BALI PART 1

PERSONALTRAVEL

Ókei, allir saman. I get it, I get it. Ég er farinn að fatta þetta allt saman. Afhverju fólk elskar jóga, afhverju fólk verður vegan og afhverju vegan hreinlega lookar bara ótrúlega vel, og smakkast vel líka. Ég fatta afhverju Julia Roberts valdi Bali í Eat Pray Love, ég fatta líka afhverju allskonar konur eru að fara í jógatúra hingað og afhverju fólk ffffflytur hingað!

Bali fór meira og minna framúr mínum vonum. Ég var búinn að sjá fyrir mér að hið vestræna var búið að kúka og gubba yfir allt og hér væri Bali fólkið búið að flýja í frá hvíta fólkinu og að ég ætti erfitt með að finna Bali tilfinninguna. Ekki rétt, hér er allt morandi í Bali. Meira en ég þorði að vona, allavega uppí Ubud þar sem ég er búinn að vera. Allir eru fáranlega næs og í öllum hornum er oft pínu lítið eins og það hafi verið byggt sett Tomb Raider. Allavega í okkar umhverfi. Ég og Kasper eru brjálaðir í Tæland en við erum hægt og rólega að færast yfir til Bali. Ég gæti algjörlega hugsað mér að koma hingað í lengri tíma og bara fá að þrífast í þessu.

Eitt, það eru hrísgrjónaakrar – allsstaðar – alveg bókstaflega. Ég á alveg eftir að youtúba hvernig þessi blessuðu hrísgrjón verða til, en það er nokkuð magnað að sjá þetta allt saman.

Svo eru þessi temple, ég hélt að svona væri þið vitið, hér og þar. En þau eru í rauninni aaaallsstaðar – og þetta er Bali stíllinn in its galore. Svona líta heimilin út, og húsin, og veitingastaðirnir og you name it. Þetta er útum allt, og þetta er svo fallegt.

Við leigðum okkur driver í einn dag og ætluðum að skoða Bali á einum degi. Ekki að fara gerast, alls ekki. Það kom mjög á óvart en það er faktískt mjög langt á milli staða hérna, ég hélt ég væri að fara þjóta um Bali milli níu og fimm. Bali er stærra en ég hélt og traffíkin nokkuð helluð líka. En þessi foss varð fyrir valinu, hann var mjög fallegur, en þið vitið. Ég er Seyðfirðingur, ég er með stærri foss í bakgarðinum mínum heima á Garðarsveginum. Engu að síður fallegur. Trén voru þó mögnuð.

Ég er yfirleitt mikill daredevil, ég er ekkert rosalega lofthræddur og svona yfirleitt nokkuð chillaður á því. EN! Ég hugsaði með mér, væri ekki kúl að taka mynd þar sem ég sæti á brúninni með fossinn í bakrunn. Svaka flott. Ég settist niður og já, var þessi hugrakki Helgi sem ég er yfirleitt. Ég veit ekki hvort það sé aldurinn, en hnéskeljarnir hrisstust eftir þessu situ. Það var frekar fyndið, en það var mjög hátt niður.

Villan okkar hér var stórkostleg. Við vorum með einkasundlaug sem hefur verið goal hjá mér mjööög lengi. Útsýnið var geggjað, sundlaugin hlý, villan stór. Algjört súper næs.

Ég er algjör vatnsperri, ég elska sundlaugar, böð, sturtur, og allt þar á milli. Svo ég var að sjálfssögðu eins og lítill krakkaskratti í þessari sundlaug öll kvöld.

Já bussla og svona já einmitt ..

.. einmitt, en já.

Þetta var Bali partur EITT! Við erum nýkomnir í nýja húsið okkar og það er TOOO DIIIIE. Hlakka til að sýna ykkur x

Getið fylgst með live á snapchat & instagram

Snap: helgiomars
Instagram: helgiomarsson

SINGAPORE PART 2

PERSONALTRAVEL

Velkomin í annan part af Singapore gleðinni sem átti sér stað fyrir aðeins örfáum dögum. Ég er djóklaust svo hamingjusamur að vera í fríi, og ég alltíeinu fékk einhverja svona dellu í hausinn eins og hefur gerst svo oft áður. “Hér ætti ég að setjast að” – “Hér vil ég læra yoga, verða yogakennari og allt þar á milli” – “Ég ætti að hætta í vinnunni” – “Ég ætla að verða vegan” – og svo framvegis og svo framvegis. En þetta er þannig séð ekki kaldhæðni uppi, ég vil þetta allt. Ég hef bara litla sem enga trú á því að ég geti það. Þið afsakið samt, ég er núna á Bali og er að skrifa þessa færslu saman. En við skulum halda áfram með Singapore í gegnum myndirnar, let’s go:

Mættir niðrí mekka Singapore, held ég. Louis Vuitton mjög settlegt og hógvært að vanda. Búðin var við Marina Bay sem er algjört, já, þið sjáið eftir smá.

