BURT MEÐ HÁRIÐ FYRIR NÝJA ÁRIÐ – ÁRAMÓTAUPPGJÖR

PERSONALTHOUGHTS

Áramótakveðja, smá hausverkur í ár. Ég er búinn að skrifa örugglega 12 mismunandi færslur varðandi árið mitt, hvernig ég við skilja við það og hvað gerðist og engin af þeim fæ ég mig til að pósta.

Ég vaknaði í morgun eins og það lægi ofan á mér steinn, ég var og er búinn að kvíða þessum degi því ég vissi að hann yrði erfiður. Síðasti dagur erfiðasta árs sem ég hef nokkurntíman gengið í gegnum. Árið sem ég knúsaði Hörpu vinkonu mína, hló með henni, knúsaði hana, kyssti hana og fékk að finna fyrir allri ástinni sem hún bjó yfir. Einnig árið sem ég þurfti að kveðja hana, sem hefur verið erfiðari reynsla en ég gæti útskýrt. 2015 er árið sem ég sat einn og hjálparlaus og varnarlaus í Kaupmannahöfn, á meðan allir vinir mínir sem ég elska svo heitt, voru vængbrotnir og gjörsamlega eyðinlagðir yfir þeim hræðilega atburð sem gerðist hér á Seyðisfirði í sumar. Einnig á meðan fjölskyldan mín gekk í gegnum erfiðan dauða afa míns, þá sat ég einn, langt í burtu og gat ekkert gert. Það er ein sú ömurlegasta tilfinning sem ég hef fundið fyrir. Þessir atburðir hafa haft áhrif á sálarlífið, sambandið mitt, vinnuna og svosem hverdaginn eins og hann leggur sig. Ég hef verið bensínlaus síðustu tvo mánuði og er ég búinn að vinna hart að því að vinna úr þeim málum og tilfinningum sem hafa verið eins og óstöðvandi óveður í hausnum á mér.

Ég er ótrúlega tilbúinn að takast á við nýtt ár. Ég ákvað í dag að raka af mér hárið, láta það ekki fylgja mér inní nýja árið, heldur bara byrja uppá nýtt. Engar áhyggjur, ekkert “new year new me” dæmi. Ég hef gert þetta áður, þar sem ég setti erfið sambandsslit bakvið mig og sleppti svolítið takinu með því að raka af mér hárið. Ég fann mig strax verða léttari í dag eftir að ég rakaði það af og var örlítið meira tilbúinn í nýja árið. Með ekkert hár og hausnum og steinninn í maganum hægt og rólega að hverfa. Ég hef einnig ákveðið að segja upp vinnunni og byrja nýtt ævintýri – professionally sem er ótrúlega spennandi. Ég ætla mér að byrja að hlakka til þegar ég vakna á morgun, hlakka til óvissunnar sem nýja árið bíður uppá. Ég vil helst ekkert vita, ég vil bara byrja uppá nýtt í þetta skipti.

Það sem ég tek með mér frá árinu 2015, er það að við verðum að passa uppá sjálf okkur. Það hefur aldrei verið mér skýrara. Gefum okkur rétt á öllum þeim tilfinningum sem koma upp en hundsum þær ekki. Leitum okkur aðstoðar ef þess þarf, það er enginn skömm í því. Höfum alltaf eitthvað á dagatalinu til að hlakka til. Ræktum okkar eigið sjálfstraust, og hin allra stærsta klisja (en sú sannasta), eltum draumana okkar. Hættum að sætta okkur við eitthvað sem gerir okkur sátt og stefnum á draumana okkar. Við eigum það fokking skilið.

Vonandi hefur árið ykkar verið gott, og komandi árið muni verða ennþá betra.

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur!

hairoff2

OOOOOG STAÐAN ER ÞESSI …

PERSONALTHOUGHTS

12278883_10153902352036535_3091415737091232701_n

Ég er búinn að vera ótrúlega slappur á blogginu, vona að þið afsakið það!

