MAMMA –

PERSONALPHOTOGRAPHY

Mamma kom í heimsókn til mín síðustu helgi, og ég og mamma eigum svolítið sérstakt samband. Við erum bæði handvissum að við þekktumst í fyrralífi. Það er hálf klikkað hvað við erum góðir vinir, og hvernig við getum eytt endalausum tíma að tala saman um allt milli himins og jarðar. Það var alveg geggjað að fá hana hingað, ég er meira segja í mínu svona “eftirniðurtúr” ef svo má kalla, því ef það er einhver sem fær þig til að svona “let your guards down” (nennir einhver að segja mér hvernig ég get sagt þetta á Íslensku?) – og ég hef áður talað um að það er einn Helgi í Danmörku og annar á Íslandi. Svo það var ekkert smá gott að vera bara berskjaldaður mömmustrákur í hringiðunni hérna í Köben. Við missionuðumst endalaust og tókum íbúðina í gegn og borðuðum helling af góðum mat og hvað ekki. OG – ég fékk að taka myndir af henni.

Mamma hefur aldrei verið fyrir myndavélar, en mér þykir hún heimsins fallegasta kona svo ég tók hana í smá shoot. Ég gerði hana glowey og fína með vörum frá Skyn Iceland frá Nola.is –

 

5 ÁRA HELGAR-GETAWAY

PERSONALTRAVEL

Ég og maðurinn minn höfum verið saman í fimm ár og í tilefni þess ákváðum við að henda okkur til Malmö í smá get-away sem er bara brjálaðslega mikilvægt ef þið spyrjið mig. Að komast í burtu frá umhverfinu sem hverdagurinn ræður ríkjum og hlamma sér á eitthvað hótel. Mér finnst alltaf jafn fáranlega steikt að það sé hægt að fara í tuttugu mínútna lest og endað í Svíþjóð. Við nýttum okkur þetta allavega þessa helgina og ég kom gjörsamlega endurnærður heim.

Í Malmö er Titanic safn, og við eigum það báðir sameiginlegt að vera miklir áhugamenn og ég dáleiðist af öllu sem hefur sögu að geyma. Þetta safn var undantekning og mér fannst það eiginlega magnað. Maður fékk heyrnatól og einhvern lítinn kubb til að rölta í gegnum safnið með, og sögurnar og munirnir og allt sem þarna var til sýnis var gjörsamlega ‘ mindblowing ‘.

Klassísk mynd yfir brúnna –

Sæti daninn minn

Inná safninu mátti – ALLS EKKI – taka myndir, svo allar myndir er ég svo mikið að stelast og pínu hræddur að einhver mundi toga í hárið á mér.

En þetta er semsagt first class gangurinn, og málið er að þú ert með tónlistina í eyrunum líka og rödd og ég er að segja ykkur það, ég fékk gæsahúð í lifrina, þetta var hálf geggjað.

Eins og skipið lítur út í dag á hafsbotninum –

Æ sorry þetta eru hálf-glataðar myndir, en það voru svona vaktakrakkar útum allt að stoppa fólk að taka myndir. Sorry með’etta!

THE ONE AND ONLY dragtin sem Kate Winslet var í – það voru gerðar tvær af öllu sem þau voru í. En þessi dragt sem við sjáum þarna var sú sem hún hellti kaffi yfir, og þeir kaffiblettir voru þarna neðst niðri, samt eitthvað búið að skrúbba. Fannst það frekar fyndið.

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars 

 

H&M X ERDEM PARTÝIÐ Í ALLRI SINNI DÝRÐ ..

MEN'S STYLEPERSONALSTYLEWORK

JÆJA –

Íslensku hópurinn samanstóð af mér, Elísubetu Gunnars okkar, Álfrúnu frá Glamour, Sögu Sig ljósmyndara og Thelmu Guðmundsen sem er bloggari.

Við gistum á hóteli beint niðrí bæ og bíll kom og sótti okkur korter fyrir mætingu og var okkur svo keyrt á áfangastað, sem var einum of fallegur. En teitið var haldið í sænska sendiráðinu í Osló og húsið var ekkert djók fallegt.

Áður en við förum yfir þetta allt saman langar mig að undirstrika þetta: Takk Anna Margrét fyrir allt saman! Hún er íslenska drollan innan H&M veldisins og dekraði og reddaði ekkert lítið fyrir okkur ízlenska hópinn. Takk fyrir mig, þú ert stórkostleg.

Eins og sannir Íslendingar mættum við tímanlega og á tíma. Gæti ekki verið meiri kaldhæðni, við mættum þó á réttum tíma. Ízlendingar step it up.

