fbpx

NOMOS – EINSTÖK ÚRA FRAMLEIÐSLA

MEN'S STYLENEW INSAMSTARFSTYLEÚR
samstarf með Michelsen

Ég fór um daginn uppí Michelsen og hitti þar Magnús og Róbert. Ég var reyndar mjög spenntur að hitta þá því ég fer reglulega í Michelsen og skoða Rolex úrin þar. Ég á mér semsagt draum að eignast Rolex úr. En það er annað mál, en ég var spenntur að hitta þá því þó svo að mig dreymi um að eignast Rolex úr þýðir ekki að ég sé mjög vitur um úr. En það má segja það að það hefur aldeilis breyst eftir rúmlega klukkutíma spjall með Magnúsi og Róbert. Það var brjálaðslega fræðandi að hlusta á þá og fékk ég þennan dag að kynnast ýmsum týpum af úrum en sérstaklega úrin frá Nomos Glashütte. Úrin er tímalaus og klassísk en þegar þú snýrð þeim við þá leynast miklir töfrar. Mig langar aðeins að segja ykkur betur frá.

Nomos var stofnað árið 1991 við sameiningu Vestur- og Austur Þýskalands en Nomos er staðsett í Glashutte sem er í Saxony héraðinu í Austur-Þýskalandi. Þeir eru ekki með langa sögu sjálfir en Glashutte bærinn á sér ríka hefð í úraframleiðslu en þar hafa úr verið framleidd frá upphafi 18. aldar. Til þess að mega merkja úraframleiðslu sína með Glashutte nafninu þá þarf að uppfylla ákveðnar skyldur og það gera Nomos svo sannarlega.

Ein af þessum skyldum er svokölluð “in-house” framleiðsla, en til að útskýra það aðeins nánar í sem stystu máli er að þá framleiðir Nomos sín eigin gangverk í staðinn fyrir að kaupa gangverkin tilbúin og samsett frá sérhæfðum verkframleiðanda eins og algengt er í þessum bransa. Það er töluvert afrek fyrir jafn lítinn og ungan framleiðanda því það er gríðarlega kostnaðarsamt ferli, bæði löng þróun að hanna jafn litla og nákvæma vél og úrverk er en líka að geta framleitt allt innanhúss sjálfir og fyrir þetta ótrúlega verð er einstakt í þessum úraiðnaði, sérstaklega þegar horft er til þess hversu vel skreytt úrverkin eru og hversu nákvæmur gangurinn er miðað við fjöldaframleidd svissnesk gangverk.

Það má líkja þessu saman við bílaframleiðanda; segjum að Mercedez Benz ætti verksmiðju sem sérhæfði sig í að framleiða vélar fyrir aðra bílaframleiðendur sem gætu keypt vélarnar algjörlega tilbúnar, þyrftu bara að setja þær í húddið á bílnum, tengja tvær snúrur og starta honum.

Nomos hafa einnig unnið til tuga hönnunarverðlauna fyrir sín skemmtilegu og einföldu úr en þar ríkir svokallaur Bauhaus stíll ríkjum en það er þýskur minimaliskur hönnunar- og arkitektrarstíll sem kom fram í kringum 1920 og lifði að cirka seinni heimsstyrjöldinni.

Fyrir mér er Nomos fáranlega spennandi merki, og sérstaklega eftir að ég fræddi mig um það. Ég verð extra pervertískur að læra um söguna sem liggur að baki merkis og þessi finnst mér alveg mögnuð. Úrin er hægt að skoða HÉR – og mín reynsla af úrinu hefur verið algjörlega geggjuð. Það sem er svo fyndið að ég er komin með svo fyndna úra pöddu. Alltíeinu er ég að lesa um úr og sögu úra áður en ég fer að sofa, og það er eitthvað sem ég hafði ekki hugsað mikið um áður. Djöfull er gaman að eiga næs úr – 

Ef þið hafið einhverjar spurningar þá mæli ég með að heimsækja Michelsen, þjónustan þarna er á heimsklassa og veit að þau eiga svörin við spurningunum ykkar, svo er líka alveg ótrúlega næs upplevelse að fara þangað –

Þangað til næst

xx

Helgi

NUORI NÚ FÁANLEGT Á ÍSLANDI -

Skrifa Innlegg