GLEÐI Á GEIRA SMART

GLEÐIÍSLANDMATUR

Ég lenti, ég man varla hvernig þetta fór fram, ég lenti á Keflavík, týndi piparnóakroppinu mínu, Tinna vinkona sótti mig og við sóttum fallegu stelpuna hennar, og keyrðu mig heim til Urðar systir og áður en ég vissi af þurfti ég að gera mig ready fyrir svaka teiti. En við bloggararnir á Trendnet, sem eru grínslaust svo ógeðslega pluckin’ skemmtilegt lið, þið fattið ekki, já vorum semsagt að hittast áður en haldið var lengra. Við hittumst á Geira Smart, þar sem okkur var boðið í heljarinnar veislu sem mér finnst absolút vert að segja frá.

Staðurinn er á Hverfisgötu og er ekkert smá stór og flottur. Þar hittumst við semsagt í alveg mikla mikla gleði og grenjuðum oft og oft úr hlátri. Þetta er svo skemmtilegt lið krakkar, án djóks. Þykir svo vænt um þau.

En við fengum öll saman kjúklingalærissalat sem ég hefði alveg eins getað tekið innum nefið, svo gott var það. Þessi staður var alveg fullkominn fyrir hópa og hér með þakka kærlega fyrir mig! Trendnet crew & Geiri Smart!

 

Einum of skemmtilegur hópur. Lítur allt út fyrir að Karen hafi andað salatið ofan í sig, þessi elska.

Tvær einum of sætar –

<3

Ég og Jennifer að öllum líkindum að ræða hvort átti að vera hvar og hver betri hliðin er osfrv

Þetta salat er feit tía –

NÝTT OG SPENNANDI: MATCHA

DANMÖRKMATUR

Sienna vinkona er að vinna fyrir stað hérna í Köben sem heitir Byoh Matcha Bar OG þetta var sjúklega gott. Matcha er ræktar í fjöllum í Japan og er alveg súper food, miðað við það sem ég hef lesið mér til. Fullt af antidoxunar efnum og smakkast ágætlega. Þetta er bara svona púður sem hægt er að nýta í allskonar, blanda í möndlumjólk (sem er ógeðslega gott), bakstur, mat almennt OOOG hreinlega vatnsbrúsann.

Ég er reyndar ekki búinn að kaupa mér þetta, en það er alveg hugmynd. Góð viðbót í hverdaginn. Ég hef reyndar ekki hugmynd hvort þetta sé til heima á Íslandi, en hey, þetta mun vaxa og verða þekkt með tímanum. Trúi ekki öðru! Ég varð allavega svona “hmm, úú” – æ þið vitið.

Processed with VSCO with a8 preset

Processed with VSCO with a8 preset

Processed with VSCO with a8 preset

Svo sjúklega fínt þarna inni líka!

Ef þið eruð stödd í Köben mæli ég með þessu ..

Þetta er á Helgolandsgade 13 –

NÆS, HOLLT, GOTT, EINFALT OG .. HOLLT

MATUR

ÓKEI! Þetta er alveg gríðarlega sniðugur matur fyrir fólk sem vill taka með sér daginn eftir, eða stórt heimili, eitthvað, hvað sem er.

Ég semsagt finn þennan sjúklega flotta pott sem kæró keypti án þess að segja mér frá því. Pott sem hann sjálfur mun eflaust aldrei nota. Svo ég varð svona gríðarlega spenntur og ákvað að gera öðruvísi útgáfu af Chilli Con Carne. Ég er meira og minna að reyna borða stict hollt, og minnka nammi og kolvetni. Minnka, ekki taka alveg út samt. Svo þessi réttur hentaði einstaklega vel. En ég gerði nóg og það var ofur næs að geta átt þetta í alveg smá tíma. Kasper hakkaði þetta líka í sig og já, praktískt og gott, very nice!

Processed with VSCOcam with a8 preset

Ok let’s go:

– Steiki hakk (4 – 7%), ég notaði alveg kíló. Krydda með næs kryddi, helst ekki með neinu sodium og fresh hvítlaukur, rifin fresh engifer og smá chilli í hakksoðið, very næs

– Tómatar í dós (lífrænir)

– Tvær dósir nýrnabaunir, nýta svona 20% af safanum

– Allt grænmeti sem þig langar í, gulrætur, súkíní, paprika

.. og enda með fresh cherry tómötum & fresh basilikku

Easy, fljótlegt & sejúklega gott.

Borða með næs salati og dala fetaosti og sítrónuvatni með klökum er top top top.

Njótið vel!

NÝTT Á ÍSLANDI OG NOKKUÐ NÆS

MATUR

Sjáiði nú til, þetta er ekki sponsað, ég keypti þetta ekki, EN mér fannst þetta mjög sniðugt.

