YKKAR SPURNINGUM SVARAÐ ..

PERSONALSPURT OG SVARAÐ

Fleiri spurningar frá AskMe – Áfram gakk!

 

1. Hvernig varðstu það sem þú vinnur við nú í dag? Fórstu í skóla og þessháttar?

Ég hef ekki farið í ljósmyndaskóla – hef unnið mjög hart að því að æfa mig og vinna í kringum allt það sem ég hef áhuga á, og já, hér er ég. Nóg eftir .. fullt af erfiðu og skemmtilegu og lærdómsríku eftir!

2. Hver er uppáhalds Kardashian?

Skemmtileg spurning! Á ansi vel við mig, haha. Ég verð að segja Khloe, hún er mín uppáhalds.

3. Hvað er besta Íslenska bloggsíðan fyrir utan Trendnet?

Ég er að fýla Sindra á Herratrend, hann er mjög skemmtilegur penni og skrifar um hluti sem hann fýlar og hluti sem skipta hann máli. Það þykir mér snilld og áhugavert. Go Sindri, bloggaðu einu sinni á dag. Svo Guðrún Veiga náttúrulega snilld eins og ávallt.

4. Stofna YouTube Channel?

Ég held að ég sé alltof sjálfskritískur í svoleiðis – aldrei að segja aldrei!

5. Ætlaru alltaf að blogga?

Góð spurning, en ég hef því miður lítil svör, því ég veit það ekki sjálfur. Ég hef nokkrum sinnum spurt sjálfan mig hvort það sé komið nóg. En við sjáum til! Þetta er komið í ágætis vana, svo þetta er mér engin kvöð, svo lengi sem fólk er að lesa, þá kvarta ég allavega ekki :-)

6. Must að gera í NY?

Ég hef tvisvar farið til New York, eitt skiptið var frekar blörrí og hitt var vinnuferð. Það sem stóð uppúr hjá mér var Central Park, og Highline. Mér fannst stórmagnað að fara á Ground Zero og svo labba meðfram sjónum. Ég mæli endalaust með því. Æ ég veit það ekki, New York var sem best þegar maður var ekki að plana of mikið. Allt sem varð eftirminnilegt var það sem var ekki planað. Bara labba um og be surprised.

7. Hver eru uppáhalds fatamerkin þín?

Ég mundi segja Nike, ZARA, Acne Studios, WHYRED, Adidas og Wonhundred séu svona efst á listanum, á mikið af 66°Norður, elska það líka. Geng mest í þeim – annars á ég fullt af öðrum uppáhaldsmerkjum á dýrari kantinum, ég á bara ekki pening til að kaupa þau. Øv øv! Það væru þá merki eins og Saint Laurent, Hood by Air, Rick Owens, Alexander Wang, Comme Des Garcons svo eitthvað sé nefnt.

8. Hverjum tengistu mest á Trendnet?/Eru allir á Trendnet góðir vinir? hef heyrt misjafnar sögur.

Samskiptin okkar eru allra eru rosalega góð og við erum öll góðir vinir, við reynum að hittast eins oft og við getum og alltaf brjálaðslega gott að hittast. Við erum líka alltaf mikil hjálparhönd fyrir hvert annað, held að hver einasti bloggari á Trendnet (upprunalegu 7 – 9) hafi hjálpað mér eða leiðbeint að einhverju leyti til hins betra.  Svo við getum blásið á sögurnar sem heyrast útí bæ, hef sjálfur heyrt mikið af hlutum um mig og okkur svo er algjör þvæla :-)

9 10

9. Finnst þér þú vera frægur á Íslandi?

Nei alls ekki – og finnst hugtakið að vera frægur á Íslandi mjög fyndið. Ég er mjög glær þegar kemur að öllu svona :-)

10. Staðgöngumóðir eða ættleiðing?/Viltu eiga einhver börn, ef svo er hvað mörg?

Mig langar rosalega í börn og að hugsa útí hversskonar ferli hægt væri að fara úti þegar kemur að barneignum er bara frekar erfitt. Ég held að hvernig svosem mér býðst að eignast barn, þá tek ég því. Enda alls ekki sjálfgefið sem samkynhneigður einstaklingur. Ættleiðing hljómar vel og staðgöngumóðir eða eignast barn með konu hljómar allt vel! Ég væri til í 2 – 3 börn :-)

11. Hvað saknaru mest við Ísland?

Ég sakna hvað fólk og samfélagið er líbó. Ég veit nákvæmlega hvað ég er að fara gera í hvert skipti sem ég vakna hér í Danmörku, enda ekki hægt (ókei það er hægt en erfitt) að vera spontant í kringum Dani og almennt í Kaupmannahöfn. Á Íslandi meira og minna vaknaði ég og svo bara gerðust dagarnir. Sakna þess rosalega. Allir mínir nánustu vinir eru á Íslandi og sakna þeirra auðvitað gríðarlega. Sakna líka að mér finnst almennt Íslendingar vera mikið með fæturna á jörðinni, á meðan það rignir mikið uppí nefið á Dönum.

