TIL LUKKU HANNA LIND GARÐARSDÓTTIR – ÞÚ VANNST!

SPORT

fitnet2

Til hamingju Hanna Lind Garðarsdóttir!

Sonja mun hiklaust hjálpa þér að komast þæginlega afstað og fá sem mest útúr því að æfa. Andlega og líkamlega!

Sendu mail á sonja@fitnet.is og hún leiðir þig í gegnum næstu skref og sendir þér að sjálfssögðu vinningana

http://www.fitnet.is

x

EINKAÞJÁLFUN Á FITNET.IS – VILTU PRÓFA?

SPORT

Ég talaði við Sonju vinkonu um daginn og bað hana um að taka mig í smá einkaþjálfun í Crossfittinu og hjálpa mér að hafa smá umsjá og aga í öllu þessu. Ég hef áður verið í þjálfun hjá henni og verið að alveg sjúklega ánægður með það.

02

Hún opnaði á dögunum fitnet.is uppá nýtt, new and improved og ég verð að viðurkenna, að þetta er alveg sjúklega sniðugt hjá henni. Sonja er týpan sem keeps in real og það hentar mér persónulega ótrúlega mikið. Á Fitnet er fókus á árangur, ekki með málbandi, kílóum og fyrir og eftir myndum. Heldur árangri í styrk og andlegum líðan. Hún er svo oft búinn að reyna vera stappa þessu í hausinn á mér og á síðustu mánuðum er í fyrsta skipti sem ég fatta þetta almennilega. Ég ætlaði bara að vera hot og skorinn punktur, og þið getið rétt ímyndað ykkur hversu oft ég gafst upp. Núna snýst mín hreyfing um að þetta sé sjúklega skemmtilegt og bætingar í lyftingum og læra tækni og koma sjálfum sér á óvart. Þar passa ég ótrúlega vel inní Fitnet.

Um leið og maður er kominn með aðgang er maður með aðgang að ýmsum prógrömmum, styktar, bodyweight, ásamt því að á hverjum degi kemur ný og ný æfing sem maður getur fylgt líka. Sem og Sonja er manni til halds og trausts sem einkaþjálfri líka.

Ég er mega spenntur fyrir þessu!

Mig langar sjúklega að leyfa einhverjum að prófa í samvinnu við Sonju, svo endilega látiði mig vita í komment hvort þið viljið prófa og þið fáið:

1x mánuður fjarþjálfun hjá Sonju

1x par af Stance sokkum 

1x WODies

Tékkiði http://fitnet.is og https://www.instagram.com/fitnet_ og joinið okkur í #fitnet & #fitnetathletes

Góða helgi y’all!! xxx

12

NEW IN: REEBOK

SKÓRSPORT

Reebok.dk bara ALLTÍEINU setti allar vörur á 25% afslátt. Hvað gera menn þá? Demba sér í feitan mínus og splæsir í tvö skópör!

Ég fór reyndar ekki í mínus, en sparnaðarreikningurinn fór í smá fokk, ég er að fara helling til útlanda á þessu ári svo já, mátti ekkert við því.

EN .. mikið er ég ánægður með þessi kaup, shet.

reebok1

Póstmaðurinn byrjaði á að færa mér svona fallegan pakka ..

reebok2

Svooo þessi pakki, svo extra flottur eitthvað ..

reebok03

Crossfit Nano skórnir, sem eru búnir að vera á óskalistanum AAAALLTOF lengi ..

reebok4

oooog þessir, Lifter. Ég elska þessa skó. Ég er búinn að snatcha úr mér vitið í þessum babies.

HELGASPJALLIÐ: GUNNAR GYLFASON

HELGASPJALLIÐSPORT

Helgaspjallið seinkaðist örlítið vegna mikillar vinnu, EN! Næsti viðmælandi heitir Gunnar Gylfason en ég rakst á hann á instagram og er búinn að vera followa hann aðeins og mér finnst hann einstaklega kúl. Hann er allskonar, semsagt samkvæmt instagraminu sínu “Mathematics and Computer Sciense Student” sem þýðir þá væntanlega stærfræði öö .. tölvuvísinda nemi, damn.  Allavega, hann er líka kraft & ólympíska lyftingagúru, ásamt því að vera mikill smekksmaður. Finnst hann allavega rugl svalur og ég spurði hann fullt af spurningum fyrir ykkur til að lesa, gjörið svo vel;

gg1

Nafn: Gunnar Gylfason

Aldur: 26 ára

Stjörnumerki: Meyja

Þrjú orð um þig: Traustur, hress og metnaðarfullur

Instagram: @gunnigylfa

gg

Hefuru alltaf verið í íþróttum?