Þetta er ekki sykrað og þykkni og eitthvað svoleiðs rugl, heldur alveg alvöru hráefni og þetta kostaði alveg skemmtilega lítinn pening. Ég sá þetta of seint til að versla þetta, en þarna er hægt að byrja daginn á svona alvöru hreinsunarorkuskoti og bam! Ég smakkaði þetta og þetta var fjandi gott kick!

Allavega, ég mundi kaupa þetta ef ég væri heima, hiklaust. Allt gott við þetta, tékkið á’essu!

Processed with VSCOcam with a9 preset

Sjáumst!

WHEN IN BERLIN ..

ÉG MÆLI MEÐMATURTRAVEL

Það er allskonar hægt í Berlín, EN ..

Ef þið farið til Berlín er guðdómlegur mexíkóskur (mexíkóskur?? Mexican, þið vitið) staður, sem er bara svona fast food týpa. Hann er mjöööög ódýr og mjöööööög góður. Ég svoleiðis emjaði að borða þetta, mjúkt, með einhverja svaka hnetusósu og allskonar gúrmei. Fjandinn hvað svona burritos eru góðar. Ég er að skrifa þetta svangur svo þið getið rétt ímyndað ykkur.

Æ já, hann heitir Burritos Delores, svo, Berlin, Burritos Delores, skellið ykkur! Ég sá þá á tveimur stöðum svo þið ættið að finna þá einhversstaðar.

Processed with VSCOcam with a9 preset

  Þarna var líka mjög heitt, rosa heitt já, svo það var líka mjög næs.

Processed with VSCOcam with a8 preset

OG þetta lemonade kostaði einhverja tvær og hálfa evru eða eitthvað, stórt og gúrmei glas af límonaði. Svona mexican (ég ætla ekki að skrifa mexíkóskt aftur, fýla það ekki) límonaði með myntu.

Processed with VSCOcam with a8 preset

Ég gæti alveg skellt mér á einn miða til Berlínar bara til að borða þarna ..

Þessi færsla er sponsuð af Burritos Delores .. deejók

SÚPER HOLL PRÓTEIN GULRÓTAKAKA Á SUNNUDEGI – UPPSKRIFT

MATUR

Ég veit ekki hvort einhver sá það, en ég og kæróinn erum komnir með eitt stykki KitchenAid inná heimilið okkar. Við erum hvorugir miklir bakarar, en kæró var handviss að við mundum nota hana og fannst þetta algjört must have. Honum fannst þetta held ég bara fín mubla, en hann mun aldrei viðurkenna það.

Jæja!

Hann er alveg að prove me wrong því um daginn galdraði hann fram mikla prótein gulrótsköku sem var MMMJÖG góð, og mér datt í hug að deila henni með ykkur:

Processed with VSCOcam with a8 preset

Kakan:

50 gr stevia sykur
10 gr smjör
60 gr vanillu prótein
30 gr glúteinfrí hafragrjón
20 gr möndlumjöl
5 gr hampfræ
1/2 tsk lyftiduft
2 tsk kanill
2 tsk negull
smá hafsalt
300 gr hakkaðar gulrætur
1 egg
100 gr eggjahvítur

Kremið: 

150 Philadephia léttrjómaostur
50 gr stevia sykur
1 skeið af stevia vanillu dropum/vanillusykur
1/4 af lífrænni sítrónu skralli

– Bræðið stevia sykrinum og smjörinu saman

– Blandið próteininu, hafragrjónunum, möndlumjölinu, hampfræunum, lyftiduftinu, kryddunum og saltinu vel saman í skál

– Rífið niður gulræturnar þunnt og blandið saman í blönduna fyrir ofan (og passið að hafa þær þurrar)

– Blandið svo egginu, eggjahvítunum og smjörinu & stevia sykrinum saman og hrærið vel!

Bam Í ofn í 25 mínútur við 160 gráður og kælið áður en þið setjið kremið á.

Processed with VSCOcam with a9 preset gul01

NJÓTIÐ VEL!! 

BESTA .. PRÓTEINSTYKKI .. Í HEIMI .. PUNKTUR

ÉG MÆLI MEÐMATUR

 

Ég fór í hlaupagreiningu fyrir ekki svo löngu, þar við hliðiná var svona fæðubótaefnisbúð. Maðurinn talaði mikið og endalaust, og ég var alveg kominn með nóg af honum. Ég keypti einn poka af próteindufti og hann ákvað að gefa mér eitt svona prótein stykki með.

Blaðrið hans .. TOTALLY .. WORTH IT ..

Þetta próteinstykki er himneskt, ekki þessi leiðinlegu próteinklessur, heldur bara, sjúklega gott próteinstykki. Þennan sama dag fór ég á netið og keypti kassa og hef síðan þá verið að éta eitt á dag. Guilty as charged.

