HEIMILIÐ MITT Í KÖBEN Í HÚS OG HÍBÝLI

HOMEPERSONAL

Súper skvís Þórunn Högna hafði samband við mig og vildi fá mig í eldsnöggt viðtal fyrir síðasta tölublað af Hús og Híbýli sem ég að sjálfssögðu játaði. Við fórum yfir nokkra hluti og staði í íbúðinni sem er svona smá uppáhalds. Ég og Kasper eru endalaust að breyta, og við erum pínu týpur sem vilja breyta um leið og eitthvað er tilbúið, sem er í rauninni ekki góður vani þannig séð.

Ég er nokkuð ánægður með íbúðina eins og hún er núna. Það er allt ný uppgert, veggirnir, gólfin, eldhúsið og allt svoleiðis svo það er ég mjög ánægður með. Ég fór yfir það í blaðinu hvað mér þykir mest vænt um þá hluti sem við höfum verið að kaupa í ferðalögunum okkar. Skúlptúr frá Berlín og svoleiðis. Mér þykir sagan bakvið gefa hlutunum brjálað gildi og meira segja smá væntumþyggju, svo ég setti nokkuð mikinn fókus á það. Endilega kíkið í blaðið og sjáið meira x

Sagan er svolítið fyndinn með þennan sófa, en ég var búinn að leita af nýjum sófa útum allt, fór í bókstaflega allar búðirnar í Kaupmannahöfn sem mögulega seldu sófa og aldrei fann ég þann rétta. Svo enduðum við í IKEA uppá tilviljun, og þá var þessi Söderhamn, nýýýýýkominn. Hann var kannski búinn að vera þarna í nokkra daga þegar við rákumst á hann, svo hann varð fyrir valinu.

Þetta er svo work station-ið mitt heima. Ég elska boxin frá By Lassen og á örugglega eftir að kaupa mér fullt af þeim í framtíðinni, finnst svo flott hversu stílhreinir þeir eru. Einnig er Gubi lampinn í miklu uppáhaldi, en ég vann hann á uppboði á Lautiz.com, elska hann.

Við pældum mikið í því hvernig við ættum að hengja hluti upp inní forstofu, en hún er ekkert rosalega breið, svo í rauninni snagar eða fatahengi kom ekki til greina. Þessir snagar frá By Lassen voru fullkomnir til að hengja mest notuðu jakkana hverju sinni. Þarna má sjá einn frá Acne Studios og Wood Wood.

Málverkið hef ég sýnt áður en ég ELSKA það. Það er frá Veru Hilmars, og mér líður eins og hún hafi málað þetta 100% fyrir mig. Ég tengi mikið við það og bara gjörsamlega elska það. Borðið er frá HAY, ljósið úr flóamarkaði.

Hér má sjá skúlptúrinn frá Berlín, sem er fyrsti skúlptúrinn minn og ég elska skúlptúra. Þennan fundum við á flóamarkaði og ég gjörsamlega elska hann.

Bækurnar mínar elska ég og á endalaust af bæði blöðum og bókum sem ég get sokkið mér ofaní.

.. ooog svo mynd af stráknum í lokin!

Ég get póstað viðtalinu og myndunum í heild sinni seinna – hér þó mest að sjá x

Snap: helgiomars
Instagram: helgiomarsson

BALI PART 3 – FULLKOMA HÚSIÐ Í UBUD

HOMEPERSONALTRAVEL

Við Kasper leigðum okkur hús í Ubud þar sem við vorum í í nokkra daga og ég er að segja ykkur, það var eiginlega draumi líkast. Ég veit ekki alveg afhverju samt, ég hef no joke aldrei verið eins afslappaður í lífi mínu held ég. Það var einhver orka yfir þessu húsi og ég datt gjörsamlega inní zen-ið. Ég gekk bara um í sarong-inu mínu og njóddda-ði.

Það var sundlaug við hliðiná en ég reyndir nýtti hana ekki, og á morgnana komu tvær yndislegar konur sem hétu báðar Made og gerðu morgunmat handa okkur og voru okkur til taks ef það var eitthvað. Húsið var í alveg einstöku hverfi, umkringt hrísgrjótaökrum og göturnar voru eins og sett á Tomb Raider. Æ þetta var svo tryllt. Ég er 100% á því að ég ætla aftur að búa þarna.

Ég sá það eftirá að ég gleymdi að taka helling af stöðum inní húsinu, en þið fáið þó allt sem ég á.

