SHOWROOM HJÁ 66°NORTH Í CPH

66°NorðurDANMÖRKI LIKEI WANT

Eins og þið vonandi sáuð í fyrri færslu, þá vorum við Elísabet Gunnars okkar ástkæra saman í höfn kaupmanna þar sem við heimsóttum showroom, drukkum kaffi, hlógum helling, drukkum smoothie-a og svo heimsóttum við pressudag 66°Norður, en þar voru þau með showroom í heimskulega fallegu rými. Þar voru hinir ýmsu þekktu ritstjórar, bloggarar, stílistar og tízkumúngúlar sem staðsettir eru hér í Kaupmannahöfn að gramsa og skoða flíkurnar sem von er á í vetur. Ég er alltaf mjöög spenntur að sjá nýju flíkurnar þeirra, en það kemur alltaf einhverjar flík sem mig langar helst að sleikja.

Í þetta skipti var engin undantekning, en direct messages á Instagram og snappið mitt hefur aldrei sprungið eins áður. Á meðan ein flíkin boomerang-aði þessa 24 tíma á báðum miðlum var ég meira og minna að svara hvenær hún kæmi, hvaða stærð ég er í, og ÓMÆGAD GEÐVEIK. En kattarslagurinn er formlega hafinn, því ég mun vera sá fyrsti til að versla þessa úlpu, vitið bara til. Ég fæ alveg kitl í líkamann við tilhugsunina.

Þetta er umrædda úlpan;

Tindar úlpan í hvítu. Voila!

Þessi er einnig glæný og kemur í lok sumars, rugl flott!

 

Hvít Jökla!

Svört Tindar, sem kemur aftur, en er þó stútuppseld.

og er Unisex, mmmhm

Týr peysan kemur einnig í steingráu, sold. Og brúnu líka, aðeins neðar ..

Ekkert lítið flott rými –

ooog Týr í brúnu!

Melissa Bech ofur skotin í Hildi Yeoman kápunni –

Ofur gúrmei matur á boðstólnum

Fallegt fallegt fallegt –

Takk fyrir mig 66° you rock.

WANT: SOULLAND X 66°NORTH

66°NorðurI LIKEI WANT

Ég elska jakka, ég held ég pæli í rauninni í fátt öðru en jakka þegar kemur að klæðnaði. Ef þið þekkið einhverja skósjúka, sko – sjúka -, þannig er ég með jakka.

En ég veit að það er búið að skrifa um þetta, en mér fannst vert að skrifa um þetta. Því þetta er líka sjúklega kúl. Ég elska Soulland og á fullt af flíkum frá þeim. Ég varð lúmskt starstruck þegar ég sá samstarf Soulland og 66°Norður. Ég er ekki enn búinn að fara og skoða jakkana, sem mér finnst eitthvað tilgangslaust því ég var að koma úr löngu ferðalagi og er pínu að finna fyrir því þennan mánuðinn.

En y’all, þessi jakki er geggjaður.

soulland

soulland2

soulland3

Screen Shot 2016-09-27 at 20.20.05  Screen Shot 2016-09-27 at 20.20.19

Detailarnir, bakhliðin, jakkinn in it’s galore, sturlaður.

Screen Shot 2016-09-27 at 20.21.02 Screen Shot 2016-09-27 at 20.21.16  Screen Shot 2016-09-27 at 20.21.30

Geggjaður í þessum lit líka.

Ég er ekki viss hvort þeir séu til heima, en mér þykir það mjög líklegt!

KLUKK Á MIG: EF ÉG VÆRI AÐ FERMAST MUNDI ÉG ÓSKA MÉR ..

I LIKEI WANT

Elsku besta Svana okkar er svo sniðug og hugmyndarík, hún klukkaði mig í blogginu sínu og ég tek svoleiðis fagnandi!

Þegar ég fermdist vissi ég EEEEEEEEKKERT. Ég vissi ekkert hvað væri flott, eða um hvernig herbergi áttu að vera flott eða hvaða föt væru flott og hvaða föt væru ljót. Ég flaut bara með straumnum og meira var það ekki. Í gær voru ELLEFU .. EEEEELLEFU FUDGING ÁR, síðan ég fermdist!! Mér finnst ótrúlegt að geta sagt þetta upp hátt. “Æ já fyrir ellefu árum” hættiði nú alveg.

