FACEBOOK VESENIÐ OG FJARVERA

SITUATION

Ég lenti í því skemmtilega atviki að Facebook-ið mitt var hakkað og svo breytt passwordinu mínu, skemmtilegt það!

Ég er búinn að vera í reglulegum chat samræðum við Microsoft og reyna að sannfæra þá um að hjálpa mér að komast inná eeeeldgamlan hotmail sem er skráð á Facebook accountinn. Microsoft fólkið eru aftur á móti fávitar, svo lítið sem ekkert hefur gerst á þessum fjórum dögum. Já, bölvað fjandans vesen.

Einnig megiði afsaka bloggleysið, ég er alveg að fara afstað á ný! Fullt af skilum fyrir MAN Magasín, ásamt fullt af öðrum vinnutengdu sem þarf að sinna.

Annars – ég er ekki lengur á Facebook á meðan Microsoft liðið heldur áfram að taka mig í þurrt, en þið getið alltaf náð í mig á helgiomars@gmail.com eða helgi@trendnet.is –

Kæru vinir, breytiði reglulega um password, því hakkararnir eru öflug kvikindi.

Góðar stundir og plís krossiði fingrum fyrir mig, því þetta er bilaðslega óþæginlegt!

x

Screenshot 2014-11-16 00.57.23

HELGAR-GLEÐI OG BRUNI

GLEÐIPERSONALSITUATION

Helgin byrjaði alls ekki glamúrös. Alls ekki ..

Eftir að ég rakaði af mér hárið þá var mér góðfúslega bent á það að ég væri mjög hvítur, að ég væri með badboy look og liti út eins og ég ætti heima í ghettó-inu. Ég gat glatt mig með þeirri staðreynd að hér í Köben er búin að vera góð og mikil sól í marga marga daga og böggað mig á því að ég vinn inná skrifstofu. Svo ég tók þá ákvörðun að leyfa mér að fara í ljós –

Ég fer sjaldan í ljós, en ég fann smá desperasjón og jú, eitt skipti getur ekki drepið mig.

Svona endaði það;

weekend55

 

Ég ekki bara brenndi á mér bakið (bakið?! Allan líkamann), ég sauð það. Ég var úti allan daginn eftir í miklum sársauka í svartri peysu og svörtum jakka í glampandi sól að leita af módelum, sem þýðir stanslaus hiti, sem þýðir, áframhaldandi bruni. Það tók mig yfir 5 mínútur að rífa bolinn af líkamanum á mér þegar ég vaknaði, blanda af Aloe Vera, soðnri húð og bolurinn, þá sat hann pikkfastur við húðina og var svo gott sem farið að grafa sig ofan í húðina. Ég eeeeemjaði. Tvær klukkustundir af frosnum handklæðum, og reyna pulla mind before body. Ljós aldrei aftur – ALDREI FARA Í LJÓS KÆRU VINIR!

weekend42

Þessi tramatíska upplifun stoppaði mig ekki frá því að mæta í afmæli Siennu vinkonu. Ótrúlega skemmtileg sumarsstemming!

Við skulum mest lítið vera taka mark á þessari mynd hér fyrir ofan – við vorum ekki eðlileg á einni mynd, svo ég valdi eina af handahófi.

weekend5 weekend3

Helgi, Kristín & Hófí.

weekend2

Sienna, stórkostlegur gestgjafi. Skemmti mér dásamlega!

ÞESSI LAUGARDAGSMORGUN ..

PERSONALSITUATION

Þið þekkið eflaust tilfinninguna þegar þið þurfið að gera alveg ógeðslega mikið og þið gerið bókstaflega ekki neitt?

Ég er að eiga svoleiðis. Ég vaknaði, skrollaði niður instagram, þaðan yfir á snapchat og þaðan á Facebook. Þetta endurtók ég 3 sinnum. Svo loksins þegar ég drösslaðist uppúr rúminu hámaði ég í mig skyr með of mikið af höfrum (það var ekki dælígt) og borðaði það á meðan ég sat á gólfinu og horfði á léleg myndbönd á YouTube, skrollaði niður Tumblr, refreshaði Facebook og sendi Tinnu vinkonu sms um hvernig hún fer að því að drulla sér afstað þegar hún er löt.