12. Hvað er svona best við Seyðisfjörð?

Það er alveg hiklaust andrúmsloftið og orkan sem þessi dásamlegi bær hefur að geyma! Auðvitað allir vinirnir og fólkið. Þetta er algjör náttúru paradís og fólkið er stórkostlegt og æ, ég get eiginlega ekki alveg útskýrt það. Þetta er bara alveg stórkostlegur staður.

13. Nenniru að setja inn gamla mynd af þér. Man fyrst eftir þér þegar þu varst strákur á Seyðisfirði og líf þitt snérist um ljósmyndun.

Já! Jæja, jú, ætli ég geti ekki gert það! Ölítið fyndið og vandræðalegt – hérna;

 

14. Er kærastinn þinn danskur?

Já – mjög danskur!

15. Best að borða?

Ég elska Thailenskan mat, held að það sé svona efst á listanum. Karrý, og allt sem er löðrandi í ostrusósu, chilli, engifer, basilíkku, allt svoleiðis, mums mums. Ég elska líka sushi alveg ótrúlega mikið. Annars þarf ég bara brjálaðslega mikið bragð í öllu sem ég treð í trantinn á mér. Það er kannski líka viðeigandi að Sour Cream and Onion snakk frá Kim’s er líka örugglega uppáhalds maturinn minn – því miður, þvíííí miður. Ég leyfi mér svoleiðis 2 – 3 í mánuði, en þá hakka ég snakkpokann í mig þangað til að ég þarf að gubba.

Þið megið endilega endurnýja spurningalistann – HÉR

YKKAR SPURNINGUM SVARAÐ ..

PERSONALSPURT OG SVARAÐ

Þetta er reyndar alveg frekar gaman! Ég fékk sendar 52 spurningar, allavega þangað til núna og eiginlega mjög skemmtilegar, sumar persónulegri en aðrar en mjög gaman að fá þær. Byrjum’etta!

1. Hvernig kynntust þið kæró?

Ég og kæró kynntumst upprunalega á Facebook, eitt leiðinlegt spjall og það var ekki meira en það. Hann hélt ég væri hrokafullur og mér fannst hann frekar leiðinlegur. Þegar ég flutti til Danmerkur sá hann mig í Illum (verslunarmiðstöð) og spurði hvort ég hefði áhuga á að hitta hann úti og við hittumst og svo ekkert meir – ooooog svo hittumst við aftur og aftur þangað til að við vorum bara saman alla daga, bam! He was mine & I was his.

2. Hvernig fékkstu áhuga á ljósmyndun? / simple question. what made you want to get into photography?

Ég ætla skrifa þessa á ensku þar sem ég fékk hana frá enskumælandi einstakling –

It just happend in a way, I drew alot, and constantly creating something. A camera slowly became my gadget of choice and after I stole my dads Canon EOS 350D, I didn’t let it go. I was mostly fascinated by the backround focus especially, haha. I was 15 when I was taking pictures everyday, I did alot of creative selfportraits and then slowly started taking photos of other people. As I said, I just kinda fell into it, and really liked it – and couldn’t stop. Below are photos I took in 2007, and I thought they were amazing at that time, haha.

3. Hvaða skó langar þig mest í núna? (sem þú átt ekki núþegar) / Uppáhalds skórnir þínir?

Skórnir sem mig langar mest í núna eru Y-3 Qasa High Knit, hef lengi horft á þá og skoðað þá, þeir eru brjálæðslega flottir. Svo dreymir mig ennþá um skó úr Rick Owens x Adidas 2014 Collectioninu, hættiði, án gríns. Ég er enn að refresha ebay og vonast til að einhver sé að selja þá á 15.000 kr – krossa enn fingur! Eins og ávalt, er hverjum sem er velkomið að kaupa annaðhvort parið fyrir mig.

rickowens adidas

Rick Owens x Adidas

skor

Y-3 Qasa High Knit

– og í framhaldinu, uppáhalds skórnir mínir þessa stundina er Nike Huarache skórnir mínir, ég er méga ánægður með þá.

nikeSMALL

4. Hvernig fékkstu aðgang að trendnet?

Ég var hreinlega bara svo heppinn að fá mail frá Elísabetu Gunnars, þar sem hún kynnti verkefnið og spurði hvort ég hefði áhuga. Ég í rauninni vissi ekki alveg hvað um var að ræða, ég las kannski mailinn ekki nógu vel og sagðist vera tilí’etta! Ég hélt kannski að við værum að fara vera einhversskonar fréttamiðill? En svo kom þetta allt smámsaman í ljós, og um var að ræða blogg og allt skýrðist fyrir mér. Ég hafði þó lítið lesið blogg á þessu tímabili og vissi ekki alveg hvað þetta gekk útá. En þetta kom allt saman, og er glaður að Elísabet valdi mig hingað.