EG & Anna Margrét okkar

Náði þessari skyrtu eftir að ég snéri kokkinn niður sem greip í hana líka.

Nýi besti vinur minn Daníel ..

Joanna H&M drolla

EG og sæta stelpan frá SKAM sem deitaði Isak áður en Isak byrjaði með Evan

og Storm, sem er insta súperstar.

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars

ERDEM X H&M – OUT Á MORGUN

MEN'S STYLEOUTFITPERSONALSTYLE

Í tilefni þess að þið getið teygt út klærnar, sópað af kúbeininu í bílskúrnum og kveikt á kyndlunum og slást upp á flíkurnar í H&M á morgun. Nei ókei róum okkur aðeins. Samt klærnar kannski. Þá datt mér í hug að fara yfir þær flíkur sem mér fannst ansi fallegar í showroominu. Við semsagt, til að break it down. Fórum í showroomið að skoða línuna, hita okkur upp. Svo fórum við í teitið, og þar var hægt að fjárfesta í flíkunum, sem ég gerði. EN MEIRA UM ÞAÐ Á FÖSTUDAGINN.

Það er nóg að gerast á þessu bloggi á næstunni krakkar þið ættuð bara að vita.

Þessa keypti ég, ég var næstum því búinn að snúa niður kokkinn í partýinu. Hann VAR að fara nappa medium. Fuck no man. Fuck no.

Þessa keypti ég líka. Í medium, eins og má sjá á myndinni. BY THE WAY. Þetta er ekki uppþornuð barnaæla, heldur snapssnuffs af jakka sem ég prófaði.

Skyrtuna keypti ég líka, hún er trufluð. En jakkinn var ekki til sölu á eventinu, svo gat ekki kjöppa hann.

Hann var samt sko, GEGGJAÐUR. Ég reyni kannski að nappa honum á morgun ef allt springur ekki hér í Köben.

Fallegir aukahlutir.

Vá án gríns fólk, enjoy the shopping á morgun! Kvennalínan er svo trufluð líka.

x

 

H&M X ERDEM EVENT – OUTFIT

66°NorðurACNE STUDIOSMEN'S STYLEOUTFITPERSONAL

Ég gleymdi djölskotans kortalesaranum mínum heima í Köben svo ég næ að þrykkja myndum inní tölvuna strax í kvöld, en ég er staðsettur á flugvellinum í Osló að bíða eftir boarding. Ég er svo einum of ánægður með þessa ferð en ég ákvað að vera einum degi lengur en stelpurnar og hér hefur gleðin algjörlega ráðið ríkjum. Ég mun skrifa ferðasöguna á morgun þegar ég get deilt almennilegum myndum líka, en þangað til, þá getum við farið yfir outfit kvöldins.

Rúllukraga bolur – 66°Norður
Jakki – 66°Norður 
Buxur – H&M
Skór: Acne Studios
Trefill: Gucci

Ég missti mig aðeins í gleðinni, og stelpurnar voru rólegri. Sýni ykkur bráðum hvað mér tókst að grípa, og þurfti að tækla kokkinn til að fá mitt.

HEI NORGE! DRITKUL H&M X ERDEM

66°NorðurOUTFITPERSONALSTYLE

Við erum komin til Osló! Fyrir ekki svo löngu fékk ég einstaklega fallegt boð frá H&M Noregi, um hvort ég vildi koma í launch partý Erdem X H&M. Mér líður eins og ég hafi sent útí kosmósið spenning mínum fyrir línunni, karmaið kastaði svo í mig tilbaka. Yas. Dagurinn byrjaði snemma, en ég og Elísabet okkar hittumst á flugvellinum í smá gelgjukasti, eða ég var í gelgjukasti samt bara örlitlu, búinn með aðeins of marga Nocco, hún var aðeins rólegri, en þegar við Elísabet sameinumst er yfirleitt hellings gleði og mér fannst eitthvað svo drullu gaman að við vorum alltíeinu sett í flugvél og þrykkt okkur í teiti í Osló. Ég lofaði sjálfum mér að leikarar SKAM munu koma, og Willam verður drit skotinn í mér og ég þarf að vera “æææ sorry man, ég er ekki available” og svo mun ég lifa á því þangað til ég dey.

Fylgist vel með, í kvöld er Erdem teitið sjálft og ég held að ég sé ready með öll outfit, nema sokka, ég þarf að kaupa sokka. Það er aldrei allt pakkað sem á að vera pakkað. Í Milanó gleymdi ég nærbuxum, núna gleymdi ég sokkum. Okrr.

