fbpx

HELGASPJALLIÐ – BEGGI ÓLAFS

HELGASPJALLIÐSMEKKSMAÐUR

Bergsveinn Ólafsson eða Beggi Ólafs eins og samfélagsmiðlaheimurinn þekkir hann. Hann heldur úti heimasíðunni BeggiOlafs.com sem er hiklaust mitt uppáhalds blogg þar sem hann bæði skrifar og Vloggar (Video blogg guuuuys). Hann er sálfræðimenntaður og á einnig heiðurinn á því að verða einn af þeim sem ég lít mikið upp til á mettíma, en ég semsagt rakst á hann á Instagram fyrir ekki svo löngu og hef fylgst vel með honum síðan. Hann er vegan, og ég verð einn daginn vegan. Hann er miðlar heilbrigði, sjálfsvinnu og er óhræddur að tala um tilfinningar. Hann er góð fyrirmynd og almennt mjög fræðandi að fylgjast með honum, en hann deilir uppskriftum, ráðum, uppskriftum og æfingum. Hann er on point hvað varðar style og selur mér auðveldlega ljósgráan frakka sem ég hélt ég mundi aldrei kaupa mér. Ef ég á að segja eitthvað neikvætt um manninn væri það að hann lætur mig líta illa út almennt og hann er í ömurlegu formi (sjá mynd fyrir neðan)

Nafn: Bergsveinn Ólafsson
Aldur:
25 ára 
Stjörnumerki:
Meyja
Þrjú orð sem lýsa þér:
duglegur, þrjóskur og lífsglaður
Instagram:
@beggiolafs



Til að byrja með, hvernig byrjaði vegan ferlið hjá þér?

Það byrjaði eiginlega þannig að kærastan mín hætti að borða dýr og dýraafurðir en ég ætlaði aldrei að hætta borða kjöt. Ég varð mjög pirraður út í hana á sínum tíma þar sem ég vildi hafa  lambalæri fyrir krakkana mína á sunnudögum í framtíðinni. Mér hafði aldrei dottið í hug að verða vegan sjálfur. Út frá þessu hlustaði ég á “podköst”, horfði á heimildamyndir og aflaði mér heimilda um ávinninga plöntufæðis. Ég varð keyptur þegar ég sá að plöntufæði gæti haft góð áhrif á orku, þol, endurheimt og þar af leiðandi frammistöðu í íþróttum. Seinna meir finnst mér frábært hvaða aðra ávinninga plöntufæði hefur, eins og fyrir heilsuna, umhverfið og dýrin. Ég ákvað að prófa að vera vegan í mánuð og mér líkaði svo vel við það að ég hef ekki snúið mér aftur að kjötinu. Það var erfitt að komast inn í fæðið til að byrja með en ég kýldi á það og lærði inn á hvað væri best fyrir mig að borða hverju sinni. Í dag er þetta ekkert mál og ég sé alls ekki eftir þessari breytingu.


En varðandi sjálfvinnuna, hvernig þróaðist það hjá þér?

Það er í rauninni eitthvað sem ég hef verið að vinna í hægt og bítandi frá árinu 2009. Ég átti nefnilega svona “aha” augnablik þegar ég var í B-liði í fótbolta að horfa á A-liði keppa þegar ég var 16 ára. Þá má segja að ég hafi áttað mig á að mig langaði að verða eitthvað í lífinu. Frá þessu augnabliki hef ég verið að bæta mig í þáttum sem tengjast andlegri og líkamlegri heilsu eins og t.d. hugarfari, mataræði og æfingum. Þessi vinna hefur tekið sinn tíma, ég hef lagt hart að mér og gert urmul af mistökum sem er frábært. Það byrjar nefnilega enginn sem meistari í neinu, þannig ég hef alltaf tamið mér að kýla á hlutina, gera mín mistök og læra af því. Ég á fullt ólært í dag og ég elska það. Þessi sjálfvinna mun eiga sér stað út lífið, því maður getur alltaf lært eitthvað sem hagnýtist manni út í lífið og bætir mann sem einstakling.


