SÍÐASTI ÁFANGASTAÐUR & SMÁ VESEN – RAILAY BEACH

PERSONALTRAVEL

Frá Koh Lipe fórum við til Railay, súper strönd í nágrenni við Krabi, sem er þekktur ferðamannastaður. Þar eru fáranlega stór, falleg og vígaleg fjöll og þetta er alveg ótrúlega fallegt. Við tókum bát frá Koh Lipe, þar sem öldurnar skutu bátnum uppí loft. Skrautleg bátsferð! En mér þótti það í rauninni gaman.

Þaðan tókum við minivan til Ao Nang þar sem við svo tókum bát á Railay Beach, en það er einungis hægt að komast á Railay með bát.

Staðurinn var fáranlega fallegur, örlítið túristaður fyrir minn smekk. Við vorum rosalega ánægðir með hótelið og umhverfið falleg. Ég var búinn að lesa á TripAdvisor að matareitrum væri ágætlega algengt í kringum þessar slóðir svo ég vissi að við þurftum að fara extra varlega.

t57

Þegar við mættum á staðinn fundum við okkur sætan veitingastað lúmskt nálægt hótelinu og ég pantaði mér það sem ég panta alltaf .. frábært. Solid staður, þessi staður verður safety zone ..

t58

Daginn eftir ætluðum við að fara á veitingastað sem var með geggjuð meðmæli á TripAdvisor – við mættum, pakkað, og klukkutími í næsta borð. Ókei, back to safety! Við fórum aftur á staðinn okkar, pöntuðum það sama, og fórum heim að sofa.

Fjandinn fokking anskotinn, ddddjjööööööööfullinn. Ég vakna 01:42 og staðfest, ég fékk matareitrun. Sömuleiðis kæró, sem lá sárþjáður að þrjóskast uppí rúmi. Ég er hugrakkur og reyndi að kasta eins mikið upp og ég gat og ná þessu ógeði úr líkamanum.

Við vorum rúmliggjandi allan næsta daginn, og ég náði að koma hálfum snickers bita ofan í mig.

Þessar myndir að ofanverðu er daginn, eftir rúmliggjandi daginn.

t61

Maginn bókstaflega skroppinn saman og ég varð saddur af hálfum banana. Yfirvofandi trust issues fylgdu þessari upplifun og það sem ég lifði af var: Choco Pops á morgnana, snakk eða banani í hádeginu, og hálf ham & cheese sandwhich á kvöldin. Ég þorði ekki að setja neitt ofan í mig sem gæti valdið þess að ég mundi fá aðra matareitrun.

t60

Við vorum þó ánægðir með sixpakkið sem við fengum sem fylgdi þessu veseni.

t62 t63 t64

t59

Ég var gjörsamlega dáleiddur af þessum fjöllum, svo flott. Minnti mig á Avatar fjöllin, so nice.

t69

t70

Bakþema í þessum myndum, sssooorrrý’bout it.

Ég var persónulega ánægður að komast heim að borða skyr, granola, og allt þar á milli. Við vorum þarna í 5 daga, flugum svo frá Krabi til Bangkok og þaðan beint til Dubai og heim.

Ég skal alveg viðurkenna það að svona vesen er ömurlegur skellur í svona næs ferð, en við nýttum þá bara tímann okkar að sleikja sólina (sem gekk mjög vel) og fengum fullt af tani í þessum ríkoverí-i –

Ef þið eruð að fara á svipaðar slóðir, kaupiði þessa mjólkurgerla töflu dót. Það er ekki gaman að lenda í svona.

Annars erum við himinnlifandi með þennan túr, og Koh Lipe gerði allt fyrir okkur. Ég mundi endurtaka matareitrunina ef ég fengi að upplifa Koh Lipe eins og ég gerði, ééééég er að segjaða.

KOH LIPE 2

PERSONALTRAVEL

Ég kom heim fyrir viku OG ÉG ER ENN BRÚNN.

Nei öllu gríni sleppt, ég hugsa stöðugt um þessa eyju. Ég veit að ég mun fara aftur, helst í sumar, eða haust. Ég held ég hafi aldrei verið eins afslappaður í lífi mínu.

t34

Þessi dúlla tók vel á móti okkur þegar við gengum útaf hótelinu.

t35

Það sem kom svolítið á óvart er hvað margir búa á eyjunni, en hún er gjörsamlega pínu lítil. Það mundi kannski taka klukkutíma að labba í kringum eyjuna eða eitthvað, kannski tvo. En þarna eru hús, og fjölskyldur og lítill skóli held ég. Þau búa við mikla fátækt sem er líka erfitt að horfa uppá.

t37

Í þessum ágæta göngutúr vorum við á leiðinni til Sunset beach, og við héldum að við værum að fara í Lord of the Rings mission, svona fótgangandi, þá gerðum við okkur ekki grein fyrir stærð eyjarinnar. En þessi túr var tæpur hálftími. Frekar fyndið.

t38

Bam! Sunset beach ..

t49

t51

Við fórum bara aftur heim eftir að við vissum hvar þessa strönd væri að finna og fórum aftur þegar sólin fór að setjast ..

t46

Þetta þykir mér eflaust það erfiðasta við þetta allt saman. Hundarnir, ég reyndar keypti ógeðslega mikinn mat sem ég var með í töskunni til að gefa götu hundunum á næstum því hverju einasta kvöldi, svo ég gerði þó smá handa þessum litlu krúttum. Ef ég mætti ráða mundi ég taka þá alla með mér heim að knúsa þá.

