5 ÁRA HELGAR-GETAWAY

PERSONALTRAVEL

Ég og maðurinn minn höfum verið saman í fimm ár og í tilefni þess ákváðum við að henda okkur til Malmö í smá get-away sem er bara brjálaðslega mikilvægt ef þið spyrjið mig. Að komast í burtu frá umhverfinu sem hverdagurinn ræður ríkjum og hlamma sér á eitthvað hótel. Mér finnst alltaf jafn fáranlega steikt að það sé hægt að fara í tuttugu mínútna lest og endað í Svíþjóð. Við nýttum okkur þetta allavega þessa helgina og ég kom gjörsamlega endurnærður heim.

Í Malmö er Titanic safn, og við eigum það báðir sameiginlegt að vera miklir áhugamenn og ég dáleiðist af öllu sem hefur sögu að geyma. Þetta safn var undantekning og mér fannst það eiginlega magnað. Maður fékk heyrnatól og einhvern lítinn kubb til að rölta í gegnum safnið með, og sögurnar og munirnir og allt sem þarna var til sýnis var gjörsamlega ‘ mindblowing ‘.

Klassísk mynd yfir brúnna –

Sæti daninn minn

Inná safninu mátti – ALLS EKKI – taka myndir, svo allar myndir er ég svo mikið að stelast og pínu hræddur að einhver mundi toga í hárið á mér.

En þetta er semsagt first class gangurinn, og málið er að þú ert með tónlistina í eyrunum líka og rödd og ég er að segja ykkur það, ég fékk gæsahúð í lifrina, þetta var hálf geggjað.

Eins og skipið lítur út í dag á hafsbotninum –

Æ sorry þetta eru hálf-glataðar myndir, en það voru svona vaktakrakkar útum allt að stoppa fólk að taka myndir. Sorry með’etta!

THE ONE AND ONLY dragtin sem Kate Winslet var í – það voru gerðar tvær af öllu sem þau voru í. En þessi dragt sem við sjáum þarna var sú sem hún hellti kaffi yfir, og þeir kaffiblettir voru þarna neðst niðri, samt eitthvað búið að skrúbba. Fannst það frekar fyndið.

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars 

 

SNÖGG FERÐ TIL MÍLANÓ

PERSONALTRAVELWORK

Ég fór til Ízlands að vinna síðustu helgi, ekki helgina sem var að líða, heldur helgin fyrir það. Þegar ég kem til Íslands verð ég pínu púki, ég veit ekki hvað það er. Mig langar bara að fara út að skemmta mér og sletta algjörlega úr klaufunum. Í Kaupmannahöfn er ég bara vinnandi maður sem rekur heimili og eldar mat á hverju kvöldi, hahaha, svo það er geggjað að komast heim og borða það sem ég vil, æ þið vitið, fara seint að sofa, fara í Hagkaup seint á kvöldinn, út að dansa með vinum, allt þetta. Ég er tvíburi sjáðu til, tvískiptur, ein týpa í Köben og önnur á Íslandi.

Allavega, ég var varla lentur þegar yfirmaðurinn minn sagði mér að ég þyrfti að fara til Milanó á fund með Elite Milan og fylgja einu módelinu okkar í hjúts herferðarverkefni. Ég er alltaf til í að fara ferðast svo frekar lítið sofinn, enn frekar þreyttur eftir Íslandið stökk ég til Milanó þar sem allskonar prógram tók á móti okkur.

Alparnir tóku vel á móti okkur. Alveg fáranlega flott að sjá þetta, síríuslí. Þetta var svo ógeðslega flott. Þarna lærði ég líka að Alparnir eru víst partur af Ítalíu. Ég þarf fara rifja geógrafíkuna upp.

Fundur hjá Elite þar sem farið yfir ýmis mál, Ítalarnir eru svo ítalskir, og það var þvingað ofan í mig svona fjórtán kaffibolla.

