HÚRRA REYKJAVÍK

HOMEÍSLANDNIKESKÓRSTYLE

LOKSINS! Loksins fór ég í Húrra Reykjavík – sem er að öllu leyti lang flottasta búð fyrir karlmennina í Íslandi. Merki eins og Han Kjøbenhavn, Libertine Libertine, Norse Project svo eitthvað sem nefnt.

Í búðinni er líka gínormus sneaker úrval. Sneakers sem ég hef ekki einu sinni séð og sneakers sem ég hef verið að leita af. Name it.

Ég var mjög impressed.

Annars fór ég sérstaklega til að kaupa Bob bol – meeeega sáttur.

Processed with VSCOcam with p5 preset

 

SOOOOOORRRRY með sólgleraugun! In my defense þá setti ég þau bara þessar 30 sekúndur sem Elísabet var að taka myndina. Ég var að eiga skelfilegan dag hvað varðar útlit, þið afsakið. Ég geng ekki inní húsum með sólgleraugu.

Yfir í annað, þarna er meistari Sindri og bolurinn minn.

Processed with VSCOcam with g3 preset

 

Ég var nokkuð vissum að brosandi myndin yrði nógu slæm til að loka mig bakvið rimla, svo ein alvarleg líka, bamsa!

Processed with VSCOcam with t1 preset

Hversu .. FÍNIR??!!

Processed with VSCOcam with p5 preset

Ef ykkur vantar skó fariði í Húrra ..

Processed with VSCOcam with f2 preset

Sólgleraugun frá Han Kjøbenhavn eru svo brjálaðslega næs.

Húrra fyrir Húrra Reykjavík!

Ekkert spons hér kæru vinir

BRÚSAGLEÐI

I LIKENEW INNIKESPORT

Ég drekk sjúklega mikið vatn, sem ég er mjöööög ánægður með. Ég drekk vatn allan daginn svooo .. ég sagði bless við Iceland Glacier súttbrúsann minn eða skítavatnsflöskur héðan og þaðan og BAM! Keypti mér svona:

Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with x1 preset

Svo sýgur maður þetta bara svona .. með röri. Lúxuz

Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset

CONTAINS NO BPA! Hvað svo sem það er, þá er það víst mjög gott. Einn sem ég er að vinna með var alltaf að tuða í mér að ég gæti ekki bara verið með svona flöskur frá kælinum í Nettó, það væri ekki í boði. Jæja, Tinna vinkona átti svona brúsa og á meðan ég var heima á Íslandi notaði ég hann endalaust, þessi fíni sæti bleikibrúsi. Jæja, ég varð að fá einn líka! Það var mjög erfitt að finna hann hér í Danmörku, en ég fann á frekar dodgy heimasíðu í lokin.

Hann er samt til á solid heimasíðu á Íslandi – HÉR – ..

PANTAÐIR! NIKE SOCFLY

NIKESKÓR

Ég ætla að vona að þið séuð ekki búin að gleyma mér, og vona að þið fyrirgefið mér þetta ömurlega bloggleysi!

Þegar maður er að æfa, vinna, elda, og sinna vinum og verkefnum endalaust, þá gleymir maður stundum að blogga, jújú.

Allavega! Ég datt á ASOS þegar ég átti að vera vinna, augljóslega, auðvitað, immitt. Og rakst á þessa fínu skó!

socfly1 socfly2

socfly3

Í fyrstu var ég örlítið óviss, svo ég kannaði snapchattið og sumir sögðu nei, aðrir sögðu oj nei, sumir spurði hvort ég væri að fara vinna í sundlaug .. AÐRIR sögðu já! Og ójá! Og uuuuu já .. og ég sagði líka já, og BAM! I buy

Þessir fínir skór eru á leiðinni til London til mín, ví!

NEW IN: NIKE PEGASUS & FLYKNIT

ÍSLANDNEW INNIKESKÓRSPORT

 

Nike hefur verið fyrir valinu uppá síðkastið. Förum aðeins yfir þetta.

