fbpx

KLIKKAÐAR FLÍKUR Í OUTLETTI 66°NORÐUR

66°NorðurI LIKEI WANTMEN'S STYLESAMSTARFSTYLE

Ég hef verið með augu á Soulland x 66°Norður jakkanum sem kom út í fyrsta collectioni sem þau gerðu saman og í morgun heyrði ég að þessir jakkar voru að koma í outlettið niðrí Faxafeni og ég að sjálfssögðu, frekjan sem ég er, vildi fá að sjá allt sem væri að koma. En Á MORGUN, eða 18 apríl, eru þau að fara troðfylla búðina með fullt af mega flottum vörum. Yndislegu stelpurnar þarna niðurfrá sýndu mér á lagernum hvað væri að koma og mér datt í hug að deila því með ykkur kæru lesendur, því ef það er tími til að gera góð kaup, þá er það núna, því það er alltaf gott að gera góð kaup. Ég reyndi að fylgjast eins vel með verðunum, en þarna eru allskonar afslættir og alveg upp í 70% – og við elskum 70% afslátt.

Hér eru nokkrar af svona mínum uppáhalds vörum sem ég sá:

    

THE – one and only, jakki krakkar. Hann er svo klikkaður. Það voru ekki margir eftir, en þó nokkrir!

Og ljósi liturinn líka!

Svo til í alveg svörtu líka!

Hér má sjá hvað þetta eru geggjaðir afsláttir sem við erum að tala um ..

Þessir koma einnig!

Það var til EIN af þessari! Ég hélt að hún væri LÖNGU uppseld. Hún er allavega alveg horfin í Köben veit ég. 

JÖKLA, believe it or not kids. Hún er í outlettinu.

Kría, búin að vera á óskalistanum mínum síðan hún kom út. Svo einum of nett.

Einnig til í bláu og svörtu, mér finnst hún eiginlega svo heimskulega flott þegar ég sé þessa mynd. Vona innilega að hún verði ekki búin þegar ég kem tilbaka frá Köben.

Úrval af Hildi Yeoman vörum! Ekki mikið, en þó eitthvað!

Mjög mikið og flott úrval af bolum á klink.

Kári vindjakkinn kostar litlar 5000 krónur.

Þessi mætir líka á morgun, og miðað við hvernig þær töluðu þá mun þessi hverfa en þetta er víst vinsælasti jakkinn þeirra. Fact handa ykkur gæææs.

Mjög mikil peysu-gleði þarna líka

Já kæru vinir, á morgun 18 apríl verður 66°Norður outlettið stútfyllt af klikkuðum vörum niðrí Faxafeni 12.

Njótið vel!!

NOCCO TEITI ÁRSINS - FULLT AF MYNDUM

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1