Skrifstofan er örlítið stærri en okkar, en okkar er samt flottari finnst mér y’all.

Fyrsta sem ég gerði þegar ég var búinn á fundinum var að fara og sjá Duomo, ég er brjálaður perri varðandi svona historískar byggingar og allt sem er fallegt. Allt sem er ekki glerkassi og steypa eins og í módern arkítektúr. Ég var alveg dáleiddur að skoða þetta.

Án gríns krakkar ..

Þetta fannst mér svolítið sérstakt. Ég tók eftir því í fjarska að fólk var að snerta hurðina á ýmsum stöðum og ég fór aðeins nær og fór aðeins að fylgjast með. En allan daginn eru greinilega sömu staðirnir snertir. Eins og fæturnir á Jesú á þessari mynd ..

Jesúbarnið ..

Hendurnar. Þetta er svolítið magnað, getiði ímyndað ykkur hvað þarf að snerta þetta mikið til að áferðin breytist?

Ég gerði ekki mikið research um hvað þetta er, en þetta var ótrúlega fallegt. Þarna var hægt að finna Versace, Prada og fleira.

Ég get auðveldlega verið nettur loner, og finnst mjög mikilvægt að vera einn stundum og mér fannst geggjað að setjast niður með sjálfum mér og horfa á mannmerginn og borða salat. Ég átti mjög erfitt með að borða á Ítalíu, en ég er alls ekki áhugamaður á ítölskum mat. En þetta salat var æði ..

.. og þessi ostur var, damn!

Þessi gaur leit út eins og háklassa fáviti í stuttubuxum í kringum alla Ítalana í dúnúlpum. Þetta hentaði mér samt mjög vel, 18 gráður og sól. Ég er ízlenskur, þetta var algjör lúxus og gjörsamlega fullkomið tempatúr fyrir mig.

Arrivederci Milano!

GILI EYJARNAR –

PERSONALTRAVEL

Eftir Bali, keyrðum við upp til Padang Bai þar sem við tókum bát til Gili eyjarnar. Eyjarnar eru þrjár, Gili Trawangan, Gili Air og Gili Meno og við völdum Gili Meno, en við vissum að við vildum chilla extravaganza.

Við höfum flest heyrt um Gili eyjarnar, ég ætla ekki að ljúga að ykkur, ég var búinn að sjá fyrir mér, grænn skógur með litlum eðlum og veit ekki, páfagaukum, eitthvað svona Maldívueyjar, lúxus. Svo ég get aðeins sagt að mér hafi aðeins brugðið þegar ég mætti. Við ákváðum að leigja einhvern random bát frekar enn að fara með hóp af fólki frá Trawangan og gaurinn henti okkur bara einhversstaðar út. Þar sáum við hestavagn, og gaurinn á hestavagninum “YEEEES HOTEL” og jú, við enduðum á því að fara með þessum manni, og hestinum hans á hótelið okkar. Þarna voru geitur, kýr, bál, grátt, dauð tré, litlir bungalowar og ég var drrrullu hissa. Hvar er fólkið? Hvar eru veitingastaðirnir?

SVO, ég var svolítið tregur að komast í Gili gírinn. En ég get þó sagt ykkur, að í lokin þá ELSKAÐI ég þetta.

   

Hótel garðurinn okkar var mjög fallegur, þessi blóm uxu á hverri mínútu, poppuðu upp eins og hnerr, og svo á hverju degi féllu þau í sundlauginni sem fylgdi með villunni og á morgana baðaði maður sig í svona blómabaði, sem var mjög krúttlegt. En svo á hverjum degi fyrir hádegi kom maður og veiddi þau uppúr og rakaði allan garðinn.

Við eyddum svooo miklum tíma á þessum baunapúðum fljótandi í lauginni að djúpsteikja.

