EVA KATRÍN MYNDUÐ AF ANNIE LEIBOVITZ FYRIR MONCLER A/W 2016

PHOTOGRAPHERSPHOTOGRAPHY

MÉR FIIIIINNST ÞETTA SVO TRYLLT!!

Ég bókstaflega dááái Annie Leibovitz, hef gert ótrúlega lengi. Hún var hérna að mynda nýju herferð Moncler og var hún insperuð af nordísku sagas. Til að toppa þetta alveg, situr hin ótrúlega fagra og alíslenska Eva Katrín Baldursdóttir fyrir í herferðinni ásamt súperstjörnunum Lucky Blue Smith og systir hans Pyper.

Myndirnar eru stórkostlegar, og ég er bara svona dolfallinn yfir þessu. Orðlaus! íps.

moncler1 moncler2 moncler3 moncler6 moncler7 moncler8 moncler10 moncler11 moncler12 moncler14 moncler15 moncler16

LJÓSMYNDARI – MARSÝ HILD

INSPERATIONALPHOTOGRAPHERS

Marsý Hild er ótrúlega falleg – og hún er líka fáranlega góður ljósmyndari. Hún lærði í London Collage for Fashion í London og er enn í dag búsett þar. Hún er líka vel hógvær því hún er að gera það ótrúlega gott í London. Hún hefur einstakt auga og ég er búinn að eyða góðum tíma að stúdera myndirnar hennar.

Hún er búin að vera mynda fyrir Harper’s Bazaar, i-D Magazine, TheFashionisto, Fucking Young ásamt öðru.

Ég veit ekki með ykkur, en ég væri eflaust búinn að flúra á ennið á mér ef ég væri búinn að mynda það sem hún er búin að mynda.

Hér eru verkin hennar, njótiði vel ..

marsýprofile marsy marsy2 marsy3 marsy4 marsy6 marsy7 marsy8 marsy9 marsy10 marsy11 marsy12 marsy13 marsy14

SPURT OG SVARAÐ: UPPÁHALDS LJÓSMYNDARARNIR MÍNIR.

CELEBSPHOTOGRAPHERSPHOTOGRAPHYSPURT OG SVARAÐTHOUGHTS

Ég fékk beðni í gegnum Facebook um að deila hverjir mínir uppáhalds ljósmyndarar eru. Ég á jú, uppáhalds ljósmyndara, en ég get legið í marga klukkutíma og fletta yfir fullt af mismunandi ljósmyndurum og skoða og spegúlera og pæla.

Skellum okkur í’etta!

 

Kai Z Feng:

Kai er kínverskur ljósmyndari sem fluttist 18 ára til London til að verða grafískur hönnuður og myndaði vini og kunningja sína sem vildu vera módel og notaði þau í persónulega vinnu sína þangað til að módelskrifstofan Select tók eftir einstökum og listrænum myndum hans og þaðan byrjaði hann mynda innan bransans. Hann var til dæmis fyrsti kínverski ljósmyndarinn til að mynda fyrir Burberry. Í dag myndar hann fyrir öll stærstu blöðin og öll stærstu merkin.

Mér finnst stílinn hans vera lúmskt einfaldur en samt svo einstakur. Ég er mikill aðdáandi og ég næstum því týpan sem er að fara kommenta á instagrammið hans “FOLLOW ME PLEASE, FOLLOW FOR FOLLOW” – en ég er jú ekki að fara gera það.

kai kai2

 

Michael Donovan:

Ég fann Michael Donovan þegar hann myndaði Brynju hjá Eskimo. Þessi maður er beisaður í New York og er pottþétt eitthvað pínu klikkaður, hann nær mögnuðum momentum og myndirnar hans segja einstaklega mikla sögu sem ég elska að sjá. Þær eru lúmskt próvokatívar. Hann er einstakur listamaður og ég kann veeeeel að meta myndirnar hans.

md1 md2 md3

 

Mert & Marcus:

Mert og Marcus eru ljósmyndarateymi frá Tyrklandi & Wales en þeir kynntust þegar þeir unnu að mismunandi verkefnum og ákváðu seinna meir að sameina krafta sína undir “Mert & Marcus” og það tókst þeim, fjandi hafi það ágætlega. Þeir fókusera ótrúlega mikið á lookið á módelunum og segja sjálfir að þeir eyða mestum tíma myndatökunnar inní hár og make-up herberginu. Myndir þeirra eru stórkostlegar og kúnnar hópur þeirra eru öll stærstu blöðin og öll stærstu tískuhúsin, svo einfalt er það. Þeir eru jú einir af fremstu tískuljósmyndurum heimsins. Mert & Marcus, j’adore.