5. Hvernig gekk þér að finna vinnu þegar þú varst ný fluttur út til DK? Ertu með einhver tips?

Það gekk ekkert brjálæðslega vel fyrst, ég blóðmjólkaði bara samböndin mín og fékk vinnu á Laundromat, byrjaði þar. Svo fór ég að vinna á skemmtistað, sem hentaði mér mjög illa. Svo flutti ég aftur heim og það var ekki fyrren ég var búinn að búa í Danmörku í fimm mánuði sem ég fékk vinnuna hjá Elite. Danir eru rosalega uppteknir af því að senda góða umsókn og flotta CV og svo framvegis. Ég hef aldrei notað CV til að fá vinnu svo ég bara dreifði minni eins og geðtruflaður bavíani og það gerðist eitthvað lítið. Það er nokkuð erfitt að fá vinnu hér – og gott að vera dönskumælandi. Þetta er ömurlegt tips hjá mér, sorrý, en sækja um útum allt, ekki hætta, það kemur!

6. “Hæhæ, ég fylgist alltaf með blogginu þínu og takk fyrir það btw. En stundum virðist þú vera með allavega 28 klukkutíma í sólarhringnum miðað við hvernig þú vinnur! Hvernig ferðu að því að púsla þessu öllu saman?”

Ég segi takk fyrir að lesa blaðrið í mér! En þú lest mig ansi vel – og sjúklega fyndin og skemmtileg spurning. Mig vantar algjörlega fleiri klukkustundir í sólahringinn minn. Ég er ekki mikill skipulagshani en ég geri mitt besta, því það er í rauninni það eina sem virkar þegar maður þrífst í Kaupmannahöfn. Ég er yfirleitt með solid hugmynd í hausnum hvernig vikan mín lítur út og reyni að nýta tímann vel. Ég er B týpa að rembast í A lífi og stundum verður það óþolandi, en vinnutúrarnir til Íslands hlaða aldeilis upp batteríin og gerir lífið extra skemmtilegt! Takk fyrir mega skemmtilega spurningu!

7. Er einhver sem þú scoutaðir sem hefur svona virkilega “make-að” það í tískuheiminum sem model? :)

Eins og staðan er núna er ég ekki búinn að gera þetta professionally nógu lengi til að vera með stórstjörnur útí heimi. Krakkar sem ég hafa scoutað hafa unnið fyrir til dæmis Alexander Wang, Prada, Balenciaga, Burberry og Versace. Nokkur eru alveg á leiðinni í að meika það – spurðu mig eftir eitt ár, þá er ég vonandi með eitthvað súpermódel þarna úti :)

8. Ertu í góðu sambandi við sjálfan þig?

En heillandi spurning! En já, ég er það. Ég hef eytt miklum tíma, orku og vinnu í að læra að þekkja sjálfan mig og þekkja tilfinningar mínar nógu vel til að geta stjórnað þeim og verið minn eigin gæfusmiður. Ég renn algjörlega útaf veginum af og til, en kem mér fljótt aftur á beinu brautina. Ég hef verið í stríði við sjálfan mig síðan ég var mjög ungur svo ég er rosalega ánægður að vera í góðu sambandi andlegu hliðina í dag. Um leið og ég fór að vinna að því að vera besta útgáfan af sjálfum mér þá fór lífið að verða svo miklu meira spennandi og gefandi.

9. “Er það rétt sem ég hef heyrt að þú varst einu sinni gothari? Ef svo er, hvernig var það tímabil :)”

Það er aldeilis rétt! Voila;

Þetta tímabil var auðvitað pínu skrýtið ef maður hugsar tilbaka, ég var alveg ennþá sami góði gaurinn sem ég er í dag. Ég var ekki í neinu rugli. Ég held að þetta hafi bara verið einhversskonar tjáning. Ég hefði ekki viljað sleppt þessu tímabili og þetta lifir svosem ennþá í mér. Aðalatriðið var hvaða göt í andlitið mig langaði í, hvernig tattoo, nýr hárlitur og svoleiðis læti. GAMAN AF ÞESSU!

