H&M X ERDEM PARTÝIÐ Í ALLRI SINNI DÝRÐ ..

MEN'S STYLEPERSONALSTYLEWORK

JÆJA –

Íslensku hópurinn samanstóð af mér, Elísubetu Gunnars okkar, Álfrúnu frá Glamour, Sögu Sig ljósmyndara og Thelmu Guðmundsen sem er bloggari.

Við gistum á hóteli beint niðrí bæ og bíll kom og sótti okkur korter fyrir mætingu og var okkur svo keyrt á áfangastað, sem var einum of fallegur. En teitið var haldið í sænska sendiráðinu í Osló og húsið var ekkert djók fallegt.

Áður en við förum yfir þetta allt saman langar mig að undirstrika þetta: Takk Anna Margrét fyrir allt saman! Hún er íslenska drollan innan H&M veldisins og dekraði og reddaði ekkert lítið fyrir okkur ízlenska hópinn. Takk fyrir mig, þú ert stórkostleg.

Eins og sannir Íslendingar mættum við tímanlega og á tíma. Gæti ekki verið meiri kaldhæðni, við mættum þó á réttum tíma. Ízlendingar step it up.

EG & Anna Margrét okkar

Náði þessari skyrtu eftir að ég snéri kokkinn niður sem greip í hana líka.

Nýi besti vinur minn Daníel ..

Joanna H&M drolla

EG og sæta stelpan frá SKAM sem deitaði Isak áður en Isak byrjaði með Evan

og Storm, sem er insta súperstar.

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars

SNÖGG FERÐ TIL MÍLANÓ

PERSONALTRAVELWORK

Ég fór til Ízlands að vinna síðustu helgi, ekki helgina sem var að líða, heldur helgin fyrir það. Þegar ég kem til Íslands verð ég pínu púki, ég veit ekki hvað það er. Mig langar bara að fara út að skemmta mér og sletta algjörlega úr klaufunum. Í Kaupmannahöfn er ég bara vinnandi maður sem rekur heimili og eldar mat á hverju kvöldi, hahaha, svo það er geggjað að komast heim og borða það sem ég vil, æ þið vitið, fara seint að sofa, fara í Hagkaup seint á kvöldinn, út að dansa með vinum, allt þetta. Ég er tvíburi sjáðu til, tvískiptur, ein týpa í Köben og önnur á Íslandi.

Allavega, ég var varla lentur þegar yfirmaðurinn minn sagði mér að ég þyrfti að fara til Milanó á fund með Elite Milan og fylgja einu módelinu okkar í hjúts herferðarverkefni. Ég er alltaf til í að fara ferðast svo frekar lítið sofinn, enn frekar þreyttur eftir Íslandið stökk ég til Milanó þar sem allskonar prógram tók á móti okkur.

Alparnir tóku vel á móti okkur. Alveg fáranlega flott að sjá þetta, síríuslí. Þetta var svo ógeðslega flott. Þarna lærði ég líka að Alparnir eru víst partur af Ítalíu. Ég þarf fara rifja geógrafíkuna upp.

Fundur hjá Elite þar sem farið yfir ýmis mál, Ítalarnir eru svo ítalskir, og það var þvingað ofan í mig svona fjórtán kaffibolla.

Skrifstofan er örlítið stærri en okkar, en okkar er samt flottari finnst mér y’all.

Fyrsta sem ég gerði þegar ég var búinn á fundinum var að fara og sjá Duomo, ég er brjálaður perri varðandi svona historískar byggingar og allt sem er fallegt. Allt sem er ekki glerkassi og steypa eins og í módern arkítektúr. Ég var alveg dáleiddur að skoða þetta.

Án gríns krakkar ..

Þetta fannst mér svolítið sérstakt. Ég tók eftir því í fjarska að fólk var að snerta hurðina á ýmsum stöðum og ég fór aðeins nær og fór aðeins að fylgjast með. En allan daginn eru greinilega sömu staðirnir snertir. Eins og fæturnir á Jesú á þessari mynd ..

Jesúbarnið ..

Hendurnar. Þetta er svolítið magnað, getiði ímyndað ykkur hvað þarf að snerta þetta mikið til að áferðin breytist?

Ég gerði ekki mikið research um hvað þetta er, en þetta var ótrúlega fallegt. Þarna var hægt að finna Versace, Prada og fleira.