Húsið var alltaf meira og minna opið, en það var hægt að læsa hurð inní herbergið, sem ég einmitt gleymdi að taka mynd af. Það var frekar flippuð upplifun og ég hafði áhyggjur að ég mundi alveg fríka út, en ég náði að venjast alveg ótrúlega fljótt og þetta var geggjað.

  

Inngangurinn inní herbergið og svo stórt of feitt úti rúm sem var einum of þæginlegt.

Morgunmaturinn var svo góður, Made einmitt hélt bara áfram að elda eftir að við vorum búnir að borða ef við yrðum svangir eftirá. Hún var eins og Balinísk amma sem mig hefur alltaf langað í.

Þær hvísluðu inní herbergi “Breakfast readyyy” um morguninn, þær voru yndislegar og auðvitað gaf ég þeim báðum stórt og feitt tips, enda fannst mér þetta frábær upplifun.

  

Baðherbergið vinsæla, mér finnst öööömurlegt að ég tók ekki myndir af vask svæðinu, ekkert smá flottar svona tiles allsstaðar. Gaman að segja frá því að ég fór í bað 2 – 3 á dag, lá bara þarna undir berum himni.

Útsýnið – grenja

UPPÁ SÍÐKASTIÐ – DESEMBER, WOOD WOOD, ÍSLAND OG JÓLIN

HOMEPERSONALSEYÐISFJÖRÐUR

Jáá vinir! Ég get sagt ykkur það að þessi færsla er búin að vera í vinnslu í svona tvær vikur. Það er einhver brjálaðslega fyndin janúar orka yfir mér. Ég er ekki að djóka, ég finn sjúklega mikið fyrir einhverri nýrri orku í mér, hún er fyndin og góð og þið vitið. Er ég sá eini sem er að upplifa þetta? Ég hafði samband við stjörnuspekinginn minn og það er víst nóg að gerast í kortunum mínum SOOOOO, ég ætla bara að flow with it. En þarf að bæta mig aðeins þarna.

Jólin voru að sjálfssögðu stórkostleg, að vera með fjölskyldunni og vinum .. og hundunum, bara best í heimi. Eitt var reyndar aðeins öðruvísi í ár, en ég svaf aldrei lengur en til tíu, ég æfði eins og bavíani, en það er reyndar því Dagný systir er bezti æfinga félagi í heimi, svo við gátum ekki sleppt því.

Förum í gegnum þetta í myndum, það meikar mest sens í færslum sem og þessum!

01

Julefrokostinn í endaði í brjálaðri karaoke gleði á Motel Chateau. Fjandinn hvað var gaman.

02

Held þið fattið ekki hvað var gott að fá Elísubet til Köben, það var svo mikið spjallað og hlegið og gaman og gleði.

03

.. og við heimsóttum WOOD WOOD show-roomið

04

Þar var allskonar fallegt sem kemur í búðir næsta sumar!

05

Elísabet var sæt í öllum fötunum sem hún snerti.

06

Við hjá Elite fluttum í glænýtt og miklu stærra hússnæði og það er staðsett beint á Strikinu góða, það er gggeggjað!

Processed with VSCO with a8 preset

Hér er tradition-ið okkar Siennu, jóla-Tívolí og æbleskiver. Svo einum of kósý.

Jólagleði hjá Siennu –

Mættur heim á Seyðisfjörð til barnanna minna, ég held þið fattið ekki hvað ég eyddi miklum tíma að bara knúsa og kyssa þessa hunda.

Mættur í Crossfit Austur þar sem magnaðir hlutir gerast.

10

Þetta var samt ekki magnað, jú samt alveg fyndið. Þessi litla sæta lyfta varð ekki að súkksess.

11

Seyðisfjarðar-paradísin var að gefa, alla daga.

12

Þorláksmessudeit með mama – einum of kósý.

14

Þetta var svo ruglað, þetta var tekið á Iphone kæru vinir, en þarna voru túristar uppá fjalli, þar sem þessi mynd var tekin, að öskra og gráta og “OOOHMY GOOOOOD” – þessi norðurljós voru reyndar aaalgjört rugl. Við mamma voru eiginlega hálf orðlaus. Landið okkar, án djóks vinir.

Uppáhalds litli strákskrúttið mitt. Skemmtilegasta krútt í heiminum.

Aðfangadagurinn byrjaði svona, að klæða sig upp í jólasveinabúning og gleðja börn bæjarins með gjöfum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég geri þetta, og ég verð að segja, það var eiginlega dásamlegt. Fáranlega krúttlega gaman.