t44

t47

t42

Þetta var svo mikill lúxus, að hoppa útúr hótelinu og kaupa sér ferska ávexti. Ég keypti mér endalaust af þessum brúna ávexti sem sést neðst til hægri. Maður beit í svona pínu harða pínu moldaða skel og inní var silkisléttur fáranlega góður ávöxtur, bragðast eins og ekkert annað, og bara, damn. Veit einhver hvað þetta heitir?

t56

Svalasti maður í Tælandi. Ég mætti honum fyrst niðrí bænum, og hann brosti til mín. Kannski af því ég starði á hann, óvart. En hann var frábær, og ég var búinn að vera á kajak yfir daginn þegar ég rakst á hann og spurði hvort ég mætti smella af mynd af honum, hann brosti bara aftur ..

t55

Einum of flottur.

t43

Ég er mesta kuldaskræfa í heiminum, og þarna á Koh Lipe var ekki í boði neitt heitt vatn SSSVO, ég þurfti að venjast köldum sturtum. SEM ÉG GERÐI. Sem ég hélt ég gæti aldrei, en í lokin fannst mér það geggjað. Svo gerði ég heiðarlega tilraun til að fara í kalda sturtu hérna heima, aint gonna happend.

t33

Síðasti dagurinn á eyjunni áður en við fórum á Railay Beach ..

KOH LIPE – MALDÍVUEYJAR TÆLANDS OG PARADÍS

TRAVEL

Vinkona mín og samstarfskonan mín, Helena, gat ekki mælt meira með að heimsækja Koh Lipe, er pínu lítil eyja syðst á Tælandi, eiginlega sniffandi eyrað á Malasíu. Svo mældi hún einnig með resorti sem heitir Castaway Resort. Ekki my first pick, miðað við Booking.com EN engu að síður, við skelltum okkur á það. Það kostaði sitt, sérstaklega í high season, en ef einhverjum ætti að treysta, þá er það Helena.

Við áttum stór-kostlega átta daga á Koh Lipe. Eyjan er pínu lítil og hlýleg og þæginleg og autentísk (allavega okkar svæði, það var walking street þarna sem var pínu touristy), sjórinn var kkkkrrrrristaltær, gegnsær næstum því, með nemó svamlandi í nemó húsunum aðeins nokkrum metrum frá ströndinni. Æ ég veit ekki hvað það var, einhver tilfinning bara. Smábæjarstrákurinn ég fann mig eflaust på plads á svona litlum sætum stað.

Resortið var einnig æði, fáranlega kósý, homie, hippie stemning, geggjaður matur, mjööög eco. Lítið um internet og rafmagn og ískalt vatn og heitt vatn. En það truflaði eiginlega ekki, því maður datt strax í einhvern gír. Reyndar var smá moskítóvesen, en hey, ég er í Tælandi.

t32

Útsýnið úr fyrra bungalowinum okkar var alls ekki slæmt. En við fluttum seinna í bungalowinn sem gaurinn í bláu stuttbuxunum er beint fyrir framan. Beach Front baby ..
Annars var ég að taka eftir rauða blettinum hjá hælnum mínum og já, þetta er pottþétt moskítóbit.

t20

Hafið var bara svo brjálaðslega næs, ef dökku blettirnir eru bara svona coral reefs, þar sem maður snorkaði bara yfir og heilsaði uppá Nemo og co ..

t27

Ömurlegur dagur ..

t25

Þessi prins

t30

Fæ alveg smá svona kipp í ferðalagshjartað. Þetta var svooo næs.

t23 Við vorum semsagt með tvö hengirúm á pallinum okkar og shit hvað þau voru ekki lítið notuð. Það er einnig svolítið skemmtileg saga á bakvið þessi hengirúm, meira um það seinna!

t29

t28

Mig minnir að þetta hafi verið beint eftir morgunmat kl 09:00, svona, ííí alvöru samt. Í Danmörku leggst ég vanalega aftur uppí rúm eftir morgunmat til að koma í mér hita fyrir daginn.

Fylgist með á instagram: @helgiomarsson

ÉG ER Í BANGKOK – MYNDIR

PERSONALTRAVEL

Sawadeekaaap!

Ég er mættur til Bangkok, mætti fyrir tveimur dögum, sirka. Ég er alveg gjörsamlega ringlaður í hausnum yfir tímamismun. Ég flaug frá Kaupmannahöfn kl 14:00 á laugardaginn síðastliðinn til Dubai, stoppaði þar í fjóra tíma og missti næstum því af fluginu (það voru tvö flug með Emirates til Bangkok með 20 mín millimun, og ég ruglaðist, kill me), og lendi svo snemma um morguninn á sunnudeginum. Svo ég var out’n’about í Bangkok á sunnudeginum og svo er dagurinn í dag. Með þessum skrifum er ég líka aðeins farinn að átta mig sjálfur.