Ég hef einnig sest nokkrum sinnum niður og ætlað að blogga og koma mér í gírinn án árangurs. Ég hef líka ætlað mér að deila með ykkur hvað í raun og veru væri í gangi. Ég hef alltaf eytt þeim færslum, hugsaði með mér að fólk nennti ekki að lesa eitthvað tuð blogg og það væri enginn tilgangur í því að vera eitthvað að deila mínum hjartans málum á netinu, hvað þá ef þau eru ekki jákvæð. Ég ætti bara að díla við þetta sjálfur og hætta þessu rugli.

Sannleikurinn er sá að það er ekki hægt. Það er ekki hægt að bara laga sjálfan sig endalaust, frá sorg eða óhamingju. Stundum þarf utanaðkomandi aðstoð. Þökk sé umræðunar uppá síðkastið, þá hef ég ákveðið að skammast mín ekki fyrir það, þó að ég hef verið að gera það.

2015 hefur án efa verið erfiðasta ár lífs míns og eru þessir síðustu metrar erfiðir að komast í gegnum, og ég hef þurft að horfast í augu við það að ég hef verið alveg ótrúlega óhamingjusamur síðustu tólf mánuði sirka. Það tók mig langan tíma að viðurkenna fyrir sjálfum mér, enda hef ég unnið alveg ótrúlega hart að því að vera glaður og koma andlegu hliðinni í skorður þar sem hún var óstabíl frá unglingsárum. Ákveðin þrjóska kannski, eða kannski bara þessi gríma sem ég hef ómeðvitað verið með á mér í ansi langan tíma.

Ég er að vinna að uppgjörum, skrifum og fullt af breytingum í lífinu mínu eins og staðan er núna, sem ég er virkilega spenntur fyrir.

Svona er statusinn á mér. Um leið og ég viðurkenndi fyrir sjálfum mér stöðuna og raunveruleikann, þá einhvernveginn fyrst fékk ég verkfæri í hendurnar til að gera breytingar og vinna mig útúr þessu.

Burt með grímurnar okkar og við skulum ekki sætta okkur við neitt minna en hamingju, því fjandinn hafi það við eigum það skilið.

xx

“MÚMIN BOLLARNIR?? SPLUNDRIÐ ÞEIM UNDIR EINS!”

THOUGHTS

insp7

Ég las um daginn blogg, þar sem einstaklingur skrifar um hönnunarklisjur og svindl á fólki, hvað er ógeðslega hallærislegt og hvað er nú vitlaust að kaupa það sem hverjum þykir fallegt og fínt. Til að vera alveg hreinskilinn, þá fór þessi umfjöllun alveg gríðarlega í taugarnar á mér. Það vakti uppsafnaðan pirring gagnvart þeirri bylgju þar sem fólk finnur sig knúið til að brjóta hitt og annað niður. Við sjáum það öll, fólk gagnrýnir aðra af því þau eru ekki inní þeirra hugmynd um hvað það er að vera ógeðslega töff og kúl.

Smá dæmi – Bloggarar eru bara orðnir ógeðslega hallærislegir, skrifa um hina og þessa hluti sem dælt er í þá og þeir sponsoraðir af öllum heimsins fyrirtækjum, ekkert er einlægt og ekkert er satt, bara lygar og soraskrif. Skulum ekki taka mark á þeim fávitum, orðnir svo agalega margir. Það er meiri skömmin að skoða blogg. Hvað þá ittalla, það eiga jú allir ittala, afhverju vogum við okkur að kaupa ittala því allir eiga það? Plús það er ódýrt, þvílíkur viðbjóður. Ógeðslega hallærislegt ekki satt? KronKron skórnir (sem þessi einstaklingur skrifaði í færslu sinni) þvílíkt og annað eins hor, þetta var bara tískubóla og þeir sem tóku þátt í henni vinsamlegast dýfið þeim í bensín og brennið. Omaggio vasinn með gullinu, það voru aðeins geðtruflaðir einstaklingar, heilaþvegnir af tískubólu. Grjótljótir, en allir keyptu þá og vildu þá. Þvílíkir vittleysingar. Ekki taka mark á neinum og ekki kaupa neitt, því hjálpi okkur, þetta gæti orðið einhver hönnunarklisja. Plöntur eru glataðar og öll heimili líta nákvæmlega eins út, því þau eru hvít, með apanum og Arne Jacobsen stólum. Allt eins og allir hinir eru að gera. Múmín bollarnir?? Splundrið þeim undir eins! Það eru fleiri að safna þessum sorabollum!! Fókuseriði frekar á allt sem allir munu ekki kaupa. Þá verðiði einstök, og getið verið með að hlægja af hinum sem velja sér að kaupa það sem þeim þykir flott, og já sem sést í Hús og Hýbíli og Bo Bedre, eða það sem bloggararnir eru að skrifa um.