 

Processed with VSCOcam with f2 preset

Ég átti gamla ljósbláa Adidas ræktarskó, þeir voru orðnir lúmskt slitnir og 5 ára gamlir. Svo það var tími til að update-a þá aðeins. Ég tala nú ekki um þegar Sportsmaster er með 25% af öllu. Þá get ég varla ekki farið þangað og þrykkt í smá kaup, er það nokkuð?

Processed with VSCOcam with t1 preset

.. já og þessir! Þessa keypti ég reyndar ekki á afslætti, ég keypti þessa á laugardegi og svo á sunnudeginum tilkynnti Sportsmaster að það var 25% af öllu. Svo ég fór með þessa, og bara claimaði 25% afslátt sem virkaði! Kæró gerði það samt, en hey, 25% afslátturinn var minn. Ég VARÐ að kaupa mér hlaupaskó, því að hlaupa í Nike Free er bara rugl. Nú er að hlýna og BAM! Ég ætla finna hlaupagarpinn í mér í sumar. Ætla ætla ..

nikeverslun2

Þennan bol keypti ég síðast þegar ég var á Íslandi. Bilaðslega næs.

nikeverslun1

Þessi jakki var næs – en bolur og ný ræktarföt voru í forgang!

Við elskum’etta Nike.

 

 

HEIMA Á ÍSLANDI

66°NorðurHOMEÍSLANDNIKEPERSONAL

Þið verið að afsaka bloggleysið! Það er eins og ég fari í allt annan gír þegar ég kem til Íslands. Ég hugsa bara um hlöllabáta, djúpur, dominos og annaðslags sukkelsi. Það kemur alltaf einhver púki í mig þegar ég kem heim. Ég gaf þó ekki undan, við skulum skella því uppá borðið, ég fékk mér reyndar Dominos. Það var útaf því að bílinn sem ég var á sat fastur í óviðri eftir að plógur lokaði hann inni, og það uppí Mosfellsdal. Svo ég þrykkti í eina heimsendingu, án nokkurs mórals. En bloggið mitt alltíeinu fór í eitthvað annað sæti og ég púllaði frestunargaurinn á þetta. Ég varð að nýta hverja sekúndu eins vel og ég gat.

Ég kom semsagt heim til að taka myndir fyrir MOOD, vera með vinum og kunningjum, keyra bíl og fá smá Köben pásu, sem var þurfandi. Ísland er frábært, líka þegar veðrið er að fara ná öllum hæðum í geðsýki, þá er það frábært.

Processed with VSCOcam with x1 preset

Jákvæðastur í heimi í leðurjakka og sneakers á leiðinni til Íslands, iiiiiimmitt.

island

Fyrsti morguninn byrjaði svo dásamlega að ég fékk að hitta litla nýja frænda minn! Planið var að fara í ræktina og segja hæ við þau mæðgin og svo bara fara á æfingu. Ekki alveg – ég endaði semsagt í mömmutíma með þeim mæðginum og það var eiginlega sjúklega gaman – og erfitt!

Processed with VSCOcam with f2 preset

Elsku Helga frænka og Snorri Hrafn. Sveitt og sjúklega hress í World Class Kringlunni, Helgfólkið semsagt.

island3

Ef einhver er að fara segja við mig að klukkutími er ekki tíma mismunur má sá hinn sami bara fara gera eitthvað annað, ég var vaknaður eldsplunkhress kl 06:30 og varð svo þreyttur kl 22:00. Ef þið viljið leigja geymslupláss í nösunum mínum getiði haft samband í gegnum tölvupóst.

island4 island5

Þessi bætti Íslandsferðina um töluvert. Okkar eigin Theodóra! Fórum á Kalda Bar og töluðum um allt milli himins og jarðar. Ó þessi pía.