Ég átti reyndar nammidag í gær, borðaði hálfan nammipoka sem var ekki einu sinni stór, ég kenni nammipokanum um.

foto (6)

 

Klukkan er núna 13:00 og ég vaknaði klukkan 09:20. Ég get ekki sagt að þetta sé mitt stoltasta augnablik .. Ég gat áður kennt þynnku um svona ástönd, en ég hef ekkert, jú, auðvitað þeirri voldugu nammivímunni sem ég var í gær. Jú ókei, jú, þetta er nammið. Enginn tekur það af mér.

Hellings vinna bíður mín – þegar ég er búinn að smella á “Publish.” Þá ætla ég loka öllum gluggum og halda áfram að vinna allar þær 1400 (ég er að ýkja, þær eru samt margar) myndir sem bíða mín.

Gleðilegan laugardag kæru vinir!

 

VITLEYSA DAGSINS ..

GLEÐINEW INPERSONALSITUATION

Já, slæmar ákvarðanir eru ágætlega reglulegar hjá mér. Ég byrjaði daginn á að hugsa hvað janúar á eftir að vera f*kking þreytandi mánuður peningalega séð. Ég þyrfti að lifa á hafragrjónum, eplum, bönunum og harðfisknum sem ég tók með mér að heiman.

Ég hugsaði líka um þetta í hádeginu á meðan ég borðaði rúgbollur samstarfsfélaga míns (sem hann seinna skammaði mig fyrir, ég er poor, no regrets).

Ég hugsaði líka um þetta þegar ég var að skoða Nike Woven sneaks á netinu, þá bölvaði ég við sjálfan mig og horfði á yfirmanninn minn og bölvaði hann líka fyrir að eiga peningana. Þaðan hugsaði ég hvort ég ætti að nota fyrirtækjakortið – sem ég ákvað svo að gera ekki.

Ó jæja, ég labbaði úr vinnunni einsamall og ákvað að taka smá krók og rölta niðrí miðbæinn þar sem ég fann sjálfan mig standandi fyrir utan ACNE búðina. Ég fann hreinlega lyktina af fínum gæðavörum og það var eitthvað afl sem dró mig þar inn. Þetta sama afl lét mig taka upp peysu, aflið lét mig máta hana og aflið lét mig kaupa hana. Ég vil taka það sterklega fram að ég hef ekkert með þetta afl að gera, þetta var yfirnáttúrulegt sjáiði til.

Áður en ég vissi af var ég farinn úr búðinni með poka í höndinni ..

acne

 

Þetta er pokinn ..

acneSMALL

Rauðu jólaþreytu”komast í rútínu aftur”bugarnir algjörlega á sínum stað.

Og jú hver anskotinn, (fallega) peysan sem yfirnáttúrulega aflið fékk mig til að kaupa.

acne2

Prentið gjörsamlega viðeigandi, enda mjög rómó.

Ég þarf ekki að endurtaka mig aftur þegar ég skrifa að ég hafði ekket með þetta að gera.

Hafragrjón (því núðlur eru dýrar hérna), here I come!

STAÐAN ..

PERSONALSITUATION

Staðan er sú að ég er að blása út. Ég veit að þetta er klisja að maður borðar of mikið á jólunum og allt þetta shjabang, en staðan á mér sú, er ekki flóknari en þetta, ég borðaði á mig undirhöku. Ég er meira segja með mynd til að sanna það.

undirhaka

 

Ég er eins og Rob Kardashian, I feel his pain. 45 kílóum þyngri.

Annars hef ég ekki gert neitt, sofið, borðað, sofið meira, borðað, horfa á þætti, knúsa hundana, sofa, horfa á mynd, borða. Dáist af ykkur hinum sem fara fín í brúðkaup, út að hlaupa, útúr húsi yfirhöfuð. Vildi að ég hefði þetta í mér.

 

Skulum líka eldsnöggt undirstrika að ég er ekki að gera grín af neinum með undirhöku á neinn hátt.

ÁRAMÓTAKVEÐJA.

ÍSLANDPERSONALSITUATIONSTYLEYNDISLEGT

Ég gæti í rauninni ekki útskýrt hvernig hausinn á mér virkar um áramótin. Þetta er tíminn sem ég hvað minnst stjórn á tilfinningum mínum og ég þarf virkalega að vinna úr hlutum fortíðarinnar í von um að ganga hamingjusamur inní nýja árið. Árið mitt hefur verið stanslaus lærdómur, og hef ég kynnst sjálfum mér betur en nokkurntíman og sérstaklega staðið með sjálfum mér, meira en nokkurntíman. Ég er stoltur af sjálfum mér, ekki útaf verkefnum, vinnu eða yfirborðskenndum hlutum heldur að þeim andlega styrk sem ég hef náð að temja mér í gegnum árið 2013. Ég á enn langt í land, en ég mun halda óður áfram á þeirri braut sem ég er búinn að vera á.

