

ÁramótFashionInnblásturJól 2014Shop

Ég er með smá samviskubit að vera að pæla í þessu með fullan fataskáp af fallegum fötum hérna rétt hjá mér en hugurinn leiðir mig ósjálfrátt á þessum tíma að hinu fullkomna hátíðardressi. Þessar pælingar mínar leiddu mig á Pinterest í leit að smá innblæstri sem var á endanum að þessaru færslu sem þið lesið hér nú…

Tjullpils:

Svona pils hefur verið á óskalistanum í langan tíma núna og mér finnst eiginlega smá leiðinlegt hvað lítið úrval er hér á landi sem einkennist helst af svona tjull undirpilsum. Ég raðaði saman nokkrum myndum af pilsum sem mér finnst svo sannarlega njóta sín ein og sér. Við pilsin er hægt að para fallegum topp eða peysu eins og margar tvær af þeim dömum sem þið sjáið hér fyrir neðan gera einmitt. Mér finnst pilsið með steinunum sérstaklega fallegt – smá svona Carrie fílingur í því ;)

ddcf772aa208cb9fd1e0bb0c88977b17

Pallíettupils:

Fátt segir meira hátíð en pallíettur í mínum huga, ég hef nú þegar klæðst pallíettukjól á áramótunum – hann er einmitt einn af þeim sem bíður inní skáp eftir næstu notkun. Ég er alveg kolfallin fyrir þessum maxi pallíettupilsum hér fyrir neðan. Klaufin sem er upp með leggjunum gerir það að verkum að mér finnst eins og dömurnar sem klæðast þeim séu endalaust hávaxnar. Við svona pils væri líklega best að vera í mjög einföldum topp að ofan – það er þó eflaust samt smá vesen að vera í svona stóru og eflaust þungu pilsi en þá henta stuttu kannski betur.

2cd3db354d13d0be3181e0283684c659

Öðruvísi litir:

Rautt, gyllt og silfrað þetta eru svona þessir típísku hátíðarlitir sem veita manni innblástur ár eftir ár – að ógleymdum hinum sígilda svarta. Hvernig væri að hugsa aðeins út fyrir rammann og klæðast fallegum og björtum lit eins og þessum bláa hér fyrir neðan og þeim sægræna. Þessi dökkgræni kallar líka nafn mitt en hann er sá sami og á nýja hattinum mínum frá Janessa Leone – en þetta er litur sem er fullkominn við dökkar varir hvort sem þær eru rauðar eða fjólubláar – svona Ernu Hrundar litir ;)

1a227daff8e0d547b9db5a559589915e

Glysgjarnar buxur:

Það er svo einfalt að klæða sig við glysgjarnar og áberandi buxur eins og þær sem þið sjáið hér að neðan. Einföld blússa liggur augum uppi við svona dress og að klæðast buxum um hátíðirnar er náttúrulega mjög þægilegt. Ef þið eruð jafn heillaðar og ég t.d. af þeim gylltu þá eru til rosalega svipaðar í Selected um þessar mundir – ég kannski máta þær á morgun ef mín stærð er enn til. En búðin er svo sem full af flottum buxum og sniðið er mjög fallegt og þægilegt en eins og ég hef skrifað um áður þá luma ég á þónokkrum slíkum í mínum fataskáp.

3edc52fbb17eda1f0588fe4a7ca4b0fb

Fjaðurpils:

Mér finnst alltaf eitthvað voða daðurslegt og kjút við svona fjaðurpils, ég hef þó aldrei rekist á neitt fallegt sjálf eða kjól þó mig rámi nú í að mín yndislega og fyrrum uppáhalds búð Rokk og Rósir hafi eitt sinn lumað á slíkum gersemum – vá hvað ég sakna þessarar verslunar ennþann dag í dag. Fjaðurpils já eða faldar á kjólum eru voða hátíðlegir og kannski ekki jafn auglós hátíðlegur klæðnaður og glansinn og glamúrinn frá pallíettunum.

2ba61174f3878849eeb9a332b3a89c30

Nú er tíminn til að þræða verslanir í leit að hinum fullkomna hátíðarklæðnaði ef þið eruð ekki nú þegar komnar með ykkar dress. Ég ætla aðeins að hafa augun opin fyrir fallegum klæðnaði næstu daga og þar á meðal þarf ég endilega að koma mér í Hafnafjörðinn til hennar Andreu minnar – hún lumar alltaf á einhverju fallegu sem hentar mér.

Munið að njóta líka þess stutta sem eftir er af aðventunni*

EH

MUST HAVE: BURBERRY BLANKET

FÓLKLANGARMUST HAVE


28cebce2a41a452a5d3e5a0bc177d3fcad5e805fBurberry-monogrammed-blanket

Í haust er mál málanna þetta fína teppi frá Burberry.
Ef marka má erlendu miðlana þá er flíkin mikið musthave í vetur.
Cara Delvingne bar það á pöllunum hjá Burberry þegar þau kynntu AW14 og þessa dagana erum við nýbyrjuð að sjá það á götunum.
Mig langar svoo!!

aq_resizerburberry-blankets-models-tumblr1 model-off-duty-street-style-burberry-fall-winter-14-monogram-blanket-cape-lfwla-modella-mafia-Olivia-Parlemo-street-style-2014-in-a-Burberry-custom-monogrammed-cape-blanket-with-thigh-high-boots-2

 

Ég elska hvernig Olivia Palermo dressir það – gallalaust lúkk að mínu mati.

st: HÉR fyrir litlar 170.000 íslenskar krónur.  (*grát*)
Fyrir mína parta fer það því undir:
Dreymir … 

xx,-EG-.