Við verðum að sjálfssögðu á samfélagsmiðlum – insta: helgiomarsson og snap: helgiomars – en bloggið verður update-að asaaapppp. Vonandi með myndum af mér og Noru, og Willam, að elta mig, að reyna kyssa mig. Elísabet, þú reynir að redda því. Heyrumst bæ.

   

Feitasti americano sem ég hef svolgrað ofan í mig. Hann hjálpaði þó helling til so thank you.

Við EG fórum í Gucci að versla, ég keypti mér þessi fáranlega flottu sólgleraugu og EG splæsti í eitt stykki tösku. I wish djók rest in peace.

Mættur til OOOSSSSCHLÓ HEEIII NORGE!!!

Bolur: Acne Studios
Peysa/Jakki: 66°Norður/Soulland
Buxur: H&M
Skór: Lanvin

Fylgist með mér og EG á Instagram og Snap
@helgiomarsson
snap: helgiomars
@elgunnars

SNÖGG FERÐ TIL MÍLANÓ

PERSONALTRAVELWORK

Ég fór til Ízlands að vinna síðustu helgi, ekki helgina sem var að líða, heldur helgin fyrir það. Þegar ég kem til Íslands verð ég pínu púki, ég veit ekki hvað það er. Mig langar bara að fara út að skemmta mér og sletta algjörlega úr klaufunum. Í Kaupmannahöfn er ég bara vinnandi maður sem rekur heimili og eldar mat á hverju kvöldi, hahaha, svo það er geggjað að komast heim og borða það sem ég vil, æ þið vitið, fara seint að sofa, fara í Hagkaup seint á kvöldinn, út að dansa með vinum, allt þetta. Ég er tvíburi sjáðu til, tvískiptur, ein týpa í Köben og önnur á Íslandi.

Allavega, ég var varla lentur þegar yfirmaðurinn minn sagði mér að ég þyrfti að fara til Milanó á fund með Elite Milan og fylgja einu módelinu okkar í hjúts herferðarverkefni. Ég er alltaf til í að fara ferðast svo frekar lítið sofinn, enn frekar þreyttur eftir Íslandið stökk ég til Milanó þar sem allskonar prógram tók á móti okkur.

Alparnir tóku vel á móti okkur. Alveg fáranlega flott að sjá þetta, síríuslí. Þetta var svo ógeðslega flott. Þarna lærði ég líka að Alparnir eru víst partur af Ítalíu. Ég þarf fara rifja geógrafíkuna upp.

Fundur hjá Elite þar sem farið yfir ýmis mál, Ítalarnir eru svo ítalskir, og það var þvingað ofan í mig svona fjórtán kaffibolla.

Skrifstofan er örlítið stærri en okkar, en okkar er samt flottari finnst mér y’all.

Fyrsta sem ég gerði þegar ég var búinn á fundinum var að fara og sjá Duomo, ég er brjálaður perri varðandi svona historískar byggingar og allt sem er fallegt. Allt sem er ekki glerkassi og steypa eins og í módern arkítektúr. Ég var alveg dáleiddur að skoða þetta.

Án gríns krakkar ..

Þetta fannst mér svolítið sérstakt. Ég tók eftir því í fjarska að fólk var að snerta hurðina á ýmsum stöðum og ég fór aðeins nær og fór aðeins að fylgjast með. En allan daginn eru greinilega sömu staðirnir snertir. Eins og fæturnir á Jesú á þessari mynd ..

Jesúbarnið ..

Hendurnar. Þetta er svolítið magnað, getiði ímyndað ykkur hvað þarf að snerta þetta mikið til að áferðin breytist?

Ég gerði ekki mikið research um hvað þetta er, en þetta var ótrúlega fallegt. Þarna var hægt að finna Versace, Prada og fleira.

Ég get auðveldlega verið nettur loner, og finnst mjög mikilvægt að vera einn stundum og mér fannst geggjað að setjast niður með sjálfum mér og horfa á mannmerginn og borða salat. Ég átti mjög erfitt með að borða á Ítalíu, en ég er alls ekki áhugamaður á ítölskum mat. En þetta salat var æði ..

.. og þessi ostur var, damn!

Þessi gaur leit út eins og háklassa fáviti í stuttubuxum í kringum alla Ítalana í dúnúlpum. Þetta hentaði mér samt mjög vel, 18 gráður og sól. Ég er ízlenskur, þetta var algjör lúxus og gjörsamlega fullkomið tempatúr fyrir mig.

Arrivederci Milano!