Sæti kagglinn minn

Gaman að segja frá því að á eyjunni er ekki einn bíll, eða vespa, eða annað með vél held ég. Allavega sá ég það ekki. Á hótelinu fengu við hjól, sum þreyttari en önnur, og svo hjóluðum við bara útum allt. Vegirnir fáir en nokkrir, mest svona stígar útum allt. Þetta var algjör eyðieyja svo má orða. Í lokin var ég bara kominn í lítinn indónesískan smábæ, sem ég fór að elska meira og meira með hverjum deginum.

Svona voru vegirnir flestir og allt í þessum stíl, við ætluðum alltaf að finna þennan stað og borða þar. En við fundum hann ekki aftur. Við vorum ekki alveg búnir að læra á eyjuna áður fórum, en svona sirka. Svo eyjan kom sífellt á óvart.

Ég ætla ekki að ljúga að ykkur, en eyjan var mest svona. Þess vegna varð ég svona ógeðslega hissa þegar ég kom fyrst, og fór í smá fýlu. Svo eins og ég segi, vandist þetta mjöög fljótt.

Annað dæmi, þarna býr fullt af fjölskyldum, og mjög fátækt svo það var líka magnað að fylgjast með þessari menningu sem fannst á þessari litlu eyju.

Ég ætlaði að fara þangað inn í Bambus tattoo, en þetta var eins og eitthvað voodoo kastali og þarna voru FULLT af dýrum, og gaurinn var out of town þegar ég loksins fór og ætlaði að hitta hann. Hænur, hanar, og allskonar allt þarna. Þetta var tryllt.

Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars

BALI PART 3 – FULLKOMA HÚSIÐ Í UBUD

HOMEPERSONALTRAVEL

Við Kasper leigðum okkur hús í Ubud þar sem við vorum í í nokkra daga og ég er að segja ykkur, það var eiginlega draumi líkast. Ég veit ekki alveg afhverju samt, ég hef no joke aldrei verið eins afslappaður í lífi mínu held ég. Það var einhver orka yfir þessu húsi og ég datt gjörsamlega inní zen-ið. Ég gekk bara um í sarong-inu mínu og njóddda-ði.

Það var sundlaug við hliðiná en ég reyndir nýtti hana ekki, og á morgnana komu tvær yndislegar konur sem hétu báðar Made og gerðu morgunmat handa okkur og voru okkur til taks ef það var eitthvað. Húsið var í alveg einstöku hverfi, umkringt hrísgrjótaökrum og göturnar voru eins og sett á Tomb Raider. Æ þetta var svo tryllt. Ég er 100% á því að ég ætla aftur að búa þarna.

Ég sá það eftirá að ég gleymdi að taka helling af stöðum inní húsinu, en þið fáið þó allt sem ég á.

Húsið var alltaf meira og minna opið, en það var hægt að læsa hurð inní herbergið, sem ég einmitt gleymdi að taka mynd af. Það var frekar flippuð upplifun og ég hafði áhyggjur að ég mundi alveg fríka út, en ég náði að venjast alveg ótrúlega fljótt og þetta var geggjað.

  

Inngangurinn inní herbergið og svo stórt of feitt úti rúm sem var einum of þæginlegt.

Morgunmaturinn var svo góður, Made einmitt hélt bara áfram að elda eftir að við vorum búnir að borða ef við yrðum svangir eftirá. Hún var eins og Balinísk amma sem mig hefur alltaf langað í.

Þær hvísluðu inní herbergi “Breakfast readyyy” um morguninn, þær voru yndislegar og auðvitað gaf ég þeim báðum stórt og feitt tips, enda fannst mér þetta frábær upplifun.

  

Baðherbergið vinsæla, mér finnst öööömurlegt að ég tók ekki myndir af vask svæðinu, ekkert smá flottar svona tiles allsstaðar. Gaman að segja frá því að ég fór í bað 2 – 3 á dag, lá bara þarna undir berum himni.