island8

Must að kósýast inná milli stússafteila – Kaffi & Patrick Demarchelier innblástur á Eymundsson. Vill einhver kaupa þessa bók handa mér? Plís ..

island9

Loksins varð hún mín, hjálpi mér allir heilagir andar og plánetur. Svört Jökla parka frá 66°Norður. Hún toppar eiginlega allt. Næstum því vini og fjölskyldu líka, næstum því.

island10

Detox te! Einföld útskýring. MOOD kaupir alltaf nammi til að fara í prófunum, ég get verið manískur sykurneytandi þegar ég dett í það. Semsagt einskonar nammihólisti að reyna halda mér á mottunni í Nammi Anonymous. Sem getur það ekki, gengur illa allavega. Svo þegar ég dett í það, þá dett ég í það. Það gerðist fyrsta prófdaginn og er ég nokkuð vissum að ég hafi borðað kíló af nammi. Yogi Detox Te .. takk.

island11

Pikkpiiiiiikkfastur uppí Mosfellsdal, Tinna vinkona býr þar, sem er kósý en ég finn lyktina af Þingvöllum þegar ég er þarna. En já, kósy!

island12 island13

 

Þarna var ég að reyna ná bílnum úr stæðinu, í örugglega 40 mínútur. Án árangurs, enginn árangur. Veðrið var rugl og ég þurfti að aflýsa myndatöku. Piss.

 

NEW IN: NIKE HUARACHE

DANMÖRKNEW INNIKE

Hvað gerir maður þegar maður er að stressast yfir peningamálum mánaðarins? Jú, maður refsar kredit kortinu!

BAM!

nikeSMALL

Svartir og guðdómlegir Nike Huarache fyrir mig og handa mér einum. Þeir eru of næs.

Annars eru gulrætur á tilboði í Netto hérna í Köben á 6 krónur á bakkann, enginn að fara segja mér að svoleiðis kanínufóður sé ekki snilld.

Hversu fallegir eru skórnir? Það er jú það sem öllu máli skiptir ..

ÁRAMÓT 2014-15

66°NorðurHOMEÍSLANDNIKE

Betra er seint en aldrei, er það ekki? Jú!

Þetta er þó varla eitthvað seint því ég mundi segja að stór partur af hausnum á mér er ennþá á Seyðisfirði, svo færslan er í rauninni að lýsa ástandi núins, núsins? Allavega!

Janúar, ó Janúar. Hvað get ég sagt ..
9blackandwhiteSMALL

Við eyddum áramótunum hjá Dagnýju systur, og húsið hennar liggur svo agalega skemmtilega að við horfðum á brennuna frá húsinu, jafnvel útum gluggan! Meira um það aðeins neðar ..

18SMALL

Kæróinn að veita systurdóttirinni athygli þegar mig vantaði athygli, ekkert mál samt ..

20SMALL

Þessi rófa er náttúrulega bara stjarna, mér aumar að geta ekki verið meira í kringum hana.

28SMALL 29SMALL

Seyðisfjörður er náttúrulega alltaf bestur að mínu mati, hann er extra magnaður þegar það er flugeldar, fjöllinn birtast upp og það bergmálar út allan fjörðinn, það er ofur næs.

30SMALL

Þessi ..

31SMALL 32SMALL

Ef einhver vill kaupa miða handa mér heim og hringja í yfirmanninn minn sannfæra hann um að gefa mér borgað frí í vinnunni, getiði sent mér mail á helgi@trendnet.is – ví

33SMALL

Þarna er brennan útum gluggann! Lúxus, lúx .. us!

22SMALL 21SMALL

Já, svona er bara lífið á Seyðisfirði, snýst bara um þessa dásamlegu stelpu, í alvöru.

16SMALL 15SMALL

Skemmtilegasti frændi hljóp ótrúlega margar fram og tilbaka ferðir ..

12SMALL

Kæró er líka í miklu uppáhaldi hjá þessari litlu.

