LÍFIÐ UPPÁ SÍÐKASTIÐ ..

PERSONALSNYRTIVÖRUR

Halló vinir!

Ýmislegt hefur gengið á síðustu mánuði, allt ótrúlega gott og hyggeligt. Eins og staðan er núna er ég gjörsamlega að missa alla einbeitingu vegna heimkomu. Það gerist yfirleitt nokkrum dögum áður en ég fer heim, en í ár hef ég ekki farið heim í hálft ár, og fyrir heimaling eins og mig finn ég að spenningurinn tekur algjörlega yfir. Ég er farinn að dagdreyma um hvað ég ætla að borða, fara í snjóinn með systurdætrum mínum og gjörsamlega knúsa hundana mína í beljur. Yngri hundurinn minn lenti í því í lok sumars að lamast frá mitti og niður, en hefur náð alveg geggjuðum árangri, hef ekkert náð að hitt hann síðan, svo ég ætla aldeilis að extra knúsa þann litla prins.

Byrjum á þessari snilld, dinner með hinni einu sönnu Röggu Nagla. Að eiga svona vinkonu er fokking jackpot, að tala við hana er eins og að hoppa í viskubrunn og synda í honum, og hlægja fullt líka.

Hin heimsfræga horaða kokteilsósa a la Ragga Nagli. Hún var eins góð og fólk ímyndar sér.

Við fengum okkur Gló í Tivolí höllurnum, og ég var næstum emjandi úr unaði yfir Mexico skálinni, mæli mikið með!

Svo kom elsku besta mamma í heimsókn, og það hefur alltaf verið hefð að kaupa hnoss í Lagkagehuset, en við misstum okkur aðeins í þetta skiptið, gerðum taste-test og gáfum svo einkunnir. En uppi frá vinstri (til hægri) má sjá: Banana cupcake, ákveðin tegund af súkkulaði köku sem ég GET ekki munað nafnað á, Christianshavn kaka, jólamuffins og dönsk jólabolla!

Kveðja þessi tvö uppá flugvelli <3

Svo kom Tinna besta vinkona mín, með kærastanum sínum og þessu gullbarni, hún Gabríela sem er heimsins besti krakki.

Ég og nýji besti vinur minn William

Fékk svo geggjaða sendingu frá Austurstore, ég er búinn að prófa þessar flíkur einu sinni og þetta er geggjaðar flíkur. Meira um það seinna!

Fékk einnig sendingu frá BioEffect, ég verð loksins ungur að eilífu!!!!!

Mamma passar náttúrulega alveg einstaklega vel uppí drenginn sinn og kom með reyktan silung handa mér, OG ÞAÐ, vinir, er það besta í heiminum. Anskotinn.

Julefrokost með vinnunni, mín heitt elskaða Helena og ég löbbuðum útaf klóinu á sama tíma, hlóum og tókum svo þessa mynd.

Langþráð ferð til tengdó til Jótlands.

Þau búa í mjög litlum bæ á Jótlandi, svo feels a bit like home!

Hvet ykkur til að taka þátt í GlamGlow leiknum en ég dreg út á morgun x

JÓLAGJÖF TIL YKKAR NR 4 – GLAMGLOW

GJAFALEIKURSNYRTIVÖRUR

Vá trúiði að það er að koma desember? Ég fer heim til Íslands eftir FIMMTÁN DAGA og ég gæti bókstaflega ælt úr spenning. Ég reyni að hafa það sem reglu að fara heim á sirka þriggja mánaða frest til að viðhalda geðheilsu, en nú er komið hálft ár, svo ég held henni uppi með að drekkja mér í jólagleðinni.

En talandi um jólagleðina, næsta jólagjöf til ykkar er frá GlamGlow. Þetta eru svakalegir maskar og bæði fyrir kvennmenn og karlmenn og hvorukyn. En um er að ræða lúxus tríó sem lítur svona út:

Hér má finna HÁlúxus húðvörur:

Efst uppi er YouthMud sem er heimsfrægur fyrir að vera andlitslyfting í krukku og maður á að sjá mun eftir fyrstu notkun. Maskinn djúphreinsar og gerir hana silkimjúka og skínandi. Pant próf’ann í kvöld, Hercules knows I need it.
DreamDuo húðmeðferð
og Youth Cleanse –

Youthmud maskinn – 

Næsti maski eeeer, DREAMDUO – ég ætla að stela info:

“DREAMDUO Overnight Transforming Treatment tveggja þrepa meðferð sem gerir húðina
fyllri, meira ljómandi og fulla af raka. DREAMSERUM (pearl) gengur hratt inn í húðina og er
fullt af andoxunarefnum. Gefur húðinni vitamin boozt. DREAMSEAL (gray) Nærandi bomba
með hyaluronic sýru og mozuku grænum þara sem gerir húðina fyllri og endurvekur ljóma
húðarinnar.
Draumateymið DREAMSERUM & DREAMSEAL er fyrsti húð “plömperinn”.
Hentar öllum húðtýpum
Raka duo sem vinnur yfir nóttina og gefur þér fyllri (plumper), raka meiri og mýkri húð. a
soft, smooth complexion.
Vinnur á: Þurrki – Fínum línum og hrukkum – þreyttri og ójafnri húð.”

Svo er það exfolioterinn:

og info textinn:

“Byltingakenndur hreinsir sem er fullkominn í hversdags hreinsirútínuna. Hérna sameinast kraftarnir úr leirnum og froðunni á ótrúlegan hátt svo að húðin verður silkimjúk og hrein eftir notkun. Leirinn inniheldur örsmáar agnir sem skrúbba húðina og nær þannig upp öllum farða og öðrum óhreinindum úr húðinni. Hreinsirinn hentar bæði körlum og konum.

Setjið 1-2 pumpur af leir í blauta lófana og nuddið höndunum saman svo að áferðin verði örlítið froðukennd. Nuddið varlega yfir andlitið en forðist augnsvæðið. Bætið við vatni til þess að fá meiri froðu.”

Jæja vinir!! Ég sýni ykkur þetta á Snapchattinu núna í kvöld eða á morgun og þá getum við farið yfir þessa lúxus prúdúktúr saman.

Til að taka þátt:

– Setja like á GlamGlow Iceland á Facebook
– Follow á helgiomarsson á Instagram
og adda helgiomars á Snapchat

oooog að sjálfssögðu skilja eftir komment!! :) 

Sigurvegarinn verður dreginn út á Snapchat og þar sækið þig vinninginn!

Ég vona að þið vinnið!

xx

KREMIÐ SEM ER AÐ BJARGA MÉR –

I LIKEPERSONALSNYRTIVÖRUR

Vöruna fékk ég í gjöf

Eftir að ég kom heim frá Bali, þá hefur húðin á mér verið í mjöööög miklum skapsveiflum og ennþá í dag. Það hjálpar ekki að kalkaða vatnið í Kaupmannahöfn örvar húðina óþolandi mikið. Ég er enn, tuttugu og fokking sex ára að læra að þekkja húðina mína, hvað virkar, og svo framvegis. Allavega, í gegnum smá húð volæði á Snapchat, þá held ég að Nola.is hafi verið að hlusta á mig einhversstaðar BLESS THEIR SOUL, og ég fékk sendan pakka frá þeim þar sem voru vörur frá Skyn Iceland og hef ekki notað flestar vörurnar nógu mikið til að geta skrifað almennilega um þær EN – það er þó eitt krem sem ég féll gjörsamlega fyrir og hef notað síðan ég fékk það.

Þetta krem er semsagt með svona súper cooling effekt. Sem segir að ef húðin þín er pirruð, eða kláði eða eitthvað, þá er kulda tilfinningin að fara balansera húðina. Það er í rauninni GEGGJAÐ að setja þetta krem á andlitið. Án efa, eitt besta krem sem ég hef prófað. Þetta krem er partur af “Solutions for stressed skin” sem hentar mér fínt, því mín er greinilega stressed AF.

Þið afsakið puttann – meina ekkert með þessu. Það sem ég þarf að læra þó, er að ég er alltaf að spara uppáhalds vörurnar mínar, það er ekki að fara gerast núna.

Þið getið fengið þetta krem HÉR – 

NEW IN: UNISEX ILMUR – MUSKETHANOL

I LIKENEW INSNYRTIVÖRUR

Mig langaði í nýtt ilmvatn, rakspýra, veit ekki, þekki svosem ekki muninn. EN! Ég ákvað að nýta goodie dagana í Magasin sem segir okkur að það er 25% af öllu í búðinni, og ég var búinn að ákveða að ég mundi kaupa mér nýja Versace, seeem ég svo beilaði á því það tók á móti mér þessi ágæta sölukona, and man did she sell. Ég var farinn að sjá flóðhesta ég var búinn að sniffa svo mikið af kakóbaunum og ilmvötunum til skiptis. Þangað til að hún sýnir mér ilmvatn sem ég hef aldrei séð áður, ég svosem veit ekkert um þetta merki og hef ekki gert neitt research þannig séð, en þegar ég fann þessa lykt vissi ég að þetta var eitthvað skítagott.