Útsýnið – grenja

BALI PART 1

PERSONALTRAVEL

Ókei, allir saman. I get it, I get it. Ég er farinn að fatta þetta allt saman. Afhverju fólk elskar jóga, afhverju fólk verður vegan og afhverju vegan hreinlega lookar bara ótrúlega vel, og smakkast vel líka. Ég fatta afhverju Julia Roberts valdi Bali í Eat Pray Love, ég fatta líka afhverju allskonar konur eru að fara í jógatúra hingað og afhverju fólk ffffflytur hingað!

Bali fór meira og minna framúr mínum vonum. Ég var búinn að sjá fyrir mér að hið vestræna var búið að kúka og gubba yfir allt og hér væri Bali fólkið búið að flýja í frá hvíta fólkinu og að ég ætti erfitt með að finna Bali tilfinninguna. Ekki rétt, hér er allt morandi í Bali. Meira en ég þorði að vona, allavega uppí Ubud þar sem ég er búinn að vera. Allir eru fáranlega næs og í öllum hornum er oft pínu lítið eins og það hafi verið byggt sett Tomb Raider. Allavega í okkar umhverfi. Ég og Kasper eru brjálaðir í Tæland en við erum hægt og rólega að færast yfir til Bali. Ég gæti algjörlega hugsað mér að koma hingað í lengri tíma og bara fá að þrífast í þessu.

Eitt, það eru hrísgrjónaakrar – allsstaðar – alveg bókstaflega. Ég á alveg eftir að youtúba hvernig þessi blessuðu hrísgrjón verða til, en það er nokkuð magnað að sjá þetta allt saman.

Svo eru þessi temple, ég hélt að svona væri þið vitið, hér og þar. En þau eru í rauninni aaaallsstaðar – og þetta er Bali stíllinn in its galore. Svona líta heimilin út, og húsin, og veitingastaðirnir og you name it. Þetta er útum allt, og þetta er svo fallegt.

Við leigðum okkur driver í einn dag og ætluðum að skoða Bali á einum degi. Ekki að fara gerast, alls ekki. Það kom mjög á óvart en það er faktískt mjög langt á milli staða hérna, ég hélt ég væri að fara þjóta um Bali milli níu og fimm. Bali er stærra en ég hélt og traffíkin nokkuð helluð líka. En þessi foss varð fyrir valinu, hann var mjög fallegur, en þið vitið. Ég er Seyðfirðingur, ég er með stærri foss í bakgarðinum mínum heima á Garðarsveginum. Engu að síður fallegur. Trén voru þó mögnuð.

Ég er yfirleitt mikill daredevil, ég er ekkert rosalega lofthræddur og svona yfirleitt nokkuð chillaður á því. EN! Ég hugsaði með mér, væri ekki kúl að taka mynd þar sem ég sæti á brúninni með fossinn í bakrunn. Svaka flott. Ég settist niður og já, var þessi hugrakki Helgi sem ég er yfirleitt. Ég veit ekki hvort það sé aldurinn, en hnéskeljarnir hrisstust eftir þessu situ. Það var frekar fyndið, en það var mjög hátt niður.

Villan okkar hér var stórkostleg. Við vorum með einkasundlaug sem hefur verið goal hjá mér mjööög lengi. Útsýnið var geggjað, sundlaugin hlý, villan stór. Algjört súper næs.

Ég er algjör vatnsperri, ég elska sundlaugar, böð, sturtur, og allt þar á milli. Svo ég var að sjálfssögðu eins og lítill krakkaskratti í þessari sundlaug öll kvöld.

Já bussla og svona já einmitt ..

.. einmitt, en já.

