fbpx

HERRAR OG HÚÐ: HREINSIR

SNYRTIVÖRUR

Karlmenn og húðrútína er eitthvað sem getur verið feimnisatriði eða hreinlega ekki eitthvað sem hefur verið komið inní rútínuna. Að bomba sér í sturtu ætti að vera nóg. Að passa uppá húðina er gríðarlega mikilvægt. Karlmenn eru oft með mjög viðkvæma og erta húð og skegg getur átt þátt í allskonar pirring svo það er mikilvægt að koma sér upp rútínu sem hentar hverjum og einum.

Ég er bæði með power húðrútínu sem er ótrúlega fljótleg og þæginleg, og einnig sem er flóknari og algjört dund og kósí. Að passa uppá sjálfan sig, hvort svo sem það er líkamsrækt, út að labba, hugleiða eða hvað það er. Þá á það að gilda því sama eins og að skila verkefni, sinna vinnunni eða fara á einn eða annan fund. Því það er jafn mikilvægt í daglegu lífi.

Fyrsta sem ég mæli alltaf með fyrir herra er húðhreinsir. Ég veit hvað flestir hugsa – “æ nennir maður því nú” og svarið er þokkalega! Í dag eru í boði margir mildir og góðir andlitshreinsar. Það skiptir miklu máli að þrífa á sér húðina, enda er umhverfið okkar allt stútfullt af óhreinindum sem setjast á húðina. Og eftir að þú notar andlitshreinsi dregur húðin í sig öll góðu virknina úr kremum sem maður setur á sig og fær að anda hrein og fín. Andlitshreinsir er einnig ótrúlega mikilvægur þegar maður er að berjast við húðvandamál eins og bólur, enda eru það bara bólgur og óhreinindi. Hvað gerir maður þá? Maður hreinsar það og þá jafnar það sig.

GOTT RÁÐ: Taktu andlitshreinsinn með þér í sturtu og gerðu hann part af sturtu rútínunni, skrúbba, þrífa, nudda, skola og svo hreinsa svo húðina.

Eftirfarandi hreinsar hef ég sjálfur notað og prófað og hef frábæra reynslu – förum yfir þá!

1. Checks & Balances frá Origins: Það sem seldi mér þennan hreinsi var upprunalega lyktarkombó-ið. Bergamót, lavander og mynta. Svolítið eins og ég hafi sjálfur búið hann til. Virknin var frábær og hjálpaði húðinni mikið, sem var frekar léleg á þessum tíma.

2. GinZing frá Origins: Þennan keypti ég mér því ennið á mér var með mjög mikla stæla og fannst mér þetta gott combó, skrúbbur og hreinsir. Ég hef frábæra reynslu af þessum, hann er frísklegur og smá eins og einn góður expresso fyrir húðina. Fæst í Hagkaup Smáralind

3. La Mer Cleansing Gel: Rolls Royce allra húðvörumerkja. Þó að ég spara þennan hreinsi alveg eins og Jóakim Aðalönd sparaði hvern einasta gullpening sem hann átti, þá er þessi hreinsir unaður. Hann er froðukenndur og jafnar húðina ótrúlega og skilur hana eftir mjög ljómandi og flotta.

4. Skin Regimen Cleansing Cream: Þessi hreinsir er ótrúlega mildur freyðandi yfirborðshreinsir og ilmurinn er geggjaður. Ég er mikill aðdáandi Skin Regimen og þessi hreinsir hefur verið lengi verið minn go-to.

5. Garnier Pure Active Sensitive Anti-Blemish Soap-Free Gel Wash: Ég er mjög hrifinn af Garnier, ég hef mikið verið að skoða innihald og finnst þau ná að gera alveg ótrúlega effektívar og góðar vörur á góðu verði. Þessi hreinsir gerði frábæra hluti fyrir mig þegar húðin mín var ekki uppá sitt besta. Finnst hann vinna vinnuna og húðin jöfn og fín eftir á. Fæst í Hagkaup Smáralind 

6. Clinique Face Wash: Þá er komið að uppáhalds andlitshreinsinum mínum, hann hentar húðinni minni því hann inniheldur engin ilmefni sem veldur engri ertingu í húðinni og ég er persónulega er með viðkvæma húð og sérstaklega þar sem ég er með skegg. Ótrúlega góður hreinsir sem ég mæli hiklaust með. Fæst í Hagkaup Smáralind

7. Aesop Parsley Seed Cleanser: Þessi unaðslegi hreinsir virkar einnig sem súper mildur skrúbb vegna lactic sýru sem er í hreinsinum. Er mikill Aesop maður og lyktin er geggjuð.

Þessir hreinsar klikka ekki, svo þið getið líka bara úllendúllendoffað!

@helgiomarsson

SVARTUR FÖSTUDAGSLISTI HJÁ 66°NORÐUR -

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    7. December 2020

    Frábær færsla! Eflaust margir sem geta nýtt sér þetta.