Hvað finnst þér það mikilvægasta sem þú miðlar til ungs fólks?

Fyrirbæri sem kallast  gróskuhugarfar. Að koma því inn í hausinn á ungu fólki að það getur orðið gott í því sem þau vilja vera góð í. Hæfileikarnir sem við fæðumst með gera ekki útslagið um hvort við munum ná árangri í framtíðinni heldur vinnusemi, dugnaður, bjartsýni, mistök, hindarnir og áskoranir lífsins. Þó svo þú sért ekki afburðar einstaklingur þegar þú ert yngri þýðir það ekki að þú getir ekki bætt þig og náð árangri seinna í lífinu. Við getum bætt hæfni okkar til muna og því fyrr sem við áttum okkur á því, því betra.


Nú hefuru verið með fyrirlestra, hvað snúast þeir um?

Þeir snúast aðalega um þætti tengda heilsu. Þar hef ég meðal annars fjallað um mína sögu, plöntufæði, hugarfar, markmið, núvitund, hamingju og hreyfingu.


Yfir í Íþróttir! Þú ert nýbyrjaður í Crossfit Reykjavík, hvað finnst þér?

Crossfit kom mér skemmtilega á óvart, mér finnst það rosalega gaman. Það er alltaf búið að setja upp æfingu fyrir hvern einasta dag og hver crossfit æfing er bara klukkutími með upphitun. Það er mjög þæginlegt. Ég hef haft áhuga á crossfit í svolítinn tíma og ákvað breyta til og prófa það þegar það var frí í fótboltanum í október. Síðan hann byrjaði hef ég því miður ekki getað mætt í crossfit en ég ætla vera duglegur að mæta um jólin. Ég er mikill aðdáandi að okkar helsta crossfit fólki og ég lít mikið upp til Katrínar Tönju, Ragnheiðar Söru, Anníe Mistar, Þuríðar og Björgvins Karls. Frábært íþróttafólk.


Ertu enn í fótbolta?

Já að sjálfsögðu. Ég elska fótbolta!


Tekuru einhver fæðubótaefni?

Já ég geri það. Ég er hinsvegar lítið í þessu klassíska fæðubótaefni, þó svo ég eigi það alveg til að fá mér próteinduft eða kreatín. Ég er meira í bætiefnum eins og meltingargerlum, kúrkúmin, maca, ashwagandha, rhodiola, mct olíu og green phytofoods. Þessi bætiefni hafa misjafna ávinninga en eiga það sameiginlegt að fást hjá Now.


Hvernig hljómar klassískur dagur í lífi Begga Ólafs?

Hann getur verið rosalega misjafn en í grunninn er ég þó yfirleitt að gera sirka það sama. Ég vakna yfirleitt klukkan 08:00, fæ mér vel af vatni, kíki í símann og hugleiði. Þar á eftir tekur lærdómur við og svo næri ég mig um 10:00 leitið. Síðan liggur leiðin á æfingu en ég er yfirleitt á æfingasvæðinu frá 11:00 til 14:00. Eftir æfingu fæ ég mér eitthvað gott að borða, annaðhvort eitthvern hollan og góðan skyndibita eins og Gló eða ég elda mér eitthvað. Eftir mat sný ég mér annaðhvort aftur að lærdómnum eða eitthverju sem tengist því sem ég er að gera hverju sinni. Meðal annars að vinna í blogginu, fara í sjósund, í laugina, undirbúa fyrirlestra og næstu verkefni eða rækta vinskap yfir einum kaffibolla. Á kvöldin elda ég og kærastan yfirleitt eitthvern góðan kvöldmat og svo eyði ég kvöldinu í lærdóm undirbúning eða tjilli í sófanum. Ég gef mér yfirleitt alltaf tíma í einn þátt eða svo fyrir svefninn. Ég er líka að vinna sem forfallakennari. Þegar það er hringt í mig vinn ég í kringum æfingar eða á æfingarlausum dögum. Þannig það má segja að klassískur dagur í lífi Begga Ólafs innihaldi lærdóm, æfingar, mat, undirbúning, vinnu, vinskap og umhyggju.