Þetta heitir Muskethanol (I know, hljómar eins og lyf fyrir einhverjum sjúkdóm, æði) – Æther. Ég giska kannski að þetta sé danskt, því aðeins Íslendingar og Danir nota ‘Æ’ – og kannski Norðmenn. Þetta merki er þó Unisex og sölupían sagði mér að ilmvatnið leggist á hvern og einn og mótar sig eftir hverjum og einum, svona setningar ná mér alltaf og ég fjárfesti í þessu ilmvatni og ég sé alls ekki eftir því. Ég á enn mína uppáhalds ilmi sem þið getið séð HÉR – en ég elska svona spari ilmi, svo ég nota þennan og Valentino til skiptis. Þau skipti sem ég hef verið með Muskethanol hef ég verið vel sniffaður svo, góð kaup!

.. afþví ein mynd var ekki nóg

EN! Ég er nokkuð vissum að þessi ilmur fáist ekki á Íslandi – en ég hvet hér með Madison Ilmhús að kanna málið, því mér finnst það vera svo geggjuð búð og þessi ilmvötn eru úber.

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars

 

NOKKRAR UPPÁHALDS FRÁ LAUGARSPA –

ÉG MÆLI MEÐI LIKESNYRTIVÖRURÚTLIT

Ég hef markvist notað vörurnar frá LaugarSpa síðustu mánuði. Fyrir ykkur sem ekki hafið séð þá var ég fenginn til að vera andlit fyrir vörurnar sem var mér mikill heiður, og að hafa fengið með fólkinu á bakvið þessar vörur búið að vera algjör draumur. En eins og ég hef áður skrifað, þá er ég ekki týpan sem prufa vörur einu sinni og svo mæli með og smelli á bloggið, og í þessu tilviki tók ég þessu mjög alvarlega, enda er andlitið mitt á auglýsingum fyrir vörurnar.

Ég hef aðeins notað þessar vörur síðustu mánuði og hafa vörurnar aldeilis passað vel uppá mig og mína. Ég get með hreinskilni sagt að þessar vörur eru ekkert nema geggjaðar og henta mér alveg ótrúlega vel. Það er búinn að vera algjör lúxus að hafa þær við höndina og geta dekrað við sig í rauninni oft á viku. Ég ákvað að fara yfir nokkrar með ykkur.

  • Þessar tvær eru glænýjar hjá línunni og ég er lemongrass perri dauðans, ef lemongrass mundi vaxa hér í Danmörku mundi ég eflaust velta mér uppúr því eins og hundur. Þessi sprey nota ég eins mikið á heimilið mitt og á sjálfan mig. Allt lyktar vel í kringum mig eftir að ég fékk þessi sprey. Amber lyktin er ótrúlega góð, en það er eitthvað að Lemongrass lyktin er eitthvað svona lightly spicy.

  • Rakakremin hafa hentar mér alveg ótrúlega vel. Ég er með óþolandi húð og öll krem sem ég nota verða að balancera húðina eins mikið og mögulegt. Eftir að ég kom heim frá Bali fór húðin í smá fokk og fékk þurrkubletti og ég notaði rakakremið markvisst daglega og húðin var ekki lengi að jafna sig. Kremið er líka létt og gefur fáranlega góðan raka á sama tíma, lyktin er unaður og ég gef þessu fimm feitar stjörnur.
  • Líkamsolían – þarna má sjá á myndinni líkamsolíuna og ég mundi segja að olíurnar almennt frá LaugarSpa eru algjörar stjörnur. Þá er ég að tala t.d. líkamsskrúbbinn og showerolíukremið. En á mínu heimili er nudd mjög algengt og ég hef notað þessa olíu sem lúxus nuddolíu. Lemongrass ilmurinn virkilega lætur mann líða eins og maður sé í eeennuddstofu.

