HELGASPJALLIÐ: ARNHILDUR ANNA

HELGASPJALLIÐ

Arnhildur Anna er frábær að svo mörgu leyti. Fyrsta, hún er frábær fyrirmynd, hún er sturlaður sjarmur, án djóks samt, maður verður svona “vó” þegar maður hittir hana. Hún er sjúklega fyndin og hún er alveg ótrúlega sterk. Mér finnst hún bara svo sjúklega frábær og alveg solid girl crush. Hún er kraftlyftingarkona ásamt því að vera háskólanemi. Hún var ein af þremur fyrstu sem ég skrifaði niður í Helgaspjallið og er mjög glaður að hún var game. Let’s go!

2

Nafn: Arnhildur Anna Árnadóttir

Aldur: 23 ára

Stjörnumerki: Krabbi

Þrjú orð um þig: Jákvæð, jafnaðargeð og beikon

arnhildur02

Hefuru alltaf verið í íþróttum? Já ég æfði fimleika hjá Gróttu í mörg ár!

Hvenær byrjaðiru í lyftingum og afhverju? Upphaflega leitaði ég til þjálfara til að létta mig og komast í form, en ég var rúmum 10 kg þyngri en ég er núna. Mitt fyrsta mót var svo nokkrum mánuðum síðar, Íslandsmót 2012 og eftir það lagði ég áherslu á verða sterkari en ekki léttari. Það er gaman að segja frá því að við mamma kepptum saman á því móti. Hún var mín helsta hvatning og er ég mjög heppin að eiga svona flotta fyrirmynd!

Hvað drífur þig áfram í íþróttinni? Fyrsta sem mér dettur í hug er minn eigin árangur. Lyftingar er mjög mælanleg íþrótt og við erum alltaf að miða við tölur. Það er auðvelt að vera ekki 100% fullnægð með tölur á mótum eða æfingum og það er klárlega hvatning til að æfa betur. Svona fyrir utan hvað ég á skemmtilega æfingafélaga!

arnhildur03
(Sorry hversu sætur hundur, þetta er svo sæt tegund, sturlast)

Skemmtilegasta æfingin? Móðir allra æfinga…hnébeygja!

.. een leiðinlegasta? Ég ætla segja upphýfingar og réttstöðulyfta af hækkun. Bðöö.

Hvernig kemuru þér í gírinn á letidegi? Nóg af kaffi og jákvæðni!

arnhildur01

Hvernig hljómar dagur í lífi Arnhildar? Ég er í fullu námi svo dagarnir eru misjafnir út frá stundatöflu. En vanalega er ég vöknuð 8 og mætt á æfingu í World Class Seltjarnarnesi um 9. Uppúr hádegi bruna ég svo í skólann. Restin af deginum fer í að slappa af og vera með fjölskyldunni.

Hefuru upplifað einhverja fordóma að vera sterk stelpa? Nei ég get ekki sagt það. Ég held að fólki finnist það frekar aðdáunarvert.

Hvað hefuru að segja við svoleiðis týpur? Ég hef ekkert að segja við svoleiðis fólk. Sem betur fer þekki ég engan sem vill ekki að stelpur séu sterkar.

Tekuru einhver fæðubótaefni? Ef svo, hvaða? Já ég tek vítamín, kreatín og drekk Hámark.

arnhildur04

Hvað með mataræði? Ég reyni að borða hreina fæðu 80% af tímanum. Ég borða aðallega egg, kjöt, ávexti, sætar kartöflur, hnetur og svo er ég að vinna í að vera duglegri að borða grænmeti. Hin 20% er eitthvað rugl. Aðallega Ben & Jerry’s og Pop corners.

Áttu þér eitthvað guilty pleasure? Oh svo margt, ég elska mat! Ég ætla segja beikonvafðar döðlur og allt með osti.

Áttu einhver ráð sem hjálpaði þér að ná árangri sem þú getur miðlað áfram? Ég segi treysta ferlinu. Ef ég legg áherslu á rétt hugarfar, nægan svefn, góða næringu og æfi eins vel og líkaminn leyfir, þá er ekkert meira sem ég get gert. Góðir hlutir taka sinn tíma!