Ég æfði fótbolta með Stjörnunni frá 6-10 ára aldurs þegar ég skipti yfir í handbolta. Ég æfði handbolta þar til ég var 21. árs og eftir það lagði ég meiri áherslu á lyftingar einungis og fór að æfa Crossfit haustið 2011. Ég tók mér hinsvegar tveggja ára pásu frá lyftingum og byrjaði nú aftur af krafti vorið 2014 og hef verið að keppa bæði í kraftlyftingum og ólympískum lyftingum síðasta árið.

Hvenær byrjaðiru í lyftingum og afhverju?

Hafði verið að æfa sjálfur eitthvað heima með handlóðum sem ég fékk í jólagjöf 15 ára, örugglega eitthvað inspiration frá Rocky myndunum sem maður sá á þeim tíma. Ég byrjaði hins vegar í lyftingum í kringum af viti í kringum 16 ára aldurinn, ég hef alltaf verið frekar sterkbyggður þannig að lyftingar voru eitthvað sem ég fann mig í. Svo er það eitthvað sérstaklega gefandi við það að vera alltaf að bæta sjálfan sig.

Screenshot 2016-05-02 16.05.35

Hvernig kemuru þér í gírinn á letidegi?

Ég passa mig að hafa alltaf eitthvað æfingaprógram sem ég fylgi þannig að þegar það koma dagar þar sem ég nenni algjörlega ekki að æfa þá neyðist ég til að fara því annars fer allt prógramið úr skorðum. Ég er mjög vanafastur og vill hafa hluti frekar skipulagða þannig að óþægindin við að þurfa breyta plönum eru letinni sterkari. Þannig ég enda alltaf á æfingu þótt ég nenni ekki.

Hvernig hljómar dagur í lífi Gunnars?

Þar sem að ég er í skóla þá eru dagarnir mínir oft mjög mismunandi eftir því hvernig dagskráin er í skólanum. Ég reyni alltaf að ná inn teygju og öndunaræfingum eins snemma dagsins og ég get. Ég fylgi teygjuæfingum á síðunni Romwod.com en það er síða sem kemur daglega með nýjar teygjuæfingar og eru ætlaðar til að auka liðleika og undirbúa mann fyrir átök dagsins, mæli hiklaust með henni. Ég er alls ekki mikil morgunmanneskja þannig þetta er oftast í kringum hádegi. Síðan er það æfing seinni part dags oftast svona 17:30-20:00 og svo borða ég og læri eftir æfingu. Ég æfi 5-7 daga vikunnar en það fer eftir æfingaprógraminu sem ég fylgi hverju sinni hversu oft það er í viku.

Tekuru einhver fæðubótaefni? Ef svo, hvaða?

Í dag þá er ég að taka BCAA fyrir æfingu, glútamín fyrir og eftir æfingu og kreatín og prótein beint eftir æfingu. Ég reyni að velja mér eitthvað eitt fæðubótarefnamerki sem ég treysti og held mig við og hef ég verið mjög ánægður með vörurnar frá Optimum Nutrition sem fást í Perform.

Screenshot 2016-05-02 16.07.40

Hvað með mataræði?

Ég reyni að borða oftast hollan mat eftir bestu getu. Ég borða mikið af eggjum og höfrum en þegar það er mikið að gera í skólanum þá hef ég minni stjórn á mataræðinu en reyni að hafa það hollt. Ég miða við ákveðinn fjölda hitaeininga á dag hef nokkuð góða tilfinningu fyrir hversu mikið og hvernig mat ég get borðað til að ná því viðmiði.

Áttu þér eitthvað guilty pleasure?

Það væri þá helst pizza ef ég ætti að nefna eitthvað sem ég er veikur fyrir og jú Twizzlers sem er rautt lakkrísnammi og er sem betur fer ekki selt oft hér á landi. Kaupi mér oft 1kg af twizzlers ef ég er staddur í Bandaríkjunum.

Screenshot 2016-05-02 16.30.42

Hvað finnst þér must-have að eiga þegar maður stundar lyftingar?

Fyrir mér er mikilvægt að eiga lyftingaskó til að gefa aukinn stöðugleika og liðleika í ökklum þegar maður framkvæmir t.d. hnébeygjur. Lyftingaskór manni því kleift að framkvæma æfinguna betur. Aðgengi að góðri foam rúllu er líka algjör must til að losa um stífa vöðva.

Hvað finnst þér almennt must-have fyrir stráka að eiga?

