SUMARJAKKINN SEM ..

NEW INSTYLE

.. setti mig á hausinn

Svona næstum því, en það að vera fullorðinn sökkar, því á mig skall skattur, og einhverjir skíta reikningar sem ég vissi ekki að voru til frá Danska ríkinu.

En það er þó þess virði, því jakkinn er svo fallegur.

Keypti hann í Acne Studios –

Next up; sumarskór!

NEW IN: LOPAPEYSA Á ÖÐRU LEVELI – GRÍMSEY – 66°NORÐUR

66°NorðurI LIKEÍSLANDNEW INOUTFIT

Ég sá þessa fínu peysu fyrst fyrir löngu, þegar ég var á Revolver showinu á tískuvikunni í Kaupmannahöfn og vakti peysan áhuga minn fyrst þar. Ég var að vinna á vegum 66°Norður og þar fékk ég söguna á bakvið peysuna mér fannst mjög skemmtileg, og hef síðan þá verið extra skotinn í henni.

Hún er ekki þessi klassíska lopapeysa, hún er með víðara hálsmál og er aðeins update-aðari og meira kúl ef þið spurjið mig. Á endanum á ermunum er rautt og blátt garn en það er inspirerað af lopapeysu trommarans Of Monsters and Men þegar hann var í heimsókn hjá fyrirtækinu. Lopapeysan hans var byrjuð að rakna upp á ermunum svo amma hans bjargaði honum með einhverju garni sem hún átti og fyllti uppí með rauðu og bláu, mjög skemmtileg saga á bakvið! Ég talaði um það að mig langaði í svona peysu þegar ég sá hana og fyrir ekki svo löngu voru þau hjá 66°Norður svo einum of góð að gefa mér eina. Ég er himinn lifandi með hana, pínu advanced lopapeysa sem er algjörlega minn stíll, ég er ekki nógu hefðbundin týpa.

01

02

03  04

NEW IN: ECCO SNEAKS

I LIKENEW INSKÓR

Ég bloggaði um svo brjálaðslega fína skó frá Ecco sem ég rakst á flugvellinum í Kaupmannahöfn fyrir ekki svo löngu sem ég slefaði örlítið yfir. Ég þá þegar ég lenti á Íslandi datt inní Smáralindina og fann þá ekki.

Seinna hafði skómarkaðsdrottningin fagra Brynja Dan samband við mig og var svo dýrleg að bjóða mér góðan (hún sagði góðan en hann var geggjaður, ef ég fæ að skjóta inní. Heppinn ég) díl á skónum ef mig langaði í þá. TURNS OUT, þeir voru til í allri sinni dýrð í Ecco búðinni í Kringlunni! Ég, eins og lítill krakki mætti sveittur í íþróttafötunum eftir spinning (sorry aftur Brynja ef þú ert að lesa) og keypti mér BÆÐI pörin, stóðst hreinlega ekki mátið.

Ég er á Seyðisfirði í snjóbyl svo ég tek almennilegri myndir við tækifæri, en hér eru þó pörin fínu:

Processed with VSCOcam with a9 preset Processed with VSCOcam with a8 preset Processed with VSCOcam with a9 preset

Ecco Intrinsic heita þessir og þeir eru þæginlegustu skór veraldar, á eftir þessum hérna fyrir neðan.

Processed with VSCOcam with a9 preset Processed with VSCOcam with a9 preset

Finnst enn svo hellað að ég eigi þá.

Þessir neðri eru enn til samkvæmt heimildum mínum, örfá pör en þau fengu mjög takmarkað magn af þeim. Ecco Kringlunni people, very good. Þeir rjúka út eins og heitar lummur

NEW IN – SPRITT NÝR ARNARHÓLL

66°NorðurHOMEI LIKENEW INSTYLE

Ég efa að það sé hægt að segja sprittnýr, ef einhverjir voru að velta því fyrir sér, sem sagt titillinn. Ég er orðinn svo internasjonal að ég heyrði þetta í sumar, og hef eiginlega sagt þetta síðan. “Vi har nemlig noget spritnyt musik til jer idag!”- Þetta heyrði ég átta sinnum í sumar, sami tónlistarmaðurinn sagði þetta uppá sviði, já, átta sinnum. Dansk slangur í boði mín allavega. Jæja, yfir í annað, þetta tengist viðfangsefninu akke neitt.

Ég er að reyna koma mér útúr allri svörtu gleðinni sem hrjáir mig varðandi klæðnað. Elísabet meira segja skammaði mig smá þegar ég sendi henni snap af farangrinum mínum, það var allt svar. Ég er búinn að kaupa mér tvær dökkbláar peysur svo ég er allur að koma til.

En þegar ég sá svarta og nýja týpu af Arnarhól þá ákvað ég að nýta gjafakortið mitt smá .. pow!

01SMALL  03SMALL 04SMALL 05SMALL 06SMALL

Brosmildur og glaður, eins og alltaf.