Hvað finnst þér must að hafa í huga þegar maður er að byrja í lyftingum? Kraftlyftingar er íþrótt sem krefst mikillar tækni svo góður þjálfari er lykilatriði. Og góðir lyftingaskór!

arnhildur05

Hvað finnst þér almennt must-have fyrir stelpur að eiga? (fasjon) Reebok æfingaföt og leðurjakka.

En á heimilinu? Ég segi apple tv, kósý teppi, Sonos, kaffivél og vigt.

Eitthvað á fasjon óskalistanum? Já mig langar í sólgleraugu og fína kápu.

Hvar sérðu þig eftir 5 ár? Útskrifuð með BA í félagsfræði, búin að fá mér nýjan bíl sem gengur eingöngu fyrir rafmagni og fá mér hænur svo ég þurfi ekki að kaupa 6 bakka af eggjum á viku. Annars vil ég ekki veðja of miklu á markmið. Það gæti útlokað svo margt spennandi. Fyrir fimm árum hefði ég t.d. aldrei veðjað á að ég myndi geta lyft 500 kg + á kraftlyftingamóti!

Hver er aðalsnilldin við kraftlyftingar? Hvað gefur þér kikkið? Mesta snilldin að mínu mati er að kraftlyftingar eru fyrir alla. Í liðinu mínu eru konur á öllum aldri og til dæmis er ein þeirra er 64 ára. Pant verða svona töff amma. Svo er bara mjög gefandi að lyfta þungum lóðum. Mæli með því!

Lokaorð? Takk fyrir mig elsku Helgi xx Hlakka til að æfa með þér soon

HELGASPJALLIÐ: GUNNAR GYLFASON

HELGASPJALLIÐSPORT

Helgaspjallið seinkaðist örlítið vegna mikillar vinnu, EN! Næsti viðmælandi heitir Gunnar Gylfason en ég rakst á hann á instagram og er búinn að vera followa hann aðeins og mér finnst hann einstaklega kúl. Hann er allskonar, semsagt samkvæmt instagraminu sínu “Mathematics and Computer Sciense Student” sem þýðir þá væntanlega stærfræði öö .. tölvuvísinda nemi, damn.  Allavega, hann er líka kraft & ólympíska lyftingagúru, ásamt því að vera mikill smekksmaður. Finnst hann allavega rugl svalur og ég spurði hann fullt af spurningum fyrir ykkur til að lesa, gjörið svo vel;

gg1

Nafn: Gunnar Gylfason

Aldur: 26 ára

Stjörnumerki: Meyja

Þrjú orð um þig: Traustur, hress og metnaðarfullur

Instagram: @gunnigylfa

gg

Hefuru alltaf verið í íþróttum?

Ég æfði fótbolta með Stjörnunni frá 6-10 ára aldurs þegar ég skipti yfir í handbolta. Ég æfði handbolta þar til ég var 21. árs og eftir það lagði ég meiri áherslu á lyftingar einungis og fór að æfa Crossfit haustið 2011. Ég tók mér hinsvegar tveggja ára pásu frá lyftingum og byrjaði nú aftur af krafti vorið 2014 og hef verið að keppa bæði í kraftlyftingum og ólympískum lyftingum síðasta árið.

Hvenær byrjaðiru í lyftingum og afhverju?

Hafði verið að æfa sjálfur eitthvað heima með handlóðum sem ég fékk í jólagjöf 15 ára, örugglega eitthvað inspiration frá Rocky myndunum sem maður sá á þeim tíma. Ég byrjaði hins vegar í lyftingum í kringum af viti í kringum 16 ára aldurinn, ég hef alltaf verið frekar sterkbyggður þannig að lyftingar voru eitthvað sem ég fann mig í. Svo er það eitthvað sérstaklega gefandi við það að vera alltaf að bæta sjálfan sig.

Screenshot 2016-05-02 16.05.35

Hvernig kemuru þér í gírinn á letidegi?