Þarna á ég tildæmis eftir að fara, það er missionið þegar við erum búnir með Bali.

Þarna er Marina Bay Sands hótelið, en já, þetta lítur kannski út eins og lítið og sætt legó með bát ofan á. En, já, ykkur skjátlast smá, því þetta er gígantískt, sko, gígantískt. Uppi er sundlaug og bar. Ég hélt að gestir mættu aldeilis ekki fara upp, bara þeir sem voru á hótelinu. Kemur í ljós að ég var meira en velkominn þangað upp. Ég og Kasper ætluðum að kaupa okkur hótelherbergi þarna en hættum við útaf extreme pricing. Núna hefði ég alveg viljað tekið þátt í ruglinu og pantað eitt herbergi. Ég er allavega byrjaður að spara núna!

eins og ég sagði, heeejúts.

Þetta hótel á líka ljósagarð beint við hliðin sem heitir Marina Bay Gardens – og var rugl flott.

Þarna vorum við dúllur og fórum á listasafn –

Næst kemur svo Bali blogg – stay tuned!

 

SINGAPORE PART 1

PERSONALSTYLETRAVEL

ÓÓÓÓKEI ÓKEI ÓKEI!

Mér líður eins og ég sé búinn að vera í burtu í laaaaangan tíma – en ég settist uppí flugvélina á föstudagskvöldið og lenti í Doha laugardagsmorgun OOOG lenti svo í Singapore um kvöldið. Flugið til Doha tók sex tíma og flugið frá Doha til Singa tók átta spikfeita tíma. Ég þakka whoever’s up there, að flugið var ekki uppbókað þessa átta tíma, því ég fann þrjú laus sæti og prinsinn sem ég er, hlammaði ég mér þvert yfir sætin og svaf eins og rostungur. Þar á milli horfði ég á Big Little Lies, tókst að horfa á alla seríuna og y’all, mæli svo með þessum þáttum. Rugl góðir og ruglað góðir leikarar.

Allavega hótelið okkar í Singapore var algjört æði og við vorum í alveg ótrúlega næs hverfi. Morgunmaturinn var orgasmaður og allt top og tip. Ég var búinn að vera í lúmsku kvíðakasti yfir því að það mátti ekkert þar í borg, en týggjó – bannað, hrækja – bannað, sýna of mikið hold – bannað. Allskonar svona. Ég fann þó ekkert fyrir því þannig, ég hélt að allt yrði frekar svona uptight og robotlegt. Þið vitið, að búa í stórborg þar sem ekkert mátti og blalal. Þessi borg var skínandi hrein, allir ótrúlega kurteisir og tillitssamir. Kom mjööög skemmtilega á óvart. Ég hefði getað sleikt götuna held ég, hún var svo skínandi hrein. Við eigum eftir að vera í einn dag í viðbót í Singapore áður en við fljúgum heim til Köben, og ég er harðákveðinn í því að nýta tímann vel því mér finnst ég eiga fullt eftir að sjá.

Yfir í myndirnar;

Ég er pínu sorgmæddur yfir því að þetta er EINA myndin sem við tókum af hótelherberginu okkar, því það var schtunner. Kasper á einhverjar í símanum sínum, annars, æ já. Þessi mynd af mér mygluðum að bursta tennurnar á brókinni (sorry meðða samt) annan morguninn verður að duga í bili.

Lítur út eins og hver önnur pós mynd, WRONG, í raun var ég í vægu áfalli yfir rakanum í loftinu. Ég þurfti ekki að neyta vatns því ég svo gott sem drakk með því að anda að mér loftinu. God damn it Singapore.

Þessi fallega gata var svona 70 metrum frá hótelinu okkar og hún var SVO flott! Þarna var meira segja eitt húsið til sölu, hversu geggjað væri að búa í svona húsi? Og afhverju getum við ekki átt svona falleg hús heima á Íslandi? Getum við hætt að búa til steypu og glerkassa og kalla það hús?