Við erum meira og minna búinn að liggja í djúpsteikingu, versla allskonar, borða ógeðslega mikið af Thai food, fara í þrjú nudd og njóta okkur hérna uppá hóteli sem við erum einstaklega skotnir í. Það heitir Hotel Chatrium Riverside Bangkok og við erum í einum af svítunum þar með magnaðasta útsýni í heiminum. Það var einstaklega gaman að vakna kl 06:00 í morgun (ekki kaldhæðni) og labba um herbergið og bara “vóó” og “vooóóó” – leyfum myndunum bara aðeins að tala

    t01
Ég ætlaði svo að reyna sofa út en svo rumskaði ég við mér rétt tæplega sex og það var ekki séns að sofna aftur, þetta var svooo falleg sjón.

t02

Ekki glatað að sjá þetta um leið og maður vaknar ..

t06

t03

t07

t14 Útsýnið frá svölunum ..

t16

Morgunmaturinn svo borðaður við ánna .. mögulega trylltasta morgunverðarhlaðborð sem ég hef séð. Hlakka til að vakna á morgun og fara troða oní mig.

t17

t18

Sundlaugin fína – ég er þó ekki búinn að fara ofan í hana og kem ekki til með að gera það því hún var ÍS-köld. I aint do ísköld.

Á morgun er aftur rise kl 06:00 og uppá flugvöll þar sem við fljúgum til Hat Yai, og þaðan förum við til Koh Lipe, sem er algjör paradísar-eyja. Við verðum á stað sem heitir Castaway resort sem alveg fáranlega margir sem ég þekki hafa mælt með, þetta á víst ekki að klikka, svo ég er mejúklega spenntur. Ég leyfi ykkur að fylgjast með x

Þið getið fylgst með meiru á bæði snapchat & instagram
instagram: @helgiomarsson
snap: helgiomars

PAKKAÐ FYRIR TÆLAND

PERSONALTRAVEL

Já, ég er að fara aftur til Tælands. Þrisvar sinnum á tólf mánuðum. Í þetta skipti er ég að fara með kæró og við erum að fara í frí. Ég fæ þannig séð ekki nóg af Tælandi. Við ræddum og skoðuðum mikið hvert við ætluðum að fara, og Mexico, Kúba, Filippseyjar og enn fleiri áfangastaði. En við enduðum aftur á Tælandi, og ég er hræddur um að það mun enda með að vera Tæland að eilífu. Ég án gríns elska þennan stað, matinn, fólkið, æ þið vitið. Ég elska Tæland. Ég er mjög spenntur að vera fara aftur, ég gæti þess vegna flutt þangað.

Við leggjum afstað á laugardaginn, og fljúgum með Emirates sem er hingað til uppáhalds flugfélagið (fyrir utan Icelandair að sjálfssögðu, one love Icelandair), þar er allt frítt og síðast þegar ég fór voru allar þær bíómyndir sem voru Í BÍÓ .. í Entertainment systeminu, og mér leiddist akkert.

Ólíkt síðustu tveimur skiptum sem ég hef farið, þá ætla ég að taka tölvuna með mér, og myndavélina að sjálfssögðu og reyna update-a ykkur jafnóðum. Það er eitthvað lítið gaman að blogga frá skítgrárri Kaupmannahöfn á þessum tíma ársins, en eflaust drullu skemmtilegt að blogga frá Le Thailandos.

Annars er ég byrjaður að undirbúa allt, þar sem ég pakkaði síðast sama dag og ég fór. Æði.

pft01

Sólgleraugu – aldrei nóg af sólgleraugum. Djöfull hlakka ég til að vera með sólgleraugu á andlitinu mínu aftur, shit.

pft02

Vegabréfið mitt, ég set það – aldrei – á sama stað eftir að ég er búinn að ferðast, sem er óþolandi. Ég var í góðan hálftíma að finna það í þetta skiptið. Svo fann ég tælenskan pening, 1890 tælensk baht til að vera nákvæmlegur, alveg hreint. Og þarna er líka varasalvi með sólarvörn.

pft03

Apríl vinkona gerði einhvern status um daginn um þessa bók “Ég man þig” eftir Yrsu, sem fékk engin smá viðbrögð, svo ég hringi beint í mömmu og hún sendi mér eitt koppí.
Ég verð alltaf að vera með notebook með mér í ferðalög, skiptir engu máli hvert ég er að fara.
Shoe Dog – Phil Knight, bók um manninn bakvið Nike merkið. Mjög spenntur að lesa hana.
Þegar ég og Palli fórum út í september splæsti ég í svona svaka djúsí púða, sem reyndist mér drullu vel. Tek’ann með.
Bestu heyrnatól sem ég hef átt – frá Beoplay
Sequence – þegar ég og kæró fórum í okkar fyrsta frí, janúar 2013, fjögur fokking ár síðan, þá tók hann Sequence með, og mér fannst það pínu skrýtið. Nú tökum við það hvert sem við förum, það er mjög fyndið. Ef það kemur rigningardagur eða eitthvað, þið vitið.

pft04

Sólarvarnir, allskonar tegundir. Olíur, krem, sterk, væg, allt þarna á milli.
Sótthreinsisprey á hendurnar, mikilvægt.
Bláa lóns mineral mósturæsíng krem.

pft05

Við áttum þetta sem betur fer frá því í sumar – algjör snilld. Aloe Vera, því það eru svona 98% prósent líkur á því að ég brenni. Ekki af því að ég brenn auðveldlega, það bara gerist alltaf einhvernveginn. Sofna í sólblaði eða einhvern fjandann.

pft06

Gadgettarnir
Polaroid kamera & filmur
GoPro
OG magaveski, þú ferð ekki til Tælands án þess. Mitt er algjör snilld, þetta er bara eins og lítil slanga, en það kemst fáranlega mikið ofan í þetta ágæta magaveski, ég er að segja ykkur það.

pft07

ooooog næst fötin! Fyrst nærbuxur ..