Þetta var Bali partur EITT! Við erum nýkomnir í nýja húsið okkar og það er TOOO DIIIIE. Hlakka til að sýna ykkur x

Getið fylgst með live á snapchat & instagram

Snap: helgiomars
Instagram: helgiomarsson

SINGAPORE PART 2

PERSONALTRAVEL

Velkomin í annan part af Singapore gleðinni sem átti sér stað fyrir aðeins örfáum dögum. Ég er djóklaust svo hamingjusamur að vera í fríi, og ég alltíeinu fékk einhverja svona dellu í hausinn eins og hefur gerst svo oft áður. “Hér ætti ég að setjast að” – “Hér vil ég læra yoga, verða yogakennari og allt þar á milli” – “Ég ætti að hætta í vinnunni” – “Ég ætla að verða vegan” – og svo framvegis og svo framvegis. En þetta er þannig séð ekki kaldhæðni uppi, ég vil þetta allt. Ég hef bara litla sem enga trú á því að ég geti það. Þið afsakið samt, ég er núna á Bali og er að skrifa þessa færslu saman. En við skulum halda áfram með Singapore í gegnum myndirnar, let’s go:

Mættir niðrí mekka Singapore, held ég. Louis Vuitton mjög settlegt og hógvært að vanda. Búðin var við Marina Bay sem er algjört, já, þið sjáið eftir smá.

Þarna á ég tildæmis eftir að fara, það er missionið þegar við erum búnir með Bali.

Þarna er Marina Bay Sands hótelið, en já, þetta lítur kannski út eins og lítið og sætt legó með bát ofan á. En, já, ykkur skjátlast smá, því þetta er gígantískt, sko, gígantískt. Uppi er sundlaug og bar. Ég hélt að gestir mættu aldeilis ekki fara upp, bara þeir sem voru á hótelinu. Kemur í ljós að ég var meira en velkominn þangað upp. Ég og Kasper ætluðum að kaupa okkur hótelherbergi þarna en hættum við útaf extreme pricing. Núna hefði ég alveg viljað tekið þátt í ruglinu og pantað eitt herbergi. Ég er allavega byrjaður að spara núna!

eins og ég sagði, heeejúts.

Þetta hótel á líka ljósagarð beint við hliðin sem heitir Marina Bay Gardens – og var rugl flott.

Þarna vorum við dúllur og fórum á listasafn –

Næst kemur svo Bali blogg – stay tuned!

 

SINGAPORE PART 1

PERSONALSTYLETRAVEL

ÓÓÓÓKEI ÓKEI ÓKEI!

Mér líður eins og ég sé búinn að vera í burtu í laaaaangan tíma – en ég settist uppí flugvélina á föstudagskvöldið og lenti í Doha laugardagsmorgun OOOG lenti svo í Singapore um kvöldið. Flugið til Doha tók sex tíma og flugið frá Doha til Singa tók átta spikfeita tíma. Ég þakka whoever’s up there, að flugið var ekki uppbókað þessa átta tíma, því ég fann þrjú laus sæti og prinsinn sem ég er, hlammaði ég mér þvert yfir sætin og svaf eins og rostungur. Þar á milli horfði ég á Big Little Lies, tókst að horfa á alla seríuna og y’all, mæli svo með þessum þáttum. Rugl góðir og ruglað góðir leikarar.

Allavega hótelið okkar í Singapore var algjört æði og við vorum í alveg ótrúlega næs hverfi. Morgunmaturinn var orgasmaður og allt top og tip. Ég var búinn að vera í lúmsku kvíðakasti yfir því að það mátti ekkert þar í borg, en týggjó – bannað, hrækja – bannað, sýna of mikið hold – bannað. Allskonar svona. Ég fann þó ekkert fyrir því þannig, ég hélt að allt yrði frekar svona uptight og robotlegt. Þið vitið, að búa í stórborg þar sem ekkert mátti og blalal. Þessi borg var skínandi hrein, allir ótrúlega kurteisir og tillitssamir. Kom mjööög skemmtilega á óvart. Ég hefði getað sleikt götuna held ég, hún var svo skínandi hrein. Við eigum eftir að vera í einn dag í viðbót í Singapore áður en við fljúgum heim til Köben, og ég er harðákveðinn í því að nýta tímann vel því mér finnst ég eiga fullt eftir að sjá.

