fbpx

MÁLNINGIN KEYPT & KOMIN –

DANMÖRKHOMEINTERIORPERSONAL

Núverandi status er ágætur. Við erum hægt og rólega byrjaðir að pakka ofan í kassa. Pakka ofan í töskur fyrir Bali og gera allt klapp og klárt fyrir allt saman. Þegar við komum heim frá Bali fáum við lyklana afhenta og getum byrjað að flytja af alvöru. Við ætlum að byrja á því að mála allt hvítt hvítt hvítt, loftin og allt svoleiðis til að hreinsa íbúðina. Svo eru nokkrir veggir sem við komum til með að mála með litum. Þessir litir hafa verið ákveðnir og keyptir. Við erum búnir að fara fram og tilbaka og eins og ég hef áður sagt að við Kasper erum alveg hrikalegir að taka ákvarðanir, enda tveir tvíburar.

Ég er ánægður með valið akkúrat núna. Við skulum sjá til hvernig þetta verður þegar þetta er komið á samt. Hlutirnir þurfa svolítið að gerast ekki seinna en strax hjá mínum manni og það er nokkuð ríkjandi. Ég ætla samt að sýna ykkur hvað varð fyrir valinu ..

Þarna má sjá Cornforth White –

ooog Railings –

Railings er semsagt hugsaður fyrir svefnherbergið. Við ætlum að meta það á staðnum hversu margir veggir verða málaðir en það er allt frekar opið ennþá –

Þetta er þó ekki minn ideal stíll, en mér finnst hugmyndin um dökkt herbergi mjög heillandi.

Svo er það Cornforth White sem er hugsaður inní stofuna ..

Sjáum til hvernig lukkast!

Sjáuuuuumst –

Instagram: helgiomarsson

HÚÐRÚTÍNAN ÞESSA DAGANA -

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Halla

    5. October 2018

    Hlakka til að sjá. Góða ferð til Bali.