TÝR

66°NorðurNEW IN

Ég fékk mér þessa sjúklega fínu peysu frá 66°Norður. Ég féll pínu fyrir henni þegar ég vissi að þetta væri eldgömul hönnun og sama hönnun sem var notuð fyrir sjómennina í kringum 1926. Peysan heitir Týr og er algjört goss.

02SMALL

03SMALL

NEW IN – OUTFIT

MEN'S STYLENEW INOUTFIT

Ég mæli eindregið með því að fólk komi til Kaupmannahafnar í byrjun júlí. Þessar útsölur eru svo brjálaðslega skemmtilegar.

 

Processed with VSCOcam with t1 preset Processed with VSCOcam with t1 preset Processed with VSCOcam with t1 preset Processed with VSCOcam with t1 preset

 

Bolur: Acne Studios
Stuttbuxur: Libertine Libertine
Skór: Birkenstock

BRÚSAGLEÐI

I LIKENEW INNIKESPORT

Ég drekk sjúklega mikið vatn, sem ég er mjöööög ánægður með. Ég drekk vatn allan daginn svooo .. ég sagði bless við Iceland Glacier súttbrúsann minn eða skítavatnsflöskur héðan og þaðan og BAM! Keypti mér svona:

Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with x1 preset

Svo sýgur maður þetta bara svona .. með röri. Lúxuz

Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset

CONTAINS NO BPA! Hvað svo sem það er, þá er það víst mjög gott. Einn sem ég er að vinna með var alltaf að tuða í mér að ég gæti ekki bara verið með svona flöskur frá kælinum í Nettó, það væri ekki í boði. Jæja, Tinna vinkona átti svona brúsa og á meðan ég var heima á Íslandi notaði ég hann endalaust, þessi fíni sæti bleikibrúsi. Jæja, ég varð að fá einn líka! Það var mjög erfitt að finna hann hér í Danmörku, en ég fann á frekar dodgy heimasíðu í lokin.

Hann er samt til á solid heimasíðu á Íslandi – HÉR – ..

NEW IN: NIKE PEGASUS & FLYKNIT

ÍSLANDNEW INNIKESKÓRSPORT

 

Nike hefur verið fyrir valinu uppá síðkastið. Förum aðeins yfir þetta.

 

Processed with VSCOcam with f2 preset

Ég átti gamla ljósbláa Adidas ræktarskó, þeir voru orðnir lúmskt slitnir og 5 ára gamlir. Svo það var tími til að update-a þá aðeins. Ég tala nú ekki um þegar Sportsmaster er með 25% af öllu. Þá get ég varla ekki farið þangað og þrykkt í smá kaup, er það nokkuð?

Processed with VSCOcam with t1 preset

.. já og þessir! Þessa keypti ég reyndar ekki á afslætti, ég keypti þessa á laugardegi og svo á sunnudeginum tilkynnti Sportsmaster að það var 25% af öllu. Svo ég fór með þessa, og bara claimaði 25% afslátt sem virkaði! Kæró gerði það samt, en hey, 25% afslátturinn var minn. Ég VARÐ að kaupa mér hlaupaskó, því að hlaupa í Nike Free er bara rugl. Nú er að hlýna og BAM! Ég ætla finna hlaupagarpinn í mér í sumar. Ætla ætla ..

nikeverslun2

Þennan bol keypti ég síðast þegar ég var á Íslandi. Bilaðslega næs.

nikeverslun1

Þessi jakki var næs – en bolur og ný ræktarföt voru í forgang!

Við elskum’etta Nike.

 

 

VOLUSPA Í MAIA

NEW IN

Það er kannski ekki alltaf böggandi að versla á Íslandi. Ég datt inní Maia á Laugarvegi og ætlaði að skoða ljósmyndabækurnar sem þau eru með. Þau eru einnig með svakalegt úrval af Voluspa kertunum, sem ég hef verið að kaupa mér hérna úti. Það kom mér skemmtilega á óvart að það er ódýrara fyrir mig að kaupa kertin á Íslandi en Danmörku, so I did og sparaði tvö þúsund krónur.

Ég kaupi alltaf Lichen & Vetiver, hún er alveg frekar spæsuð og næs.
voluspa voluspa2 voluspa4 voluspa6

 

 

Þetta er svo næs.
Screenshot 2015-03-15 14.11.19

 

Ekki sponsaður póstur kæru vinir.

NEW IN: NIKE HUARACHE

DANMÖRKNEW INNIKE

Hvað gerir maður þegar maður er að stressast yfir peningamálum mánaðarins? Jú, maður refsar kredit kortinu!

BAM!

nikeSMALL

Svartir og guðdómlegir Nike Huarache fyrir mig og handa mér einum. Þeir eru of næs.

Annars eru gulrætur á tilboði í Netto hérna í Köben á 6 krónur á bakkann, enginn að fara segja mér að svoleiðis kanínufóður sé ekki snilld.

Hversu fallegir eru skórnir? Það er jú það sem öllu máli skiptir ..