 

Eins og má sjá, tókum við ófáar myndir þarna, en hey, við áttum götuna útaf fyrir okkur og þetta var allt svo fallegt.

Mjög írónískt að ég settist í sólina þegar það er skuggi fyrir framan mig. Lógík vinir, lógík. Hitinn var eeerrrruglaður og ég SKAÐbrann þessar 40 mínútur sem ég var úti.

Ég er auðvitað ekki búinn að sjá alla Singapore, en mér leið á tímabili eins og ég væri í Los Angeles, eða einhverri amerískri stórborg, hótelið mitt var á East Coast road, allir tala ensku, húsin eru ALLSKONAR. Ég elska Singapore stílinn, mynstrin/munsturin (??), litirnir, allt. Svo blasti alveg helling af svona;

Winseria Lane anyone??????

En mér fannst svo sjúklega gaman að sjá þetta allt saman, og spá og spegúlera og reyna anda að mér (gat þó varla andað þennan raka heita dag, drama I know it’s who I am) kúltúrnum og allt sem nýtt er í nýjum borgum. Afþví sem komið er, mæli hiklaust með Singapore!

Outfittin:

Ég
Bolur: Acne Studios
Buxur: H&M
Skór: Gucci

Hann: 
Bolur: Acne Studios
Buxur: Nike
Sokkar: Nike
Skór: Converse

NÆSTA BLOGG KEMUR VERY SOOOON STAY TUNED ..

En ef þið viljið fá beint í æð, instagram: helgiomarsson & snapchat: helgiomars – addið núna oookrr?

H&M GLEÐIN –

ÍSLANDPERSONALSTYLE

Það fór líklegast framhjá öllum að H&M er opnað í Smáralindinni. Samt ekki, en H&M hélt heljarinnar partý daginn fyrir opnunina, þar sem gleðin, var stjórnlaus. Hjá mér allavega. Ég var svo vandræðalega spenntur að komast heim og vera með Trendnet liðinu og svo smella nokkra feita á fullt af fólki sem maður þekkir úr ýmsum áttum sem mættu í þetta teiti. Tíminn allavega gjörsamlega flaug frá mér, ég missti af fullt af fólki en ég átti þó samtöl við nóg af þeim. En fjandinn anskot hvað var gaman. Ég var ein stór tikkandi hamingjusprengja þetta kvöld, veit að þetta er allt frekar dramatískt og mikið, en þetta var svona. Svo ef einhver sá mig hlaupandi þvert yfir búðina, eða heyrði í grameðluhlátrinum mínum, hvað svo sem það var, sorry not sorry.

Takk fyrir mig H&M & Döðlur, djöfull kunniði að halda gleði.

Í teitinu klæddist ég skyrtu frá Norse Projects, leðurjakka frá Acne Studios & buxurnar eru H&M, og skórnir frá Acne Studios, en enginn sér þá so, já.

María Guffa og Melkorkan okkar x

Harpa Kára lét sig ekki vanta

Smá in store shoot með elsku Sögu Sig x

Tveir Trendnet-dólgar, sem hittu Anne Sofie sem er listrænn stjórnandi H&M og fengu smá H&M túr.

.. oog grúppan sem hittust saman með skvísunni í smá spjall og klukkutíma chill eða svo.

Ég sé að það er nnnnnóg að gera hjá H&M, svo vonandi njótið þið vel kæru ízlendingar.

ZURICH TÚRINN Í MYNDUM –

PERSONALTRAVEL

Zurich hefur verið ótrúlega næs. Án gríns, það er alltaf einstök tifinning að fara heim eftir eitthvað gott frí. Léttir, og eitthvað allskonar mix í manni, svona, aah. Núna sit ég í flugvélinni og er sjúklega sáttur. Ótrúlega þakklátur fyrir að eiga gott fólk að og í rauninni bara vera glaður og nokkuð carefree. Allt carefree sem við upplifum í samfélaginu okkar er næstum því spari. Sem er hellað, en pínu rétt.