Ég get auðveldlega verið nettur loner, og finnst mjög mikilvægt að vera einn stundum og mér fannst geggjað að setjast niður með sjálfum mér og horfa á mannmerginn og borða salat. Ég átti mjög erfitt með að borða á Ítalíu, en ég er alls ekki áhugamaður á ítölskum mat. En þetta salat var æði ..

.. og þessi ostur var, damn!

Þessi gaur leit út eins og háklassa fáviti í stuttubuxum í kringum alla Ítalana í dúnúlpum. Þetta hentaði mér samt mjög vel, 18 gráður og sól. Ég er ízlenskur, þetta var algjör lúxus og gjörsamlega fullkomið tempatúr fyrir mig.

Arrivederci Milano!

RUGL SEASON NINU MARKER –

DANMÖRKWORK

Fyrir þó nokkrum árum síðan, þá scoutaði ég Ninu litlu Marker, hún var hálf drukkinn í metroinum, á leiðinni heim eftir partý. Hún var ekki beint samtalshæf, svo ég bað vin hennar um að láta mig hafa númerið hennar. Hún kom uppá skrifstofu, fékk samning, seinna vann hún Elite Model Look Denmark, og þaðan fórum við saman til Kína, þar sem hún þaut uppí Top 10. Síðan þá hefur verið bæði busy og rólegt hjá henni. Hún varð fljótlega gríðarlega vinsæl hér í Kaupmannahöfn og hefur unnið fyrir öll helstu merkin hér í bæ. Hún fór til New York í fyrsta skipti núna í september undir umsjá skrifstofunnar okkar í New York, The Society ooog boom!

Þetta gerðist:

Frá vinstri: Victoria Beckham – Versus by Versace – Versace – Tod’s

Frá vinstri: Saint Laurent – Mugler – Lanvin – Lacoste

Frá vinstri: Givenchy – Dries Van Noten – Altuzarra – Chloe

Frá vinstri: Sportmax – R13 – Philosophy di Lorenzo Serafini – Missoni

Frá vinstri: Maxmara – Mary Katrantzou – Jason Wu – Fenty Puma

Frá vinstri: Fendi – Derek Lam – Coach – Carolina Herrera

Frá vinstri: Philip Lim – JW Anderson – Jason Wu

Það er nóg eftir hjá henni á þessum síðustu dögum tískuvikunnar, eins og Chanel og fl.

Ég er alveg ótrúlega stoltur af henni, og hlakka til að fá hana heim eftir allt tískuvikubrjálæðið sem þessu fylgir.

Nina Marker, remember that name y’all

Snap: helgiomars
Instagram: helgiomarsson

TAKK FYRIR GÓÐAR VIÐTÖKUR!

ÍSLANDWORK

Það er búið að vera ákveðið upplevelse eftir að þættirnir Falleg Íslensk Heimili fóru í loftið. Mig grunaði aldrei að þetta mundi vekja svona mikla athygli eins og þetta er búið að gera.

Um daginn fengum við góðar fréttir varðandi áhorf sem hafa virkilega svona “made it worth while” – hvernig svosem ég get orðað það á íslensku. Ég vona innilega að þið sem hafið horft á þetta hafið notið vel. Ég er ekki búinn að sjá alla sem komna eru, en mér finnst það líka bara ágætt, ég eiginlega bara loka augunum og vona það besta þarna á Íslandinu. En ég kem tvisvar til Íslands á meðan þættirnir eru í loftinu svo ég líka að upplifa það, uppí sófa með familíunni að bíða eftir að ég segi eitthvað vandræðalegt eða eftir vinkli sem lætur mig líta út fyrir að vera með bumbu.

Annars er ég fólkinu bakvið þáttinn alveg einstaklega þakklátur, en um er að ræða hóp af stórkostlegasta fólki sem ég hef kynnst.

Inga Lind, yours truly, Gulla, Þóra & Sigríður Þóra  

Takk fyrir mig!

Í kvöld er fjórði þátturinn kl 20:40 –

Peace out

Instagram: helgiomarsson
Snap: helgiomars

HEIMSÓKN: WOOD WOOD

HEIMSÓKNLÍFIÐWORK

English Version Below

Snemma í síðasta mánuði fenguð þið að fylgjast með ferð minni til Kaupmannahafnar þar sem ég heimsótti tvö ólík en áhugaverð fyrirtæki. Annað þeirra var Frederik Bagger fyrir Norr11 en hitt danska tískuhúsið WoodWood sem ég heimsótti fyrir Húrra Reykjavík. Wood Wood er merki sem ég hef fylgst með lengi og kynntist fyrst þegar ég bjó í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum (mörgum!) árum. Ég var því glöð þegar KronKron tók það inn örlítið síðar. Merkið hefur átt sínar hæðir og lægðir og er í dag á mjög góðu róli. Í sumarlínunni ræður léttleikinn ríkjum í þægilegum klæðum sem samt búa yfir elegance – eitthvað fyrir mig!
Í febrúar munu Wood Wood síðan í fyrsta sinn sýna á tískuvikunni í Milano – það er stórt!