23SMALL 24SMALL 26SMALL 25SMALL

Þær voru ófáar hygge-stundir hjá Dagnýju systir, enda fyrstu jólin sem hún á barn og hús. Það er bara bilaðslega skemmtilegt!

PÁSKAR MEGA KOMA FLJÓTT!

!!!!!

LÍFIÐ VIA IPHONE – LOK 2014 – 2015

66°NorðurÍSLANDNIKEPERSONAL

 

2015 – Hvað get ég sagt, ég hef engar væntingar, en þó mjög jákvæður.

Ég er alltaf með símann á lofti, svo má til með að deila hvað gekk á í lok ársins og svo byrjun ársins.
Processed with VSCOcam with x1 preset

Þarna er Palli, við höfum verið bestu vinir síðan ég man eftir mér, við eigum okkar fyndnu og skemmtilegu hefð að fá okkur franskar í sjoppunni um jólin. Höfum gert þetta í yfir 10 ár .. börgerinn bættist samt við fyrir ekki svo löngu.

Processed with VSCOcam with t1 preset

Þeir voru ófáir göngutúrarnir með Dagnýju sys með Margréti litlu, það var best í heimi.

Processed with VSCOcam with x1 preset

Mættur í Seyðfirskt partý, það er mega skemmtilegt.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Þetta er hundurinn minn Tíbrá, hún er mesta drottning sem þið finnið. Hún er einnig afbrýðissöm og eigingjörn. Hún á mig, en svo þegar kæróinn kom, þá cuttaði hún mig algjörlega út og vildi ekki sjá mig, hún tók ekki í mál að ég elskaði einhvern annan en hana. Elsku skvísan ..

Processed with VSCOcam with f2 preset

Æ bara útsýnið, bara já, æ þið vitið.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Þetta er það besta sem ég hef borðað held ég, grafin gæs sem Anna frænka og maðurinn hennar undirbúa. Ég er ekkert að grínast, þetta er bilun.

Processed with VSCOcam with t1 preset

Jólaboð hjá ömmu og afa –

Processed with VSCOcam with f2 preset

Nei sjá’etta! Fann mynd af mér í mynda albúmi hjá ömmu ..

Processed with VSCOcam with x1 preset

Kæróinn mættur!

Processed with VSCOcam with x1 preset

Vetrarlandið góða ..

Processed with VSCOcam with t1 preset

 

 Processed with VSCOcam with g3 preset

Ég er pínu í vafa hvort ég hafi gefið kæró peysuna sem ég er í í jólagjöf til að ég geti verið í henni eða afþví mig langaði að hann mundi nota hana, ég er allavega búinn að vera í henni síðan. Meira vesenið ..

26

Út á snjóþotu með elsku bestu litlu frænku – mikil gleði!

25

Þótti alveg endalaust væntum að hitta 91′ árganginn í Seyðisfjarðarskóla, besta fólk í heimi.

Processed with VSCOcam with x1 preset

Myndaði þetta hæfileikaríka fólk –

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

 

Processed with VSCOcam with x1 preset

Nafnarnir tveir – Kasper (the dog) meikar ekki kulda og bleytu, svo þá þarf stundum að bjarga honum .. eins og á þessari mynd, hann var mega lítill í sér.

Processed with VSCOcam with t1 preset

Uppí fjalli á gamlársdag –

 Processed with VSCOcam with f2 preset

Of næs ..

Processed with VSCOcam with b5 preset

Það sem ég elska þennan bæ –

15

Svona gerist þegar 3 masterminds koma saman og spila Sequence, þá er ekkert hægt að vinna spilið. Þetta gerðist þrisvar, kid you not – ÞRISVAR.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Kæru vinir, hér má sjá, áramótin mín. Súkkulaði, snakk, te og spil til kl 03:00 um nótt – er ég fertugur? Nei ..
á ég börn? .. Neeei ..

