fbpx

HELGASPJALLIÐ: HINRIK INGI

HELGASPJALLIÐ

Ég hef ákveðið að vera með nýjan lið hér á Trendnetinu sem við skulum kalla Helgaspjallið, og kemur á laugardögum, fattiði? Helgaspjall, HELGARSPJALL, mér finnst þetta geníalt. Allavega, mér finnst sjúklega gaman að heyra frá athyglisverðu fólki sem er fylgja draumum sínum og ástríðu.

Fyrsti í spjalli er Crossfit íþróttamaðurinn Hinrik Ingi!

hin04

Nafn: Hinrik Ingi Óskarsson
Aldur: 21 árs
Stjörnumerki: Meyja
Þrjú orð um þig: Léttur, ljúfur og kátur!
Instagram: @hinrikingi

Hefuru alltaf verið í íþróttum? Já ég hef verið í íþróttum síðan ég man eftir mér – hef alltaf verið svolítið “all in” í öllu sem ég hef áhuga á og vil alltaf ná sem lengst í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég stundaði fótbolta með Breiðablik frá 5 ára aldri þangað til ég var 19 ára og stundaði Motorcross samhliða því frá 10 ára aldri og keppti í því í mörg ár og krækti mér í einn íslandsmeistara titil árið 2011 í þeirri grein!

Hvenær byrjaðiru í Crossfit og afhverju? Ég byrjaði í CrossFit í febrúar árið 2011 – ástæðan fyrir því að ég byrjaði er sú að margir voru að tala um þetta og hvað þetta væri fjölbreytt og sniðugt æfingarkerfi – svo ég ákvað að gefa því séns og sé svo sannarlega ekki eftir því í dag!

Hvað var það við Crossfit sem þú fýlar best? Það sem heillaði mig strax hvað æfingarkerfið var fjölbreytt og skemmtilegt.

hin01

Skemmtilegasta æfingin? Ólympískar lyftingar er í miklu uppáhaldi sem er rosalega stór partur af CrossFit.

Leiðinlegasta? Pistol (hnébeygja á öðrum fæti) og tvöfalt sipp.

Hvernig kemuru þér í gírinn á letidegi? 3 skeiðar af C4 eða X – plode og hlusta á DRAKE! (Mikilvægt)

Hvernig hljómar dagur í lífi Hinriks? Vakna – borða – æfa – þjálfa – æfa – þjálfa – æfa – mjög basic.

Tekuru einhver fæðubótaefni? Ef svo, hvaða? Er voða lítið í því en ég tek Omega 3 og D-vítamin og fjölvítamín – stundum creatín – glútamín. Svo er gott að eiga Solid Pre-Workout

hin05

Hvað með mataræði? 80% clean 20% rusl ( kjöt, fiskur , grænmeti , ávextir , fræ , og olíur)

Áttu þér eitthvað guilty pleasure? Nautakjöt og bernaise er snilld!

Hvað finnst þér must-have að eiga þegar maður stundar Crossfit? Góða lyftingarskó og fatnað frá Reebok!

Hvað finnst þér almennt must-have fyrir stráka að eiga? Svört jakkaföt (tight) og svartar tight jeans!

Eitthvað á fasjon óskalistanum? Nei ekkert sérstakt – því eins og ég lifi mínu lífi núna klæðist ég 90% einungis í íþróttafötum , og fólk verður alltaf jafn hissa þegar ég hendi mér í fasjón gallann haha

Einhver ráð fyrir stráka sem vilja ná árangri í Crossfit eða íþróttum almennt? Þolimæði og brjóta stór markmið í búta og vinna jafnt og þétt í áttina að þeim og aldrei aldrei gefast upp – þetta er vinna og ekkert nema vinna! Gott mataræði og rétt þjálfun er líka lykillinn!

Lokaorð: “In training you listen your body. In competition you tell your body to shut up”

Takk fyrir spjallið Hinrik!

hin03

Instagram: @helgiomarsson
Snapchat: helgiomars

SUNNUDAGSLABBIÐ - OUTFIT

Skrifa Innlegg