Eina sem ég óskaði mér í fermingargjöf var tölva, sem ég fékk, og eftir það var ég meira og minna inní herbergi. En ég var alveg kreatívur ásamt því að vera fastur við msn-ið og folk.is ef ég man rétt. Ég fékk græjur, sem ég augljóslega notaði aldrei þar sem ég fékk tölvu, örlítið vanhugsað hjá henni mömmu minni sem gaf frændfólki mínu þá hugmynd. Ég man svo ekki mikið annað, fékk fullt af pening, DVD myndir sem var ennþá geggjað að fá sem gjafir ásamt sængurveri og eitthvað fleira skemmtilegt.

En EEEEF ég væri að fermast núna, hefði mér fundist geggjað að fá;

klukk2

 

1. Bylur peysa frá 66°Norður – stylish, praktísk & hlý

2. Philips 32′ sjónvarp úr Elko

3. 66° Norður húfa – Or Type X

4. Silfur Ananas frá Modern.is

5. iMac tölva frá Epli.is

6. BeoPlay A2 Hátalari – Ormsson

7. Völuspa úr Maia Laugarvegi – Lichen & Vetiver, langbesta lyktin.

 

klukk3

 

1. Teikniborð – Epli.is

2. Intrinsic skór, bestu skór fyrir fæturna –  Ecco Kringlunni

3. Finnsdottir Big Foot Lampi – Snuran.is

4. Logn peysa – 66°Norður

5. Philips Vekjaraklukka – ofursniðugt, róandi hljóð, dagsljós fyrir geðvondan fermingarkrakka á gelgjunni (ef þetta hefði verið til á mínum tíma, I’m telling you) – Heimilistæki ht.is

6. Pyropet kerti – Snuran.is

Ég yrði afar hamingjusamur ef ég fengi eitthvað svona í fermingargjöf!

NÝI STÍLL ECCO –

I LIKEI WANTSKÓRSTYLE

Ég var á Kastrup flugvellinum og rakst á þessa:

Processed with VSCOcam with a8 preset

.. og ég hugsaði með mér, damn!

Ecco er greinilega að taka nýja og meira kúl stefnu, en þeir hafa meira minna verið að selja klassíka og praktíska hönnun, sem þeir halda eflaust áfram með, nema með smá meira kúli blandað við.

Ég kíkti uppá gamnið í Ecco búðina í Smáralind og sá að þeir voru ekki komnir þangað, en þið getið fylgst með, þau hljóta að fá þá bráðum.

En hér eru þeir á síðunni:

Screenshot 2016-03-10 16.04.10 Screenshot 2016-03-10 21.52.18

og þessir nokkuð nice líka!

Seriously, prrretttttí nice.

INSTAGRAM: @helgiomarsson

JÖR X 66°NORÐUR FRUMSÝNT Í DAG!!!

66°NorðurI LIKEI WANTÍSLANDMEN'S STYLESTYLE

165B0295

 

Þetta gerðist svo hratt! Mér finnst eins og þetta hafi verið tilkynnt í gær. Mér finnst sjúklega spennandi tvö kröftugustu íslensku tízku öflinn sameina krafta sína, mega sprengja!

Flíkin verður frumsýnd Í DAG niðrí 66°Norður búðinni í Bankastræti milli 17:00 og 19:00 og ég hvet alla til að mæta! Mikil ósköp sem ég væri til í að sjá þetta. Það er einnig takmarkað upplag af úlpunni, svo fyrstir koma fyrstir fá!

Ég hef annars verið sturlað forvitinn um þetta samstarf og veit ég nú að um er að ræða glænýja úlpu sem hefur fengið nafnið Jöræfi Parka! Hún er með stórum og fallegum dýralæknavottuðum refaskinn af blárefi sem er litaður svartur. Efnið í úlpunni er bullandi gæði og er hún vatnsheld og er einanguruð með Primaloft Gold örtrefjafyllingu sem er hæsta gæðastigið sem Primaloft býður uppá. Ekkert nema gæði sem bæði JÖR & 66°Norður er jú þekkt fyrir.