Ætli það það séu ekki bara einfaldir hlutir. Vel sniðnar gallabuxur og svartur bolur eru flíkur sem eru klassískar og fara flestum vel. Chuck Taylor Converse skór eru líka eitthvað sem ég er mikið að vinna með.

Screenshot 2016-05-02 16.06.32

Eitthvað á fasjon óskalistanum?

Fyrir sumarið eru það Stan Smith skór og kannski að uppfæra sólgleraugun mín, Wayfarer eða pilot týpu.

Einhver ráð fyrir stráka og stelpur sem vilja ná árangri í lyftingum eða íþróttum almennt?

Besta ráðið sem að ég gæti gefið varðandi lyftingar er eitthvað sem ég á hvað erfiðast með að fara eftir sjálfur en það er að vera þolinmóður og að hugsa ekki bara um að lyfta þyngra og þyngra heldur að framkvæma lyfturnar rétt og passa að formið sé rétt. Því ef að formið er í lagi er maður mun með tímanum geta lyft mun meiri þyngdum en ef maður hunsar formið og notar einungis styrkinn.

SONJA ÓLAFS – CROSSFIT AUSTUR

ÍSLANDPERSONALSPORT

Ég á eina alveg frábæra vinkonu sem heitir Sonja, hún er svona týpan sem kemur hlutum í framkvæmdir og lætur drauma sína rætast ..

Við eigum eitt sameiginlega áhugamál sem er Crossfit, og hún opnaði nýlega sína eigin Crossfit stöð á Egilsstöðum, sem er svo fáranlega flott að ég eiginlega gapti þegar ég kom þangað. Ég fór á nokkrar æfingar og skemmti mér konunglega. Sonja er alveg dugleg að gjörsamlega klára mann og sjá til þess að maður fái sem mest úr æfingunni.

Ég er svo ótrúlega ánægður með Crossfit, og þetta sport hefur gert svo sjúklega mikið fyrir mig. Ég alltaf verið í rugli í líkamanum eftir bílslys, en mikla og varlega þjálfun er ég orðinn lúmskt ósigrandi, og tilfinningin er stórkostleg.

Allavega, ég fékk einkatíma með Sonju og við tókum nokkrar myndir á milli æfinga.

         01

Overhead squat var lengi minn versti óvinur, en ég er svona að vingast við þessa æfingu núna. Sonja aftur á móti á ekkert erfitt með þetta.

08

Þessi litla stelpa er með betri tækni í Crossfit en ég held ég, haha. Algjör snillingur

07

Getur maður gert þessa æfingu án þess að líta út eins og maður sé að skíta á sig? Nei ..

06

05

Sló labb á höndum metið mitt þennan ágæta dag, áfram ég.

03

Muscle-Up masterað, þann dag sem ég get gert flotta effortlessa muscle up þá dey ég sáttur.

02

09

Það var enn mars þarna, það útskýrir mottuna

13

12

11

10

14

<3

Austfirðingar, beint í Crossfit Austur!!

Þetta er skemmtilegast í heimi ..

BRÚSAGLEÐI

I LIKENEW INNIKESPORT

Ég drekk sjúklega mikið vatn, sem ég er mjöööög ánægður með. Ég drekk vatn allan daginn svooo .. ég sagði bless við Iceland Glacier súttbrúsann minn eða skítavatnsflöskur héðan og þaðan og BAM! Keypti mér svona:

Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with x1 preset

Svo sýgur maður þetta bara svona .. með röri. Lúxuz

Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset

CONTAINS NO BPA! Hvað svo sem það er, þá er það víst mjög gott. Einn sem ég er að vinna með var alltaf að tuða í mér að ég gæti ekki bara verið með svona flöskur frá kælinum í Nettó, það væri ekki í boði. Jæja, Tinna vinkona átti svona brúsa og á meðan ég var heima á Íslandi notaði ég hann endalaust, þessi fíni sæti bleikibrúsi. Jæja, ég varð að fá einn líka! Það var mjög erfitt að finna hann hér í Danmörku, en ég fann á frekar dodgy heimasíðu í lokin.

Hann er samt til á solid heimasíðu á Íslandi – HÉR – ..

NEW IN: NIKE PEGASUS & FLYKNIT

ÍSLANDNEW INNIKESKÓRSPORT

 

Nike hefur verið fyrir valinu uppá síðkastið. Förum aðeins yfir þetta.

 

Processed with VSCOcam with f2 preset

Ég átti gamla ljósbláa Adidas ræktarskó, þeir voru orðnir lúmskt slitnir og 5 ára gamlir. Svo það var tími til að update-a þá aðeins. Ég tala nú ekki um þegar Sportsmaster er með 25% af öllu. Þá get ég varla ekki farið þangað og þrykkt í smá kaup, er það nokkuð?

