fbpx

RUN FROM FEAR TO FUN – NIKE & JOE

INSPERATIONALSPORTYNDISLEGT

Ég repostaði nýlega story frá henni Ásu Ninnu þar sem hún talaði um það hvernig hlaup hefur hjálpað henni að ná fókus og vellíðan. Hún skrifaði sjúklega skemmtilega en þó alvarlega um hvernig ADHD hefur áhrif á hversdagsleikann hennar sem okkar maður, ég, tengdi við að öllu leyti. Ég og Ása eigum það sameiginlegt að vera ekki á lyfjum og þurfum þess vegna að nýta aðrar aðferðir til að hjálpa okkur að ná fókus og forðast fylgikvillina sem eiga til að láta sjá sig, eins og tildæmis hreint mataræði og hreyfing.

Ása semsagt deildi með okkur hvernig hlaup hjálpaði til og ég tengdi algjörlega við það. Þegar ég var að hlaupa sem mest þá leið mér alveg fáranlega vel og fann fyrir brjáluðum mun á hversdagsleikanum mínum. Svo í kjölfar þessarar story sem vakti mikla athygli þá ákvað Mrs Ninn að starta smá gleði og samheild í kringum þetta í samvinnu með Nike og Joe & the Juice sem þið getið fundið ..

HÉR: Run from fear to fun – 

“Joe & the Juice og Nike á Íslandi standa saman að átakinu 
RUN FROM FEAR TO FUN.

Inntakið í átakinu RUN FROM FEAR TO FUN er að vekja athygli á því hvernig er hægt að ná góðum árangri líkamlega og andlega með raunhæfri markmiðasetnigu í hreyfingu. 

Hópurinn ætlar að hittast 2x í viku og allavega einn dag í viku hlaupum við með hlaupaþjálfara í Laugardalnum. 
Hinn dagurinn er svolítið opinn. Stundum hlaup og stundum eitthvað óvænt –
Eitt er víst að við ætlum að hafa gaman!

Samhliða þessu þá fáum við til okkar mjög spennandi fyrirlesara og verða fyrirlestrarnir haldnir á JOE í Laugum.

Hópurinn verður opinn ÖLLUM og það kostar ekkert að vera með. En við verðlaunum þá sem koma oft og standast markmiðin sín. Þeir sem mæta á fyrstu 4 æfingarnar fá glæsilegan hlaupabol frá NIKE.”

Ég hrósa Ásu geðveikt fyrir þetta frumkvæði og hlakka mega til að vera með –

Sjáumst við á miðvikudaginn næstkomandi kl 17:00?? :)

SUNNUDAGS BINGÓ Á SÆTA -

Skrifa Innlegg