Ég uppgvötaði sjálfan mig á margvíslegan hátt, góðan og slæman og þaðan mun ég vinna að því sem má bæta, og rækta það sem ég var glaður með.

Ég hef haft kærastann við hliðin á mér í gegnum allt árið mitt og það er ótrúlegt að hugsa til þess hversu mikið ég hef lært af honum, hvað hann hefur gefið mér mikið og hvað við höfum gefið hverjum öðrum. Hann gerir mig virkilega að hamingjusamasta manni í heiminum og er ég svo þakklátur að geta byrjað árið með hann mér við hlið. Hann spilaði svo sannarlega stærsta hlutverk á árinu mínu og þar af leiðandi gaf mér langmest.

Á síðasta ári voru margir hlutir sem ég þurfti að gera upp, en í ár, er það aðeins þakklæti og ánægja sem ég tek með mér frá árinu sem er að líða.

Mikið af fólki stendur einnig mikið uppúr frá þessu ári sem hafa gert mér gott.

Þið kannski ekki getið ekki alveg ímyndað ykkur hvernig samskipti okkar Trendnet bloggarana eru, sjaldan en stundum hefur þetta verið ágætt efni í raunveruleikaþátt. En samskipti okkar eru að mestu alveg ótrúlega uppbyggjandi, þvílíkt stuðningsrík og góð er maður er í einhverjum vafa með eitthvað. Ég er þeim ótrúlega þakklátur. Einnig þykir mér nauðsynlegt að skrifa Eygló og Díönu hjá Mood Make Up School og Björk Eiðs og Elínu Arnar hjá MAN magasín.

Auðvitað allir hinir og lesendur, vinir og fjölskylda og kunningjar.

TAKK FYRIR ÁRIÐ – TAKK FYRIR MIG.

ÁRAMÓTAKVEÐJA FRÁ MÉR :-)

Eigði yndislegt kvöld og fullt af knús og kærleik á ykkur.

2SMALL

SÍÐUSTU DAGAR ÚR SÍMANUM ..

DANMÖRKPERSONALSITUATION

Kaupmannahafnarlífið síðustu dagar hafa verið mikil keyrsla, og ég man ekki hvenær ég settist eins rólegur niður og ég gerði í gær. Nú hef ég bara jólagjafir til að stressast yfir – annars orðið rólegt í vinnunnni og búinn með allar myndatökur, fundi og myndvinnslu og skilum. What a feeeeeeling!

Aðfaranótt 21 desember lendi ég á Keflavíkurflugvelli og ég er svo innilega spenntur, ég eiginlega leyfi mér ekki að hugsa of mikið um það. Ég á eftir að reyna sparka upp hurðinni á flugvélinni, hrinda fólki frá mér á flugstöðinni, skríða um á töskubrettinu og garga eftir töskunni minni, senda tollinum fokkjú puttann og syngja lag útí loftið þegar ég hleyp útúr flugstöðinni. Ég veit það bara, finn það á mér ..

Þetta verður dásamlegt, en hér eru myndir frá síðustu dögum.

d

Þið getið ímyndað ykkur mig með galopinn augun og gjörsamlega fríkaður út þegar ég tók þessa mynd. Ég ætlaði ekki einu sinni að þora að biðja manninn um að færa sig þegar ég ætlaði að fara útúr metroinum. En ég náði pumpa í mig vilja og bað sjóræningjan vinsamlegast um að færa sig og vonast auðvitað innilega eftir því páfagaukurinn mundi ekki ráðast á hálsinn á mér.

da

Þarna var ég að gera photoshoot á svaka flippuðum stað.

days

Ég hef ósjaldan bloggað um lífið heima hjá Tinnu vinkonu, enda elska ég að vera þarna. Þau gerðu eitt stykki Tom Yum Kha súpu, anskotinn hvað hún var góð.

dda

Einn af 30 nammipokunum sem við fengum uppá skrifstofu, heppni í óheppni að ég borða ekki marchipan – en ég borðaði allar karamellurnar. Allar.

ddaaa

Palæo er orðið nýjasta fæði skrifstofunnar.

ddaays

Heitt súkkulaði í afmælisboði Tinnu, mums.

