STYLES GOT STYLE

INSPERATIONALSMEKKSMAÐUR

Ég er í brjálaðri lægð í lífinu varðandi allt og þar á meðal klæðnað. Ég vanalega finn mig skoða eitthvað á netinu og langar í þetta og vantar annað og allt þetta. Mér finnst mig ekkert vanta – jú, mig vantar reyndar skó (samt ekki) og eiginlega langar ekki í neitt, og allt sem ég sé í búðunum langar mig ekkert í. Er samt alltaf að skoða einhverja töffara og er búinn að vera skoða í kvöld Harry Styles, hann er alveg lúmskt crush hjá mér, samt bara síðan í kvöld. Hann er svo fáranlega mikill töffari og er bara, já, töffari. Hann er konungur boots er alltaf í einhverjum trylltum Yves Saint Laurent og allskonar sem ég hef ekki efni á. Einnig er hann ennþá einn af fáum sem rokkar skinny jeans, sem mér finnst ekki margir gera.

hs hs2 hs3 hs5

hs6 hs8 hs9

ARNAR BOGI ÓMARSSON – FASJON BRÓ

HOMEMEN'S STYLESMEKKSMAÐURSTYLE

Litli bróðir minn er algjör stjarna. Hann hefur verið það síðan alltaf, hann laug aldrei, hann var með svona munchkin íkorna rödd þegar hann var lítill, alltaf brjálaðslega góður, og er almennt bara alltaf frekar stórkostlegur. Honum hefur alltaf tekist að vera einu skrefi betri en ég, sem er jafn yndislegt og það er pirrandi. En æ, þið vitið .. hann er bara bestur, hann er ekki bara bestur, hann er líka með úber flottan stíl. Svo við tókum myndir ..

AB AB01

Búseta: Seyðisfjörður

Áttu þér einhverja fyrirmynd fyrir utan mig? Hmmmmm sennlega mamma og pabbi

Hversu frábær stóri bróðir er ég frá 1 – 10? 25

Hvað horfiru helst eftir þegar þú ert að versla þér flíkur? Ég dett rosalega mikið alltaf bara á eitthvað, á mér ekkert sérstakt.

AB02

Hvar sérðu þig eftir 25 ár? Pottþétt búinn að gera upp bílskúrinn hjá mömmu og pabba, og búinn að bæta við annarri hæð og vera með hengirúm og heitan pott í sofunni. Ég hef það svo gott sem örverpið í fjöllunni nefnlega.

Hvar verslaru helst? Rauða krossinum og Asos, mér finnst líka geggjað að kíkja í Spútnik þegar ég er í Reykjavík, dett alltaf á eitthvað þar.

AB03

Eitthvað á óskalistanum eins og er? Já hawaii skyrta og nettur bucket hattur, og fedora

Finnst þér þú betri en ég? Töluvert (þú ert samt bestur)

AB04

 Þakka litla bró fyrir spjallið og hann þakkar mér fyrir að hafa tekið svona kjútí myndir af sér ..

SMEKKSMAÐUR: ALEX MICHAEL GREEN

ÍSLANDMEN'S STYLESMEKKSMAÐURSTYLEVIÐTAL

Ég er að fylgja vel klædda Alex Michael Green á Instagram, einn af þeim vel klæddu karlmönnunum á Íslandi. Hann veit uppá hár hvað klukkan slær þegar kemur að klæðnaði og klæðir sig í stíl við það.

Ég ákvað að spurja hann aðeins útí hann og stílinn;

 

Aldur: 23 ára

Hvar vinnuru:
Ég stunda nám í Tækniskólanum og er þar að læra grafíska hönnun. Einnig er ég að vinna í fataversluninni Jack and Jones og hef unnið þar í um 2 og hálft ár.

Fylgistu mikið með tískustraumunum að hverju sinni?
Þar sem ég vinn í fataverslun er maður alltaf með hugann að nýjustu tísku og útliti. Ég fylgist mest með hvað mínar körfubolta hetjur í NBA klæðast í og dreg ég mikinn innblástur frá þeim. Þeir passa sig alltaf að skera sig úr og klæða sig öðruvísi heldur en aðrir og er það eitthvað sem ég sjálfur legg mikla áherslu á.

Hvar verslaru mest á íslandi?
Jack&Jones, Selected og Zara.

En í útlöndum?
Topman, Topman og Topman og smá Primark útaf því það er svo fáranlega ódýrt.

Hvað finnst þér vera must have fyrir stráka til að eiga?
Svartar skinny jeans og gott sjálfstraust.

Uppáhalds merkin/hönnuður?
Sko á þeim stað sem stíllinn minn er í dag þá höfðar Topman lang mest til mín og það þarf einhvern stórlax að taka það á sig og flytja þessa búð til landsins asap.

Ertu með einhverja fatasamsetningu sem klikkar ekki fyrir stráka?
Ég held að það sé engin ein samsetning sem virkar fyrir alla. Það eru allir mismunandi, en annars er alltaf gott fyrir flesta að skella sér í eitt af þeim klassísku, þá svartar buxur, hvítur bolur og leðurjakkinn t.d

Hvað er á döfinni hjá þér? Klára námið, vinna eins og brjálæðingur og svo er reglulega verslunarferðin til London með kærustunni handan við hornið.

alex alex2 alex3 alex4 alex5 alex6 alex7