15320492_10154972664221535_901227579_n

Frábæri Helgi Ómars

15300589_10154972664476535_1728763440_n

 

Húrra Reykavík er ein af nokkrum góðum verslunum sem selja merkið á Íslandi. Sumarlínan 2017 tók á móti okkur Helga í gömlu sýningarherbergi sem staðsett er í bakhúsi á Nørrebro. Sú lína lofar virkilega góðu!! Ég er strax komin með langan óskalista og þið sem fylgduð Trendnet á Snapchat þann daginn sáuð að við eigum fallegar flíkur í vændum.

img_1280 img_1282

Langar í þetta dress fyrir sumarið. Helst myndi ég vilja klæðast stuttbuxunum berleggja við mega fína jakkann sem ég myndi hneppa að mér

img_1283

Sjúk í þessar buxur!

img_1284 img_1285 img_1286 img_1287 img_1289

Elísabetar-legir

img_1290 img_1291 img_1279img_1292

Þessi leðurjakki var það fyrsta sem greip augu mín

img_1293

Þessi romantic peysa á eftir að verða bestseller – viss um það!

img_1294

 

Ég mátaði smá en lagði meiri áherslu á að koma við og sýna ykkur “í beinni” þann daginn. Fljótlega getum við síðan mætt á Hverfisgötuna og keypt eðal flíkurnar þegar þær detta í Húrra hús. Fyrr í dag fékk ég þær fregnir að fyrsta sending væri nú þegar lent á klakanum og verður komin upp í verslun klukkan 11 á morgun (þriðjudag) – heppileg tímasetning á heimsóknarpóstinum mínum.

Meira af SS17: HÉR

Takk fyrir mig Húrra Reykjavik og WoodWood.

//

Last month I visited the WoodWood showroom on Norrebro in Copehagen. I went with my co-blogger and friend Helgi Ómars and we were both impressed.

I like the summer collection which is hitting the stores these days, light and comfortable with some elegance – my kind of style.
You can see photos from our visit above and in Reykjavik you can find the brand in Hurra Reykjavik – which hooked me up with the visit.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SCOUT STELPAN MÍN FYRIR YVES SAINT LAURENT

DANMÖRKWORK

Það sem mér finnst geggjað við starfið mitt hjá Elite er að fá að samgleðjast og fylgjast með krökkunum (tala eins og ég sé fimmtugur) þegar carreerinn þeirra blossast upp.

Nina fann ég í metro árið 2014 ef ég man rétt, í janúar ef ég man rétt. Svo fórum við saman til Kína í desember sama ár þar sem hún tók þátt í Elite Model Look þar sem hún endaði í Top 10, sem var æðislegt.

Hún hefur verið að vinna stanslaust síðan en núna í fyrradag gekk hún fyrir Yves Saint Laurent í París. Þetta var fyrsta collection Anthony Vaccarello fyrir YSL, en hann tók við af meistara Heidi Slimane.

Mjög gaman allt saman! Helgi er stoltur scout.

nina2

 

Nina Marker everyone!

NÝJA JOBBIÐ – SJÓNVARPSSERÍA

BEHIND THE SCENESWORK

Síðustu tvær vikur hafa verið óótrúleg keyrsla, gefandi og sjúklega skemmtileg reynsla. Ég var semsagt að taka mín fyrstu skref sem þáttastjórnandi en í vetur muni þið sjá útkomuna á Stöð 2. Með mér í þáttunum eru tvær stórkostlegar gyðjur, Gulla Jóns arkitekt og Þóra Margrét innanhúsgúrú. Ég var ekki alveg viss við hverju ég átti að búast áður en ég hoppaði ofan í djúpu laugina en mig grunaði ekki hversu gefandi og skemmtilegt svona ferli væri. Ég var kannski einstaklega heppinn með crew-ið en ég var að vinna með besta fólki í heiminum. Hef meira segja verið örlítið meyr eftir að við hættum að taka upp, finnst ótrúlega skrýtið að þetta sé búið eftir að hafa unnið svona náið með fólki í svona langan tíma. Það var hlegið svo sjúklega mikið og almennt svo ótrúlega gaman.