Hafiði séð þetta? Ég hef séð þetta, lesið þetta, heyrt þetta útum allt. Það sem ég skil ekki, afhverju er þörf fyrir því að gagnrýna aðra, að þessu leyti. Afhverju varð það allt í lagi að dæma fólk sem kaupir það sem þau vilja? Afhverju á fólk að líða illa með það sem þau gera af því aðrir fá þörf að gagnrýna það sem ekki hentar þeim? Ég hef nokkrum sinnum fengið spurningar “Afhverju ertu eiginlega að blogga? Er það ekki orðið svolítið lame?”. Hvað svosem við erum, gerum eða söfnum eða kaupum, gerum það með góðri samvisku. Ég vil frekar algjörlega fylgja mínum stíl og áhugasviði án þess að vera undir einhverjum öðrum áhrifum, vera einlægur gagnvart því sem ég geri og hugsa. Í staðinn fyrir að vera hann sem setur inn mynd á Instagram, Facebook eða tekur tíma til að gera heila blogg færslu sem má finna írónískt niðrandi ummæli í garð einstaklinga, hóp fólks eða hvað það nú er. Hvort vilji þið vera?

Til eru hópar á Facebook, með allskonar fólki, mikið af listamönnum, miðbæjarlegu fólki, þar sem var reglulega póstað inn ýmsum linkum af hinum og þessum persónum og hlutum, þar sem þau komu saman og rifu niður einstaklinga, verkefni, video. Komment eins og “Það þyrfti helst að berja hann í jörðina.” og “Ég æli yfir mig” voru like-uð í gríð og erg. Ég fylltist sjálfur miklum viðbjóði að sjá þetta og var yfir mig ánægður að ég tilheyrði ekki þessari grúppu, eða gaf sjálfum mér bessaleyfi að tala svona um fólk. Veit ekki hvort þessi hópur sé enn í umferð, ég vona allavega ekki.

Hættum að vera svona bilaðslega dónaleg og dómhörð. Geriði það sem ykkur lystir, horfið á það sem ykkur þykir skemmtilegt, hlustiði á tónlistina sem þið fýlið, búiði til blogg, syngið inná youtube, kaupiði það sem ykkur þykir fallegt, geriði íbúðina ykkar eins og þið sáuð hana fyrir ykkur, lesiði lesefni sem ykkur þykir áhugavert. Geriði það sem þið fokking viljið – þannig á það bara að vera. Sýnum virðingu og umburðarlyndi.

Promote what you love – instead of bashing what you hate.

TAKK –

PERSONALTHOUGHTS

happy

Kæru vinir –

Eldsnöggt langaði mig að þakka fyrir öll þau einstöku viðbrögð sem ég hef fengið frá síðasta bloggi. Mér grunaði aldrei að þetta mundi ná til svona margra og fólk mundi geta nýtt sér þessar upplýsingar eins mikið og margir gerðu. Ég hef fengið skilaboð frá ótrúlegasta fólki og finnst magnað að heyra frá öðrum. Ég var innilega snortinn og varð eiginlega bara smá feiminn í mér, fólk er yndislegt.