mm October 2010 mm2

 

Silja Magg: 

Silju þarf varla að kynna. Silja Magg er alíslensk og er búsett í Nýju Jórvíkinni og er að gera fáranlega góða hluti þar á bæ. Myndirnar hennar hafa einstaka orku og stemmingu sem henni tekst að fanga með hverjum einasta ramma. Ég þori aldrei að viðurkenna hversu miklum tíma ég hef eytt yfir myndunum hennar, þær fanga mig einstaklega. Ég elska verkin hennar og það að hún sé íslensk er bara punkturinn yfir i-ið.

silja silja2 silja3

 

Steven Klein er mikill listamaður en hann lærði að vera málari áður en hann færði sig yfir í ljósmyndunina. Hann talar um í viðtölum að hann skapi bara myndir, telur sig hvorki ljósmyndara eða listamann, hann vill bara skapa myndir. Það er mjög áhugavert, en hans hugarheimur virkar á einhvern ótrúlega skringilegan og kreatívan hátt og eru verk hans eiginlega ótrúleg. Hann hefur einnig verið í leikstjórn og unnið mikið með söngkonunni Madonnu og gert mörg myndbönd með henni. Hann gerði líka myndbönd Lady Gaga, Alejandro og Venus, sem eru eiginlega gubbandi flott. Steven Klein er óhræddur við að sjokkera og ég bókstaflega elska allt sem hann gerir.

stevenklein1 stevenklein2 stevenklein3

 

__________

I got a question asked by one of my readers about who my favorite photographer’s are. Kai Z Feng, Michael Donovan, Mert & Marcus Silja Magg and Steven Klein are most definitely on the top of my list.

x

VÖLVAN 2014

ÍSLANDPHOTOGRAPHERSPHOTOGRAPHY

Í fyrra myndaði ég Völvuna 2013 og þótti mér það ótrúlega skemmtilegt verkefni.

Ég missti alveg kjálkann þegar ég sá Völvuna 2014 fyrir Lífið.

Snillingurinn og ljósmyndarinn Íris Dögg Einarsdóttir myndaði hana þetta árið og var með sér í liðs fullt af snillingum.

1553015_10152114005001870_2057040744_n (1)

 

1556978_10152114004021870_518131520_o

Stílisti : Erna Bergmann
Förðun: Anna Kristín Óskars
Model : Bríet Ólína
Föt: Aftur, By Malane Birger,Nostalgía
Hringar: Fashionology úr GK Armbönd, Kría Jewelry – Mýrinni
Hálsmen: Kría Jewelry úr Mýrinni
Höfuðskraut: Thelma Design úr Hringu
Fjaðrir: Einkaeign

Sjúklega flott – nælið ykkur í eintak af Lífinu!

 

 

Kristen McMenamy BY TIM WALKER.

CELEBSINSPERATIONALPHOTOGRAPHERSPHOTOGRAPHY

Tim Walker er einn af mínum allra uppáhalds ljósmyndurum. Mér þykir hann gjörsamlega stórkostlegur. Ég hef eytt klukkutímum í tugatali að stara á verk eftir hann. Hann er þekktur fyrir stór og mikil sett, ásamt því að notast mikið við náttúrulega lýsingu.

Hann myndaði nýlega amerísku fyrirsætuna Kristen McMenamy fyrir desember tölublað W Magazine.

Myndirnar eru hreint út sagt ótrúlegar.

Ég varð að pósta þeim.

tw tw2 tw3 tw4 tw5 tw6 tw7 tw8 tw9 tw10 tw11 tw12 tw13

RIHANNA – GQ

CELEBSPHOTOGRAPHERS

GQ fagnar 25 ára afmæli og söngkonan & góð vinkona mín Rihanna er á forsíðu nýjasta tölublaði þemuð Medusa.

Myndirnar voru teknar af Damian Hirst.

Fallegar & skemmtilegar myndir!

riri riri2 riri3

HAPPY SOCKS SHOT BY DAVID LACHAPELLE

ÍSLANDPHOTOGRAPHERS

Happy socks eru skemmtilegir!

Það greip áhuga minn á vafri mínu að ég sá að enginn annar en David LaChapelle hafi tekið nýjustu herferð fyrirtækisins.

Maðurinn er náttúrulega snillingur & gaman að sjá verk eftir hann innan tískubransans!

Ég keypti mér einmitt Happy Socks í Reykjavík og þeir fást í Dr. Denim JeansMaker á Laugarvegi.

Fékk mér þessa;

happysocks5

& hér eru herferðin eftir David LaChapelle.

I like!

happysocks happysocks2 happysocks3 happysocks4