Ég er mjög gjarn að taka alltof mikið með mér til að hafa option og eitthvað.

3 stuttbuxum
1 sundstuttbuxur
5 hlýrabolir
3 bolir
1 sneaks & 1 sandals
Ein þunn peysa –

meira þþþaaaaarf maður ekki .. það er – allt – til þarna svo, s’allgood.

TÆLAND – PARTUR 3 – BANGKOK & BARNAHEIMILI PALLA

PERSONALTRAVELUncategorized

Síðasta Tælands-bloggið.

Let’s go!

Processed with VSCO with a8 preset

Þarna vorum við vinirnir nýbúnir að ákveða að fara beint til Bangkok eftir Koh Tao. Upprunalega planið var að fara til Koh Lanta, Krabi, Koh Phi Phi og þaðan til Bangkok. Við semsagt flýttum ferðinni og fórum beint til Bangkok, þar sem okkar aðal mission beið okkar. Að finna og heimsækja barnaheimilið hans Palla sem hann var ættleiddur frá rúmlega fjögra ára gamall.

Processed with VSCO with a8 preset

Ferðin til Bangkok var löng og ströng, en rúmlega tólf tímar. Rútan var reyndar rosalega næs og hægt að halla sætinu þannig að maður eiginlega með rúm bara. Mjög næs.

bkk01

Hér má sjá sætasta litla dreng í heiminum. Þetta er semsagt mynd af Palla sem send var til Íslands til foreldra hann þegar þeim var tilkynnt að þetta væri litli drengurinn sem þau voru að fara ættleiða. Alveg einum of sætur.

Palli var semsagt fundinn á götunni í Suður Bangkok þriggja mánaða gamall og var á barnaheimili þangað til hann var rúmlega fjögra ára. Í þessari ferð, heimsóttum við barnaheimilið.

bkk02

Það hefur verið plan mitt og Palla að fara saman til Tælands frá því að við vorum litlir, svo það var frekar magnað að þetta varð allt saman að veruleika.

Processed with VSCO with a8 preset

Þetta var alveg stórkostleg upplifun að fá að fara þangað með honum.

Processed with VSCO with a8 preset

Þessi man vel eftir honum. Millinafn Palla er Thamrong, og um leið og hún heyrði það þá kveikti hún á perunni. Hún var svo hissa hversu stór hann væri. Ótrúlega mögnuð stund.

Processed with VSCO with a7 preset

Loks fengum við að hitta litlu gullin. Ef ég hefði verið með eggjastokka hefðu þeir sprungið akkúrat þarna. Þessi börn voru svo falleg og brosandi. Ég eiginlega bara var svona ‘stunned’ – þau voru SVO brosandi og falleg. Viltu sjá og skoða og knúsa og klappa og snerta tattoo-in og ég veit ekki hvað og hvað. Þessi litli drengur í græna var óneitanlega í uppáhaldi, en hann vildi bara knús og láta halda á sér.

Processed with VSCO with a8 preset

Palli var sjálfur einstaklega vinsæll hjá krökkunum.

Processed with VSCO with a7 preset

Processed with VSCO with a8 preset

Ég þurfti heldur betur að koma hausnum á réttan stað á meðan ég var þarna. Ég fann það að ég varð alveg einstaklega tilfinningasamur þarna, tilhugsunin að þessir krakkar séu munaðarleysingjar og að ég gæti ekki bara tekið þau með mér heim og knúsað þau alla daga. Ég þurfti einhvernveginn að kyngja þessu öllu saman og bara gefa af mér þennan stutta tíma sem við fengum að leika við þau. Mér líður samt ótrúlega vel að sjá að krakkarnir hafa það rosalega gott þarna og vantar ekkert þarna.

bkk09

Það er erfitt að ímynda sér hvernig Palla leið þarna.

Processed with VSCO with a8 preset

Ókei samt, ég hefði alveg getað stolið þessum dreng. Ég viðurkenni að ég féll alveg fyrir honum. Varð eiginlega alveg ástfanginn af honum.

Processed with VSCO with a8 preset

Þetta var alveg einstakt augnablik. Palli fór svo í næsta hús þar sem stóð kona, og maðurinn sem var með okkur sagði “Thamrong” við hana og maður sá alveg hvernig hversu hissa hún var. Hún eiginlega bara vissi ekki hvað hún átti að segja og knúsaði hann og gat ekki haldið aftur tilfinningum. Ég verð bara meyr við tilhugsunina! Gah! Hún semsagt var mikið með hann þegar hann var að alast upp á heimilinu.

Processed with VSCO with a7 preset

Við Palli gistum á alveg ógeðslega næs hóteli í Bangkok, sem bauð uppá geggjaðan morgunmat. Ég varð að documentera.

Processed with VSCO with a8 preset

Processed with VSCO with a9 preset

Processed with VSCO with a8 preset

Sundlaugin var líka úber næs. Það magnaðasta við það allt saman var að uppí þessu tré fyrir aftan mig voru fáranlega margar leðurblökur að borða ber og fljúga yfir okkur í sundlauginni endalaust. Frekar hellað.

