STRÁKURINN MINN ANDREAS FYRIR CHANEL ..

GLEÐIWORK

Það er einn partur af því að vera scout sem er bæði frekar fyndinn og magnaður. Maður verður einhvernveginn tilfinningalega tengdur, allavega ég.

Ég fann Andreas í Tivoli fyrir rúmlega ári síðan og ég hélt að hann var yngri en hann var og hann var ótrúlega ljúfur, en ég sá það á honum hvað hann var óöruggur og mamma hans var með honum, og hún spurði mig hvort ég væri að stríða honum, eða hvort ég væri að meina þetta. Ég var að sjálfssögðu 100% alvara og fannst með alveg ótrúlega spennandi look.

Screenshot 2015-12-02 11.12.43

Hann nældi sér í samning, þrátt fyrir að hann vissi ekkert hvað þetta snérist um, og hafði aldrei leyft sér að gruna hvað væri í vændum hjá honum. Hann hefur gert flotta myndaþætti, og herferðir fyrir dönsk merki. Hann fékk fljótlega samning hjá Elite París líka og þaðan bókaði þetta;

_A2X1127a

Chanel!

Í gær gekk hann Chanel Pre-Fall 2016 á meðal súperstjarna. Supermódel, leikarar, name it. Karl nokkur Lagerfeld valdi elsku besta Andreas!

Ég er mjög glaður að geta sett Chanel á kúnnalistann sem krakkarnir sem ég hef scoutað hafa unnið fyrir.

Eigið góðan! x

ÍSLAND – MAÍ 2015!!

GLEÐIHOMEÍSLANDPERSONAL

Ég er að koma svo mikið heim vegna vinnu og mér finnst það svo mikil SSSSSSSCHNIIIIIILLD. Ég elska það. Oj hvað ég elska það. Ég elska að koma heim, til Reykjavíkur eða fara heim til Seyðisfjarðar.

Getur einhver boðið mér vinnu sem ég get unnið héðan og svo flogið mig heim einu sinni í mánuði? HAFIÐI MIG Í HUGA!!!!

is19

Það var nú ekki leiðinlegt að sjá vinnuna sína í Icelandair bæklingnum, en ég myndaði nýjustu herferð Sif Jakobs Jewellery.

is18

Svo myndaði ég MOOD – það var brjálaðslega næs.

is1

Þessi hjartayndisgullrass hélt uppá afmælið sitt þessa einu sætu helgi sem ég kom, ekkert nema lúxus – og ást!

is19

Toppurinn á öllu – þegar ég beið í 40 mínútur til að komast inná B5, það var reyndar ógeðslega gaman. Hvernig slepp ég við raðir næst? Þetta var nú meira .. Anyone?

is17

Svo svaf ég í aðeins 5 klukkutíma og drakk þetta! Svo brjálaðslega frískpressaður appelsínusafi. Þetta var eins og Avatar saft, ó svo gott.

is15

En jú, við bloggararnir fórum í Brunch á Apótekinu niðrí bæ og hættiði nú alveg

is14

Ég pantaði mér svona, fannst það svona solid. Þetta var spot on og þau gera pulsurnar sínar sjálf. Það er frekar hellað – á góðan hátt.

is13

EN! Ég viðurkenni þó að ég hefði átt að panta mér þetta, Theodóra pantaði svona humar læti, þetta heitir eitthvað, ég get ekki munað hvað þetta heitir. Hún svoleiðis gólaði við hliðin af mér út matarunaði. Ég krossaði fingur að hún mundi fara að pissa í miðri étingu svo ég gæti gætt mér að þessum mat, sem hún ekki gerði. Þá íhugaði að ég reyna rota hana til að geta gætt mér aðeins, sem ég ekki gerði. En, já, næst. NÆÆÆST.

is12

Eins og alltaf, einum of næs að hittast!

is11is10

Ég ætla ekki að ræða þetta samt .. ég þarf þess ekki

is8

Heyrðu sjáiði hvað þetta er skemmtilegt! Þarna er Andrea, og ég og Svana .. ví

is23

SKÁÁÁÁL!!!

is22

Þessar eru aðeins of snilld.

is6

SVOOOOO VAR BABYSHOWER!! Ekkert skipulagðasta babyshower í heimi, en fjandi gott! Enda mín besta að fara punga út barni fljótt. Einum of spennandi og dásamlegt!

is5

Ég var í skreytingarnefnd ásamt Tinnu og Hönnu, það gekk fínt!

is21

Æ þetta var svo of næs!

is4

Svo er bara svo mikil ást og kærleikur þegar maður er alltaf í kringum vini, svei mér þá. Elsku rauðhærða vinkona mín í knúsi, æsvogott.

is2

Þessi er mér líka bara allt. Ekkert betra að eiga vinkonu eins og hana.

