fbpx

VÖRUR FYRIR KRÍLIN SEM HAFA SLEGIÐ Í GEGN Á OKKAR HEIMILI

BÖRNMÁNISAMSTARF

Fyrr á árinu fengum við Máni fallegan pakka til okkar. Pakkinn innihélt fallegt nagdót í björtum, heillandi litum frá margverðlaunaða merkinu Matchstick Monkey. Við höfum verið aðdáendur síðan enda hafa dýrin slegið í gegn á okkar heimili, sérstaklega í tanntökunni. Dótinu hefur heldur betur fjölgað hjá okkur og leikur Máni sér nánast einungis með dótið frá Matchstick Monkey. Mér finnst það ekki skrýtið enda eru litirnir heillandi, dýrin eru mjúk viðkomu og gott að bíta í. Nagdótið nuddar vel góminn og er einstaklega sniðugt til þess að æfa tannburstun. Vöruúrvalið er fjölbreytt en það er m.a. hægt að fá apa í 12 litum, allskonar dýr sem gott er að naga, þ.á.m. ref, hákarl, gírafa og svín, baðdót sem er algjör snilld til þess að gera baðtímann skemmtilegan og svo eru matarstell nýjasta viðbótin. Vörurnar örva hreyfiþroska og eru léttar og meðfærilegar. Allar vörurnar frá Matchstick Monkey eru BPA-fríar, eiturefnalausar og innihalda þær allar biocote sem er leiðandi í vörn gegn bakteríum, veirum og myglu. Ég mæli tvímælalaust með því að frysta nagdýr og leyfa kríli í tanntöku að leika sér með dótið og kæla góminn í leiðinni. Algjört foreldrahax!

Við fengum nýlega baðpakka af vörum frá Matchstick Monkey og Máni elskar nú að fara í bað og busla með apana sína. Það er hægt að nota baðvörurnar áhyggjulaust þar sem að þær eru holulausar og því fyllast vörurnar ekki af vatni. Efst á óskalistanum er rennibrautin sem hægt er að festa við bað eða á sturtuvegg. Ég er alveg viss um að hún muni slá í gegn þegar Máni verður eldri. Við erum mjög spennt að prófa matarlínuna en þessa dagana eyðum við mestmegnis af deginum í eldhúsinu að prófa okkur áfram með allskonar mat. Það mun því koma sér vel að fá fallegt og flott matarstell frá Matchstick Monkey. Það er líka kjörin babyshower- eða skírnargjöf. Matarstell og nagdýr í pakkann frá Matchstick Monkey, það hljómar eins og hin fullkomna gjöf fyrir mér!

Helstu sölustaðir Matchstick Monkey eru Fífa, Móðurást, Epal, As We Grow, Bíum Bíum, Ohana Store, Tvö Líf, Póley, Heba Store og Duty Free. Tilvalið að næla sér í nag- eða baðdót fyrir útlandaferðina!

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

 

SKÓGARBÖÐ OG ORKUHLEÐSLA FYRIR NORÐAN

Skrifa Innlegg