BAKVIÐ TJÖLDIN – MYNDATAKA

DANMÖRKSHOOTWORK

Ég myndaði nokkra vel valdna drengi frá skrifstofunni minni um daginn með Kristjönu vinkonu sem er schnilldar make up artisti.

Þetta var sjúklega gaman og við kláruðum strákana núna og bráðlega tæklum við stelpurnar á skrifstofunni.

Þetta var eiginlega alveg brjálæðslega góður dagur, í alvöru. Ég og Kristjana erum heimskulega lík og ótrúlega náin, og það að geta verið að vinna verkefni að þessu tagi saman er bara, fokk hvað þetta var næs. Skiptir mig alveg ótrúlega miklu máli að vera með gott fólk í kringum mig þegar verið er að vinna að verkefni.

bh1 bh2 bh3 bh4 bh5 bh6 bh7

Þetta var reyndar mjög fyndið, vorum bæði að taka snapchat og alltíeinu er einhver brjálaðslega skrýtinn gaur sem var víst að vinna í öðru stúdíói, fyrir utan gluggann að gæjast. Freaky og fyndið, við náðum þessu ágætlega momenti.

bh08

Þessi er alveg einstök, best í heimi.

bh09

 

Á mörgum af þessu myndum að ofanverðu var ég að taka þessar myndir;

alfred01SMALL Frederik06SMALL Frederik08SMALL

Gaman saman!

 

 

OWLLE EFTIR MIG

CELEBSPHOTOGRAPHYSHOOTWORK

Fyrir ekki svo löngu myndaði ég frönsku söngkonuna Owlle fyrir Bast Magazine. Ég hafði aldrei heyrt tónlistina hennar eða heyrt um hana. Hún kom mér alveg ótrúlega á óvart og ég byrjaði að gjörsamlega elska tónlistina hennar.

Hún er frönsk og var alveg ótrúlega nice, það var ótrúlega þæginlegt að mynda hana. Hún kemur frá Frakklandi og ég bjóst örlítið við því að hún væri þið vitið, frönsk, já, þið vitið, sí búblé svona pínu svona, frönsk. Voruði búin að ná því? En hún var svo nice og ég skemmti mér konunglega eftir tökuna að horfa á hana performera. Ég hlakka mikið til að fylgjast með henni enda er hún að skjótast uppá stjörnuhimininn (ef svo má kalla).

Vonandi verður hún bara hjúts, þá verð ég týpan sem tók myndir af henni, ví úú vú í! Sjáum til.

IMG_6477SMALL owlle1SMALL owlle2SMALL owlle3SMALL owlle4SMALL

HELGI HJÁ MAN MAGAZINE.

FJÖLMIÐLARÍSLANDPHOTOGRAPHYSHOOT

Já, ég er nú ekki búinn að vera segja neitt sérstaklega mikið frá þessu.

En ég er byrjaður að skrifa & mynda fyrir MAN Magazine. Það var einn af þeim spennandi fundum sem ég fór á meðan ég var á Íslandi ásamt því að ég myndaði nýjan editorial fyrir blaðið.

Þetta er ótrúlega spennandi verkefni og blaðið lítur náttúrulega ekkert smá vel út. Enda mikið lagt í það og miklir fagmenn sem standa á bakvið blaðið.

Ég mæli með að skoða og kíkja og fylgjast með, mæli auðvitað líka með áskrift á blaðinu!

Ég myndaði editorial á blaðinu með fullt af dásamlegum snillingum, Veru Hilmars fyrirsætu, Kristjönu Taroni & Sigrúnu Torfa sem farðaði.

Hér eru smá myndir úr blaðinu og mæli endilega með að kippa með ykkur eintaki og skoða restina x

vera2SMALLA vera4SMALL

TILHLÖKKUN TIL BAST MAGAZINE

ACTIVITYBEHIND THE SCENESDANMÖRKSHOOTSTYLE

Ég mundi segja að BAST magazine sé eina nettölvublaðið sem ég nenni að lesa og hlakka til að skoða, enda mikið lagt í blaðið.

Ég fór og tók nokkrar myndir og aðstoðaði við gerð myndbands sem BAST var að framleiða í samstarfi við Narvi Creative myndbandið er leikstýrt af þeim Þorbirni Ingasyni og Ellen Lofts tökurmaður var Þorsteinn Magnússon.

Þetta leit ótrúlega vel út og gaman að fylgjast með svona sterkum fagmönnum vinna. Það var alveg fáranlega gaman að fylgjast með og ég komst ekki hjá því að taka nokkrar myndir af ferlinu.

1small 2small 3small

Hafrún Karls ritstýra og yndislegi sonur hennar.

4small 5small 6small 7small 8small 9small 10small 11small 12small 13small

 

Hlakka SVO mikið til að sjá.

Í DAG .. BEHIND THE SCENES & PREVIEW

SHOOT

Dagurinn í dag var að öllu leyti góður.

Vaknaði 08:00
Morgunmatur
Tiltekt
Crossfit
Fáranlega gott veður
Undirbúningur

.. ooooog myndataka!

Hitti make-up snillinginn Helgu Hrafns og módelið mitt og undirbjuggum tökuna undir berum himni í Frederiksberghave og skutum eins og enginn væri morgundagurinn.

behind3

ooooog leikstýra!

behind4

oooog taka myndirnar!

behind2

 

behind5

 .. oooog vera í fáranlegri stellingu og halda jafnvægi á þessu ágæta tré og smella af.

PREVIEW:

solbjorg2SMALL