Takk fyrir að lesa, takk fyrir að leyfa mér að heyra hvað ykkur fannst og takk fyrir að hafa verið svona jákvæð gagnvart mér og þessum skrifum. Ég met þess mikils :-)

Knús x

 

LÍFIÐ MITT MEÐ ADHD –

PERSONALTHOUGHTS

sifshootSMALL

Það er búið að blunda aðeins í mér hvort ég ætti að setjast og skrifa niður þær breytingar sem ég hef verið að ganga í gegnum síðustu mánuði. Mér finnst eins og ég sé að fara aðeins of persónulegt í málin, en hey ..

Ég hef í gegnum tíðina ekki verið reglulegsti einstaklingur í heiminum. Ef ég horfi alveg lengst aftur, þá var ég krakkinn sem ekki fylgdist með í kennslustundum, ég horfði útum gluggann, ég krotaði í bækurnar mínar, og var því miður þekktur sem krakkinn sem truflaði í tímum. Ég var alveg vissum að þetta var hreinlega bara áhugaleysi á viðfangsefni eða ímyndunaraflið mitt að trufla. Ég var alltaf að fá flugur og hugmyndir í hausinn. Þegar ég lærði heima varð sjónvarpið helst að vera í gangi og einnig tónlist, mamma skildi þetta ekki, en jú sá að það virkaði ágætlega.

Ég allavega sættist bara við týpuna sem ég var, fókuseraði á það sem vakti áhuga minn, og skildi eftir það sem ég fílaði ekki. Ég hef alltaf þurft að vera meðvitaður um andlega líðan mína, en ég hef farið upp og niður eins og línurit síðan ég varð unglingur, og hafði aldrei lagt það á mig að þekkja tilfinningar mínar eða sjálfan mig, ég sigldi bara með straumnum. Ég vandi mig á slæman vana, þar sem ég gerði allt á síðustu stundu, ég skilaði ekki af mér verkefnum, ég reyndi að komast undan hlutum, ég frestaði öllu sem ég gerði, og ég skapaði mér því miður ekki nógu tryggt mannorð. Aftur, ég hélt að svona væri ég bara, sætti mig við það, ég vissi ekki hvað ég gæti annað gert en að vera meðvitaður um mistökin sem ég gerði. Sem eins og þið getið ímyndað ykkur, var ekki gott fyrir sálina. Andlegt niðurbrjót varð partur af daglegri rútínu.

Í byrjun síðasta árs var þetta farið að ágerast á þann hátt að ég var orðinn hræddur. Eftir öll þessi ár að sigla með þessum leiðinlega straum fann ég að þetta var farið að hafa virkilega skaðandi áhrif á mig. Ég upplifði þetta svolítið eins og hvirfilbyl sem skall á mig og ég þurfti bara að grúfa mig niður og bíða eftir að storminum linnti, því mér fannst ég ekki getað stjórnað neinu sjálfur. Á meðan storminum stóð varð ég leiður, uppstökkur og ósanngjarn, við aðra og sjálfan mig.

Ég á minn lífsþjálfara, sem ég leitaði til. Með henni ég fór yfir allt saman og þar hún sagði mér að þessi vanlíðan hefur mögulega eitthvað með ADHD að gera. Ég vissi svosem alveg að ég væri með athyglisbrest en ég pældi ekkert í því. Ég var búinn að sætta mig við að ég detti út stundum, að ég geti ekki lesið bók, að ég geri hluti á síðustu stundu og svo framvegis. Hún setti mig í samband við stórkostlega manneskju sem sjálf er með ADHD. Sú manneskja var svo góð að hjálpa mér og opnaði augu mín fyrir því, hvað þetta í rauninni var og kom í ljós, að þetta passaði allt við mig.

