fbpx

ÞESSI LAUGARDAGSMORGUN ..

PERSONALSITUATION

Þið þekkið eflaust tilfinninguna þegar þið þurfið að gera alveg ógeðslega mikið og þið gerið bókstaflega ekki neitt?

Ég er að eiga svoleiðis. Ég vaknaði, skrollaði niður instagram, þaðan yfir á snapchat og þaðan á Facebook. Þetta endurtók ég 3 sinnum. Svo loksins þegar ég drösslaðist uppúr rúminu hámaði ég í mig skyr með of mikið af höfrum (það var ekki dælígt) og borðaði það á meðan ég sat á gólfinu og horfði á léleg myndbönd á YouTube, skrollaði niður Tumblr, refreshaði Facebook og sendi Tinnu vinkonu sms um hvernig hún fer að því að drulla sér afstað þegar hún er löt.

Ég átti reyndar nammidag í gær, borðaði hálfan nammipoka sem var ekki einu sinni stór, ég kenni nammipokanum um.

foto (6)

 

Klukkan er núna 13:00 og ég vaknaði klukkan 09:20. Ég get ekki sagt að þetta sé mitt stoltasta augnablik .. Ég gat áður kennt þynnku um svona ástönd, en ég hef ekkert, jú, auðvitað þeirri voldugu nammivímunni sem ég var í gær. Jú ókei, jú, þetta er nammið. Enginn tekur það af mér.

Hellings vinna bíður mín – þegar ég er búinn að smella á “Publish.” Þá ætla ég loka öllum gluggum og halda áfram að vinna allar þær 1400 (ég er að ýkja, þær eru samt margar) myndir sem bíða mín.

Gleðilegan laugardag kæru vinir!

 

SPORT/LAZY OUTFIT - SIENNA

Skrifa Innlegg