Friðarkerti og rós handa englinum okkar á aðfangadag.

Fagri bróðirinn – beztur í heimi.

Ég á reyndar ekki jakkaföt, en hvít skyrta og velvet jakki er fínt nok!

Stjörnurnar í fjölskyldunni Margrét og Sigrún voru skemmtilegastar í heiminum. Við fullorðna fólkið vorum ekki lengi opna pakkana, svo færðum við okkur til þeirra og þar var meeeeega gaman.

Jóladagur – enough said.

.. svo var það bara back to buisness fyrir mig og DEÓ!

Very næs.

MITT FYRSTA MÁLVERK – EFTIR VERU HILMARS

DANMÖRKHOMEINTERIOR

Ég er orðinn svo fullorðinn y’all. Í sumar keypti ég mér minn fyrsta skúlptúr í Berlín, og nýlega keypti ég mér mitt fyrsta málverk.

Vera Hilmars er svo innilega hæfileikarík og ég er mikill aðdáandi verkanna hennar, sem listamaður og manneskja því mér finnst hún stórkostleg, og mér finnst ógeðslega gaman að eiga svona sæta og hæfileikaríka vinkonu. Málverkið sem ég keypti er 100% ég og hefur í rauninni mikla þýðingu fyrir mig.

Processed with VSCO with a8 preset

screen-shot-2016-11-17-at-14-13-23

Þau sem þekkja mig (og kannski þið sem ekki þekkið mig ..) sjá hversu mikið þessi mynd er eins og ég. Ég er búinn að hafa málverkið á gólfinu, á mismunandi stöðum og ég er alltaf að breyta og mér finnst það henta furðulega vel. Ég mun kannski hengja það upp, en list og myndir á gólfinu er eitthvað sem ég er mikið að vinna með þessa dagana.

Ég hlakka til að safna fleiri verkum, ég vil helst synda í list í íbúðinni minni. Sem ég er BYYYY THE WAY búinn að gera upp, ég hlakka til að sýna ykkur.

Ég keypti málverkið sjálfur ef einhver er í vafa

PÁSKASEYÐIS VOL 2

HOMEÍSLANDPERSONALSEYÐISFJÖRÐUR

Afþví eitt svona blogg var ekki nóg .. leeeet’s go!

sey1

Það er svo fyndið að þessi mynd er búin að vera í ramma heima hjá mér í fullt af árum en ég tók almennilega eftir henni núna um páskana, fannst hún alveg extra krúttleg. Ég tveggja ára og langamma.

Processed with VSCOcam with a8 preset

RÉTT ER ÞAÐ!! Ég veit ekki hvað það var en Palli buffaðist upp eins og blaðra þegar hann var, ég veit ekki, fjórtán ára og varð bara kjötstykki eftir það og út Menntaskólaárin. Hann var sko TÖÖÖLUVERT sterkari en ég, fjandinn hafi það, hann var algjört naut. Núna, í fyrsta skipti í okkar í gegnum okkar margra margra ára vináttu, var ég að taka meira en hann í einu og öllum æfingum. Ég ætla ekki að ljúga kæru vinir, mér fannst það MJÖG góð tilfinning.

sey3

Gaurinn sem tekur meira en Palli. En ég setti þessa með því fólk hefur verið að spurja eftir World Class snappið hvar ég fékk þennan bol og peysuna sem ég var í sem er eins og bolurinn, en svarið er H&M Sport!

sey4

Þetta fallega gull varð tveggja ára þann 31 mars!

Processed with VSCOcam with a9 preset

ÉG FÓR Í POTT. Djöfullinn hvað pottar eru frábær uppfinning.

Processed with VSCOcam with b1 preset

Ég var svo einstaklega ánægður með þessa mynd því hægri höndin mín lítur út fyrir að vera hjúts. Og hún er eiginlega ekkert hjúts, alls ekki. Svo ENJOY

Processed with VSCOcam with a9 preset

Ég held að frávera mín taki eitthvað á kæróinn því honum tekst alltaf að detta í kaupgírinn þegar ég er í burtu. Þarna má finna allskonar góss, blandari, og allskonar fínt.