Það var farið að brenna svolítið í mér að ég þyrfti að láta kanna þetta, fara í greiningu, fá einhversskonar aðstoð. Geðlæknir var í rauninni það eina sem ég gat sótt í þessum aðstæðum. Ég eyddi mörgum vikum, ef ekki mánuði að hringja á morgnana þegar var opið fyrir símasamtöl. Ekkert gekk, engir tímar í boði fyrren eftir 6 til 7 mánuði, og hjá mörgum ár alveg uppí þrjú ár. Þegar næsti “hvirfilbylur” reið yfir vissi ég að ég gæti ekki meira, ekki með allar þessar nýju upplýsingar. Ég tók þá ákvörðun að skrifa niður heimilisföng læknastofa, og labba á milli stofana, banka á hurðir, og krefjast aðstoðar. Ég veit, það poppar örugglega “djöfull er hann klikkaður” uppí kollinn á einhverjum, en ég hugsaði nákvæmlega það sama. Það bakkaði mig upp með hugsa að þessir læknar díla við geðsjúklinga á hverjum degi, afhverju ekki að haga sér eins og einn slíkur?

Þetta gekk eins og í sögu, eftir að hafa fengið synjun frá nokkrum læknum var ein góð kona sem bauðst til að aðstoða mig, þið getið þó ímyndað ykkur að þarna var ég orðinn mjög desperate og órólegur.

Ég fékk tíma hjá lækni, fór í greiningaferli, og kemur í ljós – að ég er með ADHD, athyglisbrest og ofvirkni.

Ég fékk lyf til að hjálpa mér, til að koma huganum í ró og fá einbeitingu og ég hef grátið úr ánægju á því tímabili. Kannski dramatískt að segja það, en mér finnst eins og ég hafi öðlast fullt af nýjum lífsgæðum. Fókus og einbeiting er eitthvað sem fólk má vera virkilega ánægt með að hafa, þetta er sterkt og mikilvægt fyrirbæri. Ég sinni vinnunni og verkefnum betur, skipulaginu mínu, ég nýti dagana mína betur, ég er glaðari, og finnst í fyrsta skipti í mörg ár eins og ég geti alveg náð þeim markmiðum sem ég hef sett mér. Áður fyrr fannst mér eins og þau væru mjög óraunhæf.

Lífið með ADHD tekur stundum á, að geta ekki sofnað nema hafa eitthvað hljóð, skjá eða sjónvarp til að svæfa mig. Gleyma hlutum útum allar tryssur, gleyma mér í samtölum, geta ekki lesið bækur, meira segja gleyma næsta orði sem ég ætla að segja. Þetta er þó ekkert sem ég hef stjórn á, allavega ekki góða. Svona virkar einfaldlega minn heili og ég hef oft heyrt að þetta sé eitthvað tabú. Að eitthvað sé að mér. Það er ekkert minna að mér en að ef ég væri með lélega sjón, eða lélega heyrn. Þau sem sjá illa fá gleraugu og aðrir sem heyra illa fá heyrnatæki. Ég þarf líka aðstoð og ég vona að aðrir sem eru með ADHD þurfa ekki að bíða til 23 ára aldurs til að fá aðstoð. Ef ég hugsa tilbaka þá hefði ég eflaust ekki hætt í Menntaskóla, eða gefist upp í prófunum mínum, bókum sem mig langaði að lesa, eða svindlað á samræmduprófunum hefði einhver kennari sagt mér eða foreldrum mínum að ég væri kannski með ADHD og hefði þá fengið hjálp. Ég var bara vandræðagemsinn sem truflaði í tímum.

EKKI SOFANDI OG HVAÐ ER AÐ FRÉTTA ..

66°NorðurPERSONALTHOUGHTS

Aldeilis ekki sofandi. Ég veit ekki með ykkur, en ég er ekki búinn að geta komið mér í gömlu rútínuna sem ég var í fyrir jól. Þar sem ég naut þess að vera vaknaður á undan öllum og byrja daginn á því að hreyfa mig og allt svoleiðis næs. Ég hef ekki getað sofnað snemma, og hef einhvernveginn ekki tekist að rífa mig upp eldsnemma á morgnana. Ekki það að ég sé að fara drepa ykkur með einhverju tuði, en stundum finnst mér alltílagi að setjast niður og skrifa um eitthvað annað en “í dag gerði ég þetta blalala” æ þið vitið.