  • Sturtuolían er einnig splúnkunýtt í línunni. Hún er semsagt blanda af kremi og olíu. Ég yfirleitt nota ekkert rosalega mikið í sturtunni, smá showergel og ég er góður, en eftir að ég fékk þessa olíu þá get ég hlýlega mælt með henni. Hún er svona algjör lúxus og maður verður fljótt frekar húkt á henni. Mæli virkilega með þessari.
  • Saltskrúbbinn er algjört uppáhald og ég veit ekki einu sinni hversu marga dúnka ég hef farið í gegnum. Kæróinn sem er einmitt mjög einfaldur hvað allt svona varðar, hann fær ekki nóg af honum. Eftir notkun er geggjuð áferð á húðinni. Ég sé ekki fram á að ég eigi eftir að skipta honum út, ef ég ætti að velja uppáhald úr línunni væri hann á feitu plássi í top 3.
  • Gel Cleanserinn sem sést þarna líka, en hann er drullu góður. Ég þarf að æfa mig meira í að nota svona andlitshreinsi sem ég mun hér með byrja á en mamma notar hann endalaust og hún er MJÖG picky á svona. Hún vill helst bara eina vörulínu frá Grikklandi, en hún féll fyrir þessum andlitshreinsi, þá vitum við að hann er góður. If ma mama said so.

Ég geri að sjálfssögðu gott við ykkur, en um jólin ætla ég að gefa mjööööög veglegan gjafapakka frá LaugarSpa fyrir vel heppna, svo þrykkið ykkur í snemmt jólaskap því ég byrjaði fyrir löngu og ÉÉÉÉG ER STOLTUR AF ÞVÍ!!

Það verða upplýsingar hér á blogginu en enn meira á Snapchat – helgiomars

EEEEIIIINNIG getiði keypt allar vörurnar á 20% afslætti ef þið notið afsláttarkóðann helgiomars 

Ef það eru einhverjar spurningar þá getiði sent mér í gegnum snapchattið.

x

Þessi færsla er ekki kostuð

LAUGARSPA EYE CREAM –

SNYRTIVÖRURÚTLIT

Ég er miiiikið búinn að vera nota LaugarSpa vörurnar síðustu daga. Fyrir því er LÍKA góð ástæða fyrir því, en eins og staðan er núna má ég ekki segja mikið, en á næstu vikum mun þetta hægt og rólega koma í ljós, og fyrir þessu er ég eiginlega vandræðalega spenntur. En vörurnar er ég markvisst búinn að nota síðustu vikur, og þær eru svo fáranlega góðar, þær eru organic og innihaldið er all djúsi good stuff. En ég held mjög fast í eitt krem og það er augnkremið frá merkinu. Mér finnst það bæði vera gott og gefa drullu flottan svona ljóma, sem við viljum öll svona fínan ljóma í þessu ágæta sumari sem við erum að dúllast í þetta árið. Real talk samt, þetta sumar sökkar. Líka í Köben – og heima meira og minna líka held ég?

ALLAVEGA! Frá einu yfir í annað, jesús. Laugar Spa, mér til MIKILLAR gleði er bara unisex, ekkert karla eða konu lykt húllumhæ. Það lyktar unaðslega, styrkir augnsvæðið og maður fær súper flottan ljóma. Hvað viljum við meira?

Hér er kremið:

Ég sé það núna að ég hefði geta valið annan putta, eeen hey!

EF ÞÚ RIFNAR Í RÆKTINNI ..

SNYRTIVÖRURSPORT

Ég er ekki búinn að æfa Crossfit síðan apríl, eða maí, man ekki alveg. Einfaldlega því mér fannst Crossfit Copenhagen ekki næs staður að æfa á, fáranlega skrýtin orka þarna og já, ákvað joina Fitness World þar sem ég er ofboðslega sáttur núna. Ég elska þó ennþá Crossfit, og reyni að gera WOD bara á öðruvísi stað og hefur það tekist ágætlega. Æfingarnar og WOD-in þykir mér ennþá fáranlega skemmtilegt að gera og heldur mér svona á ágætlegu striki. En í Crossfit eru alltaf einhverjar æfingar sem maður elskar og aðrar sem maður þolir ekki. Nema Queen Katrín Tanja, hún sagði í viðtali að hún elskaði allar. En hún er líka one of a kind. Allavega! Ég þoli ekki boxjumps, ég veit ekki hvað það er, ég bara þoli það ekki. Ég er meira segja farinn að elska burpees, eða, taka þær í sátt meira. Annað sem ég er ekkert rosalega spenntur fyrir er toes to bar, en þá hengur maður og þrykkir tánum uppí stöngina sem þú hengur í. Pull-ups eru ágætar, ég elska þær og hata þær. Það er einfaldlega útaf því, að ég var mjöööög gjarn á að rifna á lófunum og finnst það svo óþæginlegt. Ég eiginlega hhhhhhata það.