En nei þið fattið ekki hvað þetta er gott og færst á www.bodylab.dk – eins og ég hef sagt áður, ég veit ekki hvort þau senda á Ísland, en allavega, þetta er truflað gott, shet.

Processed with VSCOcam with a9 preset Processed with VSCOcam with a9 preset

 

BARA EITT GRAM AF SYKRI

Processed with VSCOcam with a7 preset

 

.. og já, ég og stykkið

MATARGLEÐIN: XO

ÍSLANDMATUR

Ég og Tinna vinkona fengum okkur að borða á XO í Vesturbænum í hádeginu fyrir ekki svo löngu, og þar er matur sem ég get aldeilis mælt með!

Processed with VSCOcam with a7 preset Processed with VSCOcam with a8 preset

Gott verð, hollt stuff, very good!

Ekki sponsaður póstur, borgaði matinn minn sjálfur, yess.

INSTAGRAM: @helgiomarsson

PYLSA / PULSA HLEMMUR SQUARE

ÉG MÆLI MEÐI LIKEÍSLANDMATUR

 

Mér var boðið í mat á staðnum Pylsa / Pulsa á Hlemmur Square hótelinu og það var vægast sagt matarupplevelse útaf fyrir sig. Sprengja fyrir bragðlaukana, ég er að segja ykkur það. Pulsurnar eru 100% aðeins kjöt og krydd, ekkert gelatín rotvarnarrugl, svo það var algjör lúxus! Átti að öllu leyti dásamlegt kvöld með góðum vinkonum og mæli hiklaust með staðnum. Alveg hiklaust.

Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset

Hann Vilhjálmur nokkur Rúnar sem er kokteil-gúru var á barnum, og leyfði stelpunum að smakka allan fjandan af ótrúlega kreatívskum kokteilum, reyktir, og eitt og annað. Algjör lúxus fyrir þær. Þær ætluðu bara að vera rólegar þetta kvöld. Ég fékk allavega sms um að þær voru á Prikinu seinna um nóttina ..

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Mig langaði lúmskt að byrja að drekka aftur á þessum tímapunkti, en ég lét mér duga að lykta af þessu öllu saman.

Processed with VSCOcam with f2 presetProcessed with VSCOcam with f2 preset

Gæsapulsan! Hún var svona bragðlaukasprengja, fjandinn hvað hún var góð.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Gleisað kjúklingasalat með gráðosti, einnig fáranlega gott.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Hátíðarplattinn, með lambakjeti og hamborgarhrygg. Say no more.

Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset

Ég fékk að sjálfssögðu óáfengan kokteil ..

Processed with VSCOcam with f2 preset

.. og stelpunar fengu held ég 6 rounds of creative cocktails.

Processed with VSCOcam with x1 preset pu18

Einum of sátt með þetta allt saman.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Gæsapulsan!

Processed with VSCOcam with f2 preset

Plattinn fagri!

Processed with VSCOcam with t1 preset

.. ég er að skrifa þetta banhungraður, getiði ímyndað ykkur hvernig mér líður núna? Hurts, I tell you.

Processed with VSCOcam with f2 preset

… og hrákaka í eftirrétt!

pu25

.. fullu píurnar og ég í lokin!

Pylsa / Pulsa 12 points! (Ef við miðum við Eurovision voting)

PRÓTEIN PÖNNSU MUMS EXTRAVAGANZA

ÉG MÆLI MEÐMATUR

Ég er svo heppinn að ég fæ í skóinn (þroskaði ég ..) .. mér þykir það mjög gaman. Fyrsta daginn kemur jú Stekkjastaur og hann gladdi mig ansi mikið!

Processed with VSCOcam with f2 preset

Hversu skemmtilegt að maður geti bara eldað pönnsur með góðri samvisku? ..

Ég varð auðvitað svo spenntur og það var sunnudagur, svo ég fór bara beint í málið. Skellti vatn í shaker og svo duftið og voila, kókosolía og panna ..

Processed with VSCOcam with f2 preset

Þetta var líka í skónnum mínum, þetta smakkast stórkostlega. Og sérstaklega á hvítsúkkulaði pönnsum .. drepiði mig ekki

   Processed with VSCOcam with f2 preset

Samt öllu gríni sleppt þá smakkast þetta sjúklega gott, ferlega lítill munur á þessu og Nutella tildæmis ..

Processed with VSCOcam with f2 preset

Þetta á ég líka, þegar ég er á sjúklega hreinu mataræði þá átti ég til að drekka þetta eins og pela þegar mig langaði í sykur .. (ég veit að þetta er sykur, en þið vitið, það stendur Zero og það er nóg fyrir mig)

Processed with VSCOcam with f2 preset

.. PÖNNSUR

Processed with VSCOcam with f2 preset

… AAAAAAAND ENJOY!!!!

Þetta færst á http://bodylab.dk meow

Instagram: @helgiomarsson
Snapchat: helgiomars