Processed with VSCOcam with t1 preset

.. já og þessir! Þessa keypti ég reyndar ekki á afslætti, ég keypti þessa á laugardegi og svo á sunnudeginum tilkynnti Sportsmaster að það var 25% af öllu. Svo ég fór með þessa, og bara claimaði 25% afslátt sem virkaði! Kæró gerði það samt, en hey, 25% afslátturinn var minn. Ég VARÐ að kaupa mér hlaupaskó, því að hlaupa í Nike Free er bara rugl. Nú er að hlýna og BAM! Ég ætla finna hlaupagarpinn í mér í sumar. Ætla ætla ..

nikeverslun2

Þennan bol keypti ég síðast þegar ég var á Íslandi. Bilaðslega næs.

nikeverslun1

Þessi jakki var næs – en bolur og ný ræktarföt voru í forgang!

Við elskum’etta Nike.

 

 

BÓKARTEITI RÖGGU NAGLA

66°NorðurCELEBSDANMÖRKSPORT

Ég fékk skemmtilegt boð um daginn, en Íslenska sendiráðið hér í Danmörku sendi mér mail, og bauð mér í útgáfuteiti Heilsubók Röggu Nagla –

Ég RSVPíaði að sjálfssögðu játandi og var eiginlega pínu spenntur, ég var búinn að panta mér eintak frá Íslandi sem svo týndist í póstinum, loviiiit, svo nú labba ég ekki innum hurðina mína án þess að gramsa í póstkassanum mínum. Ég er mikill aðdáandi Röggu, og hef orðið alveg ótrúlega mikið fyrir áhrifum skrifum hennar. Ég á það til að finna Facebook síðuna hennar í símanum mínum ef ég á eitthvað ómögulegan dag, eða ætla fara vera eitthvað harður við sjálfan mig eftir lélegan dag í ræktinni eða hvað svosem það er, og skrifin hennar ná eitthvað extra mikið til mín. Ég er því miður einn af þeim sem get gleymt mér í því í einhverju niðurrifi og samviskubiti ef ég geri ekki eitt eða annað almennilega, ræktin, mataræði eða hvað svo sem það er, það er eflaust einn af mínum veikustu eiginleikum. Þess vegna er ég extra spenntur fyrir bókinni, hún hefur hingað til aðeins gefið mér góðar tilfinningar í gegnum tíðina! Hlakka mikið til!

1SMALL 2SMALL 3SMALL

Bolur: Cheap Monday
Peysa: ZARA
Trefill: ACNE Studios
Jakki: Arnarhóll – 66°Norður
Buxur: Whyred
Skór: Adidas (Superstar)

 

HELSTU HERRA TREND 2014

MEN'S STYLENIKESPORTSTREETSTYLESTYLEUMFJÖLLUN

Hið árlega uppgjör í stíl og tískukarlmanna!

Mér þótti engar bilaðar breytingar frá 2013, en þær eru svo sannarlega einhverjar. Ég er í fullum gangi þessa dagana að reyna átta mig árinu mínu sem er að líða, reyna greina hvað ég tek með mér og hvað gerðist. Er einhver annar hérna sem fannst að árið leið eins og bilun?

En já kæru vinir – helstu trend ársins 2014, gjöriði svo vel:

Athleisure:

Það fer ekki milli mála að þessi nýja stefna, Athleisure er helsta trend ársins. Það er í rauninni blanda af sport fatnaði og tísku. Merki eins og Adidas og Nike voru miklir embassatorar í þeim málum ásamt Alexander Wang, og þá sérstaklega samvinnan við H&M. Netasport efnið og þykku mesh flíkurnar sem voru áberandi ár til dæmis. Ég persónulega er trylltur í þetta.

best-at8 best-at7 best-at6 best-at5 best-at4 best-at3 best-at2 best-at

best-at9

Stærri bomber jakkar:

Bomber jakkarnir hafa aldrei verið eins vinsælir og í ár. Í fyrra voru þeir í minni gerðinni og því meira sem á árið leið þá urðu þeir stærri og þykkari. Merki einsog Alpha Industries vöktu mikla athygli, en þau hafa lengi hannað stóra pilot bomber jakka, ásamt Kanye West jakkarnir undir merkinu Yeezus urðu mjög vinsælir. Stærri merki á borð við Givenchy og Rick Owens kynntu einnig til sögunnar ýmsar næs útfærslur af slíkum jökkum. Ég á nokkra, en mínir uppáhalds eru vintage frá Spútnik Laugarvegi og Our Legacy.