Takk fyrir mig í þetta sinn! <3 Ég elska þig Ísland!

STOLT ÍSLENDINGA – GAY PRIDE

GLEÐIYNDISLEGT

1939453_10152638860289700_7348307981390587313_nMynd eftir Öldu Lilju

Ég er loksins búinn að geta verið í tölvunni og skoða og lesa um hvað er að gerast á Íslandi, en tískuvikan hér í Kaupmannahöfn er búin að taka úr mér allan minn tíma og alla mína orku.

Ég fattaði bara um daginn að GayPride var gengið í garð á Íslandi og ég fann fyrir alveg einstaklega miklum söknuði í garð hátíðarinnar heima á Íslandi. Ég get ekki einu sinni útskýrt nógu vel hvað við Íslendingar megum vera stolt af þessari hátíð.

Lífið í Danmörku er aðeins öðruvísi, Danir eru alls ekki eins opnir og Íslendingar. Þeir eru langt afturúr þegar kemur að allskonar réttindarbaráttum, réttindarbaráttu samkynhneigðra, kvenna og lítið sem engin athygli eða umtal varðandi sexisma. Hlutirnir hér eru mikið settir í kassa og stimplaðir. Í Kaupmannahöfn eru aðrir trúarflokkar sem eru strangtrúaðir og hefur það því miður skeð alltof oft að tveir menn, hönd í hönd hafa verið hrækt á, öskrað á eftir, og meira segja lamdir. Ég hef átómatískt fundið því að ég held aftur að mér til að stundum passa inní hópinn, og brýtur sú tilhugsun svolítið á mér hjartað. Íslendingar eru komnir ótrúlega langt í þessum málum og er það einstaklega mikið til fyrirmyndar. Ég allavega gæti sprungið úr stolti, og þrái stundum fátt annað en að fá að þrífast í opnum hugum Íslendinga. Ég er, og sérstaklega í dag, þakklátur fyrir að vera frá Íslandi og fá að horfa á öll myndböndin, fréttirnar, snapchöttin, instagrömmin, frá GayPride hátíðinni í dag. Ég mun nýta daginn til að vera eins stoltur hommi og ég get mögulega verið, og á næsta ári mæti ég með regnboga-krans og öllu tilheyrandi, og ég hlakkar strax til.  ATH – Ég er ekki að alhæfa að allir Danir séu svona og allir Íslendingar hinseginn, þetta er áberandi og ríkjandi sem ég er að ræða.

Mér þykir mjög leitt að ég þurfi að missa af hátíðinni í ár. Ég vildi óska þess að ég væri á staðnum og að springa úr stolti og óska ykkur öllum sem mætið á svæðið mikillar skemmtunar og gleði.

Í dag er okkar dagur, okkur sem höfum kannski þurft að mæta fordómum eða hatri, okkur sem styðjum réttlæti og jafnrétti, okkur sem fögnum fjölbreytni og okkur sem styðjum ást í öllum myndum, stærðum og gerðum.

Fjandinn hafi það ég verð pínu ímósjonal að skrifa allt þetta. En jæja, ást og kærleikur til allra x

tumblr_m0bk4jmvss1qzx74yo1_500 tumblr_n9m42zQ4cM1smw1qbo1_500 tumblr_n9qhyqVsge1tcnhoko1_1280 tumblr_n9sxfnZSU21tvd7dvo1_500 tumblr_n9x50hMMEO1tvnu9ko1_500 tumblr_n23by2iPJu1skscblo1_500 tumblr_na0qr7oTYh1trc4owo1_500hkblackandwhiteSMALL

AFMÆLISDRENGUR – 23 ÁRA

GLEÐIPERSONAL

23 ára í dag!