En Zurich vinir, eitt sem ég get sagt ykkur er að Zurich, er ótrúlega falleg borg, en motherplucker sjit tampon og anskotinn hvað þetta er dýr borg. Það skipti í rauninni engu máli hvað ég var að kaupa, ég fékk alltaf svona “wow, really?” – en hey, þessir peningar koma og fara. Mér fannst mjög athyglisvert að sjá alla (orthodox) gyðingana, ég veit ég hljóma eins og ég sé illa menntaður sjötugur maður þegar ég skrifa þetta. En konurnar ganga með hárkollur og þeir fylgja hinum ótrúlegustu reglum. Plús þeir eru víst moldríkir. Ég lærði ekki mikið um þá, og veit í rauninni ekki mikið. Ég veit þó meira en ég vissi í gær!

Annars elska ég að fylgjast með gömlum stílum í stórborgum, og Zurich var einstaklega falleg. Borgin var einhversskonar allskonar blanda af, þýskum, frönskum, ítölskum og meira segja pólskum áhrifum. Fannst ekkert smá gaman að rölta um borgina, og hún er einstaklega lúxus og falleg. Mæli hiklaust með Zurich! – Þó bara helgarferð. Þið vitið. Útaf peningunum ykkar. Kaffi er útborgun á íbúð. Ér’a segjaða.

Flugið mitt var klukkan rúmlega sjö um morguninn og jú, allt var bara í blóma þennan morgun, þangað til að ég settist inní vélina, því ég að öllum líkindum hraut, slefaði, kipptist til, kannski sló ég indversku konuna við hliðin á mér, hvað veit ég. Ég grjótsofnaði fyrir flugtak, og vaknaði korter í lendingu.

Svona byrjuðu allir dagarnir í Zurich, matcha te með möndlumjólk. Fer beint málið á næstu dögum, því þetta er GOOD.

Þetta var svona fjórum skrefum fyrir utan íbúðina, þetta er vatn er hægt að drekka! Ég fékk ekki meira info, þarna eru víst fiskar og allskonar húllumhæ. Gaman að segja frá því að þennan dag voru góðar 31° gráða úti og vatnið 26 gráður. Immit.

Gulli súper beib.

Úti í ostakaupum, mér fannst eitthvað ótrúlega Svisslegt við það –

Góð regla, ef þú ferð í heimsókn til einhverss, þrykktu í einn gúrmey brunch. It’s the least you can do. Og já, það var ekki til beikon, bara wurst.

Féll alveg fyrir þessu húsi, djöfull gæti ég búið þarna.

Þessi Gucci totebag, one day, one day y’all.

Axel, extreme ofur krútt. Ég er gjörsamlega trylltur í þennan dreng. Ekkert nema yndislegur, þetta er já, sonur Gulla vinar míns sem ég heimsótti.

Fótboltaleiks-detailar.

Og konan hans Gulla, Natalia. Mesti töffari sem ég hef hitt. Þetta var fyrsti leikurinn hans Axels hjá pabba sínum, frekar krúttlegt.

Ég er alveg ótrúlega heppinn og þakklátur að fá að vera frændi, útum allar áttir. Nú þegar svo margir af nánum vinum mínum eru að fjölga sér. Finnst ég helling að eiga demanta útum allt til að þykja vænt um.

Takk fyrir mig elsku Gulli & Natalia!

WHEN IN ZURICH ..

PERSONALTRAVEL

Í gær, á einstaklega fínum sunnudegi hér í Zurich þá fórum við í brunch á svo ótrúlega flottum stað að ég eiginlega verð að deila því með ykkur. Þetta var svo geggjuð stemning, þetta var eins og ef Róm og Frakkland hefði verið rúllað saman í einn bolta og búið til eitt einstaklega flott kaffihús. Inni var þetta eitthvað svo gamalt Ítalía og inni var þetta súper franskt. Æ fattiði ekki tilfinninguna þegar maður er á einhverjum sjúklega sálarmiklum og kósý stað og maður fær bara svona “án djóks, nnnnæs” tilfinningu.

Þetta var svoleiðis í gær. Staðurinn heitir Kafi Dihei og eins og ég segi, ef einhver á leið til Zurich, mæli ég algjörlega og hiklaust með!

     

Soya Cappuccino danke strasse!

Papa bear og litli Axel

Þess má geta, að ég hef aldrei fengið eins mikið hrós í lífi mínu varðandi skó. Bara á þessu litla kaffihúsi voru þrír mismunandi aðilar sem spurðu mig hvaðan þeir voru. Acne Studios, lookitup!

Sorry, ég er í fríi og það var sunnudagur, þessar pönnukökur voru léttari en loft og ég hefði getað nuddað þeim í andlitið á mér og gólað þær voru svo góðar.