Ertu ekki líka eins og við hin og átt letidag og liggur uppí sófa og borðar súkkulaði?

Jú klárlega, það kemur einstaka sinnum fyrir að ég nenni alls ekki neinu. Þá heillar sófinn ansi mikið og súkkulaði fylgir oft fast eftir á. Ég hef allavegana ófáum sinnum klárað hálfa þáttaseríu á einum degi. Það er líka bara eðlilegt að taka einn og einn letidag, horfa á sjónvarpið og fá sér nokkra súkkulaðimola. Ég ætla allavegana bókað að taka Lord Of The Rings eða Harry Potter maraþon um jólin og stelast í nokkra súkkulaðimola!


Hvernig kemuru þér í gírinn á letidegi?

Ég segi við sjálfan mig: Beggi, hættu þessu kjaftæði og byrjaðu að gera eitthvað gagnlegt. Við það stend ég stundum upp úr sófanum og kem mér að verki. Þetta er yfileitt bara spurning um að byrja. Þegar maður er byrjaður gerir maður oft meira en maður ætlaði sér. Ég hugsa líka oft um hvað ég verð feginn eftir á og hvað mínir duglegustu vinir myndu gera í mínum sporum.


Hvað fékk þig til að byrja Vloga og hvernig tekur fólk í það?

Til að byrja með ætlaði að vlogga því ég hélt það væri léttara en að blogga, sem er alls ekki rétt. Ég hugsaði líka að það sé meira skemmtanagildi að horfa á eitthvað í staðinn fyrir að þurfa lesa sjálfur. Margir hverjir eru líka það latir að nenna ekki að lesa blogg færslu og ég held að þeir einstaklingar séu líklegri að horfa á myndband og taka inn upplýsingar sjónrænt og hljóðrænt. Mér fannst ég geta gefið meira virði með því að vlogga heldur en að blogga og mér fannst spennandi hvað það voru rosalega fáir að vlogga á Íslandi. Ég hef fengið mjög góðar viðtökur á vloggin mín og ég myndi segja að fólk taki því almennt vel. Ég hef samt alveg heyrt að einhverjir einstaklingar séu að drulla yfir mann hvað maður er asnalegur. Það er líka bara allt í besta lagi. Það væri hundleiðinlegt að eiga ekki neina haters og að öllum myndi líka vel við mann.


Áttu þér guilty pleasure?

Ég elska Bachelor og Bachelorette.


Must haves:

Í íþróttum? Gott hugarfar, kemur þér ansi langt.
Í fataskápnum?
Frakki fyrir Íslenska veturinn.
Í ísskápnum?
Grænkál, finnur ekki hollari fæðu.


Hvað er á jólaóskalistanum þínum?

Gjafabréf í tattoo hjá Sindra á Íslenzku húðflúrsstofunni
Checked double-breasted coat Frakki úr Zöru
Svartar Bankastræti buxur úr 66
Drangajökull parka úr 66
Hvíta/svarta yeezys skó
Brúna Chelsea boots
Grá Ian hettupeysa frá Wood Wood úr Húrra


Hvernig hljómar jólahátíðin hjá Begga?

Borða góðan mat, vera í faðmi fjölskyldu og vina, spila, Harry Potter maraþon, æfa, sofa út, borða súkkulaði og njóta.

Eitthvað að lokum?

Nei, ég er búinn að skrifa alltof mikið!

Takk fyrir spjallið!

JÓLAGJÖF TIL YKKAR NR 4 - GLAMGLOW

Skrifa Innlegg