Processed with VSCOcam with f2 preset

Fínt hús –

Processed with VSCOcam with f2 preset

Eigiði hund? Það er best, minn hundur er allavega yndislegur, endalaust kúr.

Processed with VSCOcam with t1 preset

Heyrðu ég fékk þessar semsagt ekki í jólagjöf – svo ég keypti mér þær! Er að vinna í þeim báðu, en pottþétt mega góðar fjárfestingar!

30

Mættur á Steikhúsið með bestu vinkonunum, þessar eru það allra besta sem ég veit! Snillingar með meiru .. það náðust semsagt engar góðar af mér, svo þessi verður að nægja, eins og ég sé að slefa og hlægja og einhvernveginn að væla á sama tíma. Ég var reyndar alveg að fara kasta upp úr hlátri, en eins og ég segi, þetta verður að nægja!

31

Forréttirnir voru snilld –

32

og börgerinn var líka heavy næs!

33

Mættir uppá hótel með poka af þurrkuðum mangó, hafiði smakkað þetta? Þetta er til í Bónus, stock up – og endilega sendiði mér til Köben líka, 20 – 25 pokar ættu að endast mér í mánuð. Þetta er ekki til í Köben, ég er búinn að googla oft, þetta er ekki til, þetta er ekki fokking til.

  34

Smyglarinn ég –

35

Þrykkjum svo púðum ofan á ..

36

og ready to go!

HELSTU HERRA TREND 2014

MEN'S STYLENIKESPORTSTREETSTYLESTYLEUMFJÖLLUN

Hið árlega uppgjör í stíl og tískukarlmanna!

Mér þótti engar bilaðar breytingar frá 2013, en þær eru svo sannarlega einhverjar. Ég er í fullum gangi þessa dagana að reyna átta mig árinu mínu sem er að líða, reyna greina hvað ég tek með mér og hvað gerðist. Er einhver annar hérna sem fannst að árið leið eins og bilun?

En já kæru vinir – helstu trend ársins 2014, gjöriði svo vel:

Athleisure:

Það fer ekki milli mála að þessi nýja stefna, Athleisure er helsta trend ársins. Það er í rauninni blanda af sport fatnaði og tísku. Merki eins og Adidas og Nike voru miklir embassatorar í þeim málum ásamt Alexander Wang, og þá sérstaklega samvinnan við H&M. Netasport efnið og þykku mesh flíkurnar sem voru áberandi ár til dæmis. Ég persónulega er trylltur í þetta.

best-at8 best-at7 best-at6 best-at5 best-at4 best-at3 best-at2 best-at

best-at9

Stærri bomber jakkar:

Bomber jakkarnir hafa aldrei verið eins vinsælir og í ár. Í fyrra voru þeir í minni gerðinni og því meira sem á árið leið þá urðu þeir stærri og þykkari. Merki einsog Alpha Industries vöktu mikla athygli, en þau hafa lengi hannað stóra pilot bomber jakka, ásamt Kanye West jakkarnir undir merkinu Yeezus urðu mjög vinsælir. Stærri merki á borð við Givenchy og Rick Owens kynntu einnig til sögunnar ýmsar næs útfærslur af slíkum jökkum. Ég á nokkra, en mínir uppáhalds eru vintage frá Spútnik Laugarvegi og Our Legacy.

best-bomb best-bomber7

Our Legacy

best-bomber6

Givenchy

best-bomber5 best-bomber5 best-bomber4 EXCLUSIVE: Kanye West shows off his Confederate flag Jacket after boxing best-bomber2

Áberandi svört & hvít grafík:

Það var mjög óberandi að hafa einskonar grafík á ermum í ár – sem og allsstaðar annarsstaðar á flíkinni. Svart og hvítt réð ríkjum í ár og mun eflaust halda áfram í gegnum næsta ár en stór grafísk print var mikið mixtúran í þeim málum. Hönnuðir eins og Alexander Wang og Riccardo Tisci (Givenchy) voru og eru áberandi í þessum málum ásamt svo mörgum öðrum.