HEIMILIÐ MITT Í KÖBEN Í HÚS OG HÍBÝLI

HOMEPERSONAL

Súper skvís Þórunn Högna hafði samband við mig og vildi fá mig í eldsnöggt viðtal fyrir síðasta tölublað af Hús og Híbýli sem ég að sjálfssögðu játaði. Við fórum yfir nokkra hluti og staði í íbúðinni sem er svona smá uppáhalds. Ég og Kasper eru endalaust að breyta, og við erum pínu týpur sem vilja breyta um leið og eitthvað er tilbúið, sem er í rauninni ekki góður vani þannig séð.

Ég er nokkuð ánægður með íbúðina eins og hún er núna. Það er allt ný uppgert, veggirnir, gólfin, eldhúsið og allt svoleiðis svo það er ég mjög ánægður með. Ég fór yfir það í blaðinu hvað mér þykir mest vænt um þá hluti sem við höfum verið að kaupa í ferðalögunum okkar. Skúlptúr frá Berlín og svoleiðis. Mér þykir sagan bakvið gefa hlutunum brjálað gildi og meira segja smá væntumþyggju, svo ég setti nokkuð mikinn fókus á það. Endilega kíkið í blaðið og sjáið meira x

Sagan er svolítið fyndinn með þennan sófa, en ég var búinn að leita af nýjum sófa útum allt, fór í bókstaflega allar búðirnar í Kaupmannahöfn sem mögulega seldu sófa og aldrei fann ég þann rétta. Svo enduðum við í IKEA uppá tilviljun, og þá var þessi Söderhamn, nýýýýýkominn. Hann var kannski búinn að vera þarna í nokkra daga þegar við rákumst á hann, svo hann varð fyrir valinu.

Þetta er svo work station-ið mitt heima. Ég elska boxin frá By Lassen og á örugglega eftir að kaupa mér fullt af þeim í framtíðinni, finnst svo flott hversu stílhreinir þeir eru. Einnig er Gubi lampinn í miklu uppáhaldi, en ég vann hann á uppboði á Lautiz.com, elska hann.

Við pældum mikið í því hvernig við ættum að hengja hluti upp inní forstofu, en hún er ekkert rosalega breið, svo í rauninni snagar eða fatahengi kom ekki til greina. Þessir snagar frá By Lassen voru fullkomnir til að hengja mest notuðu jakkana hverju sinni. Þarna má sjá einn frá Acne Studios og Wood Wood.

Málverkið hef ég sýnt áður en ég ELSKA það. Það er frá Veru Hilmars, og mér líður eins og hún hafi málað þetta 100% fyrir mig. Ég tengi mikið við það og bara gjörsamlega elska það. Borðið er frá HAY, ljósið úr flóamarkaði.

Hér má sjá skúlptúrinn frá Berlín, sem er fyrsti skúlptúrinn minn og ég elska skúlptúra. Þennan fundum við á flóamarkaði og ég gjörsamlega elska hann.

Bækurnar mínar elska ég og á endalaust af bæði blöðum og bókum sem ég get sokkið mér ofaní.

.. ooog svo mynd af stráknum í lokin!

Ég get póstað viðtalinu og myndunum í heild sinni seinna – hér þó mest að sjá x

Snap: helgiomars
Instagram: helgiomarsson

GILI EYJARNAR –

PERSONALTRAVEL

Eftir Bali, keyrðum við upp til Padang Bai þar sem við tókum bát til Gili eyjarnar. Eyjarnar eru þrjár, Gili Trawangan, Gili Air og Gili Meno og við völdum Gili Meno, en við vissum að við vildum chilla extravaganza.

Við höfum flest heyrt um Gili eyjarnar, ég ætla ekki að ljúga að ykkur, ég var búinn að sjá fyrir mér, grænn skógur með litlum eðlum og veit ekki, páfagaukum, eitthvað svona Maldívueyjar, lúxus. Svo ég get aðeins sagt að mér hafi aðeins brugðið þegar ég mætti. Við ákváðum að leigja einhvern random bát frekar enn að fara með hóp af fólki frá Trawangan og gaurinn henti okkur bara einhversstaðar út. Þar sáum við hestavagn, og gaurinn á hestavagninum “YEEEES HOTEL” og jú, við enduðum á því að fara með þessum manni, og hestinum hans á hótelið okkar. Þarna voru geitur, kýr, bál, grátt, dauð tré, litlir bungalowar og ég var drrrullu hissa. Hvar er fólkið? Hvar eru veitingastaðirnir?

SVO, ég var svolítið tregur að komast í Gili gírinn. En ég get þó sagt ykkur, að í lokin þá ELSKAÐI ég þetta.