Skellum í punktablogg, sem ég hef ekki gert síðan ég var með blogg á blog.central.is, og það er ekkert grín. Punktablogg er tilvalið þegar maður á helst að vera sofnaður og safna orku, en er glaðvakandi og hausinn með.

  • Ég hef ákveðið að sækja um í nám, spurning um að jinxa það ekkert frekar, það er erfitt að komast inn og ef ég kemst inn verð ég ælandi sáttur. Tengist ljósmyndun og allskonar svoleiðis. 
  • Ég pantaði mér flug til Íslands í dag, ég mæti með látum í byrjun mars mánuðar og verð í góða viku. Ó ég hlakka til.
  • Ég veit að janúar er mega mikill “ég ætla að vera fit” mánuður, en það þýðir þó að líkamsræktirnar eru stútfullar, ég veit ekki með ykkur, en ég get ekki sagt að ég fýli það. Ég er bæði óþolinmóður og læt lítið fyrir mér fara í ræktinni, ég er allavega ekki gólandi og stynjandi þegar ég er að lyfta þessum lóðum og stöngum. 
  • Ég gerði engin áramótaheit, og gekk alveg bilaðslega chillaður inní nýja árið. Hef ákveðið að fljóta með straumnum þetta árið. Er það ekki nokkuð góð hugmynd? Ég er spenntur.
  • Ég er búinn að hugsa um fátt annað blómkál í staðinn fyrir hríshrjón í hrísgrjónaréttum og blómkál sem pizzabotn, einhver með reynslu af því?
  • Ég pantaði mér líka ferð til Parísar í maí og júní! Anskotans gleði .. 
  • Er ég að drepa ykkur úr leiðindum?

Ekkert mál, segjum’etta gott! Þegar ég settist niður var ég með stútfullan haus af einhverju ferlega skemmtilegu til að deila, það var ekki lengi að hverfa. Jæja, hér er þó update, stutt, kannski óspennandi, en hey!

 

Hér má sjá núverandi status í myndrænu formi ..

kvöldkvöld22

 

GGGGGLEEEEEÐIIIII!!!!

SÍÐUSTU DAGA ER ÉG ..

DANMÖRKTHOUGHTS

days 2

.. búinn að borða sóðhóflegt magn af melónum, það er jú bara jákvætt, en ansi mikið er magnið.

days1

Þessi gaur er fluttur til Skandinavíu, og er duglegur að heimsækja Höfn Kaupmanna.

days3

.. þessi eru líka flutt! Þau eru ekki bara fallegasta par sem ég hef séð, þau eru líka fáranlega skemmtileg. Köben varð aðeins betri þegar þau komu.

days4

Sitjandi á bekk á Strikinu, með ferskan juice og horfa á mannfjöldan. Klikkar akke.

days5

Þarna erum við ..

dk1

Loppumarkaður á Jægersborggade!

dk2dk5

dk6

Sunnudagsmorgun, klukkan 07:30, ég á aldeilis skilið að taka mynd af því.

dk7

Ég er kominn með Völuspá geðveiki, alltof næs.

dk8

Fyrsta skipti að matreiða kalkúnarhlussubringu – og ekki það síðasta!

dk4

Fín mynd!

TÍSKUVIKAN Í KAUPMANNAHÖFN ÚR SÍMANUM

DANMÖRKPERSONALSTYLETHOUGHTSWORK

Það sem tók við hjá mér þegar ég kom heim frá fríi var hin ágæta tískuvika hér á bæ.

Það voru endalaus prógröm, og mikið að gera uppí vinnu sem er jú einnig ástæðan fyrir því að ég er ekki búinn að vera nógu duglegur hér.

