fbpx

SPURT OG SVARAÐ: UPPÁHALDS LJÓSMYNDARARNIR MÍNIR.

CELEBSPHOTOGRAPHERSPHOTOGRAPHYSPURT OG SVARAÐTHOUGHTS

Ég fékk beðni í gegnum Facebook um að deila hverjir mínir uppáhalds ljósmyndarar eru. Ég á jú, uppáhalds ljósmyndara, en ég get legið í marga klukkutíma og fletta yfir fullt af mismunandi ljósmyndurum og skoða og spegúlera og pæla.

Skellum okkur í’etta!

 

Kai Z Feng:

Kai er kínverskur ljósmyndari sem fluttist 18 ára til London til að verða grafískur hönnuður og myndaði vini og kunningja sína sem vildu vera módel og notaði þau í persónulega vinnu sína þangað til að módelskrifstofan Select tók eftir einstökum og listrænum myndum hans og þaðan byrjaði hann mynda innan bransans. Hann var til dæmis fyrsti kínverski ljósmyndarinn til að mynda fyrir Burberry. Í dag myndar hann fyrir öll stærstu blöðin og öll stærstu merkin.

Mér finnst stílinn hans vera lúmskt einfaldur en samt svo einstakur. Ég er mikill aðdáandi og ég næstum því týpan sem er að fara kommenta á instagrammið hans “FOLLOW ME PLEASE, FOLLOW FOR FOLLOW” – en ég er jú ekki að fara gera það.

kai kai2

 

Michael Donovan:

Ég fann Michael Donovan þegar hann myndaði Brynju hjá Eskimo. Þessi maður er beisaður í New York og er pottþétt eitthvað pínu klikkaður, hann nær mögnuðum momentum og myndirnar hans segja einstaklega mikla sögu sem ég elska að sjá. Þær eru lúmskt próvokatívar. Hann er einstakur listamaður og ég kann veeeeel að meta myndirnar hans.

md1 md2 md3

 

Mert & Marcus:

Mert og Marcus eru ljósmyndarateymi frá Tyrklandi & Wales en þeir kynntust þegar þeir unnu að mismunandi verkefnum og ákváðu seinna meir að sameina krafta sína undir “Mert & Marcus” og það tókst þeim, fjandi hafi það ágætlega. Þeir fókusera ótrúlega mikið á lookið á módelunum og segja sjálfir að þeir eyða mestum tíma myndatökunnar inní hár og make-up herberginu. Myndir þeirra eru stórkostlegar og kúnnar hópur þeirra eru öll stærstu blöðin og öll stærstu tískuhúsin, svo einfalt er það. Þeir eru jú einir af fremstu tískuljósmyndurum heimsins. Mert & Marcus, j’adore.

mm October 2010 mm2

 

Silja Magg: 

Silju þarf varla að kynna. Silja Magg er alíslensk og er búsett í Nýju Jórvíkinni og er að gera fáranlega góða hluti þar á bæ. Myndirnar hennar hafa einstaka orku og stemmingu sem henni tekst að fanga með hverjum einasta ramma. Ég þori aldrei að viðurkenna hversu miklum tíma ég hef eytt yfir myndunum hennar, þær fanga mig einstaklega. Ég elska verkin hennar og það að hún sé íslensk er bara punkturinn yfir i-ið.

silja silja2 silja3

 

Steven Klein er mikill listamaður en hann lærði að vera málari áður en hann færði sig yfir í ljósmyndunina. Hann talar um í viðtölum að hann skapi bara myndir, telur sig hvorki ljósmyndara eða listamann, hann vill bara skapa myndir. Það er mjög áhugavert, en hans hugarheimur virkar á einhvern ótrúlega skringilegan og kreatívan hátt og eru verk hans eiginlega ótrúleg. Hann hefur einnig verið í leikstjórn og unnið mikið með söngkonunni Madonnu og gert mörg myndbönd með henni. Hann gerði líka myndbönd Lady Gaga, Alejandro og Venus, sem eru eiginlega gubbandi flott. Steven Klein er óhræddur við að sjokkera og ég bókstaflega elska allt sem hann gerir.

stevenklein1 stevenklein2 stevenklein3

 

__________

I got a question asked by one of my readers about who my favorite photographer’s are. Kai Z Feng, Michael Donovan, Mert & Marcus Silja Magg and Steven Klein are most definitely on the top of my list.

x

SUIT.IS - NETVERSLUN OPNAR 3 APRÍL!

Skrifa Innlegg