   

Hótel garðurinn okkar var mjög fallegur, þessi blóm uxu á hverri mínútu, poppuðu upp eins og hnerr, og svo á hverju degi féllu þau í sundlauginni sem fylgdi með villunni og á morgana baðaði maður sig í svona blómabaði, sem var mjög krúttlegt. En svo á hverjum degi fyrir hádegi kom maður og veiddi þau uppúr og rakaði allan garðinn.

Við eyddum svooo miklum tíma á þessum baunapúðum fljótandi í lauginni að djúpsteikja.

Sæti kagglinn minn

Gaman að segja frá því að á eyjunni er ekki einn bíll, eða vespa, eða annað með vél held ég. Allavega sá ég það ekki. Á hótelinu fengu við hjól, sum þreyttari en önnur, og svo hjóluðum við bara útum allt. Vegirnir fáir en nokkrir, mest svona stígar útum allt. Þetta var algjör eyðieyja svo má orða. Í lokin var ég bara kominn í lítinn indónesískan smábæ, sem ég fór að elska meira og meira með hverjum deginum.

Svona voru vegirnir flestir og allt í þessum stíl, við ætluðum alltaf að finna þennan stað og borða þar. En við fundum hann ekki aftur. Við vorum ekki alveg búnir að læra á eyjuna áður fórum, en svona sirka. Svo eyjan kom sífellt á óvart.

Ég ætla ekki að ljúga að ykkur, en eyjan var mest svona. Þess vegna varð ég svona ógeðslega hissa þegar ég kom fyrst, og fór í smá fýlu. Svo eins og ég segi, vandist þetta mjöög fljótt.

Annað dæmi, þarna býr fullt af fjölskyldum, og mjög fátækt svo það var líka magnað að fylgjast með þessari menningu sem fannst á þessari litlu eyju.

Ég ætlaði að fara þangað inn í Bambus tattoo, en þetta var eins og eitthvað voodoo kastali og þarna voru FULLT af dýrum, og gaurinn var out of town þegar ég loksins fór og ætlaði að hitta hann. Hænur, hanar, og allskonar allt þarna. Þetta var tryllt.

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars

BALI PART 3 – FULLKOMA HÚSIÐ Í UBUD

HOMEPERSONALTRAVEL

Við Kasper leigðum okkur hús í Ubud þar sem við vorum í í nokkra daga og ég er að segja ykkur, það var eiginlega draumi líkast. Ég veit ekki alveg afhverju samt, ég hef no joke aldrei verið eins afslappaður í lífi mínu held ég. Það var einhver orka yfir þessu húsi og ég datt gjörsamlega inní zen-ið. Ég gekk bara um í sarong-inu mínu og njóddda-ði.

Það var sundlaug við hliðiná en ég reyndir nýtti hana ekki, og á morgnana komu tvær yndislegar konur sem hétu báðar Made og gerðu morgunmat handa okkur og voru okkur til taks ef það var eitthvað. Húsið var í alveg einstöku hverfi, umkringt hrísgrjótaökrum og göturnar voru eins og sett á Tomb Raider. Æ þetta var svo tryllt. Ég er 100% á því að ég ætla aftur að búa þarna.

Ég sá það eftirá að ég gleymdi að taka helling af stöðum inní húsinu, en þið fáið þó allt sem ég á.

Húsið var alltaf meira og minna opið, en það var hægt að læsa hurð inní herbergið, sem ég einmitt gleymdi að taka mynd af. Það var frekar flippuð upplifun og ég hafði áhyggjur að ég mundi alveg fríka út, en ég náði að venjast alveg ótrúlega fljótt og þetta var geggjað.

  

Inngangurinn inní herbergið og svo stórt of feitt úti rúm sem var einum of þæginlegt.

Morgunmaturinn var svo góður, Made einmitt hélt bara áfram að elda eftir að við vorum búnir að borða ef við yrðum svangir eftirá. Hún var eins og Balinísk amma sem mig hefur alltaf langað í.

Þær hvísluðu inní herbergi “Breakfast readyyy” um morguninn, þær voru yndislegar og auðvitað gaf ég þeim báðum stórt og feitt tips, enda fannst mér þetta frábær upplifun.

  

Baðherbergið vinsæla, mér finnst öööömurlegt að ég tók ekki myndir af vask svæðinu, ekkert smá flottar svona tiles allsstaðar. Gaman að segja frá því að ég fór í bað 2 – 3 á dag, lá bara þarna undir berum himni.

Útsýnið – grenja