best-bomb best-bomber7

Our Legacy

best-bomber6

Givenchy

best-bomber5 best-bomber5 best-bomber4 EXCLUSIVE: Kanye West shows off his Confederate flag Jacket after boxing best-bomber2

Áberandi svört & hvít grafík:

Það var mjög óberandi að hafa einskonar grafík á ermum í ár – sem og allsstaðar annarsstaðar á flíkinni. Svart og hvítt réð ríkjum í ár og mun eflaust halda áfram í gegnum næsta ár en stór grafísk print var mikið mixtúran í þeim málum. Hönnuðir eins og Alexander Wang og Riccardo Tisci (Givenchy) voru og eru áberandi í þessum málum ásamt svo mörgum öðrum.

best-bw best-bw8 best-bw7 best-bw6 best-bw5 best-bw4 best-bw4 best-bw2 best-bw1

best-bw9

Chelsea boots:

Fassjon múngúllinn og tónlistar maðurinn Kanye West setti Chelsea stígvélin aftur á kúl hilluna, þau voru semsagt kúl síðast á Bítlatímabilinu. Áfram Kanye. Þau eru allavega orðin nokkuð áberandi núna, en eiga hiklaust eftir að verða meira sýnileg með komandi mánuðum. Chelsea boots og skinny-buxur er alveg solid blanda.

best-ch best-ch8 best-ch7 best-ch6 best-ch5 best-ch3 best-ch1

Síðir jakkar:

Síðu jakkarnir hafa yfirleitt verið einskonar fancy flík, en hefur skipt aðeins um hlutverk uppá síðkastið og hefur orðið aðeins meira hversdags blandað við smá kúl. Eins og tildæmis við hettupeysur eða jafnvel yfir sport lúkkað outfit. Ekki svo mikið meira yfir jakkaföt lengur, sem er ágætt því mér leiðast jakkaföt. Algjörlega komið á listann minn um hvað skal versla á næstunni.

best-coat best-coats8 best-coat9 best-coat6 best-coat5 best-coat5 best-coat4 best-coat3

Heyrðu ég var með þessum manni í Kína, hann er alveg bilaðslega næs.

best-coat2

Normcore:

Normcore stefnan er fáranlega fyndin og nokkuð kúl stefna, pínu írónísk og í rauninni 90’s all over again með blanda af “mér er alveg sama um tísku” sem skapar ótrúlega næs stíl. Háar ljósar gallabuxur, girt flík ofaní buxur, sokkar og inniskór (sem þótti alveg glatað fyrst, en varð svo bara mjög næs seinna meir) til dæmis –

best-norm best-norm8 best-norm7 best-norm6 best-norm6 best-norm5 best-norm3 best-norm2

Rifnar gallarbuxur:

Rifnu gallabuxurnar voru ákveðinn kúl factor þetta árið. Það var allavega áberandi á tískuvikum, street style og hjá hinum ýmsu stíl íkonum. Ég púllaði þetta fyrir löngu, en þá var ég bara púkó.

best-rip best-rip7 best-rip6 best-rip5 best-rip4 best-rip3 best-rip2

Sneaker-brjálæðið:

Þessi áratugur sem við erum að fara í gegnum fer svo sannarlega á sögunnar spjöld sem sneaker-tíðin. Þetta hefur aldrei verið eins vinsælt og hafa helstu hönnuðir heims farið í einhversskonar samstarf við Sneaker risa eða sjálfir hannað sneaker veldi. Þar má nefna Riccardo Tisci fyrir Nike, Rick Owens fyrir Adidas, Raf Simons fyrir Adidas, Balenciaga og Yohji Yamamoto fyrir Adidas og sitt eigið merki Y-3 og ég gæti í rauninni haldið endalaust áfram. Nike heldur áfram að vinna að trylltum útgáfum, en nú er fólk að fara yfirum yfir nýju línunni Huarache. Adidas Superstars og Stan Smith skórnir voru einnig nálægt því að ná heimsyfirráðum.

Það er nóg eftir hjá Sneakerunum ..

best-sn4

Adidas Stan Smith

best-sn2

Raf Simons fyrir Adidas

best-sn

Nike Huarache

best-sn rt

Riccardo Tisci fyrir Nike

best-sn rick owens

Rick Owens

best-sn maison

Maison Martin Margiela

best-sn balenciaga

Balenciaga

Rennilársar á öllu:

Rennilásanir duttu ekkert útúr tísku í ár en þeir bættust bara við á flíkur ..

best-zip5 best-zip4 best-zip3 best-zip2 best-zip

best-zip6 best-zip7 best-zip8

xxx