Processed with VSCO with a7 preset

Ég var fyrst skeptískur að borða á götum borgarinnar, semsagt þegar ég fór í janúar og eiginlega þegar ég lenti í Bangkok. Í gegnum ferðina sá ég að það var lang besti maturinn í Tælandi. Við borguðum að meðaltali 97 – 170 kr íslenskar fyrir þessa rétti á mörkuðunum hjá hótelinu. Þetta var SVO autentískt og gott, fjandinn hafi það.

Processed with VSCO with a8 preset

Processed with VSCO with a7 preset

Processed with VSCO with a8 preset

Við Palli erum báðir miiiklir mataráhugamenn og sérstaklega tælenska matargerð, svo þetta var algjört fest fyrir okkur. Að fá að fylgjast með og læra.

Processed with VSCO with a8 preset

.. oooog heim!

Ég gæti ekki verið meira þakklátur fyrir þessa ferð með Palla og fékk alveg ótrúlega mikið útúr henni. Tæland er komið til að vera, elska þetta land!

TÆLAND – PARTUR 2 – KOH PHANGAN & KOH TAO

PERSONALTRAVEL

Eftir áááátta daga í Chiang Mai var ferðinni heitið á Koh Phangan, þar sem við ætluðum að prófa að upplifa hið ofurfræga Full Moon partý. Það er eitthvað sem ég hef verið með á bucket listanum frá því að Dagný systir fór fyrir löngu, fannst það mjög kúl og spennandi partý. Ég er ekki mikill partýpinni, en ég ákvað þó að þetta er eitthvað sem ég verð að prófa. Við lentum í MIKLUM ævintýrum á Koh Phangan, sem setti frekar fyndið strik í ferðareikninginn. Förum yfir þetta allt saman ..

k01

Ferðalagið byrjaði þannig að við flugum frá Chiang Mai til Surat Thani, þaðan tókum við svona ferlega flotta rútu (þar sem sætin voru lúxux, hægt var að halla niðrá kjöltu einstaklingsins sem sat fyrir aftan, mjög gott) á höfnina þar sem við tókum bát til Koh Phangan, súper partý eyja.

k02-1

Þessi bátsferð var frekar skemmtileg og ansi hippuð, fólk einhvernveginn sat útum allt á skítugu dekki, með sígarettur og með stóra bakpokann sinn og var eitthvað að flétta hárið á hvert öðru og svaka kósí. Ótrúlega carefree eitthvað.

Processed with VSCO with a7 preset

Áður en partý-gleðin byrjaði þá vvvvarð ég að fara hingað! The Challange, sem er svipað og Wipe Out, sem mig hefur líka alltaf langað til að prófa (ókei ÞAÐ er á bucket-listanum mínum!!) og þetta var svosem nálægt því. Ég elska svona. Smá adrenalín, krakkinn í manni brýst út (sárt að maður sé ekki krakki lengur, shit), hopp, allt þetta. Ég elska þetta. Hægt var að fara í gegnum brautina, eins og í Wipe Out og ég fór hana á 04:02, ekki besti tími í heimi, en hey. Djöfull var þetta gaman.

Processed with VSCO with a7 preset

Hafiði ekki séð svona video á Facebook? Ég var mjög spenntur þegar ég sá þetta, en vissi að ég þurfti að gera þetta allra síðast því fólk á undan mér var að skjótast uppí loftið og lenda kylliflatt á bakið og magann. Mér fannst týpískt að ég mundi lenda einhvernveginn svoleiðis. Þetta var gaman, en samt svona scary, pínu óþæginlegt líka. Mér tókst þó einhvernveginn að splæsa í smá framheljarstökk og lenda nokkuð solid.

Processed with VSCO with a7 preset

Processed with VSCO with a7 preset

Svo gaman!

Processed with VSCO with a8 preset

JÆJA!!!!! ÖRLAGARÍKA KVÖLDIÐ. Þið sem ekki fylgdust með okkur á Snapchat.

Ég og Palli fórum út eitt kvöldið, svona pre-Full Moon partý, varla pre, bara nett partý og voða gaman. Við dönsuðum uppá borðum, skemmtum okkur rosa vel. Svo hverfur alltíeinu Palli, eins og hann hafi fuðrað upp. Ég leitaði undir skeljum og bjórflöskum. Ég var svo handviss um að hann væri bara farinn uppá hótel, þið vitið, ég týndi honum og hann mér. Enginn Palli uppá hóteli. Ég vakti heillengi eftir honum, sofnaði fyrst rúmlega 05:00 og svaf svo lítið um nóttina, enda að fríka út yfir því hvað hafi orðið um Palla. Ég reyndi að róa mig niður og grunaði að hann hafi pottþétt bara farið uppá hótel með einhverri skvísu eða eitthvað. Klukkan 10:15 daginn aftur er bankað á Bungalowinn okkar, og viti menn. Þetta var Palli, blóðugur, aðeins klæddur stuttbuxum og eigin blóði.

Palli semsagt rankar við sér útí skógi, einhverssaðar á miðju Baan Thai ströndinni, sem er heeeeeeejúts. Elsku drengurinn hefur dottið í blackout og man ekkert. Vegabréf, horfið. Sími, horfinn. Peningar, veski, kreditkort .. horfið. Allt horfið. Hann kom sér einhvernveginn uppá hótel, með hjálp lögreglu og sjúkrahúsins sem hann fór á þarna um morguninn.