Ég passa mig að hafa alltaf eitthvað æfingaprógram sem ég fylgi þannig að þegar það koma dagar þar sem ég nenni algjörlega ekki að æfa þá neyðist ég til að fara því annars fer allt prógramið úr skorðum. Ég er mjög vanafastur og vill hafa hluti frekar skipulagða þannig að óþægindin við að þurfa breyta plönum eru letinni sterkari. Þannig ég enda alltaf á æfingu þótt ég nenni ekki.

Hvernig hljómar dagur í lífi Gunnars?

Þar sem að ég er í skóla þá eru dagarnir mínir oft mjög mismunandi eftir því hvernig dagskráin er í skólanum. Ég reyni alltaf að ná inn teygju og öndunaræfingum eins snemma dagsins og ég get. Ég fylgi teygjuæfingum á síðunni Romwod.com en það er síða sem kemur daglega með nýjar teygjuæfingar og eru ætlaðar til að auka liðleika og undirbúa mann fyrir átök dagsins, mæli hiklaust með henni. Ég er alls ekki mikil morgunmanneskja þannig þetta er oftast í kringum hádegi. Síðan er það æfing seinni part dags oftast svona 17:30-20:00 og svo borða ég og læri eftir æfingu. Ég æfi 5-7 daga vikunnar en það fer eftir æfingaprógraminu sem ég fylgi hverju sinni hversu oft það er í viku.

Tekuru einhver fæðubótaefni? Ef svo, hvaða?

Í dag þá er ég að taka BCAA fyrir æfingu, glútamín fyrir og eftir æfingu og kreatín og prótein beint eftir æfingu. Ég reyni að velja mér eitthvað eitt fæðubótarefnamerki sem ég treysti og held mig við og hef ég verið mjög ánægður með vörurnar frá Optimum Nutrition sem fást í Perform.

Screenshot 2016-05-02 16.07.40

Hvað með mataræði?

Ég reyni að borða oftast hollan mat eftir bestu getu. Ég borða mikið af eggjum og höfrum en þegar það er mikið að gera í skólanum þá hef ég minni stjórn á mataræðinu en reyni að hafa það hollt. Ég miða við ákveðinn fjölda hitaeininga á dag hef nokkuð góða tilfinningu fyrir hversu mikið og hvernig mat ég get borðað til að ná því viðmiði.

Áttu þér eitthvað guilty pleasure?

Það væri þá helst pizza ef ég ætti að nefna eitthvað sem ég er veikur fyrir og jú Twizzlers sem er rautt lakkrísnammi og er sem betur fer ekki selt oft hér á landi. Kaupi mér oft 1kg af twizzlers ef ég er staddur í Bandaríkjunum.

Screenshot 2016-05-02 16.30.42

Hvað finnst þér must-have að eiga þegar maður stundar lyftingar?

Fyrir mér er mikilvægt að eiga lyftingaskó til að gefa aukinn stöðugleika og liðleika í ökklum þegar maður framkvæmir t.d. hnébeygjur. Lyftingaskór manni því kleift að framkvæma æfinguna betur. Aðgengi að góðri foam rúllu er líka algjör must til að losa um stífa vöðva.

Hvað finnst þér almennt must-have fyrir stráka að eiga?

Ætli það það séu ekki bara einfaldir hlutir. Vel sniðnar gallabuxur og svartur bolur eru flíkur sem eru klassískar og fara flestum vel. Chuck Taylor Converse skór eru líka eitthvað sem ég er mikið að vinna með.

Screenshot 2016-05-02 16.06.32

Eitthvað á fasjon óskalistanum?

Fyrir sumarið eru það Stan Smith skór og kannski að uppfæra sólgleraugun mín, Wayfarer eða pilot týpu.

Einhver ráð fyrir stráka og stelpur sem vilja ná árangri í lyftingum eða íþróttum almennt?

Besta ráðið sem að ég gæti gefið varðandi lyftingar er eitthvað sem ég á hvað erfiðast með að fara eftir sjálfur en það er að vera þolinmóður og að hugsa ekki bara um að lyfta þyngra og þyngra heldur að framkvæma lyfturnar rétt og passa að formið sé rétt. Því ef að formið er í lagi er maður mun með tímanum geta lyft mun meiri þyngdum en ef maður hunsar formið og notar einungis styrkinn.