Í morgun var ég vakinn með ógeðslega fyndnu afmæliskorti, stórkostlegri afmælisgjöf (meira um það seinna) og fullt hlýju og ást –

Afmæli eru svo skemmtileg – þær kveðjur sem ég hef fengið hingað til virkilega veita manni ánægju og gleði.

Dagurinn hefur hingað til verið svo góður og ég veit að kæróinn er með mikið af plönum. Þetta verður spennandi!

Eigði góðan dag kæru vinir x

23áraSMALL

HELGAR-GLEÐI OG BRUNI

GLEÐIPERSONALSITUATION

Helgin byrjaði alls ekki glamúrös. Alls ekki ..

Eftir að ég rakaði af mér hárið þá var mér góðfúslega bent á það að ég væri mjög hvítur, að ég væri með badboy look og liti út eins og ég ætti heima í ghettó-inu. Ég gat glatt mig með þeirri staðreynd að hér í Köben er búin að vera góð og mikil sól í marga marga daga og böggað mig á því að ég vinn inná skrifstofu. Svo ég tók þá ákvörðun að leyfa mér að fara í ljós –

Ég fer sjaldan í ljós, en ég fann smá desperasjón og jú, eitt skipti getur ekki drepið mig.

Svona endaði það;

weekend55

 

Ég ekki bara brenndi á mér bakið (bakið?! Allan líkamann), ég sauð það. Ég var úti allan daginn eftir í miklum sársauka í svartri peysu og svörtum jakka í glampandi sól að leita af módelum, sem þýðir stanslaus hiti, sem þýðir, áframhaldandi bruni. Það tók mig yfir 5 mínútur að rífa bolinn af líkamanum á mér þegar ég vaknaði, blanda af Aloe Vera, soðnri húð og bolurinn, þá sat hann pikkfastur við húðina og var svo gott sem farið að grafa sig ofan í húðina. Ég eeeeemjaði. Tvær klukkustundir af frosnum handklæðum, og reyna pulla mind before body. Ljós aldrei aftur – ALDREI FARA Í LJÓS KÆRU VINIR!

weekend42

Þessi tramatíska upplifun stoppaði mig ekki frá því að mæta í afmæli Siennu vinkonu. Ótrúlega skemmtileg sumarsstemming!

Við skulum mest lítið vera taka mark á þessari mynd hér fyrir ofan – við vorum ekki eðlileg á einni mynd, svo ég valdi eina af handahófi.

weekend5 weekend3

Helgi, Kristín & Hófí.

weekend2

Sienna, stórkostlegur gestgjafi. Skemmti mér dásamlega!

@HELGIOMARSSON – INSTAGRAM UPPÁ SÍÐKASTIÐ

DANMÖRKGLEÐIÍSLANDPERSONAL

 

Jú, Instagram keyrir áfram á góðu róli. Ég er eflaust ekki sá eini sem tel instagram vera hreinlega bara frekar góðan part af daglegu rútínunni. Ég er reyndar að skemmta mér enn betur eftir að ég fékk nýja símann minn, what an upgrade!

En jæja, hér er það sem er búið að vera í gangi hérna síðustu tvo mánuði eða svo ..

 

Screenshot 2014-03-20 14.46.54

Systur mínar komu í heimsókn og var alveg dásamlegt að fá þær. Ég og Urður skelltum okkur á lokapartý Copenhagen Fashion Week á Skt Petri hótelinu hér í Köben. LITTLE DID WE KNOW .. að þarna biðu okkar margra lítra vodkaflöskur og Red Bull. Ég drakk ekki mikið af þessu, ég var bara góði gæinn sem bauð öllum í drykki. Mjög skemmtilegt kvöld!

Screenshot 2014-03-20 14.47.23

Ég og Kristjana vinkona fluttum saman til Kaupmannahafnar haustið 2012 – loksins er hún komin aftur! Einstök.

Screenshot 2014-03-20 14.47.42

Á Valentínusardaginn kom ég heim og þetta beið mín. Ég er heppinn með mann, það er alveg á hreinu.

Screenshot 2014-03-20 14.47.56

Ég fór á James Arthur með yfirmanninum mínum og dreptu mig hvað hann er góður. Ég elska þennan söngvara. Þið sem ekki hafið verið að hlusta á hann, þið eruð að missa af heilmiklu.

