BÓKIN – ÁRIÐ MITT 2017

INSPERATIONAL

Ég fór í Bónus á Granda um daginn. Keypti Betty Crocker köku, fjóra dúnka Amino, döðlur, chia fræ, rósmarín kryddið frá Sollu grænu og Nóa Kropp handa kæró.

Skemmtilega, rakst ég á þessa bók, Árið 2017. Ég hugsaði, en sniðugt. Djöfull væri sniðugt að eiga svona. Þar sem ég er með mitt vinnusvæði, og með lítinn krúttlegan athyglisbrest. Geníalt. Jæja, ég ákvað þó að láta þetta duga, enda með fjóra dúnka af Amino, sem kostuðu sitt og þið kannist við drillið.

Viti menn, rithöfundurinn sjálfur, hún Áslaug Björt og sendi tölvupóst á fyrra bragði (I kid you not) og spurði mig hvort ég hefði áhuga að fá þessa bók að gjöf og kanna hvort mig líkaði við hana. Hún talaði ekkert um að ég þyrfti að skrifa um hana, heldur bara sjá hvort mig mundi lítast vel á hana.

Ég vildi að ég gæti sýnt ykkur hvað ég hef sagt nei við mörg fyrirtæki, enda vil ég allt annað en að vera svoleiðis bloggari.

En sagði stoltur já við þessari bók, hér er hún;

arid01 arid02 arid04 arid05

Í bókinni eru allskonar viskusteinar. Og bókin er að sjálfssögðu dagbók og rúmlega það, dagatal, fræðslumolar og svo margt meira en það.
Það verður gaman að dokjúmenta árið 2017.

x

STYLES GOT STYLE

INSPERATIONALSMEKKSMAÐUR

Ég er í brjálaðri lægð í lífinu varðandi allt og þar á meðal klæðnað. Ég vanalega finn mig skoða eitthvað á netinu og langar í þetta og vantar annað og allt þetta. Mér finnst mig ekkert vanta – jú, mig vantar reyndar skó (samt ekki) og eiginlega langar ekki í neitt, og allt sem ég sé í búðunum langar mig ekkert í. Er samt alltaf að skoða einhverja töffara og er búinn að vera skoða í kvöld Harry Styles, hann er alveg lúmskt crush hjá mér, samt bara síðan í kvöld. Hann er svo fáranlega mikill töffari og er bara, já, töffari. Hann er konungur boots er alltaf í einhverjum trylltum Yves Saint Laurent og allskonar sem ég hef ekki efni á. Einnig er hann ennþá einn af fáum sem rokkar skinny jeans, sem mér finnst ekki margir gera.

hs hs2 hs3 hs5

hs6 hs8 hs9

SIR BY MARIO TESTINO

I WANTINSPERATIONAL

Mig langar í bók, þessa bók. Sir by Mario Testino, þar sem hann fer í gegnun 30 ár af uppsöfnuðum myndum af karlmönnum innan tískubransans.

Ég sem var svo afar bjartsýnn, þá ætlaði ég að fara á Taschen síðuna og bara kaupa mér eitt stykki. Það var hægara sagt en gert (meikar ekki hægara gert en sagt meira sense?) því bókin kostar ágætar 500 evrur, eða sléttar sætar 74 þúsund krónur. Á ég svoleiðis pening fyrir bók? Nei, aldeilis ekki. Bókin var aðeins prentuð í 1000 eintökum, svo já, ég er ekki að fara fá hana. Oh well!

Næs bók samt ..

mario mario2 mario4 mario5 mario6 mario8 mario9 mario10 mario11 mario12

AÐ KOMAST Í BURTU ..

I WANTINSPERATIONALPERSONAL

Í kvöld fékk ég rífandi tilfinningu útum allan líkamann um að ég ætti bara að hætta þessu, ætti að hringja í yfirmanninn minn, segja honum að ég er hættur, hringja í bankann minn og sækja um lán, nýta tölvuna mína í síðasta skipti til að panta flugmiða burtu. Þetta er í rauninni ekki á neikvæðum nótum, þetta er ekki afþví ég er óhamingjusamur eða neitt svoleiðis.

Uppá síðkastið hafa hlutirnir gefið manni ýmsar áminningar, eða mér allavega.

Trendsetterinn mætti með trompi, var svo sannarlega sniðugur, en hafði í lokin ljótar afleiðingar, þá er ég helst að tala um neteinelti í garð annarra. Marta María heldur áfram sínu rugli, tekur eina unga fyrir og leggur hana í einelti, skvísan sko. Ég er búinn að liggja heima með sýkingu í maganum og magabólgur, ósofinn, grennri, næringarminni, leiðari og afhverju? Jú út af stressi og vinnuálagi. Svo eitthvað sé nefnt.

Ég er ekki að leita af vorkunn, Trendsetterinn hafði svo sem engin áhrif á mig, ég var meira leiður í annarra garð, enda veit ég fyrir hvað ég stend fyrir og hvernig ég sjálfur er og ég lærði rosalega góða lexíu að ofkeyra mig eins og ég gerði.

Ég kemst þó ekki hjá því að hugsa, að þetta er samt framhaldið. Ég er ekki að fara hætta vinna, ég er ekkert fara hætta að þurfa díla við stress, neikvæðni eða gagnrýni, í vinnunni eða daglegu lífi. Við mörg eyðum mikilli orku í að hugsa hvað við ætlum að gera næst, hvernig við getum unnið okkur upp, hvernig getum við orðið betri, hvernig við getum orðið flottari, mjórri, þykkari. Nútíminn og umhverfið segir okkur endalaust að við erum aldrei nógu góð.