10. Hverjar eru þínar uppáhalds húðvörur?

Hýdrófíl frá Gamla Apótekinu & Shiseido vörurnar!

 

Ef þið hafið einhverjar spurningar, klikkið hér & ask away!

SPURT OG SVARAÐ: UPPÁHALDS LJÓSMYNDARARNIR MÍNIR.

CELEBSPHOTOGRAPHERSPHOTOGRAPHYSPURT OG SVARAÐTHOUGHTS

Ég fékk beðni í gegnum Facebook um að deila hverjir mínir uppáhalds ljósmyndarar eru. Ég á jú, uppáhalds ljósmyndara, en ég get legið í marga klukkutíma og fletta yfir fullt af mismunandi ljósmyndurum og skoða og spegúlera og pæla.

Skellum okkur í’etta!

 

Kai Z Feng:

Kai er kínverskur ljósmyndari sem fluttist 18 ára til London til að verða grafískur hönnuður og myndaði vini og kunningja sína sem vildu vera módel og notaði þau í persónulega vinnu sína þangað til að módelskrifstofan Select tók eftir einstökum og listrænum myndum hans og þaðan byrjaði hann mynda innan bransans. Hann var til dæmis fyrsti kínverski ljósmyndarinn til að mynda fyrir Burberry. Í dag myndar hann fyrir öll stærstu blöðin og öll stærstu merkin.

Mér finnst stílinn hans vera lúmskt einfaldur en samt svo einstakur. Ég er mikill aðdáandi og ég næstum því týpan sem er að fara kommenta á instagrammið hans “FOLLOW ME PLEASE, FOLLOW FOR FOLLOW” – en ég er jú ekki að fara gera það.

kai kai2

 

Michael Donovan:

Ég fann Michael Donovan þegar hann myndaði Brynju hjá Eskimo. Þessi maður er beisaður í New York og er pottþétt eitthvað pínu klikkaður, hann nær mögnuðum momentum og myndirnar hans segja einstaklega mikla sögu sem ég elska að sjá. Þær eru lúmskt próvokatívar. Hann er einstakur listamaður og ég kann veeeeel að meta myndirnar hans.

md1 md2 md3

 

Mert & Marcus:

Mert og Marcus eru ljósmyndarateymi frá Tyrklandi & Wales en þeir kynntust þegar þeir unnu að mismunandi verkefnum og ákváðu seinna meir að sameina krafta sína undir “Mert & Marcus” og það tókst þeim, fjandi hafi það ágætlega. Þeir fókusera ótrúlega mikið á lookið á módelunum og segja sjálfir að þeir eyða mestum tíma myndatökunnar inní hár og make-up herberginu. Myndir þeirra eru stórkostlegar og kúnnar hópur þeirra eru öll stærstu blöðin og öll stærstu tískuhúsin, svo einfalt er það. Þeir eru jú einir af fremstu tískuljósmyndurum heimsins. Mert & Marcus, j’adore.

mm October 2010 mm2

 

Silja Magg: 

Silju þarf varla að kynna. Silja Magg er alíslensk og er búsett í Nýju Jórvíkinni og er að gera fáranlega góða hluti þar á bæ. Myndirnar hennar hafa einstaka orku og stemmingu sem henni tekst að fanga með hverjum einasta ramma. Ég þori aldrei að viðurkenna hversu miklum tíma ég hef eytt yfir myndunum hennar, þær fanga mig einstaklega. Ég elska verkin hennar og það að hún sé íslensk er bara punkturinn yfir i-ið.

silja silja2 silja3

 

Steven Klein er mikill listamaður en hann lærði að vera málari áður en hann færði sig yfir í ljósmyndunina. Hann talar um í viðtölum að hann skapi bara myndir, telur sig hvorki ljósmyndara eða listamann, hann vill bara skapa myndir. Það er mjög áhugavert, en hans hugarheimur virkar á einhvern ótrúlega skringilegan og kreatívan hátt og eru verk hans eiginlega ótrúleg. Hann hefur einnig verið í leikstjórn og unnið mikið með söngkonunni Madonnu og gert mörg myndbönd með henni. Hann gerði líka myndbönd Lady Gaga, Alejandro og Venus, sem eru eiginlega gubbandi flott. Steven Klein er óhræddur við að sjokkera og ég bókstaflega elska allt sem hann gerir.

stevenklein1 stevenklein2 stevenklein3

 

__________

I got a question asked by one of my readers about who my favorite photographer’s are. Kai Z Feng, Michael Donovan, Mert & Marcus Silja Magg and Steven Klein are most definitely on the top of my list.

x