fbpx

ENDURNÆRÐ Í SVEITINNI // BEIGE DRESS

OUTFITSUMARTÍSKA

Við Atli vorum svo heppin að fá pössun fyrir strákana okkar og gerðum okkur því ferð í Skógarböðin hér fyrir norðan. Við komum bæði tvö endurnærð og fersk til baka. Það er ótrúlegt hvað falleg náttúra, kyrrð og góður félagsskapur gerir mikið fyrir mann. Ég ætla að gera sér færslu um ferðalagið okkar og hvað við höfum verið að bralla síðustu daga og vikur en ætla því í staðinn að deila með ykkur hvaðan fötin hér fyrir neðan eru. Ég er nánast aldrei í svona ljósum fötum enda finnst mér það vera aðeins of hættulegt, ég er nefnilega algjör klaufi og náði einmitt að sulla kaffi á fínu peysuna mína í lok dags. Það er lítið hægt að gera í því annað en að hlæja og reyna að ná kaffinu úr. 😅☕️

 

Peysa – Massimo Dutti
Hlýrabolur –
Mango
Buxur – Zara
Sólgleraugu – Le Specs, sjá hér
Skór – Birkenstock

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

NÝ RÆKTARFÖT Í FATASKÁPINN // GJAFALEIKUR MEÐ WODBÚÐ

Skrifa Innlegg