HELGASPJALLIÐ: HINRIK INGI

HELGASPJALLIÐ

Ég hef ákveðið að vera með nýjan lið hér á Trendnetinu sem við skulum kalla Helgaspjallið, og kemur á laugardögum, fattiði? Helgaspjall, HELGARSPJALL, mér finnst þetta geníalt. Allavega, mér finnst sjúklega gaman að heyra frá athyglisverðu fólki sem er fylgja draumum sínum og ástríðu.

Fyrsti í spjalli er Crossfit íþróttamaðurinn Hinrik Ingi!

hin04

Nafn: Hinrik Ingi Óskarsson
Aldur: 21 árs
Stjörnumerki: Meyja
Þrjú orð um þig: Léttur, ljúfur og kátur!
Instagram: @hinrikingi

Hefuru alltaf verið í íþróttum? Já ég hef verið í íþróttum síðan ég man eftir mér – hef alltaf verið svolítið “all in” í öllu sem ég hef áhuga á og vil alltaf ná sem lengst í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég stundaði fótbolta með Breiðablik frá 5 ára aldri þangað til ég var 19 ára og stundaði Motorcross samhliða því frá 10 ára aldri og keppti í því í mörg ár og krækti mér í einn íslandsmeistara titil árið 2011 í þeirri grein!

Hvenær byrjaðiru í Crossfit og afhverju? Ég byrjaði í CrossFit í febrúar árið 2011 – ástæðan fyrir því að ég byrjaði er sú að margir voru að tala um þetta og hvað þetta væri fjölbreytt og sniðugt æfingarkerfi – svo ég ákvað að gefa því séns og sé svo sannarlega ekki eftir því í dag!

Hvað var það við Crossfit sem þú fýlar best? Það sem heillaði mig strax hvað æfingarkerfið var fjölbreytt og skemmtilegt.

hin01

Skemmtilegasta æfingin? Ólympískar lyftingar er í miklu uppáhaldi sem er rosalega stór partur af CrossFit.

Leiðinlegasta? Pistol (hnébeygja á öðrum fæti) og tvöfalt sipp.

Hvernig kemuru þér í gírinn á letidegi? 3 skeiðar af C4 eða X – plode og hlusta á DRAKE! (Mikilvægt)

Hvernig hljómar dagur í lífi Hinriks? Vakna – borða – æfa – þjálfa – æfa – þjálfa – æfa – mjög basic.

Tekuru einhver fæðubótaefni? Ef svo, hvaða? Er voða lítið í því en ég tek Omega 3 og D-vítamin og fjölvítamín – stundum creatín – glútamín. Svo er gott að eiga Solid Pre-Workout

hin05

Hvað með mataræði? 80% clean 20% rusl ( kjöt, fiskur , grænmeti , ávextir , fræ , og olíur)

Áttu þér eitthvað guilty pleasure? Nautakjöt og bernaise er snilld!

Hvað finnst þér must-have að eiga þegar maður stundar Crossfit? Góða lyftingarskó og fatnað frá Reebok!

Hvað finnst þér almennt must-have fyrir stráka að eiga? Svört jakkaföt (tight) og svartar tight jeans!

Eitthvað á fasjon óskalistanum? Nei ekkert sérstakt – því eins og ég lifi mínu lífi núna klæðist ég 90% einungis í íþróttafötum , og fólk verður alltaf jafn hissa þegar ég hendi mér í fasjón gallann haha

Einhver ráð fyrir stráka sem vilja ná árangri í Crossfit eða íþróttum almennt? Þolimæði og brjóta stór markmið í búta og vinna jafnt og þétt í áttina að þeim og aldrei aldrei gefast upp – þetta er vinna og ekkert nema vinna! Gott mataræði og rétt þjálfun er líka lykillinn!

Lokaorð: “In training you listen your body. In competition you tell your body to shut up”

Takk fyrir spjallið Hinrik!

hin03

Instagram: @helgiomarsson
Snapchat: helgiomars