Tískuvikan var allavega ágæt – ég var ekki alveg nógu duglegur að fara á sýningar, en ég fór á þær sem ég var spenntastur fyrir.

fw

Já, mögulega eina myndin af mér sem finnst þessa vikuna.

fw1

Drengurinn minn Daviid sem ég scoutaði um daginn var bókaður í allskonar show og gerði’ða eins og pró. Tók þessa mynd baksviðs David Andersen, sjúklega flott kolleksíon!

fw2

Það var acapella kór fyrir utan sem söng fyrir okkur – sem var eiginlega alveg ógeðslega flott.

fw3

Barbara I Gongini herinn – ég elskaði showið, og við vorum með ágæt 10 módel frá Elite Copenhagen sem voru að labba showið.

fw4

Stelpan okkar Helene Misser. Lookið og make-up-ið var svo fáranlega flott. Barbara I Gongini er töffari frammí fingurgóma.

fw5

Malthe, hann er dásamlegur.

fw6

Á leiðinni í þetta allt saman – ein selfie fyrst, þið þekkið þetta.

fw7

Ég var svo djarfur að fara í langar buxur OG í peysu. Það er mest lítið gáfulegt þegar hitinn er gríðarlegur og rakinn svakalegur, pungsviti á tískusýningu, jebb, ekki gaman.

fw8

Bakvið hjá Barbara I Gongini

Meira á morgun!

LITLU NEI NEI-IN Í KARLASTÍLNUM

MEN'S STYLESTYLETHOUGHTS

 

Það er einhver hluti af mér sem hefur á tilfinningunni að ég mun fá “fokkjú” á mailið mitt eftir þessa bloggfærslu. Ég ákvað að GÓÐFÚSLEGA skrifa niður það sem ekki þykir kannski neitt svakalega móðins eða kúl þegar kemur að stíl.

Ég ætlaði að gera þetta blogg, enginn vafi. Ég ætla þó ekki að ljúga, ég vissi ekki hvað ég ætti að skýra þessa færslu. “Þetta er ljótt” “Ekki gera svona” “Svona ertu ekki stælis” – nei, því það bíður hættunni heim.

Einu sinni enn, góðfúslega, MEÐ KÆRLEIK, þá ætla ég að fara yfir þau atriði sem er lítil og sæt “nei nei” að mínu mati.

Don’t go crazy on me y’all.
nono1 nono2

Langir V-necks, var einu sinni kúl, en svo dó það, er enn dautt, mjög dautt, rotið.

2012 Teen Choice Awards - Backstage & Audience nono4 nono4

Persónulega þykir mér ekkert – EKKERT verra að sjá fólk með sólgleraugu inni, eða þar sem sólin ekki skín, eða sólgleraugu á kvöldin. Plís kæru lesendur, aldrei gera það. Veriði með sólgleraugu þegar það er sól.

nono6 Gerard Butler leaves his hotel in Miami nonono2

Cargo buxur, þó svo að þú ert í fríi – kannski á Costa Del Sol þar sem enginn þekkir ykkur, þá eru cargo buxur bara ekki næs. Ekki kaupa eða vera í cargo buxum.

nonono3

Lógó útum allt – Ralph Lauren er gott dæmi. Það er of mikið –

nonono4 nonono5

Sokkar yfir buxur – say no more. Ég var mikið í þessu á tímabili. Þetta er slæmt slæmt slæmt.

Earns Abercrombie

Abercrombie & Fitch, aldrei kúl – alltaf slæmt.

MEÐ JÁKVÆÐNI, KÆRLEIK OG ÁNÆGJU.

Helgi (sem er góðfúslega að gefa ráð)

 

SPURT OG SVARAÐ: UPPÁHALDS LJÓSMYNDARARNIR MÍNIR.

CELEBSPHOTOGRAPHERSPHOTOGRAPHYSPURT OG SVARAÐTHOUGHTS

Ég fékk beðni í gegnum Facebook um að deila hverjir mínir uppáhalds ljósmyndarar eru. Ég á jú, uppáhalds ljósmyndara, en ég get legið í marga klukkutíma og fletta yfir fullt af mismunandi ljósmyndurum og skoða og spegúlera og pæla.