Svo verður líka sérstök JÖR útgáfa af húfukollunni sem við þekkjum öll og vatnsheld taska.

God damn!

Ég hlakka svo til að sjá meira, fariði niðrí Bankastræti á eftir kl 17:00 og taggiði #66north eða eitthvað basic og leyfiði mér að fylgjast með á gramminu.

165B0314

jör2 V3-151129004

Myndirnar teknar af meistara Magnus Unnar

Instagram: @helgiomarsson
Snapchat: helgiomars

SNEMMBÚINN JÓLAÓSKALISTINN MINN ..

I LIKEI WANTPERSONAL

Ókei þetta er að sjálfssögðu svona, hálf, svona .. æ þið vitið, kannski ekki endanlegur óskalisti. Ég er að reyna vera MJÖG vel undirbúinn þessi jólin, og kannski frekar snemma í þessu öllu saman því ég er yfirleitt alltaf á síðustu stundu og í stressi á jólunum. Þá spyr ég eldsnöggt, eru jólin tími til að vera í stressi? NEI! Svarið er nei, því jólin eru dásamleg, stórkostleg, ég elska jólin, ég elska þau ó svo heitt. Jæja allavega ..

Systur mínar og mamma og svona hinir eru alltaf að spurja mig hvað mig langar í í jólagjöf, því þau eru líka ferlega snemma’íðí líka, og ég segist ekki hafa hugmynd (sem ég í rauninni hef ekki) .. en ég sagði þeim að ég mundi setja eitthvað inná bloggið sem gæti gefið þeim einhverjar hugmyndir.

Það kemur mjööög skemmtilega á óvart að ég hallast að hörðum pökkum þessi jólin.

Let’s go.

ófinale-2

1. Playstation 4 – Gamli Playstation lúðinn í mér er að lifna við (Elko)
2. GoPro – ég er að fara til Thailands í janúar, say no more (Elko)
3. Símahaldari fyrir hjólið mitt, þetta er snilld fyrir GPS og velja tónlist (Urban Outfitters)
4. Beats by Dre hátalari – afþví tölvan mín er ekki nógu góð (Elko)
5. Nýja peysan frá 66°Norður, Grímsey afþví hún er sjúklega nett & mjúk (66°Norður)
6. Fujifilm Instax – Thailand og lífið almennt (Ljosmyndavörur.is)

ófinal1 copy

 

1. Ný myndavélataska/bakpoki frá Lowepro – helst pláss fyrir fartölvu líka (Beco)
2. Crossfit skór frá Reebok – (Reebok)
3. Beckenbauer Flock Tee frá Adidas (Adidas.is)
4. Grace: Thirty Years of Fashion at Vogue – afþví hún er snilld (Amazon.com)
5. Fitbit, skref, kaloríur, svefn, allt þetta (nyherji.is)
6. Garðar trefill frá Farmers Market (Farmers Market)

Pow!

NÝTT FYRIR HERRANA – ASI MAR

I LIKEI WANTÍSLANDMEN'S STYLE

Mér finnst þetta extra spennandi! Ási Már hefur startað glænýrri fatalínu fyrir herrana sem heitir ASI MAR –

Það kemur sjálfsagt engum á óvart að línan er sjúklega flott, enda er Ási þekktur fyrir að vera ekkert nema snillingur. Myndirnar voru birtar á Facebook hjá síðu merkisins og þar er gott dæmi um að þegar fullt af hæfileikaríku fólki koma saman þá er útkoman tryllt. So I give you; ASI MAR Lookbook!!

Myndað af Írisi Dögg Einarsdóttir
Fyrirsæta Orri Helgason hjá Eskimo
Make-up eftir Diego Batista
Hár eftir Steinunn Ósk ..

asi1 asi2 asi3 asi4 asi5 asi6 asi7 asi10 asi11 asi13 asi14 asi15

ONLINE SHOPPING: FULLT FÍNT!

