fbpx

TIABER BY TINNA

FASHIONFÓLKÍSLENSK HÖNNUNLOOKBOOK

Tiaber er nýtt íslenskt fatamerki hannað af Tinnu Bergmann sem búsett er í London. Ég féll fyrir flíkunum sem eru einfaldar í vönduðum efnum og fallegum sniðum – að mínu mati vel heppnuð fyrsta fatalína.

10708180_10152409020992568_673464257_n

Hver er Tinna Bergmann?

Ég er 28 ára fatahönnuður frá Reykjavík en er í dag búsett í London.

Hvað er Tiaber?

Tieber er íslenskt fatamerki sem var stofnað og starfar í London. Tieber er tískumerki fyrir konur þar sem áhersla er lögð á að skapa efni sem fanga skandinavískan nútíma – einfaldur, elegant og tímalaus andi sem auðvelt er að klæðast.

Tiaber er með stórt hjarta og eru siðferði, endurnýtanleiki og há gæði hornsteinar merkisins.

Innblástur við gerð línunnar?

Konseptið fyrir SS15 snýst um að grípa hrátt og einstætt íslenskt landslag með innblæstri frá gamalli japanskri Takumi (japanskur töframaður eða listamaður). Ég hef alltaf verði undir miklum áhrifum frá japönskum götustíl. Japönum hefur tekist að ná fullkomnu jafnvægi á milli sköpunargleði og þæginda í stíl sínum.

Ég trúi mikið á “easy to wear clothing” sem þú getur gengið í frá morgni til kvölds – from your sneakers to your heels! Og ég hafði það sterkt í huga þegar ég hannaði línuna.

Línan er öll framleidd í London og efnin búin til hérna í Englandi, það leyfði mér að stjórna vel framleiðslunni og ég gat séð til þess að varan var akkúrat eins og ég vil hafa hana. Það veitti mér sérstaka ánægju að vinna með íslenska fiskinn en ég hef unnið með hann mikið áður.

Framtíðarplön?

Að keyra áfram með Tiaber. Ég launchaði aðeins fyrir viku síðan og hef fengið frábærar móttökur sem ég er alveg í skýjunum yfir. Ég er í samræðum við fyrstu stokkistana hérna í London eins og er. Ég er mjög selective á það hvar ég vil sjá Tiaber. Það eina sem ég vil er að geta gert það sem ég elska og trúi á og að sjá sterkar alvöru konur ganga í línunni. Við vorum að ganga frá smá ferð á Paris Fashion Week svo ég er mjög spent fyrir framtíðinni.

Fatamerki sem vert er að fylgjast með í framtíðinni.
Ég verð að eignast þetta fagra silki samstæðudress!! Úllala.

Myndirnar tók Íris Björk

Til hamingju með línuna Tinna.

Áfram Ísland!

Meira: HÉR

xx,-EG-.

DRESS: HALLÓ FRÁ HOLLANDI

Skrifa Innlegg