EN! Þá er ekkert betra en að koma með nokkuð góða lausn, en ég var að æfa með Sonju vinkonu og auðvitað rifnaði eins og skrrrrattinn sjálfur eftir blöndu af ketilbjöllu veseni og kipping pull-ups. Þá sendi hún mér svona;

En þetta er svona smyrsl (með lavender lykt, mmmhm sign me up) – sem gerði þetta rifningarferli svo þúsund sinnum þæginlegra. En þetta kemur frá merki sem heitir Doc Spartan, og er algjört must ef maður rifnar á lófunum.

En á meðan ég er með ykkur, þá keypti ég síðast svona líka;

Almennilegt innihald –

Ég er mjöööööög mikill skrúbb maður, svo ef ég ætlaði að kaupa smyrsl á sár þá auðvitað greip ég skrúbb með mér, en hann var hræódýr OG ég fékk afslátt, svo já nei, ain’t gotta say no to that. En hann er mjööög góður, og lyktin er unaður. Það kemur svona smá áferð þar sem vatn festist ekki á, vitiði hvað ég á við? Æ þið vitið svona, fráhrindandi, æ allavega, það er ekkert slæmt. Þið vitið bara af því. En þessi skrúbbur var líka mjög skemmtilegur fyrir augað, en ég fattaði ekki innpökkunina fyrst, en hugmyndin er bara eins og einhverjir gæjar séu bara að pakka líma kvikk svona sodd ok jám ókei tilbúið! Fannst það mjög skemmtilegt. Þessi skrúbb fær háa einkunn frá mér.

Þetta fæst allt HÉRNA ásamt allskonar öðru góssi.

Þessi færsla er ekki kostuð, og Austur Store veit ekki af þessari færslu. Okay’yall

HERRAVÖRUR FRÁ CLINIQUE

I LIKESNYRTIVÖRUR

Ég fékk að gjöf vörur frá Clinique fyrir ekki svo löngu. Ég var mjög spenntur að prófa þessar vörur, en hafði lengi notað krem frá þeim sem heitir Dramatically Different Moisturizing, ég byrjaði á því að stela því frá mömmu, og endaði svo á því að reglulega kaupa mér það sjálfur í mörg mörg ár. Við erum alveg að tala um sko, 2007 eða eitthvað. Einnig hafa þessar verið nokkuð áberandi hér í Köben finnst mér, svo já. Ég vissi að þarna hefði ég fengið að gjöf virkilega góðar og vandaðar vörur. Þær eru lausar við drasl efni og það er í rauninni það eina sem ég bið um er kemur að snyrtivörum. Ég ákvað einnig að gefa mér ágætis tíma í að prófa þær, í stað þess að prufa þær örfá skipti og svo skrifa um þær. Svo ég hef reglulega notað þær og hef hlakkað til að segja ykkur frá.

Förum yfir þetta:

Face Scrub Exfoliant Visage –
Þetta er held ég einn mest næs andlitsskrúbbur sem ég hef prófað. Hann er mjúkur og kremaður og með nett korn í honum. Það sem er allra best við hann er að hann gefur geðveika kælingu á andlitið eftir notkun, manni líður örlítið eins og maður hafi verið í svona andlitsmeðferð sem stinnir allt saman. Ég er ‘ helt vildt ‘ með þennan andlitsskrúbb og fær 10 af 10 meðmæli frá mér.

Anti-Fatigue Eye Gel
Þessi augnpenni er algjört hit hjá mér. Ég er með mjög þunna húð í kringum augun og fæ mjög auðveldlega bauga ef ég sef lítið, er almennt þreyttur eða bara vetrarfölur. Ég hef oft legið með einhverja fjandans kuldagrímu eða sett skeið í frysti og aðeins reynt að fríska uppá “pretty much dead” lookið sem á til að koma. En ég veit núna að þetta er einhver vara sem ég mun halda áfram að kaupa mér. Ég geymi pennan inní ísskáp og byrja daginn á að rúlla á mér augun og mér finnst ég sjá oft hellings mun. Það er ekkert drasl í þessu og heldur engin lyktarefni sem er stór plús ásamt því að hann endist alveg fáranlega lengi.

