fbpx

KLASSÍK: KERTI & SPIL

ILMURJÓLWISHLIST

“Hvað á ég að gefa henni/honum/hán í jólagjöf?” TAAALE AS OLD AS TIME.

Þá datt mér í hug að það er algjörlega snilld að fara í klassíkina, kerti & spil. Kerti eru efst á óskalistanum mínum í ár, enda endalaust úrval af kertum hér á landi. Spil, ég veit að það er kannski eins mikið flæði af möguleikum en engu að síður er ekkert skemmtilegra að spila með vinum og fjölskyldu í kringum hátíðarnar SEM OG alla aðra mánuði. Ég persónulega elska það, og hver einustu jól velti ég fyrir mér afhverju ég geri þetta ekki meira.

Hér kemur listi en ég ætla einnig að deila með ykkur smá punktum.

1. Veturkertið frá Haf Studio er algjör unaður, kertið er fyrsta úr framleiðslu hjónanna og hefur verið klassík inná íslenskum heimilum síðan. Kertið fæst í Haf Store og getur ekki klikkað í jólapakkann.
2. Heyrðu, þetta er sama kertið, smá ves hjá okkar manni.
3. St Pauls frá Frama Cph, ég gjörsamlega elska þetta merki en þau eru með húsgögn sem ég gæti skapað trúarbragð í kringum. En ilmirnir eru engu að síðu hreinn unaður. Fæst í Epal.
4. Danhera er ítalskt merki með sjúklega lúxus ilmvörur, ég kynntist þeim á dögunum í versluninni Sólrós í Kópavogi, ég hef heimsókt búðina nokkrum sinnum og byrja yfirleitt á því sniffa kertin. Það er á to do listanum að kaupa mér eitt slíkt, en þangað til geti þið treyst á allt sniffið mitt.
5. Altar er mögulega top 3 af bestu ilmkertum sem ég hef átt. Veit ekki hvort ég þurfi að segja meira. Fæst í Madison Ilmhús
6. Laurier 62 frá Le Labo finniði einnig á top 3 listanum, gæti sniffað brennandi vaxið uppí nefið á mér. Fæst í Mikado
7. Santal 26 er ilmurinn minn í glasi. Jafn unaðslegt í vaxglasi. Fæst í Mikado. 
8. Reynsla mín á þessu kerti er svipuð og númer 4, ég stóð á gólfinu í Epal og sniffaði það í góðar 10 mínútur. Ilmurinn er eins og nafnið gefur til kynna, skógur, greni, allt þetta fallegt. 
9. Þetta kerti vann ég í pakkaleik um daginn, þess vegna get ég mælt með því. Unaður og getur ekki klikkað. Fæst í Hrím – 

1. Það er GÓÐ ástæða fyrir að ég setti inn ÞRJÁ spilastokka, ég er að gera ykkur geggjaðan greiða þegar ég segi: kaupið þrjá spilastokka og gúgglið “Kínaskák” og lesið reglurnar, hóið svona 6 vini saman og THANK ME LATER. 
2. Ég hef spilað Catan einu sinni og það var alveg ógeðslega gaman, ég svosem man ekki alveg, en ég man að ég skemmti mér konunglega. Svo það ætti að vera nóg, er það ekki?
3. Secret Hitler er – besta- spil – í – heimi. Gæti sundrað vináttum, en að öllu leyti, besta spil í heimi. Snýst um að drepa Hitler, sem er bara hressandi. Ef þið hafið ekki prófað, þá er það must. 
4. Þó að það standi ekki fjórir við spilið þá er það Cards Against Humanity sem er einfaldlega bara snilld og ógeðslega fyndið. Sérstaklega fyndið þegar pabbi eða mamma eru að setja fram mest óviðeigandi spil í heiminum. Svo er hægt að kaupa auka allskonar. 
5. Hættuspilið, classic!
6. Monopoly er líka bara eitt skemmtilegasta spil í heimi. Gæti líka leitt til vinslita, en það getur líka oft bara kryddað aðeins uppá tilveruna.

Þessi spil getiði fundið í Hagkaup, Nexus og Spilavinum.

Þessi færsla er ekki kostuð – svona ef þið voruð eitthvað að pæla þið vitið – bara hugmyndir!

LÍFIÐ BREYTTIST FYRIR 4 ÁRUM

Skrifa Innlegg