ROADTRIP CHEEK

66°NorðurÍSLANDNIKEOUTFITPERSONAL

Fólk sem sér mig á flugvöllum eða flugvélum, eða í roadtrippi einhversstaðar eru seint impressed. En það eina sem ég hugsa um þegar ég er að ferðast er comfort. Mér finnst meira segja óþæginlegt að hugsa til þess að fara í flug í gallabuxum. Það liggur við að ég horfi hornauga á fólk í jakkafötum, eða í gallabuxum og súper fasjon á leiðinni í sex tíma flug. Aint gonna happend mín megin. Feitar hettupeysur og allt annað en gallabuxur. EN, persónulega þykir mér það súper cheek og súper kúl. Keyrslan mín frá Reykjavík heim til Seyðisfjarðar var engin undantekning. Ég keyrði með Guðnýju vinkonu minni og manninum hennar Skúla og við stoppuðum til að hrista dofið rassgat og fætur.

Peysa: 66°Norður
Buxur: Minimum
Skór: Nike

instagram: helgiomarsson
snapchat: helgiomars

CELINE DION TÓNLEIKAR – OUTFIT

DANMÖRKOUTFITPERSONAL

Krakkar, ókei. Ég veit ekki hvort að þið áttið ykkur á þessu. Ég vaknaði í gærmorgun og hugsaði án gríns með mér, fffffjandinn hafi það! Celine Dion í bænum og ég er ekki með miða. Mér fannst þetta alveg svona, án gríns ömurlegt. Svo ég ákvað að auglýsa eftir miðum á Snapchat, en traffíkin þar hefur aldrei verið meiri svo ég krossaði fingrum að þarna væri einhver engill með miða í hendi sem gat svo orðið minn. Það tók ekki nema kannski korter og ég var kominn með miða! Celine fyrir mér svona hvernig fólk elskar Beyonce, ég fýla alveg Beyonce. En ég var svona little gay kid að syngja My Heart Will Go on –

Annars voru tónleikarnir geggjaðir, og hún er náttúrulega bara eitthvað annað. Ég fór með Kollu vinkonu og kærasta hennar Andra, en ég og Kolla fórum að sjá Beyonce árið 2013 eða 14 líka, svo það var eiginlega brjálaðslega gaman að fara á Queeeeen Celiiiine líka. Ég documentaði þessa tónleika nokkuð vel á Snapchat (helgiomars) og ég hef án djóks – aldrei – fengið eins mikið repons og komment síðan ég byrjaði að snappa. Ég hélt að fólk mundi alltaf spóla yfir svona tónleika, en greinilega ekki í þetta skipti. Ég tók tæplega hálftíma metroferð heim frá tónleikunum og mig verkjaði í puttana að svara öllum. Allir elska Celine, ég er að segja ykkur það. Eflaust líka hinir hörðustu kögglar.

OUTFIT: 
Skyrta: Acne Studios
Stuttbuxur: H&M
Skór: Acne Studios

Dúllu ást á Celine –

Celine fær alveg hjúts plús fyrir klæðnaðinn hennar. Hún var í einum kjól (sjá mynd), annars var hún bara casual with a hint of súperglam. Meira og minna bara í jeans og t-shirt, allt steinað með allskonar steinum auðvitað og algjört lúxus. En samt svo minimalísk þannig séð. Sjúklega skemmtilegt.

Þríeykið – æ sorry Andri með lokuð augun en ég tók bara þessa mynd!

Svo endaði skvís í miðjum salnum. En hún krafðist þess að hún sýndi líka þeim sem sitja aftarlega athygli og fengi að finna fyrir þeirra nærveru líka. Það var frekar krúttlegt.

Takk fyrir mig Celine Dion! IIIIII, LOOOOOVE, YOOOOU, PLEASE SAY YOU LOOOOVE MEEE TOOOOO

Þið misstuð af miklu á snappinu svo addið eeennúna; helgiomars

ÍSLAND MAÍ 17

ÍSLANDPERSONAL

Betra er seint en aldrei, það er svo fyndið þegar maður missir úr of marga daga úr blogggleðinni og byrjar svo aftur, og hugsar maður, afhverju missti ég svona mikið út? Þetta er svo gaman. Svo núna er ég að reyna vinna þetta upp, þarf að girða mig í brók og þið vitið. Get more active!