Post-Shave Soother 
Ég er mjög hrifinn af þessum, en þetta er silkimjúkt krem sem maður ber á húðina eftir rakstur og þetta gefur smá svona sóthreinsunar-kick. Sem mér finnst algjört must eftir rakstur, þá veit ég að pródúktið er að vinna sína vinnu og passa að allt verði fínt og flott eftir rakstur.

Face Wash 
Ég hef ekki mikið að segja um þennan andlitshreinsi annað en að hann er virkilega mjúkur, sem mér finnst örlítið nýtt við andlitshreinsi. Áferðin er mjúk og ekki eins sápuleg og margir aðrir, það er stór plús fyrir mína parta. Upplevelseð er pínu svona mjúk og ofur clean hreinsir. Pínu svona lúxus.

Moisturizing lotion

Þið getið rétt ímyndað ykkur gleði mína þegar ég komst að því að þetta ágæta rakakrem er meira og minna sama krem og ég talaði um hér efst uppi. Mjööög svipað ef ekki sama krem og ég stal frá mömmu. Allavega sama lykt, áferð og virkni. Ég elska þetta krem, always have, always will! Það er alveg að verða búið núna, svo núna er ég að spara eins og vittleysingur.

Ég er mjög sáttur við að skrifa um þessar vörur, því hér eru um almennilegar vörur að ræða, og maður finnur svolítið fyrir því við notkun.

Takk kærlega fyrir mig Clinique! Hjúts love

BODY SKRÚBBUR FRÁ VERANDI

SNYRTIVÖRUR

Þegar ég kom heim um jólin þá beið mín pakki. Í þessum pakka var body-skrúbbur frá Verandi.

Ég er mjög mikill skrúbb maður, og skrúbba allt sem ég get skrúbbað. Samt ekki, en skrúbbur á andlitið og body er algjört must finnst mér. Fannst þetta mjög skemmtileg sending og er búinn að nota hann þrisvar áður og það er upplevelse útaf fyrir sig. Það sem fær þennan skrúbb til að skera sig útúr frá öðrum er að þetta er pjúúúra vegan og kemur beint úr náttúrunni. En innihaldið er ekki flóknara en ristaðar kaffibaunir, sjávarsalt, sjávarþari, möndluolía og náttúrulega olíur.

Processed with VSCO with a8 preset

Processed with VSCO with a8 preset

Processed with VSCO with a8 preset

Processed with VSCO with a8 preset

Takk fyrir mig Verandi! Fallegt af ykkur að senda mér svona fína vöru.

Fæst hér

helgi@trendnet.is

ÉG FANN LOKSINS NÝJAN ILM ..

SNYRTIVÖRUR

Ég er brjálaðslega picky þegar kemur að ilmum. Ég er búinn að vera með sama ilmvatnið mitt í korter í tíu ár held ég og er í nokkuð monogomísku sambandi við það. Finnst mjög skrýtið að nota eitthvað annað, en geri það auðvitað í neyð og fancy tilefnum.

Ég er búinn að fljúga rosalega oft milli Köben og Reykjavíkur í ár, og í rauninni síðustu ár og það er orðin lúmskt hefð að fata í ilmdeildina og finna kanna mál ilmvatnanannanana.

Ég notaði Chanel Bleu á tímabili á fínum tilefnum og það var reyndar geðveikt næs, eitt hversdags og fancy. Ég kláraði það fyrir löngu og það var tími til kominn á nýjan fancy-tilefnis-ilm.

Eftir ansi margar ilmvatnskönnunarferðir á Leifsstöð og Kastrup Lufthavn, er þetta útkoman;

ilm01

Valentino Uomo – vinir, hún er GEGGJUÐ. Krydduð, lúmskt sæt, og fakken kúl. Sorry kámið. Sorry rykið. SORRY.

ilm02

ilm03

Þá eru þetta formlega nýju lyktirnar sem ég baða mig í. Versace bláa. Mín. Að eilífu. Mig hefur meira segja dreymt að hún sé ekki lengur í sölu.

Annars var að koma nýr ilmur frá Versace sem heitir Davey Jones, hún er geggjuð líka.

Allavega, þessi ilmvötn fást í Hagkaup, reyndar sá ég ekki Valentino á Hagkaup síðunni, en hef hún er til uppá flugvelli er hún pottþétt til í Hagkaup.

Njótið!

instagram: helgiomarsson
snapchat: helgiomars