Yfir í myndirnar;

Ég er pínu sorgmæddur yfir því að þetta er EINA myndin sem við tókum af hótelherberginu okkar, því það var schtunner. Kasper á einhverjar í símanum sínum, annars, æ já. Þessi mynd af mér mygluðum að bursta tennurnar á brókinni (sorry meðða samt) annan morguninn verður að duga í bili.

Lítur út eins og hver önnur pós mynd, WRONG, í raun var ég í vægu áfalli yfir rakanum í loftinu. Ég þurfti ekki að neyta vatns því ég svo gott sem drakk með því að anda að mér loftinu. God damn it Singapore.

Þessi fallega gata var svona 70 metrum frá hótelinu okkar og hún var SVO flott! Þarna var meira segja eitt húsið til sölu, hversu geggjað væri að búa í svona húsi? Og afhverju getum við ekki átt svona falleg hús heima á Íslandi? Getum við hætt að búa til steypu og glerkassa og kalla það hús?

 

Eins og má sjá, tókum við ófáar myndir þarna, en hey, við áttum götuna útaf fyrir okkur og þetta var allt svo fallegt.

Mjög írónískt að ég settist í sólina þegar það er skuggi fyrir framan mig. Lógík vinir, lógík. Hitinn var eeerrrruglaður og ég SKAÐbrann þessar 40 mínútur sem ég var úti.

Ég er auðvitað ekki búinn að sjá alla Singapore, en mér leið á tímabili eins og ég væri í Los Angeles, eða einhverri amerískri stórborg, hótelið mitt var á East Coast road, allir tala ensku, húsin eru ALLSKONAR. Ég elska Singapore stílinn, mynstrin/munsturin (??), litirnir, allt. Svo blasti alveg helling af svona;

Winseria Lane anyone??????

En mér fannst svo sjúklega gaman að sjá þetta allt saman, og spá og spegúlera og reyna anda að mér (gat þó varla andað þennan raka heita dag, drama I know it’s who I am) kúltúrnum og allt sem nýtt er í nýjum borgum. Afþví sem komið er, mæli hiklaust með Singapore!

Outfittin:

Ég
Bolur: Acne Studios
Buxur: H&M
Skór: Gucci

Hann: 
Bolur: Acne Studios
Buxur: Nike
Sokkar: Nike
Skór: Converse

NÆSTA BLOGG KEMUR VERY SOOOON STAY TUNED ..

En ef þið viljið fá beint í æð, instagram: helgiomarsson & snapchat: helgiomars – addið núna oookrr?

ZURICH TÚRINN Í MYNDUM –

PERSONALTRAVEL

Zurich hefur verið ótrúlega næs. Án gríns, það er alltaf einstök tifinning að fara heim eftir eitthvað gott frí. Léttir, og eitthvað allskonar mix í manni, svona, aah. Núna sit ég í flugvélinni og er sjúklega sáttur. Ótrúlega þakklátur fyrir að eiga gott fólk að og í rauninni bara vera glaður og nokkuð carefree. Allt carefree sem við upplifum í samfélaginu okkar er næstum því spari. Sem er hellað, en pínu rétt.

En Zurich vinir, eitt sem ég get sagt ykkur er að Zurich, er ótrúlega falleg borg, en motherplucker sjit tampon og anskotinn hvað þetta er dýr borg. Það skipti í rauninni engu máli hvað ég var að kaupa, ég fékk alltaf svona “wow, really?” – en hey, þessir peningar koma og fara. Mér fannst mjög athyglisvert að sjá alla (orthodox) gyðingana, ég veit ég hljóma eins og ég sé illa menntaður sjötugur maður þegar ég skrifa þetta. En konurnar ganga með hárkollur og þeir fylgja hinum ótrúlegustu reglum. Plús þeir eru víst moldríkir. Ég lærði ekki mikið um þá, og veit í rauninni ekki mikið. Ég veit þó meira en ég vissi í gær!