Ég böggaði mig reyndar ekki mikið á því, einfaldlega því mér var svo léttir að hann var heill á húfi. Við tókum þessu eins og þetta kom á móti okkur, og díluðum við þetta. Palli semsagt lenti í massívu ævintýri, vitum ekki hvort hann hafi hreinlega verið rændur, eða hvað gerðist. Þetta var 100% Hangover dæmi.

Processed with VSCO with a8 preset

Við mættum að sjálfssögðu galvaskir í Full Moon partý-ið daginn eftir og var mega gaman! Við hittum einnig dásamlega Íslendinga sem gerði þessa ferð okkar enn betri.

Processed with VSCO with a7 preset

Mættir á paradísar-eyjuna Koh Tao. Ég elska þessa eyju, hún er eins og tælenskur Seyðisfjörður. Lítið, heimilislengt, stórkostlega fallegt.

Processed with VSCO with a7 preset

Ég fór að sjálfssögðu í Crossfit á Koh Tao, en þar er sjúklega fínt, lítið og flott box. Ég reyndar hef – aldrei – í lífinu svitnað eins mikið. Það var svo mikill raki og steikjandi hiti að ég vissi ekki neitt.

k12

Ég varð alveg ástfanginn af þessu litla krútti. Hún var ekki ólétt, bara feit og sæt og glöð.

k11

k121

DCIM100GOPRO Processed with VSCO with a8 preset

Ég var alveg einstaklega ánægður með hótelið okkar á Koh Tao, en við vorum með eyjuna Nang Yuan í bakgarðinum, tvær sjúklega fínar sundlaugar OG sólsetrið á hverju kvöldi. Algjört paradísardæmi.

NÆSTA BLOGG PÅ VEJ!

 

TÆLAND – PARTUR 1

TRAVEL

Vitiði, mjög ólíkt mér, en ég tók furðulega lítið af myndum í þessari ferð. Ég eiginlega skammast mín svolítið fyrir það. Samt ekki, því ég var miklu meira í því að soga að mér augnablikum og menninguna í staðinn fyrir að vera með símann uppi endalaust og skildi hann margoft eftir á hótelunum eða gistingunum sem við vorum á. Þessi ferð var svaka næs og ég er alveg meiriháttar þakklátur að fá að eyða svona góðum tíma með besta vini mínum, við því miður hittumst ekki mikið þegar við búum svona langt í burtu frá hver öðrum.

Tökum ferðarbloggið með myndum, það er miklu skemmtilegra!

Processed with VSCO with a9 preset

Mættir til Bangkok, við ákváðum að stoppa stutt og enda svo ferðina í Bangkok. Flugið var einstaklega langt en ágætir 11 klukkutímar og 50 mínútur.

t03

Við náðum þó að heimsækja fræga Khao San Road, það er helst backpacking svæðið í Bangkok. Þar er meðal annars boðið uppá mikið úrval af pöddum sem hægt er að kaupa og borða. Ég borðaði sporðdreka, sem mig grunaði ALDREI að ég mundi nokkurntíman gera. Bragðið var núll gott en þó mikil upplifun. Shit maður. Mæli með að fara á Khao San Road ef þið farið einhverntíman til Tælands – kannski ekki með börn samt!

Processed with VSCO with f1 preset

Eftir tvo sæta daga í Bangkok tókum við næturlest til Chiang Mai. Sú lestarferð tók 14 tíma en mér fannst hún sjúklega næs. Fannst ferðin engin kvöð þó að hún hafi verið löng. Ég elska lestir og ég gæti auðveldlega ferðast um allan heim í lest. Við fengum okkar eigin svona rúm, ef svo má kalla, með svona tjaldi fyrir. Það var sjúklega kósí, ég meira segja svaf ekki nema fjóra tíma í þessari ágætu lestarferð, en djöfull var hún næs. Ég hef ekki verið að lesa bækur mikið en þar las ég nýju Harry Potter og AAAANSKOTINN hvað hún er góð. Það er eins gott að þau gera bíómynd, seeeeriously!

Annars var ég spenntur að fara til Chiang Mai, hef alltaf haft áhuga á að fara þangað og efst á óskalistanum var að fara að heimsækja fílana. Við fundum mjög öruggan og fallegan sanctuary þar sem þau bjarga fílum og svo borgum við fólkið bara pening til að dekra við þau og gefa þeim fullt af mat og ást og knús og dekur. Það er góð ástæða fyrir því að þessi dýr eru kölluð ‘ Gentle giants ‘ en þessir fílar voru yndislegir og ég fann ekki fyrir tilfinningu um að þeim leið óþæginlega. Þeir nutu athyglinnar og matarins sem þau fengu, miðað við mína upplifun allavega, og vona það innilega. Það mundi brjóta á mér hjartað ef ég fengi að vita að þeim þætti þetta óþæginlegt eða að þetta mundi valda þeim einhversskonar kvíða eða stressi. Ég las reyndar mikið um þessi mál í Tælandi og er ég nokkuð sannfærður um að fílunum líði vel í svona rólegum túr og svo lengi sem ekki sé farið á bak og þeir séu að gera einhvers trix.