Screenshot 2014-03-20 14.48.10

backpain-1292835351

Screenshot 2014-03-20 14.48.29

Mood fjölskyldan góða, besta og skemmtilegasta sem ég geri.

Screenshot 2014-03-20 14.48.43

Tom Yum Gai súpa á Ban Thai með elsku Tinnu.

Screenshot 2014-03-20 14.48.56

Þessi yndislega vinkona er gjörsamlega gerð úr demöntum. Hún gaf mér þak yfir höfuð, hjálpaði mér frá A-Ö þegar ég var á landinu. Stórkostleg.

Screenshot 2014-03-20 14.50.50

Eruði að æla úr sjálfsmyndum? Það er auðvelt að útskýra þetta. “Mono” effectinn á myndavélinni á Iphone5, ÉG ÞARF EKKI AÐ SEGJA MEIRA.

Screenshot 2014-03-20 14.51.00

Vorið er semsagt komið í Köben, þarna sat ég á Nyhavn að borða hádegismatinn minn, ljúft!

Screenshot 2014-03-20 14.51.13

Vorið komið, svona stökk ég út og varð ekki einu sinni kalt. mmmmhmm ..

Screenshot 2014-03-20 14.51.29

Þarf ég að endurtaka þetta? Vorið er komið og þarna er mér heitt að borða epli.

Screenshot 2014-03-20 14.51.44

Sirkus Arena lenti í Köben og okkur Kasper var boðið á frumsýninguna. Very nice.

Instagrammið mitt er @helgiomarsson fyrir áhugasama.

VERÐANDI MÓÐURBRÓÐIR.

GLEÐIPERSONALYNDISLEGT

Það er ótrúleg tilhugsun, að næst þegar ég hitti Dagnýju systur verður hún með lítið stúlkubarn í höndunum.

Nú hef ég ekki upplifað svona áður, en þetta eiginlega alveg fáranlega magnað ferli.

Þegar hún sagði mér að hún væri ólétt var ég úti að skokka og var búinn að eiga gjörsamlega ömurlegan dag, ég man að ég hljóp extra 3 kílómetra og svoleiðis spretti úr bilaðri ánægju. Þetta er endalaust spennandi & hún er fallegasta og flottasta ólétta kona sem ég hef nokkurntíman séð.

Ég verð frændi í apríl og mér finnst það fáranlegt og dásamlegt.

___________________________________

My sister is pregnant and it gives me ssssuch happiness to think about that soon my little beautiful cousin will me coming to the world.

The next photo that will be taken of me and my sister, a little babygirl will be with us on the photo. Crazy and a beautiful thought :)

morbror morbror2

 

Næsta myndin af mér og systur minni þá verður pínu lítil og fullkomin stelpa með okkur á myndinni :)

GLEÐI GÆRKVÖLDSINS.

DANMÖRKGLEÐIPERSONAL

Ég byrja kannski á því að deila því með ykkur að #100happydays og #trendhelgi er komið í fullt gang, og ég er ótrúlega spenntur fyrir þessu.

Ég er að pæla hvort sunnudagar væru ekki tilvalnir dagar þar sem ég pósta þeim myndum sem eru hashtögguð #happydays og #trendhelgi – held það!

Annars átti ég ótrúlega fáranlega gott gærkvöld. Fór úr vinnunni heim í 2 sekúndur og beint á VEGA með BAST teaminu að mynda söngkonuna Jenny Wilson. Franska söngkonan Owlle var að hita upp og hún er sko eiginlega alveg sjúklega góð. Mikið klekkað var gaman.

_____

Every sunday I’ll be posting the pictures of those who hashtag #100happydays & #trendhelgi – positivity and happiness all the way! I’m actually excited about this.

