fbpx

NUORI NÚ FÁANLEGT Á ÍSLANDI –

SNYRTIVÖRUR
samstarf

Í Hveragerði leynist ein fallegasta búð landsins sem heitir Hringur Verzlun. Ég kynntist einum eiganda búðarinnar Irpu Fönn þegar skartgripalínan mín 1104 fór í sölu þarna og eignaðist ég þar góða vinkonu og er ótrúlega gaman að fylgjast með aesthetic búðarinnar og innblásturinn hennar. Búðin er brjálaðslega falleg og heimilisleg. Næstum eins og fallegt heimili. Ég allavega labbaði inn og rölti um og langaði næstum að taka eitt af öllu. Það segir rosalega mikið.

Eitt af merkjunum þið finnið í Hringur er húðvörurnar frá danska merkinu Nuori. Rétt áður en ég flutti frá Kaupmannahöfn fannst mér Nuori vera á allra vörum. Um er að ræða mjög ferskar húðvörur og svo margir í kringum mig í Kaupmannahöfn lofsömuðu þessar vörur. Ég er búinn að vera prufukeyra Vital Face Cream sem er troðfullt af hyaluronic sýru, jojoba olíu, möndluolíu, shea smjöri, C og E vítamíni og borið á hreina húð. Það kemur sennilega ekkert á óvart en þetta krem fær fullt hús stiga frá mér og hlakka mikið til að skoða fleiri vörur frá merkinu.

Mæli þokkalega með heimsókn í Hveragerði eða skoða úrvalið HÉR:

@helgiomarsson

VIÐTAL: MENNIRNIR Á BAKVIÐ MIKADO

Skrifa Innlegg