Það er súri sannleikurinn. Ef hann á ekki við ykkur, þá eru þið heppin – eða í afneitun.

Ég þrái að komast aðeins í burtu, þar sem ég þarf ekki að hugsa um vinnuna mína, símann minn, fundina, dagskránna og allt annað sem fylgir hinu daglega lífi. Ég datt í dagdrauma og allskonar hugmyndir um annað umhverfi. Ég segi ekki að grasið sé grænna annarsstaðar, en umhverfi þar sem kannski væri annað en það sem ég er vanur, jóga, aðrar lyktir, einlægni í öðru formi, strendur, bakpoki, sjór, fólk með önnur gildi um hvað er hamingja og hvað er skiptir máli, hvað sem er.

Auðvitað eigum við að vera hamingjusöm með okkur sjálf, hvar við erum, hver við erum og hvað við erum að gera.

.. en við megum líka leyfa okkur að dreyma, og framkvæma.

free8 free9 free10 free11 free13 free14

free free2 free3 free4 free5 free6 free7

TUMBLR – INNBLÁSTUR

INSPERATIONAL

Ég er Tumblr maníak – margir elska pinterest, ég elska Tumblr. Ég get legið á þessari síðu í marga daga og ég fengi ekki leið á því – ég held að ég hafi skrifað þetta nokkrum sinnum áður hér á blogginu, en hey! Ég gjörsamlega elska að fletta í gegnum fallegar myndir.

Einhversstaðar las ég, man þó ekki hvar, að innblástursblogg væru letiblogg. Hvers svo sem það var, up yyyyooours.

i ii iii iiii iiiii iiiiii iiiiiii iiiiiiii iiiiiiii iiiiiiiii iiiiiiiiii iiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii

STERKUR INNBLÁSTUR FRÁ MERYL STREEP

INSPERATIONAL

Stórkostlegt.

“I no longer have patience for certain things, not because I’ve become arrogant, but simply because I reached a point in my life where I do not want to waste more time with what displeases me or hurts me. I have no patience for cynicism, excessive criticism and demands of any nature. I lost the will to please those who do not like me, to love those who do not love me and to smile at those who do not want to smile at me. I no longer spend a single minute on those who lie or want to manipulate. I decided not to coexist anymore with pretense, hypocrisy, dishonesty and cheap praise. I do not tolerate selective erudition nor academic arrogance. I do not adjust either to popular gossiping. I hate conflict and comparisons. I believe in a world of opposites and that’s why I avoid people with rigid and inflexible personalities. In friendship I dislike the lack of loyalty and betrayal. I do not get along with those who do not know how to give a compliment or a word of encouragement. Exaggerations bore me and I have difficulty accepting those who do not like animals. And on top of everything I have no patience for anyone who does not deserve my patience.” – Meryl Streep

10523743_749583895087473_3626388552889869106_n

TÍMI TIL AÐ FÁ SÉR NÝTT TATTOO?

INSPERATIONAL

Síðasta tattoo sem ég fékk mér er á hendinni á mér, borði vafinn fjórum demöntum og á því stendur “Pabbi”. Ég fékk það árið 2012 takk fyrir jááá, sem þýðir að ég er ekki búinn að fá mér flúr í góð tvö ár. Ég er enn haldinn þessari ágætu dellu og er alltaf að spá og spegúlera og velta fyrir mér hvað verður næst.

Ég hef alltaf sett grensurnar á það að flúrin mín verða að hafa mikla þýðingu fyrir mig, annars finnst mér lítil ástæða til að fá mér.

Hér er nokkur sem ég er búinn að seiva inní tölvuna og er að skoða og blóðkreista innblástur frá.

tattoo tattoo1 tattoo3 tattoo4 tattoo5 insp11 insp13 insp17

LJÓSMYNDARI – MARSÝ HILD

INSPERATIONALPHOTOGRAPHERS

Marsý Hild er ótrúlega falleg – og hún er líka fáranlega góður ljósmyndari. Hún lærði í London Collage for Fashion í London og er enn í dag búsett þar. Hún er líka vel hógvær því hún er að gera það ótrúlega gott í London. Hún hefur einstakt auga og ég er búinn að eyða góðum tíma að stúdera myndirnar hennar.

Hún er búin að vera mynda fyrir Harper’s Bazaar, i-D Magazine, TheFashionisto, Fucking Young ásamt öðru.

Ég veit ekki með ykkur, en ég væri eflaust búinn að flúra á ennið á mér ef ég væri búinn að mynda það sem hún er búin að mynda.

Hér eru verkin hennar, njótiði vel ..

marsýprofile marsy marsy2 marsy3 marsy4 marsy6 marsy7 marsy8 marsy9 marsy10 marsy11 marsy12 marsy13 marsy14

TUMBLR, LIKE & INSPÓ

INSPERATIONAL

Ég get bókstaflega legið á Tumblr í marga klukkutíma, bara refresha og skoða og fá innblástur.

Þá like-ar maður myndir og datt í hug að deila með ykkur nokkrum

insp2 insp3 insp4 insp5 insp6 insp7 insp8 insp9 insp10 insp12 insp13 insp14 insp15 insp16 insp18 insp19 insp19 insp20 insp22 insp23