Processed with VSCOcam with acg preset

Eins hellað og mér fannst þetta upplevelse fannst mér ég á sama tíma kúl, hardcore og einu skrefi lengra að verða Crossfittari.

sey14

Fátt skemmtilegra í heiminum en að æfa með Dagnýju sys, en við fundum Filthy fifty workout sem er viðbjóður svo við breyttum því í dirty thirty og rústuðum því. Mér fannst það samt erfiðara en henni og hún var að eignast barn fyrir korteri og er ekki búin að vera æfa neitt brjálaðslega mikið uppá síðkastið. En jæja ..

sey10

Ég fékk þann heiður að vera guðfaðir með litla sæta bróðir mínum. Stoltastur í heimi, spring.

Processed with VSCOcam with a8 preset

Og tek mínu starfi sem guðfaðir mjög alvarlega og fór með í ungbarnasund.

sey12

nei halló .. ég .. án djóks

sey13

.. OOOOOG ég leigði mér óvart rútu útaf fyrir mig uppá flugvöll, en já, kominn til DK!

Instagram: @helgiomarsson

Snapchat: helgiomars

HEIMA

HOMEINTERIOR

Ég og hubby erum búnir að vera nokkuð duglegir að safna í búið uppá síðkastið en við höfum verið að taka þetta allt saman svona step by step. Við byrjuðum á því að kaupa nýjan sófa og borðstofuborð og snérum stofunni við og þá einhvernveginn settum við í þriðja gírinn. Mjög skemmtilegt ferli og erum núna komnir inní skemmtilegur díteilana þegar aðal húsgögnin eru komin á plads.

Það kom hugmynd í fyrradag um að kaupa KitchenAid hrærivél í eldhúsið sem ég setti stórt spurningarmerki við þar sem hvorki ég né Kasper erum miklir bakarar. Hugmyndin var þó framkvæmd og eigum við von á henni á morgun, frekar flippað.

Ég tek almennilegar myndir við tækifæri, en þangað til ..

Processed with VSCOcam with a9 preset

Processed with VSCOcam with a8 preset

Processed with VSCOcam with a8 preset

Ég var kominn með ógeð af ljótu Ikea leirtauginu svo ég tók að mér að sanka að mér allskonar, bæði nýtt og á flóamörkuðum.

Processed with VSCOcam with a8 preset

INSTAGRAM: @helgiomarsson

JÓLIN Á SEYÐISFIRÐI

HOMEÍSLANDPERSONALSEYÐISFJÖRÐUR

Mér þykir pínu skrýtið að jólin eru bráðum búin, eða þið vitið, þannig séð, of stutt í nýja árið og það þýðir Danmörk eftir smá líka! Ég veit ekki hvort ég muni nokkurntíman þroskast uppúr því að snúa sólahringnum við og missa stjórn á mataræðinu. Ég er örlítið betri en í fyrra samt, ég vaknaði klukkan 11 í morgun, og sofnaði kl 05:00, útaf óútskýranlegum ástæðum.

Ég sem hélt að árið var ekki búið að taka mig nógu mikið í þurrt þá gerðist eftirfarandi: Ég fékk pest sem heitir hiti og hor, ég fékk bólur, eina bakvið eyrað, nokkrar á ennið, tvær á hendurnar, og eflaust einhversstaðar annarstaðar, og húðin fór almennt í fokk. Það er komið almennt á hreint að ég er orðinn vanur vatni sem er 50% kalk, Danaveldið góða kæra fólk.

JÆJA, þó að ég sé enn örlítið bitur þá er þetta búið að vera dásamlegur tími, það er í alvöru ekkert betra en að vera með fjölskyldunni og fá að slappa af. Dagný systir eignaðist sitt annað barn þann 1 desember og að fá að vera með stelpunum hennar tveimur og kynnast þeim betur er bara bara best í heimi.

j1

Um leið og ég lenti fór ég beinustu leið til Dagnýjar systur og fékk að hitta nýjasta fjölskyldumeðliminn, að öllu leyti fullkomin lítil stelpa.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Seyðisfjörður er svo stórmagnaður bær, að við erum með okkar eigin friðagöngu (og GayPride göngu) og ég fór svo sannarlega í hana með bestu vinkonu minni og barninu hennar, mjög kósý.

Processed with VSCOcam with t1 preset

.. og kveikti á kertum handa verndarenglunum mínum tveimur sem yfirgáfu þennan heim í ár.

Processed with VSCOcam with x1 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Ég get ímyndað mér að ég hafi eytt allt í allt svona tveimur dögum að liggja við hliðin á þessu gulli ..

Processed with VSCOcam with t1 preset

Það var allt blossandi á Snapchatti fjölskyldunnar, allskonar hrekkir og fyndið og krúttlegt.