Hlakka rosalega til að sýna ykkur útkomuna, svo hvet ykkur til að næla ykkur í Stöð2 áskrift eftir áramót! Vonandi verðiði ánægð með mig, engin pressa, gah.

Processed with VSCO with a9 preset

Golli hljóðmaður er líka tónlistamaður og algjört legend

Processed with VSCO with a7 preset

Þetta var líklegast erfiðasti parturinn af þáttunum, að vera án Þóru og Gullu og tala við myndavélina, haha!

Processed with VSCO with a9 preset

Við fengum líka að mynda á stórkostlegustu stöðum, þið megið hlakka til að sjá þá!

Processed with VSCO with a8 preset

Bam! Hér er smá hint um hvað við vorum að gera ;-)

Processed with VSCO with a8 preset

Þóra og Eygló, ef ég mætti vera húsköttur þeirra beggja mundi ég gera það. Svo heppinn að eiga þær sem vinkonur, damn.

Processed with VSCO with a7 preset

<3

Processed with VSCO with a8 preset

oooog wrap partý-ið! Ég fór næstum því að grenja .. nokkrum sinnum. jæja. Fýla ekki svona kveðjur.

VILT ÞÚ VERÐA MÓDEL SCOUT OG FINNA STJÖRNUR?

WORK

ÞETTA ER SPENNANDI!

Ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurður að því hvernig maður getur orðið módel scout, meira segja ég fór meira segja í viðtal við Glamour Magazine til að ræða um þau mál. SVO ..

Ég teymaði mér upp með Eskimo models og við viljum gefa fólki sem hefur áhuga á þessum bransa til að nýta galopinn augun sín til að eignast peninga og finna stjörnur framtíðarinnar ..

Þeir sem hafa áhuga getið sent mail á model@eskimo.is og ég kem svo til landsins og held introduction og “námsskeið” (samt ekki námsskeið) ef svo má kalla. Starfið er sjúklega skemmtilegt og hver veit nema ferð á laugarveginn færir þér peninga og stjörnu í vasann!

Áhugi er að sjálfssögðu krúsjal

Processed with VSCOcam with a8 preset

MOOD MOOD MOOD MOOD GLEÐI ..

PHOTOGRAPHYWORK

Ég er alveg minnst duglegur í heimi að deila með ykkur verkefnunum mínum, en mér datt í hug að deila með örfáum myndum frá síðustu lokaprófum MOOD Make-Up School. Þetta er svo ógeðslega skemmtilegt og í hóparnir sem voru að útskrifast núna voru svo extra extra fjandi kreatíf og góð í því sem þau voru að gera. Það gerir þetta svo extra skemmtilegt ..

Ef þið hafið áhuga á að læra förðun, þá gæti ég ekki mælt meira með MOOD, svo besta fólk í heimi sem kemur að þessum skóla.

mm7 mm10  mm26 mm27 mm29

mm23mm31 mm37

Pow!

HEIM AÐ VINNA – HÓTEL SELFOSS

ÍSLANDWORKYNDISLEGT

Ég flaug heim að vinna fyrir Hótel Selfoss, en ný og stórglæsileg síða verður bráðum sett upp, mjög spennó!

Ég vann verkefnið með honum pabba mínum sem er einn af eigendum hótelsins, svo þið getið kallað mig Paris Hilton of Selfoss ef þið viljið ..

Þetta var allavega sturlað skemmtilegt, þetta hótel er svo mikið top næs.

Processed with VSCOcam with a8 preset Processed with VSCOcam with a8 preset

Brjálaðslega fínt útúm rúðuna á leiðinni ..

Processed with VSCOcam with a9 preset

.. morgunmaturinn er brjálað gúrm ..

Processed with VSCOcam with a9 preset

.. og útsýnið í stíl

Processed with VSCOcam with b5 preset Processed with VSCOcam with a9 preset

Á hótelinu er svo veitingarstaðurinn Riverside og hann er eiginlega alveg svona bullandi advanced, hef ekki borðað svona góðan mat lengi.

Processed with VSCOcam with a9 preset

Srsly fólk ..

Processed with VSCOcam with c2 preset

.. og mynda allan daginn ..

Processed with VSCOcam with x1 preset

.. ooooog enda daginn í spainu eftir langan vinnudag, þetta var top top.

INSTAGRAM: @helgiomarsson