Processed with VSCO with a8 preset

Mér fannst þetta geggjuð upplifun, og ég gerði mitt besta að reyna að láta þau finna að ég og við vorum þarna til að gera þeim gott. Ég upplifði smá svipað með þeim og hundum, alveg svona einstaklega gáfuð og einlæg dýr.

t10

Þessi fallega fílamamma var ólétt og nokkuð langt komin. Hún var alveg ótrúlega róleg og móðurleg. Það sást rosalega vel á henni og það var hægt að finna litla fílabarnið á fullu í maganum á henni, það var líka magnað. Ég spurði hvort henni þætti það óþæginlegt, en einn af þeim sem vinnur þarna talaði um að hún væri meira stolt af því sem væri að gerast í maganum á henni, það var pínu krúttlegt.

t09

Það sem var eiginlega magnaðasta við þessa ferð að hitta fílana var fólkið sem var með. Ég get eiginlega ekki lýst því hvað við lentum í stórkostlegum hóp af fólki. Við hoppuðum uppí bíl um morguninn og ég man ég sagði “Good morniing!” og eftir það, var bara spjallað og talað um allt milli himins og jarðar. Það tók 1 klukkutíma og 40 mín að komast á staðinn, en þetta hefði getað verið 20 mínútur. Þarna var yndislegt, stórkostlegt par frá Vancouver, systur frá Ítalíu, kennari sem tók sér ársfrí til að ferðast með sjálfri sér (Eat, Pray, Love much??) frá Boston, stelpa frá eyju á Frakklandi sem var að ferðast ein og og önnuð frá Tansmaníu sem var einnig að ferðast ein. Þetta fólk var – STÓRKOSTLEGT – hvert og eitt einasta.

Processed with VSCO with a7 preset

Þessi var algjör kelirófa, mjög ung og krúttleg. Hún elskaði að láta dekra við sig, það var ofur krúttlegt.

Processed with VSCO with b6 preset

Eftir drullu meðferðina sem þau fengu frá okkur var svo baðað sig. Æ þetta var svo gaman. Gæti ekki mælt meira með svona túr ef einhver ætlar til Tælands. Þá að velja hinn hárrétta. Stranglega bannað að fara á bak og horfa á trix :)

Processed with VSCO with a8 preset

Ég hef borðað hádegismatinn minn á ljótari stöðum.

Processed with VSCO with a8 preset

Það var svolítið magnað líka hvernig þessi matur var gerður, það var ekki beint eldhús, eða jú, en bara einfalt eldhús gert úr bambus og hrísgrjónin koma úr akri rétt hjá, æ þið vitið. Það var rosa gaman. Þetta var líka ljúfengt! Absolút!

t06

Komnir í Grand Canyon í Chiang Mai, mjög skemmtileg upplifun. Ég er algjör krakki þegar kemur að vatni og stökkpöllum og allt þetta, svo ég skemmti mér konunglega. Þetta er í rauninni já, Canyon? Hvernig útskýrir maður það? Með fullt af vatni sem hægt var að hoppa í.

DCIM100GOPRO Processed with VSCO with a8 preset

Daginn eftir að við vorum þarna dó maður þarna. Sem var pínu svona, jaaá, ókei. Frekar hellað. Það sem gerðist var að hann hoppaði ofan í vatnið, einhver kjáni án þess að horfa niður og kanna svæðið hoppar bara niður og lendi á hálsinum á greyjið manninum og hann deyr samstundis. Alveg ótrúlega sorglegt og vont að heyra.

Processed with VSCO with a9 preset

Já, þessi týpa.

Processed with VSCO with a8 preset

Þennan dag fórum við í lífrænan cooking class sem mér fannst ágætt. Ég stóð mig reyndar ekki eins vel og ég hefði haldið, svo ég fór í örlitla fýlu svona innst inni. Skemmtileg upplifun þó!

Processed with VSCO with a8 preset

Ég elskaði gististaðinn okkar í Chiang Mai. Við gistum í einskonar tréhúsi hjá yndislegu fólki. Þau gerðu bókstaflega allt fyrir okkur og setti alveg stórt og fallegt strik í heildarferðina.

t17

Þarna má sjá húsið að degi til, ég gæti auðveldlega búið þarna, auðveldlega!

Processed with VSCO with a8 preset

Síðasti dagurinn á Chiang Mai og við nýttum hann í Sunday Night Market sem er gjörsamlega hjúts. Það ringdi allan þennan dag mjög mikið svo það var vatn uppá ökla útum allt. Þarna var allt til, allskonar matur, og þið vitið, allt. Þá meina ég allt. Það var allt til þarna. Þetta svæði var eflaust á stærð við allan miðbæinn, þetta tók virkilega engan enda.

NÆST: Koh Phangan og Koh Tao!

Instagram: helgiomarsson
Snapchat: helgiomars

TÆLANDS ÆVINTÝRI EFTIR SMÁ .. SNAPCHAT

TRAVEL

Processed with VSCO with a9 preset

Þann þriðja september næstkomandi, er ég að fara stíga uppí flugvél og ferðast aftur til Tælands. Eftir ferðalagið mitt í fyrra þá hef ég verið glorþorstinn að fara aftur. Þetta var án djóks ein besta upplifun í heiminum. Í þetta skiptið er ég ekki að fara með kæró heldur besta vini mínum Palla. Ég og Palli erum búnir að vera bestu vinir frá því í fjórða bekk og lít ég meira á hann sem bróðir en vin. Við erum alveg þannig nánir. Palli var ættleiddur frá Tælandi þegar hann var rúmlega fjögra ára og núna, rúmlega tuttugu árum seinna er hann að fara aftur og er ég alveg einstaklega spenntur að fá að upplifa það með honum. Allavega, Palli er gjörsamlega að öllu leyti stórkostlegur og fyndinn og hefur lengi haldið upp mjög fyndnu Snapchatti (sem er pallikim, mæli með að adda) svo við ákváðum að sameina krafta okkar í þessu Tælandsferli og Tælandsferð og búa til sameiginlegt Snapchat þar sem við leyfum öllum að fylgjast með ferðinni allt sem henni tengist. Við höfum hingað til verið að leyfa fylgjendum að fylgjast með undirbúningnum og við erum bókstaflega að gubba úr spenning.

