fbpx

INNIHALD Í BESTA KARRÝ Í HEIMI –

MATUR

Ég gjörsamlega elska panang karrý og það er án efa mitt uppáhalds karrý af þeim tælensku sem eru í boði. Panang karrý og basíl chilli rétturinn minn uppáhalds eru þessir réttir sem ég smakka útum allt í Tælandi og á tælenskum veitingastöðum. Núna þegar Chinatown er í bakgarðinum mínum í Vesturbrú þá hugsaði ég með mér að nú er nóg komið og ég ætla byrja elda þetta sjálfur. Það hefur gengið vonum framar og ég er meeega stoltur af mér. Ég elda tælenskan mat alveg hreint út og brútt, mér og Kasper til mikillar hamingju.

Það sem mér finnst samt absolút krúsjal, er að nota hráefni sem notaðir eru á tælenskum heimilum til að maturinn verði sem bestur. Svo ég kaupi bara við asísku búðina mína, hráefni beint frá Tælandi. Helmingi ódýrara, helmingi betra og styð í kjölfarið minni og fjölskyldurekandi buisness.

Ég semsagt sett í story vegan panang karrý sem ég gerði. Ég er æfa mig á fullu í plöntufæði og er bara að passa að allt smakkist sem best sem er búið að vera alveg ógeðslega skemmtilegt ferli.

Allavega! Ég fékk svo fáranlega mikið af fyrirspurnum um uppskrift svo ég ætla að henda henni gróflega hér inn.

Hér er panang karrýið, sem er mjöööög auþentískt og gott. Ég hef meira og minna bara séð þetta til sölu í Tælandi og veitingastaðir eins og Ban Gaw (besti thai matur í Köben) notar þetta.

Ég steikti blómkál og panang karrý saman. Ég vill hafa þetta smá sterkt svo bara prufa sig áfram og smakka.

Þetta er BESTA SOYA SÓSA Í HEIMINUM. Enn og aftur, þetta fæst í tælensku matvörubúðum heima.

Sömuleiðis keypti ég þennan hrísgrjónapott í asísku búðinni. Kostaði klink og svínvirkar.

En já uppskriftin hljómar sirka svona:

Panang og blómkál steikt saman og smá vatn –
Bætti við kókosmjólk, steviusykur/sweet like sugar frá GoodGood Brand og fiskisósu, sprautaði bara smá slufsu, kannski svona 3 teskeiðar.
Svo hellti ég smá sætri soyasósu
Bætti við baunum og linsubaunum.
.. og svo hrísgrjón.

Voila!

Alltof einfalt, þarf kannski að taka myndir af hinum hráefnunum. Hægt er að nota AAAAALLSKONAR grænmeti, eða bæta við kjöti. Þá steikja það með karrýinu í byrjun.

Bilaðslega gott. Ef ykkur langar að nýta tælenska matargerð í matinn ykkar, kaupið þá af búðum sem selja vörurnar beint frá Tælandi. Mæli svo svo svo með.

Klem héðan!

@helgiomarsson á Instagram

CPHFW - J.LINDEBERG & MARK TAN

Skrifa Innlegg