fbpx

YKKAR SPURNINGUM SVARAÐ ..

PERSONALSPURT OG SVARAÐ

Þetta er reyndar alveg frekar gaman! Ég fékk sendar 52 spurningar, allavega þangað til núna og eiginlega mjög skemmtilegar, sumar persónulegri en aðrar en mjög gaman að fá þær. Byrjum’etta!

1. Hvernig kynntust þið kæró?

Ég og kæró kynntumst upprunalega á Facebook, eitt leiðinlegt spjall og það var ekki meira en það. Hann hélt ég væri hrokafullur og mér fannst hann frekar leiðinlegur. Þegar ég flutti til Danmerkur sá hann mig í Illum (verslunarmiðstöð) og spurði hvort ég hefði áhuga á að hitta hann úti og við hittumst og svo ekkert meir – ooooog svo hittumst við aftur og aftur þangað til að við vorum bara saman alla daga, bam! He was mine & I was his.

2. Hvernig fékkstu áhuga á ljósmyndun? / simple question. what made you want to get into photography?

Ég ætla skrifa þessa á ensku þar sem ég fékk hana frá enskumælandi einstakling –

It just happend in a way, I drew alot, and constantly creating something. A camera slowly became my gadget of choice and after I stole my dads Canon EOS 350D, I didn’t let it go. I was mostly fascinated by the backround focus especially, haha. I was 15 when I was taking pictures everyday, I did alot of creative selfportraits and then slowly started taking photos of other people. As I said, I just kinda fell into it, and really liked it – and couldn’t stop. Below are photos I took in 2007, and I thought they were amazing at that time, haha.

3. Hvaða skó langar þig mest í núna? (sem þú átt ekki núþegar) / Uppáhalds skórnir þínir?

Skórnir sem mig langar mest í núna eru Y-3 Qasa High Knit, hef lengi horft á þá og skoðað þá, þeir eru brjálæðslega flottir. Svo dreymir mig ennþá um skó úr Rick Owens x Adidas 2014 Collectioninu, hættiði, án gríns. Ég er enn að refresha ebay og vonast til að einhver sé að selja þá á 15.000 kr – krossa enn fingur! Eins og ávalt, er hverjum sem er velkomið að kaupa annaðhvort parið fyrir mig.

rickowens adidas

Rick Owens x Adidas

skor

Y-3 Qasa High Knit

– og í framhaldinu, uppáhalds skórnir mínir þessa stundina er Nike Huarache skórnir mínir, ég er méga ánægður með þá.

nikeSMALL

4. Hvernig fékkstu aðgang að trendnet?

Ég var hreinlega bara svo heppinn að fá mail frá Elísabetu Gunnars, þar sem hún kynnti verkefnið og spurði hvort ég hefði áhuga. Ég í rauninni vissi ekki alveg hvað um var að ræða, ég las kannski mailinn ekki nógu vel og sagðist vera tilí’etta! Ég hélt kannski að við værum að fara vera einhversskonar fréttamiðill? En svo kom þetta allt smámsaman í ljós, og um var að ræða blogg og allt skýrðist fyrir mér. Ég hafði þó lítið lesið blogg á þessu tímabili og vissi ekki alveg hvað þetta gekk útá. En þetta kom allt saman, og er glaður að Elísabet valdi mig hingað.

5. Hvernig gekk þér að finna vinnu þegar þú varst ný fluttur út til DK? Ertu með einhver tips?

Það gekk ekkert brjálæðslega vel fyrst, ég blóðmjólkaði bara samböndin mín og fékk vinnu á Laundromat, byrjaði þar. Svo fór ég að vinna á skemmtistað, sem hentaði mér mjög illa. Svo flutti ég aftur heim og það var ekki fyrren ég var búinn að búa í Danmörku í fimm mánuði sem ég fékk vinnuna hjá Elite. Danir eru rosalega uppteknir af því að senda góða umsókn og flotta CV og svo framvegis. Ég hef aldrei notað CV til að fá vinnu svo ég bara dreifði minni eins og geðtruflaður bavíani og það gerðist eitthvað lítið. Það er nokkuð erfitt að fá vinnu hér – og gott að vera dönskumælandi. Þetta er ömurlegt tips hjá mér, sorrý, en sækja um útum allt, ekki hætta, það kemur!

6. “Hæhæ, ég fylgist alltaf með blogginu þínu og takk fyrir það btw. En stundum virðist þú vera með allavega 28 klukkutíma í sólarhringnum miðað við hvernig þú vinnur! Hvernig ferðu að því að púsla þessu öllu saman?”

Ég segi takk fyrir að lesa blaðrið í mér! En þú lest mig ansi vel – og sjúklega fyndin og skemmtileg spurning. Mig vantar algjörlega fleiri klukkustundir í sólahringinn minn. Ég er ekki mikill skipulagshani en ég geri mitt besta, því það er í rauninni það eina sem virkar þegar maður þrífst í Kaupmannahöfn. Ég er yfirleitt með solid hugmynd í hausnum hvernig vikan mín lítur út og reyni að nýta tímann vel. Ég er B týpa að rembast í A lífi og stundum verður það óþolandi, en vinnutúrarnir til Íslands hlaða aldeilis upp batteríin og gerir lífið extra skemmtilegt! Takk fyrir mega skemmtilega spurningu!

7. Er einhver sem þú scoutaðir sem hefur svona virkilega “make-að” það í tískuheiminum sem model? :)

Eins og staðan er núna er ég ekki búinn að gera þetta professionally nógu lengi til að vera með stórstjörnur útí heimi. Krakkar sem ég hafa scoutað hafa unnið fyrir til dæmis Alexander Wang, Prada, Balenciaga, Burberry og Versace. Nokkur eru alveg á leiðinni í að meika það – spurðu mig eftir eitt ár, þá er ég vonandi með eitthvað súpermódel þarna úti :)

8. Ertu í góðu sambandi við sjálfan þig?

En heillandi spurning! En já, ég er það. Ég hef eytt miklum tíma, orku og vinnu í að læra að þekkja sjálfan mig og þekkja tilfinningar mínar nógu vel til að geta stjórnað þeim og verið minn eigin gæfusmiður. Ég renn algjörlega útaf veginum af og til, en kem mér fljótt aftur á beinu brautina. Ég hef verið í stríði við sjálfan mig síðan ég var mjög ungur svo ég er rosalega ánægður að vera í góðu sambandi andlegu hliðina í dag. Um leið og ég fór að vinna að því að vera besta útgáfan af sjálfum mér þá fór lífið að verða svo miklu meira spennandi og gefandi.

9. “Er það rétt sem ég hef heyrt að þú varst einu sinni gothari? Ef svo er, hvernig var það tímabil :)”

Það er aldeilis rétt! Voila;

Þetta tímabil var auðvitað pínu skrýtið ef maður hugsar tilbaka, ég var alveg ennþá sami góði gaurinn sem ég er í dag. Ég var ekki í neinu rugli. Ég held að þetta hafi bara verið einhversskonar tjáning. Ég hefði ekki viljað sleppt þessu tímabili og þetta lifir svosem ennþá í mér. Aðalatriðið var hvaða göt í andlitið mig langaði í, hvernig tattoo, nýr hárlitur og svoleiðis læti. GAMAN AF ÞESSU!

10. Hverjar eru þínar uppáhalds húðvörur?

Hýdrófíl frá Gamla Apótekinu & Shiseido vörurnar!

 

Ef þið hafið einhverjar spurningar, klikkið hér & ask away!

PHOTOSHOOT & SCOUTED: FREDERIK KALTOFT

Skrifa Innlegg