Annars elska ég að fylgjast með gömlum stílum í stórborgum, og Zurich var einstaklega falleg. Borgin var einhversskonar allskonar blanda af, þýskum, frönskum, ítölskum og meira segja pólskum áhrifum. Fannst ekkert smá gaman að rölta um borgina, og hún er einstaklega lúxus og falleg. Mæli hiklaust með Zurich! – Þó bara helgarferð. Þið vitið. Útaf peningunum ykkar. Kaffi er útborgun á íbúð. Ér’a segjaða.

Flugið mitt var klukkan rúmlega sjö um morguninn og jú, allt var bara í blóma þennan morgun, þangað til að ég settist inní vélina, því ég að öllum líkindum hraut, slefaði, kipptist til, kannski sló ég indversku konuna við hliðin á mér, hvað veit ég. Ég grjótsofnaði fyrir flugtak, og vaknaði korter í lendingu.

Svona byrjuðu allir dagarnir í Zurich, matcha te með möndlumjólk. Fer beint málið á næstu dögum, því þetta er GOOD.

Þetta var svona fjórum skrefum fyrir utan íbúðina, þetta er vatn er hægt að drekka! Ég fékk ekki meira info, þarna eru víst fiskar og allskonar húllumhæ. Gaman að segja frá því að þennan dag voru góðar 31° gráða úti og vatnið 26 gráður. Immit.

Gulli súper beib.

Úti í ostakaupum, mér fannst eitthvað ótrúlega Svisslegt við það –

Góð regla, ef þú ferð í heimsókn til einhverss, þrykktu í einn gúrmey brunch. It’s the least you can do. Og já, það var ekki til beikon, bara wurst.

Féll alveg fyrir þessu húsi, djöfull gæti ég búið þarna.

Þessi Gucci totebag, one day, one day y’all.

Axel, extreme ofur krútt. Ég er gjörsamlega trylltur í þennan dreng. Ekkert nema yndislegur, þetta er já, sonur Gulla vinar míns sem ég heimsótti.

Fótboltaleiks-detailar.

Og konan hans Gulla, Natalia. Mesti töffari sem ég hef hitt. Þetta var fyrsti leikurinn hans Axels hjá pabba sínum, frekar krúttlegt.

Ég er alveg ótrúlega heppinn og þakklátur að fá að vera frændi, útum allar áttir. Nú þegar svo margir af nánum vinum mínum eru að fjölga sér. Finnst ég helling að eiga demanta útum allt til að þykja vænt um.

Takk fyrir mig elsku Gulli & Natalia!

WHEN IN ZURICH ..

PERSONALTRAVEL

Í gær, á einstaklega fínum sunnudegi hér í Zurich þá fórum við í brunch á svo ótrúlega flottum stað að ég eiginlega verð að deila því með ykkur. Þetta var svo geggjuð stemning, þetta var eins og ef Róm og Frakkland hefði verið rúllað saman í einn bolta og búið til eitt einstaklega flott kaffihús. Inni var þetta eitthvað svo gamalt Ítalía og inni var þetta súper franskt. Æ fattiði ekki tilfinninguna þegar maður er á einhverjum sjúklega sálarmiklum og kósý stað og maður fær bara svona “án djóks, nnnnæs” tilfinningu.

Þetta var svoleiðis í gær. Staðurinn heitir Kafi Dihei og eins og ég segi, ef einhver á leið til Zurich, mæli ég algjörlega og hiklaust með!

     

Soya Cappuccino danke strasse!

Papa bear og litli Axel

Þess má geta, að ég hef aldrei fengið eins mikið hrós í lífi mínu varðandi skó. Bara á þessu litla kaffihúsi voru þrír mismunandi aðilar sem spurðu mig hvaðan þeir voru. Acne Studios, lookitup!

