fbpx

ÞURFTI SKRIFSTOFU, NÝJA SKRIFSTOFAN ER TÆLAND

PERSONALTRAVEL

Eftir að ég flutti til Íslands þá vissi ég í öllum kjarnanum í mér að ég þyrfti að kúpla mig útúr því að vera ég eins og ég þekki mig. Þið vitið, með mörg járn í eldinum, spá í þessu og þessu og svo þessu líka og mæta á þennan fund, þennan event. Ég veit að það er allt rosa gaman og ég er brjálaðslega þakklátur að búa á Íslandi, en mér finnst persónulega oft frekar hellað að lifa í nútímanum okkar. Mér finnst ég alltaf hálf ,,desperate” að komast í eitthvað umhverfi sem ég þarf ekki að vera með 350.000 hugsanir í hausnum á sama tíma, þarf að klára þetta, gera þetta, ætti að vera gera þetta og svo framvegis og svo framvegis.

Svo einn góðan veðurdag vaknaði ég smá þunnur eftir að hafa drukkið kannski tvö hvítvínsglös. Já þið lásuð rétt, þunnur. Hvítvín er ekki eitthvað sem líkaminn hugsar jess, takk æði. Meira svona, takk fyrir lort og kveikjum á feitum hausverk. Allavega, ég opnaði augun, opnaði símann, það var nettilboð á Dominos, splæsti í eitt þannig, tók tölvuna fram, opnaði booking.com, tékkaði á hótelinu “mínu” og loks flugmiðann. Áður en ég sótti þessa blessuðu pizzu þá var bæði flugið og hótelið bókað. Takk og bless.

Tíminn leið hratt og hér er ég –

 

Akkúrat hér, á nýju skrifstofunni minni, með ströndina og kristal tæran sjó fyrir aftan mig og Pop fyrir framan mig að borða hádegismatinn sinn. Pop semsagt er maðurinn sem tékkaði mig inná hótelið. Yndælis maður. Það er frekar draumkennd strandar lounge tónlist í gangi og öldurnar fylla uppí þögnina. Ég er svo feginn að hafa tekið þessa ákvörðun. Það eru margir sem halda að ég sé í fríi, sem ég kannski að vissu leyti er. En ásetningurinn var fyrst og fremst að skipta um umhverfi.

Í gær borðaði ég þrjá rétti fyrir rétt rúmlega þúsund kjell, fékk klukkutíma nudd fyrir 1.100 krónur og sofnaði við monsoon regnið eftir að hafa legið í hengirúminu mínu að lesa bók.

Æ fattiði? Við eigum og megum þetta.

Ég er allavega þar, að ég kýs að leyfa mér að taka ákvarðanir sem ég veit að mun gefa mér margfalt fallegt tilbaka, þó að það sé að fljúga þvert yfir hnöttinn.

Ég leyfi ykkur að fylgjast með!

Getið fylgt @helgiomarsson fyrir frekar Tælandsgleði

x

FANN CHITOCARE SVAR VIÐ EILÍFUM UNGDÓMI?

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Svart á Hvítu

  5. October 2022

  Þetta blogg gerði daginn minn – eiginlega vikuna <3 elska helgafærslur... og langar smá að hoppa upp í flugvél og joina þig á þessari drauma skrifstofu. Jiminn Helgi hvað lífið er fáranlega næs <3
  x Svana

 2. AndreA

  5. October 2022

  amen vinur <3
  Njóttu í botn