fbpx

STÓRA TALAN: 30 – VANGAVELTUR

THOUGHTS

Long time no see elsku lesendur. Vona að þið voruð ekki búin að gleyma mér. Ég er svo innilega búinn að sakna þess að koma hingað og skrifa og látum þessa litlu pásu verða sú síðasta. Það hefur ansi mikið vatn runnið til sjávar og þá helst andlegur bati sem hefur átt hug minn og hjarta. Var gríðarlega þakklátur fyrir viðbrögðin frá færslunni sem ég skrifaði um að brotna og vakna til lífsins. Vá þetta er svo magnað ferli og ég get alveg stoltur sagt að ég hef aldrei verið á betri stað í lífi mínu.

Þann þriðja júní síðastliðinn varð ég 30 ára gamall. Aldur sem ég hef hræðst síðan ég man eftir mér. Ég ætlaði jú að vera Justin Bieber fyrir tvítugt og fyrir þrítugt ætlaði ég eflaust að vera Kim Kardashian. Segi það kannski ekki, en ég hafði svo sannarlega miklar væntingar fyrir sjálfan mig frá því ég var yngri. Eina markmiðið mitt fyrir þrítugt frá 2020, var að ganga inní aldurinn hamingjusamur, eða allavega eins hamingjusamur og ég gat verið miðað við aðstæður. Ég er svo fáranlega stoltur af mér því mér finnst eins og mér hafi tekist það. Hef unnið í sjálfum mér gjörsamlega uppá dag síðan ég flutti aftur til Íslands sem hefur verið gjörsamlega stormur af allskonar upp og niður.

En ég gekk inní þrítugt heilli en ég hef nokkurntíman verið og dagurinn minn var guðdómlegur og að verða þrítugur er ekki eins hræðilegt og ég taldi það vera. Klisjan “þetta er bara tala” er svo sannarlega sönn, eins og flestar klisjur! Þetta var í rauninni bara enn einn dagurinn sem svo umturnaðist í stærsta surprise gleði lífs míns. Ég er svo þakklátur og heppinn með fólkið í kringum mig að ég hef engin orð til að lýsa því.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra og er kominn aftur með allskonar skemmtilegt og fræðandi fyrir ykkur til að lesa og ekki bara blaður um mig.

Þrítugur, sáttur og sæll Helgi kveðjur! x

PARTUR AF BLISS RÚTÍNU - DR.TEALS

Skrifa Innlegg