Kæru vinir, ef þið viljið fylgjast með ævintýrum okkar þessar sætu sex vikur sem við erum á leiðangri, endilega addið thaiboywhiteboy á Snapchat, við lofum að vera ógeðslega fyndnir og borða ógeðslega mikið af skrýtnum pöddum og allt þar á milli. Sjáumst á snappinu!

DCIM100GOPRO Processed with VSCOcam with a8 preset thaiboy2  thaiboywhiteboy

Processed with VSCO with a9 preset

AFMÆLISDAGURINN – 25 ÁRA

PERSONALTRAVEL

Ég er ótrúlega tvískiptur þegar kemur að því að eldast. Einum megin er ég forever young týpa (sem ég mun samt alltaf vera) og skíthræddur við að eldast og hinum megin reyni ég bara að njóta þess og vera ánægðari, vitrari, með fleiri broshrukkur, þið vitið. Ég get ekki sett puttann almennilega á það. Ég er samt almennt rosalega glaður, aldur er bara fokking tala, og svo lengi sem ég geri allt sem ég get til að upplifa eitthvað nýtt og reyna lifa lífinu til fulls, þá ætti ekkert að geta bjagað mig! Pow!

Ég átti allavega ótrúlega góðan afmælisdag í Róm, ég var einstaklega SPENNTUR að vera í Róm, sem gaf alveg fullt. Fékk líka alveg fullt af ást og ánægju frá fólkinu í kringum mig, alltaf svo gaman að eiga afmæli, íshk.

Processed with VSCOcam with a8 preset

Ég vaknaði við þetta, ekki betri leið að vakna held ég ..

af02

af03

Kæró er alveg ofur krútt og var búinn að láta prenta á þessar blöðrur allskonar krúttlegt og herbergið var alveg stútfullt af blöðrum ..

af04

Ég klæddist litum þennan dag, leið eins og regnboganum sjálfum!

Processed with VSCOcam with a8 preset

Ég er mikill matarunnandi, og var búinn að horfa á Hundred Foot Journey, Burnt, Ratatouille og fullt af Netflix kokka þáttum (ef þið eruð ekki búin að sjá þær, doitnow) nýlega og nefndi þá við Kasper hvað ég væri til í að upplifa og sjá þegar kokkar fara á markaðinn og kaupa ofur súper fresh hráefni um morguninn og elda það svo fyrir gesti á kvöldin. Kæró er með fíla-minni og fór með mig á slíkan markað þennan morguninn sem var absolút upplevelse útaf fyrir sig! Of gaman

Processed with VSCOcam with a8 preset

Processed with VSCOcam with a7 preset

Processed with VSCOcam with a7 preset

Processed with VSCOcam with a8 preset

Ókei, pínu fyndið, við vorum bara að labba, as you do, og ég sá tvo gaura, labba inní hús, sem var svosem ekkert spes, bara grátt hátt steypuhús, samt alveg með allskonar svona fínt þannig séð .. allavega! Þetta beið inní þessu húsi ..

Processed with VSCOcam with a8 preset

.. og Kourtney Kardashian var að tryllast yfir Hallgrímskirkju, og þarna bara í einhverri götu þarna í Róm, var þessi kirkja ..

Processed with VSCOcam with a8 preset

.. fatta ekki enn þetta málverk

Processed with VSCOcam with b5 preset

.. when you see it

Processed with VSCOcam with a8 preset

Eins og í París, og jú Berlín, þá er ég ekki mikill sögumaður, og kæró ekki heldur, svo við vitum ekkert. Ég vissi ekkert hvað þetta var en ffffjandinn fokk hvað þetta var fallegt.

Processed with VSCOcam with a8 preset

Þarna voru verðir sem pössuðu uppá það að enginn settist niður, aldrei. Það var pínu fyndið.

Processed with VSCOcam with a7 preset

Processed with VSCOcam with a9 preset

Ókei tökum augnablik og pælum í því hvað þessar rústir eru gamlar .. ííí alvöru

Processed with VSCOcam with a7 preset

.. ooog Hringleikahúsið, mjög flott og fínt, nokkrir túristar.

Processed with VSCOcam with a9 preset

Processed with VSCOcam with a8 preset

Um kvöldið fór kæró með mig ÁÁÁÁ veitingastað þar sem kokkarnir fara á hverjum morgni og kaupa hráefni fyrir gesti á morgnana á sama markaði og ég fór í þarna um morguninn. Magnað upplevelse!

Processed with VSCOcam with a8 preset

ÞÓ, fékk ég það staðfest, að ég fýla ekki Ítalskan mat, því miður. Ég borðaði svona 18% af spagettíinu mínu. Sem er fúlt því þetta á að vera með því betri ítölsku veitingastöðunum þarna í Róm.

Processed with VSCOcam with a8 preset

Ég ætlaði í tarrot reading en hann var sofandi .. fór til annarra gellu

Processed with VSCOcam with a8 preset

ooooooooog þessir tveir þarna ..