Skellum okkur í’etta!

 

Kai Z Feng:

Kai er kínverskur ljósmyndari sem fluttist 18 ára til London til að verða grafískur hönnuður og myndaði vini og kunningja sína sem vildu vera módel og notaði þau í persónulega vinnu sína þangað til að módelskrifstofan Select tók eftir einstökum og listrænum myndum hans og þaðan byrjaði hann mynda innan bransans. Hann var til dæmis fyrsti kínverski ljósmyndarinn til að mynda fyrir Burberry. Í dag myndar hann fyrir öll stærstu blöðin og öll stærstu merkin.

Mér finnst stílinn hans vera lúmskt einfaldur en samt svo einstakur. Ég er mikill aðdáandi og ég næstum því týpan sem er að fara kommenta á instagrammið hans “FOLLOW ME PLEASE, FOLLOW FOR FOLLOW” – en ég er jú ekki að fara gera það.

kai kai2

 

Michael Donovan:

Ég fann Michael Donovan þegar hann myndaði Brynju hjá Eskimo. Þessi maður er beisaður í New York og er pottþétt eitthvað pínu klikkaður, hann nær mögnuðum momentum og myndirnar hans segja einstaklega mikla sögu sem ég elska að sjá. Þær eru lúmskt próvokatívar. Hann er einstakur listamaður og ég kann veeeeel að meta myndirnar hans.

md1 md2 md3

 

Mert & Marcus:

Mert og Marcus eru ljósmyndarateymi frá Tyrklandi & Wales en þeir kynntust þegar þeir unnu að mismunandi verkefnum og ákváðu seinna meir að sameina krafta sína undir “Mert & Marcus” og það tókst þeim, fjandi hafi það ágætlega. Þeir fókusera ótrúlega mikið á lookið á módelunum og segja sjálfir að þeir eyða mestum tíma myndatökunnar inní hár og make-up herberginu. Myndir þeirra eru stórkostlegar og kúnnar hópur þeirra eru öll stærstu blöðin og öll stærstu tískuhúsin, svo einfalt er það. Þeir eru jú einir af fremstu tískuljósmyndurum heimsins. Mert & Marcus, j’adore.

mm October 2010 mm2

 

Silja Magg: 

Silju þarf varla að kynna. Silja Magg er alíslensk og er búsett í Nýju Jórvíkinni og er að gera fáranlega góða hluti þar á bæ. Myndirnar hennar hafa einstaka orku og stemmingu sem henni tekst að fanga með hverjum einasta ramma. Ég þori aldrei að viðurkenna hversu miklum tíma ég hef eytt yfir myndunum hennar, þær fanga mig einstaklega. Ég elska verkin hennar og það að hún sé íslensk er bara punkturinn yfir i-ið.

silja silja2 silja3

 

Steven Klein er mikill listamaður en hann lærði að vera málari áður en hann færði sig yfir í ljósmyndunina. Hann talar um í viðtölum að hann skapi bara myndir, telur sig hvorki ljósmyndara eða listamann, hann vill bara skapa myndir. Það er mjög áhugavert, en hans hugarheimur virkar á einhvern ótrúlega skringilegan og kreatívan hátt og eru verk hans eiginlega ótrúleg. Hann hefur einnig verið í leikstjórn og unnið mikið með söngkonunni Madonnu og gert mörg myndbönd með henni. Hann gerði líka myndbönd Lady Gaga, Alejandro og Venus, sem eru eiginlega gubbandi flott. Steven Klein er óhræddur við að sjokkera og ég bókstaflega elska allt sem hann gerir.

stevenklein1 stevenklein2 stevenklein3

 

__________

I got a question asked by one of my readers about who my favorite photographer’s are. Kai Z Feng, Michael Donovan, Mert & Marcus Silja Magg and Steven Klein are most definitely on the top of my list.

x