fbpx

Á FERÐ OG FLUGI

BörnFÆÐINGARORLOFIÐFerðalögLÍFIÐMÁNIUncategorized

Stutt check-in .. Við fjölskyldan erum stödd á Tenerife og verðum hér næstu daga. Ferðalagið gekk vonum framar og Máni stóð sig eins og hetja í flugvélinni! Ég var búin að undirbúa mig fyrir það allra versta en það var algjör óþarfi. Máni var algjört gull og ég er ekki frá því að honum hafi fundist ferðalagið bara frekar skemmtilegt. Yndislegt og algjört draumaferðalag! Fyrstu dagarnir hér á Tenerife hafa verið dásamlegir, við ákváðum að leigja okkur íbúð á Costa Adeje en mér finnst algjört must að komast í þvottavél og gott eldhús þegar maður er með ungbarn. Fjölskyldufólkið tengir líklega, ég geri fátt annað en að setja í þvottavélar og að sjóða snuð og pela 😆 Hér eru allir með sitt eigið svenherbergi svo það er nóg rými fyrir okkur öll, mjög þægilegt og ég mæli klárlega með því.

Ég var búin að undirbúa ferðina vel, keypti m.a. nokkra sniðuga hluti á Amazon fyrir ferðalagið sem er að hjálpa heilan helling. Þar á meðal viftu sem hægt er að festa við allar kerrur, algjör snilld þegar það er mikill hiti. Sjá hér

Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra en ég mun klárlega segja ykkur betur frá ferðalaginu.

FÆÐINGARSAGAN OKKAR

Skrifa Innlegg