ddays

Allt útum allt – en jæja, Tom Yum Kha súpan!

ddd

Þessi ungi maður mætti óvænt uppá skrifstofu og nældi sér í eitt stykki samning.

dddaaays

Afmælisboð Tinnu.

dddd

Þetta var reyndar í gær – súpermódelið Tobias Sørensen (hann veit ekkert um það að ég var að blogga um hann um daginn) & Munir yfirmaðurinn minn í Crossfit.

dddd

Snærós vinkona gerði svona fínt heima sjá sér.

ddddaaaayyyss

Torvehallerne – elska að vera þar.

ddddays

Jújú Palæo, borga 20 krónur danskar fyrir þennan hlunk.

ddddd

Ég tók hina guðdómlegu Anne Ringgaard að versla með kreditkorti fyrirtækisins, henni vantaði ýmislegt til að rúlla upp castings yfir daginn. Ég keypti mér líka bol með sama korti, en enginn uppá skrifstofu les bloggið mitt né skilur íslensku, áfram ég!

dddddd

Eins og ég sagði, guðdómleg – GUÐDÓMLEG. Anskotinn ..

SÍÐUSTU DAGAR ..

PERSONALSITUATION

Já, nei, ég er ekki alveg dauður.

Þekkiði tilfinninguna þegar það er of mikið að gera, að þú gerir bókstaflega, á allan hátt ekki rassgat? Ég er óþolandi sekur um það. Ég er meira segja búinn að missa jóla andann minn – þá er mikið sagt.

Allavega, ég safnaði saman myndum sem sýnir það að ég er kannski ekki alveg búinn að gera ekki neitt. Fór í bíó, vinnuna, borðaði, aðeins í ræktina, til hamingju með afrekin ég!

foto 2

Hérna er hádegismaturinn minn frá Palæo – eitthvað svaka mataræði sem sponsorar Elite. Bara prótein, engin kolvetni blabla ..
Í þessu; Reyktur lax, gulrætur, avocado krem, súkíni, hvítkál, ferskar appelsínur og granat epli. Engin geimvísindi þarna.

foto 3 foto 5 foto 4

Vel geymdur demantur í miðbænum, BarBurrito á Studiestræde, þetta er must af prufa í Kaupmannahafnarferðarlagi. Kæró bauð, svo fórum við í bíó.

foto 1

Ég og Lotus að scouta eftir módelum í Tivoli í mikilli ringingu. Vá hvað ég er flippaður. Hún líka.

foto 1

Tréfullt af glóandi hjörtum, ég elska þetta tré í JólaTívolí.

foto 4

Sjáiði hjartað?

foto 3

Kasper, kominn með æði fyrir Þórsmörk úlpunni minni. Hann sem sagði að hún væri ekki hans stíll, my ass.

foto 2

Að laga þessa mynd er ekki eitthvað sem ég ætla að afreka – sorry.

foto 5

Komandi tónleikar í Kaupmannahöfn, nóg af módel stelpum og módelos strákum að finna!

ÁST OG GLEÐI OG KÆRLEIKUR OG JÁKVÆÐNI!

SUNDAY ..

DANMÖRKSITUATION

tumblr_mwadaxpkXH1r6vcvfo1_500

 

.. Ég eyði mínum í tölvuvinnu, skrifum, heimatilbúnum thailenskum mat & kæróknúsum.

Eigði góðan sunnudag kæru vinir.

STAÐAN ..

SITUATIONWORK

Afhverju ekki að skella í eitt blogg á meðan ég tæmi kortið?

Dagurinn byrjaði ótrúlega snemma, undirbjó það sem ég þurfti að gera og mætti til Tinnu og borðuðum morgunmat á meðan við plönuðum síðustu outfit tökunnar.

Við eigum 3 sett eftir og þetta er búið að vera fáranlega gaman. Ég er hingað til búinn að detta úr tré og detta aftur fyrir mig, hressandi. Allt fyrir þágu listarinnar.

Hlakka til að sýna ykkur útkomuna og ég sendi bakvið tjöldin.

Þessar myndir tókum ég og Rosa módelið mitt fyrir korteri.

Photo on 11-14-13 at 4.57 PM #3

Æ ekki spurja mig eða pæla í því afhverju ég gerði þetta með hendina, ég geri þetta aldrei, ég er bara þreyttur eða eitthvað.

Photo on 11-14-13 at 4.57 PM Photo on 11-14-13 at 4.58 PM

Sjááásst!