fbpx

NYFW GÖTUSTÍLL: TVENNT TIL AÐ TALA UM

FASHIONFASHIONISTA

Tískuvikan í New York stendur nú yfir og ég fylgist spennt með úr fjarlægð. Eins og ég hef oft nefnt þá er það ekki síður götustíllinn sem heillar á þessum tíma árs. Hér eru til dæmis tvær flíkur sem kalla á mig, báðar passa þær vel við vetrardaginn mikla hér í Reykjavík.

Þessi dásamlega yfirhöfn frá Toteme eltir mig. Ég mátaði hana í Illum þegar ég var stödd í Kaupmannahöfn og hef hugsað  um hana síðan og þangað til ég rakst á hana á götum NY City  núna. Fæst: HÉR

Sænska og smekklega Babba selur mér nýtt lúkk með þessu fallega heklaða höfuðfati. Eftir smá rannsóknarvinnu þá fann ég út að það er frá THE SERIES mig langar svo að eignast eins en það er  mögulega auðvelt að útbúa svona sjálfur í höndunum? Ekki ég sjálf, það er á hreinu ..

Annars var það ekki fleira til að tala um frá tískuvikunni í bili, bara þetta tvennt og svo meira síðar.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

LOKADAGAR ÚTSÖLUNNAR Í BAUM UND PRERGARTEN

Skrifa Innlegg