fbpx

ÁSTÆÐAN FYRIR AÐ ÉG VAR Í MILANO –

MODELSWORK

Þið sem fylgist hér með sáuð að fyrir ekki svo löngu var ég í Milano með súpermódelinu mínu henni Ninu Marker, sem er þessa dagana að negla allar þær tískuvikur sem hún tekur þátt í. Casting directorarnir bókstaflega rífast um að fá hana í sýningarnar. Ég er svo ótrúlega ánægður með þetta allt saman, það er gaman að vera stoltur af henni. Það er einnig hálf súrríalískt. Að hinir allra stærstu aðilar tískubransans keppast um að vinna með henni. Þetta er ótrúlega gaman.

Ég get loksins sagt ykkur afhverju ég var með henni í Milanó. Hér kemur það:

Donatella vildi jú fá hana í Versace Jeans Campaignið sitt – eðlilega!

Ég fór með Ninu á settið, náði að sjá hina legenderísku Donatellu í tvær sekúndur og fór svo á fund hjá Elite Milano.

Akkúrat núna er hún í Milano á tískuvikunni en í gær labbaði hún fyrir Alberta Ferretti og Moschino með öllum súperstjörnunum á borð við Gigi og Bella Hadid, Kaia Gerber og Grace Elisabeth. Gaman saman! Hún er einnig búin að bóka allar stóru sýningarnar þetta season, en eftir sirka 5 mínútur er hún að labba fyrir Max Mara.

Lookin tvö fyrir Moschino.

TRENDING: FÓTBOLTATREFLAR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1