 Processed with VSCOcam with f2 preset

Ég er svoleiðis umkringdur börnum, tvær bestu vinkonur mínar hafa pungað út börnum og nú systir mín. Hitti þessu fallegu mæðgin í kirkjugarðinum á aðfangadag.

Processed with VSCOcam with t1 preset j10

Kæróinn vann sér inn alveg aaaansi mörg prik þessi jól. Adele í Berlín í maí, yes, YEEEEES!!!!!

Processed with VSCOcam with x1 preset Processed with VSCOcam with b1 preset

Systkinin saman á aðfangadag – vantar litla bró!

Processed with VSCOcam with x1 preset

Jólasnjórinn á sínum stað á aðfangadag –

Processed with VSCOcam with f2 preset

Ókei, þetta er jólahefð sem ég hef þróað mér síðustu tíu ár (tíu ár? fokk) – semsagt síðan jól 2005. Það er að borða forréttinn með extra kínakáli á botinum og kók í nákvæmlega þessum bolla. Ég drekk ekki venjulegt kók lengur, en hey, IT’S TRADITION! Mjög fyndið. Þetta hef ég gert í 10 fokking ár á jóladag, shet.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Ég er öllu gríni sleppt búinn að vera í full-time vinnu að knúsast í þessum hundi. Hún svoleiðis á mig allan, og er algjör frekja og ég er bullandi meðvirkur gagnvart henni. Við erum að tala um allavega klukkutími á morgnana, allt í allt svona 2 tímar yfir daginn og allavega klukkutími á kvöldin. Damn ..

Processed with VSCOcam with f2 preset

.. oooog amman og afinn ..

Vonandi eruði búin að eiga dásamleg jól öllsömul!

Instagram: helgiomarsson
Snapchat: helgiomars

ÚT MEÐ BABY

66°NorðurHOMEÍSLANDPERSONAL

Guðný vinkona eignaðist svona gullfallegan og lítinn dreng í sumar og fékk ég loksins að hitta hann þegar ég fór í frí um daginn, eða þið vitið, í september, ójæja – hér eru nokkrar vel valnar frá dásamlegum degi ..

01 02 03 04

Við rákumst á könguló og Guðný gerðist svo frækk að leggjast í jörðina og taka mynd af þeirri dásemd ..

05

Paradís í bakrunninum ..

06 07 08 09 10 11

 

Þessi drengur, og vinkona og staður, jólin mega koma í gær ..

HÓTEL SELFOSS NÆSIÐ ..

ÉG MÆLI MEÐHOMEI LIKEÍSLAND

Ég var á landinu í síðustu viku til að mæta í jarðaför hjá elsku hjartans afa mínum. Við gistum á Hótel Selfossi og ég elska að komast á þetta hótel. Maturinn, útsýnið og síðast en ekki síst, spa-ið, ooohmypow.

Ég hef farið þangað mjög oft og mér finnst þetta snilldar leið til að komast aðeins í burtu og slappa af.

Ég og litli bró mættum snemma í spa-ið, einum of nice.

Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with p5 preset Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with p5 preset Processed with VSCOcam with f2 preset

Grameðluhláturinn góði, iiimmit.

hs09

Bezt í heimi!

NEW IN – SPRITT NÝR ARNARHÓLL

66°NorðurHOMEI LIKENEW INSTYLE

Ég efa að það sé hægt að segja sprittnýr, ef einhverjir voru að velta því fyrir sér, sem sagt titillinn. Ég er orðinn svo internasjonal að ég heyrði þetta í sumar, og hef eiginlega sagt þetta síðan. “Vi har nemlig noget spritnyt musik til jer idag!”- Þetta heyrði ég átta sinnum í sumar, sami tónlistarmaðurinn sagði þetta uppá sviði, já, átta sinnum. Dansk slangur í boði mín allavega. Jæja, yfir í annað, þetta tengist viðfangsefninu akke neitt.

Ég er að reyna koma mér útúr allri svörtu gleðinni sem hrjáir mig varðandi klæðnað. Elísabet meira segja skammaði mig smá þegar ég sendi henni snap af farangrinum mínum, það var allt svar. Ég er búinn að kaupa mér tvær dökkbláar peysur svo ég er allur að koma til.

En þegar ég sá svarta og nýja týpu af Arnarhól þá ákvað ég að nýta gjafakortið mitt smá .. pow!

01SMALL  03SMALL 04SMALL 05SMALL 06SMALL

Brosmildur og glaður, eins og alltaf.