Last night I met up with the BAST team where we attended the Jenny Wilson concert at VEGA. We also did a photoshoot with her and then danced like maniacs (on stage) during the evening. Owlle was heating up and she’s actually insane, she’s so good.

gær 2

Myndatakan í fullum gangi – þessi kvenmaður er mega töffari.

gær 3

Owlle, nei í alvöru, hún er svo fjandi drep góð, ég fékk sirka 18 sinnum gæsahúð niðrí boru.
Tékkið á henni – HÉR – og taliði við Sónar & Iceland Airwaves liðið.

gær 4

Double trouble – Hafrún & ég alveg að detta í bjórvökvan.

gær 5

Þessar eru frábærar.

gær

Ég ákvað að ég mundi nýta backstage passann minn og dansa uppá sviði með Kristínu og líða eins og rokkstjarnan sem ég á í raun og veru að vera.

gær9

Jenny Wilson að syngja til mín um hvað ég er frábær :-)

Jæja, kaffideit og líkamsrækt bíður mín!

FLEIRI JÓLAGJAFIR ..

GLEÐINEW INPERSONAL

Svei mér þá, ætli ég deili ekki örfáum í viðbót. Ég fékk tvær ábendingar um að ég ætti endilega að deila fleirum, og verði þeirra vilji!

Nú er ég og kallinn minn í fullt af hugmyndavinnu varðandi íbúðina okkar. Litla sæta þrjóskan hans er búin að vera segja við mig að það þarf ekkert að breyta, hún er rosa fín eins og hún er, og jú þetta er flott mynd á veggnum (hún er glötuð) þá loksins gaf hann sig og áttaði sig á því það má helling gera flottara hér inni.

Já, ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta er sú að ég fékk svo mikil fínt í jólagjöf í íbúðina. Svo um að gera að deila’essu.

jg

Mér finnst gaman að fá svona í jólagjöf, ég er búinn að nota þetta 3 núna, og ég get ekki annað sagt en að ég mæli með þessu. Virkilega næs – elska þessa ís tilfinningu þegar maður setur þetta á.

jg2

Kolsvart frá Iittala, næs.

jg3

Fullkomið í íbúðarmeikoverið. Litli bróðir er stórkostlegur.

jg4

 

LOKSINS! Ein af uppáhalds í ár. Eftir Siggu Soffíu

Voila!

Eftir gærdaginn fékk ég smá hugdettu; Ég þarf að finna mér aukavinnu.

Ég er farinn að leita af vinnu! BLEESS!

VITLEYSA DAGSINS ..

GLEÐINEW INPERSONALSITUATION

Já, slæmar ákvarðanir eru ágætlega reglulegar hjá mér. Ég byrjaði daginn á að hugsa hvað janúar á eftir að vera f*kking þreytandi mánuður peningalega séð. Ég þyrfti að lifa á hafragrjónum, eplum, bönunum og harðfisknum sem ég tók með mér að heiman.

Ég hugsaði líka um þetta í hádeginu á meðan ég borðaði rúgbollur samstarfsfélaga míns (sem hann seinna skammaði mig fyrir, ég er poor, no regrets).

Ég hugsaði líka um þetta þegar ég var að skoða Nike Woven sneaks á netinu, þá bölvaði ég við sjálfan mig og horfði á yfirmanninn minn og bölvaði hann líka fyrir að eiga peningana. Þaðan hugsaði ég hvort ég ætti að nota fyrirtækjakortið – sem ég ákvað svo að gera ekki.

Ó jæja, ég labbaði úr vinnunni einsamall og ákvað að taka smá krók og rölta niðrí miðbæinn þar sem ég fann sjálfan mig standandi fyrir utan ACNE búðina. Ég fann hreinlega lyktina af fínum gæðavörum og það var eitthvað afl sem dró mig þar inn. Þetta sama afl lét mig taka upp peysu, aflið lét mig máta hana og aflið lét mig kaupa hana. Ég vil taka það sterklega fram að ég hef ekkert með þetta afl að gera, þetta var yfirnáttúrulegt sjáiði til.

Áður en ég vissi af var ég farinn úr búðinni með poka í höndinni ..

acne

 

Þetta er pokinn ..

acneSMALL

Rauðu jólaþreytu”komast í rútínu aftur”bugarnir algjörlega á sínum stað.

Og jú hver anskotinn, (fallega) peysan sem yfirnáttúrulega aflið fékk mig til að kaupa.

acne2

Prentið gjörsamlega viðeigandi, enda mjög rómó.

Ég þarf ekki að endurtaka mig aftur þegar ég skrifa að ég hafði ekket með þetta að gera.

Hafragrjón (því núðlur eru dýrar hérna), here I come!