best-bw best-bw8 best-bw7 best-bw6 best-bw5 best-bw4 best-bw4 best-bw2 best-bw1

best-bw9

Chelsea boots:

Fassjon múngúllinn og tónlistar maðurinn Kanye West setti Chelsea stígvélin aftur á kúl hilluna, þau voru semsagt kúl síðast á Bítlatímabilinu. Áfram Kanye. Þau eru allavega orðin nokkuð áberandi núna, en eiga hiklaust eftir að verða meira sýnileg með komandi mánuðum. Chelsea boots og skinny-buxur er alveg solid blanda.

best-ch best-ch8 best-ch7 best-ch6 best-ch5 best-ch3 best-ch1

Síðir jakkar:

Síðu jakkarnir hafa yfirleitt verið einskonar fancy flík, en hefur skipt aðeins um hlutverk uppá síðkastið og hefur orðið aðeins meira hversdags blandað við smá kúl. Eins og tildæmis við hettupeysur eða jafnvel yfir sport lúkkað outfit. Ekki svo mikið meira yfir jakkaföt lengur, sem er ágætt því mér leiðast jakkaföt. Algjörlega komið á listann minn um hvað skal versla á næstunni.

best-coat best-coats8 best-coat9 best-coat6 best-coat5 best-coat5 best-coat4 best-coat3

Heyrðu ég var með þessum manni í Kína, hann er alveg bilaðslega næs.

best-coat2

Normcore:

Normcore stefnan er fáranlega fyndin og nokkuð kúl stefna, pínu írónísk og í rauninni 90’s all over again með blanda af “mér er alveg sama um tísku” sem skapar ótrúlega næs stíl. Háar ljósar gallabuxur, girt flík ofaní buxur, sokkar og inniskór (sem þótti alveg glatað fyrst, en varð svo bara mjög næs seinna meir) til dæmis –

best-norm best-norm8 best-norm7 best-norm6 best-norm6 best-norm5 best-norm3 best-norm2

Rifnar gallarbuxur:

Rifnu gallabuxurnar voru ákveðinn kúl factor þetta árið. Það var allavega áberandi á tískuvikum, street style og hjá hinum ýmsu stíl íkonum. Ég púllaði þetta fyrir löngu, en þá var ég bara púkó.

best-rip best-rip7 best-rip6 best-rip5 best-rip4 best-rip3 best-rip2

Sneaker-brjálæðið:

Þessi áratugur sem við erum að fara í gegnum fer svo sannarlega á sögunnar spjöld sem sneaker-tíðin. Þetta hefur aldrei verið eins vinsælt og hafa helstu hönnuðir heims farið í einhversskonar samstarf við Sneaker risa eða sjálfir hannað sneaker veldi. Þar má nefna Riccardo Tisci fyrir Nike, Rick Owens fyrir Adidas, Raf Simons fyrir Adidas, Balenciaga og Yohji Yamamoto fyrir Adidas og sitt eigið merki Y-3 og ég gæti í rauninni haldið endalaust áfram. Nike heldur áfram að vinna að trylltum útgáfum, en nú er fólk að fara yfirum yfir nýju línunni Huarache. Adidas Superstars og Stan Smith skórnir voru einnig nálægt því að ná heimsyfirráðum.

Það er nóg eftir hjá Sneakerunum ..

best-sn4

Adidas Stan Smith

best-sn2

Raf Simons fyrir Adidas

best-sn

Nike Huarache

best-sn rt

Riccardo Tisci fyrir Nike

best-sn rick owens

Rick Owens

best-sn maison

Maison Martin Margiela

best-sn balenciaga

Balenciaga

Rennilársar á öllu:

Rennilásanir duttu ekkert útúr tísku í ár en þeir bættust bara við á flíkur ..

best-zip5 best-zip4 best-zip3 best-zip2 best-zip

best-zip6 best-zip7 best-zip8

xxx