I LIKEI WANTMEN'S STYLESTYLE

Ég er frekar mikill lúði þegar kemur að því að versla, ég er ekkert rosalega impúlsívur, eða svona yfirleitt ekki. Ég þarf alltaf að sjá mikið notargildi í flíkunum sem ég kaupi mér. Ég tek því mjög nærri mér ef ég kaupi eitthvað og nota það svo aldrei, finnst það mjög leiðinlegt. Æ þið vitið, það er líka bara drullu leiðinlegt svona.

Ég er allavega búinn að vera aðeins að skoða núna og er búinn að finna fullt fínt! Ég veit ekki enn hvað ég ætla að kaupa, eða hvort ég geri það almennt, minn er að spara sjáiði til ..

shop1

Birkenstock sandalarnir! Ég er pínu veikur fyrir þeim, jú svei mér þá. Ég kaupi mér svona fyrir sumarið. Kosta litlar 300 kr danskar, akke neitt.

Fást HÉR

shop2

Ég er líka kominn með æði fyrir svona bolum. Minimal skate boy eitthvað, I like.

Fæst HÉR

shop3

Regnjakki fyrir sumarið! Must must ..

Fæst HÉR

shop4

Litríkur sem ávallt – en fannst þessar sjúklega fínar

Fást HÉR

shop6

Hvítir Birkenstock líka! Heavy fínir ..

Fást HÉR

shop7

Þetta er einmitt eitthvað sem ég mundi kaupa en aldrei nota – kannski nota, ég kaupi þetta kannski og nota þetta, ég veit ekki, mjög fínar absolút.

Fást HÉR

shop8

Er búinn að ætla kaupa mér svona ógeðslega lengi ..

Fæst HÉR

shop9

Fæst HÉR

shop10

Finnst þessir trylltir .. Adidas Stan Smith – Mountaineering

Fást HÉR

shop11

Puma eru líka að koma sterkir inn með very nice sneaks

Fást HÉR

Shop away vinir!

SIR BY MARIO TESTINO

I WANTINSPERATIONAL

Mig langar í bók, þessa bók. Sir by Mario Testino, þar sem hann fer í gegnun 30 ár af uppsöfnuðum myndum af karlmönnum innan tískubransans.

Ég sem var svo afar bjartsýnn, þá ætlaði ég að fara á Taschen síðuna og bara kaupa mér eitt stykki. Það var hægara sagt en gert (meikar ekki hægara gert en sagt meira sense?) því bókin kostar ágætar 500 evrur, eða sléttar sætar 74 þúsund krónur. Á ég svoleiðis pening fyrir bók? Nei, aldeilis ekki. Bókin var aðeins prentuð í 1000 eintökum, svo já, ég er ekki að fara fá hana. Oh well!

Næs bók samt ..

mario mario2 mario4 mario5 mario6 mario8 mario9 mario10 mario11 mario12

GLÆNÝ JÖKLA PARKA Í SVÖRTU – OF NÆS

66°NorðurI LIKEI WANTMEN'S STYLEWISHLIST

Aðra hverja helgi er ég að vinna í 66°Norður búðinni hér í Kaupmannahöfn. Sem þýðir að ég er svo heppinn að fá starfsmannaafslátt og ég fæ að sjá hvað er að koma, og hvað Beyonce og Jay Z keyptu á meðan þau voru á Íslandi, já, ekki neitt slæmt, akke neitt.

Allavega, á laugardaginn síðastliðinn voru á lager vörur sem eru að koma næsta haust og I’ll be damned!

Nýjasta úlpa 66° Norður heitir Jökla og hefur vakið gríðarlega athygli, enda bullandi solid og heimskulega flott. Allavega – ég er ekki einu sinni viss um að ég megi skrifa þetta hérna en hún er að koma í svörtu. Annars er hún til í dökkbláum og “earth grey” lit, sem er anskoti nógu næs, en svo er hún að lenda í svörtu. Sem jú Jay-Z keypti á meðan hann var á Íslandi, ég veit heldur ekki hvort ég megi skrifa þetta, en jæja.

Processed with VSCOcam with g3 preset Processed with VSCOcam with g3 preset Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with t1 preset

Rétt hjá ykkur, ég er alveg eins á öllum myndunum, but this is about le jacket. Hversu næs?