Ég kom til Íslands í maí, fyrir tæpum mánuði, en ég kom til að kveðja æskuvin minn í hinsta sinn. Ég ákvað að taka nægan tíma fyrir sjálfan mig og að sjálfssögðu í faðmi fjölskyldunnar á Seyðisfirði. Það er svo best í heimi að vera í kringum systurdæturnar og hundana og fjölluna, það er án djóks ekkert betra. Tala ekki um þegar maður býr í öðru landi.

Dagný systir er án gríns besti æfingarfélagi í heimi, það er algjör synd að við búum ekki nær hvert öðru. Annars væri eitthvað svona more over Katrin Tanja and Bjorgvin Karl Gudmundson cuz we here, situation.

.. en án djóks, fátt skemmtilegra en æfingar með sys.

Ég skil term foreldra þegar þau tala um að börnin þeirra séu alltaf litlu börnin þeirra, þið vitið? Tíba mín er hvorki meira né minna en 10 ára. Pínu feitur ostur að kyngja, en hún er litla drottningin mín.

Ég lenti í svaka veðri, við erum að tala um 20° plús. Núna sit ég, í júní mánuði, á Íslandi og það er ein gráða. Nenniði ..

OG ÉG VAR Í ÞESSU OUTFITTI OG MÉR VAR MJÖG HEITT. Mother earth what’s good?

Litla englakrúttdúllan mín

Ég, Áslaug og Brynja gengum í Pieta göngunni þar sem við löbbuðum inní ljósið fyrir englana okkar uppá himninum sem féllu fyrir eigin hendi.

.. og þessi gaaaat ekki verið betri göngufélagi. Stefni á að hlaupa maraþon með henni því þetta var bara quick n’ easy með henni.

Fékk að hitta þessa korter í brottför til Kiev þar sem hún SSSSSLLLLAAAAAYED the stage!!

Sigrún sæta var bara brjálaðslega sæt og fyndin í fallegu íbúðinni hennar Hörpu vínkonu –

Nýi jakkinn frá Sautján –

Umkringdur hæfileikaríkufólki, heeere’s Natalie make up gúru! Og SORRY með smæsið, þetta var ekki smæs, heldur endurkast af sólinni á hvítan vegg ÉÉÉg lofa.

Þetta verkefni verður spennandi að segja frá þegar ég má! Shake the dice and steal the rice OOKrr.

<3

JÓTLAND

DANMÖRKPERSONAL

Ef það er eitthvað sem heldur mér og kæró gangandi í lífinu í Danmörku, það er að brjóta upp hverdaginn og hafa eitthvað til að hlakka til. Lítið frí, stór ferðalög, skiptir engu máli. Breytir öllu, við erum báðir í tvíburamerkinu svo þið getið rétt ímyndað ykkur. Ég sakna ótrúlega að búa á Íslandi, og ég fæ alltaf svona “æ þetta er geggjað” þegar ég sé fólk labba Esjuna í tíma og ótíma. Ég hef ekki einu sinni gert það, en ég get ímyndað mér að það sé geggjað. Ég er Íslendingur og sveitastrákur, svo borgarlífið hentar mér ágætlega, ef ég kemst í náttúru reglulega.

Allavega, við fórum til Jótlands á dögunum að heimsækja tengdó og njóta –

Streetfood í Aarhus – þar finnur maður heimsins bestu ostakökur og til hægri Cremé Bruleé Donut. Ostakana var geggjuð en dónuttinn ekki alveg nógu góður –

Danskar tartalettur, kæróinn er alveg vittlaus í þetta og er afar stoltur af þessari dönsku kúsínu. Ég var ekki eins hrifinn, enda vanur íslenskum GÚRMEY heitum réttum, yas.

Mexíkóskar tacos & víetnamskt kjúklingasalat, bæði einum fokk of omg gott.

Komnir á hótel í úthverfi Silkiborgar ..

Sem var drullu næs ..

Svaka skúlptúr

Þetta var pínu krúttlegt, þetta var bara útí rassi, en þetta var svona svæði með túlípönum sem maður svo týndi sjálfur og lagði svo bara inná svona AUR app. Þarna er engin manneskja að fylgjast með, heldur bara stólað á að fólk sé heiðarlegt og vilji skapa gott karma –

Og ég gerði svona handa ömmu hans kæró ..

Hundurinn hans kæró sem heitir Max, og er svo einum of sætur og frábær og ég er gjörsamlega vittlaus í hann.