fbpx

BÓKIN – ÁRIÐ MITT 2017

INSPERATIONAL

Ég fór í Bónus á Granda um daginn. Keypti Betty Crocker köku, fjóra dúnka Amino, döðlur, chia fræ, rósmarín kryddið frá Sollu grænu og Nóa Kropp handa kæró.

Skemmtilega, rakst ég á þessa bók, Árið 2017. Ég hugsaði, en sniðugt. Djöfull væri sniðugt að eiga svona. Þar sem ég er með mitt vinnusvæði, og með lítinn krúttlegan athyglisbrest. Geníalt. Jæja, ég ákvað þó að láta þetta duga, enda með fjóra dúnka af Amino, sem kostuðu sitt og þið kannist við drillið.

Viti menn, rithöfundurinn sjálfur, hún Áslaug Björt og sendi tölvupóst á fyrra bragði (I kid you not) og spurði mig hvort ég hefði áhuga að fá þessa bók að gjöf og kanna hvort mig líkaði við hana. Hún talaði ekkert um að ég þyrfti að skrifa um hana, heldur bara sjá hvort mig mundi lítast vel á hana.

Ég vildi að ég gæti sýnt ykkur hvað ég hef sagt nei við mörg fyrirtæki, enda vil ég allt annað en að vera svoleiðis bloggari.

En sagði stoltur já við þessari bók, hér er hún;

arid01 arid02 arid04 arid05

Í bókinni eru allskonar viskusteinar. Og bókin er að sjálfssögðu dagbók og rúmlega það, dagatal, fræðslumolar og svo margt meira en það.
Það verður gaman að dokjúmenta árið 2017.

x

NOSTALGÍU BRILLÍANS FRÁ 66°NORÐUR - SJÁIÐI FLÍKURNAR

Skrifa Innlegg