Sorry, ég er í fríi og það var sunnudagur, þessar pönnukökur voru léttari en loft og ég hefði getað nuddað þeim í andlitið á mér og gólað þær voru svo góðar.

SÍÐASTI ÁFANGASTAÐUR & SMÁ VESEN – RAILAY BEACH

PERSONALTRAVEL

Frá Koh Lipe fórum við til Railay, súper strönd í nágrenni við Krabi, sem er þekktur ferðamannastaður. Þar eru fáranlega stór, falleg og vígaleg fjöll og þetta er alveg ótrúlega fallegt. Við tókum bát frá Koh Lipe, þar sem öldurnar skutu bátnum uppí loft. Skrautleg bátsferð! En mér þótti það í rauninni gaman.

Þaðan tókum við minivan til Ao Nang þar sem við svo tókum bát á Railay Beach, en það er einungis hægt að komast á Railay með bát.

Staðurinn var fáranlega fallegur, örlítið túristaður fyrir minn smekk. Við vorum rosalega ánægðir með hótelið og umhverfið falleg. Ég var búinn að lesa á TripAdvisor að matareitrum væri ágætlega algengt í kringum þessar slóðir svo ég vissi að við þurftum að fara extra varlega.

t57

Þegar við mættum á staðinn fundum við okkur sætan veitingastað lúmskt nálægt hótelinu og ég pantaði mér það sem ég panta alltaf .. frábært. Solid staður, þessi staður verður safety zone ..

t58

Daginn eftir ætluðum við að fara á veitingastað sem var með geggjuð meðmæli á TripAdvisor – við mættum, pakkað, og klukkutími í næsta borð. Ókei, back to safety! Við fórum aftur á staðinn okkar, pöntuðum það sama, og fórum heim að sofa.

Fjandinn fokking anskotinn, ddddjjööööööööfullinn. Ég vakna 01:42 og staðfest, ég fékk matareitrun. Sömuleiðis kæró, sem lá sárþjáður að þrjóskast uppí rúmi. Ég er hugrakkur og reyndi að kasta eins mikið upp og ég gat og ná þessu ógeði úr líkamanum.

Við vorum rúmliggjandi allan næsta daginn, og ég náði að koma hálfum snickers bita ofan í mig.

Þessar myndir að ofanverðu er daginn, eftir rúmliggjandi daginn.

t61

Maginn bókstaflega skroppinn saman og ég varð saddur af hálfum banana. Yfirvofandi trust issues fylgdu þessari upplifun og það sem ég lifði af var: Choco Pops á morgnana, snakk eða banani í hádeginu, og hálf ham & cheese sandwhich á kvöldin. Ég þorði ekki að setja neitt ofan í mig sem gæti valdið þess að ég mundi fá aðra matareitrun.

t60

Við vorum þó ánægðir með sixpakkið sem við fengum sem fylgdi þessu veseni.

t62 t63 t64

t59

Ég var gjörsamlega dáleiddur af þessum fjöllum, svo flott. Minnti mig á Avatar fjöllin, so nice.

t69

t70

Bakþema í þessum myndum, sssooorrrý’bout it.

Ég var persónulega ánægður að komast heim að borða skyr, granola, og allt þar á milli. Við vorum þarna í 5 daga, flugum svo frá Krabi til Bangkok og þaðan beint til Dubai og heim.

Ég skal alveg viðurkenna það að svona vesen er ömurlegur skellur í svona næs ferð, en við nýttum þá bara tímann okkar að sleikja sólina (sem gekk mjög vel) og fengum fullt af tani í þessum ríkoverí-i –

Ef þið eruð að fara á svipaðar slóðir, kaupiði þessa mjólkurgerla töflu dót. Það er ekki gaman að lenda í svona.

Annars erum við himinnlifandi með þennan túr, og Koh Lipe gerði allt fyrir okkur. Ég mundi endurtaka matareitrunina ef ég fengi að upplifa Koh Lipe eins og ég gerði, ééééég er að segjaða.