fbpx

SMYRIL LINE FRÁ DK TIL ISL – UPPLEVELSIÐ

PERSONALTRAVEL

ÓÓÓÓÓKEI.

Ég sýndi á Instagram allskonar frá ferðalagi mínu frá Danmörku til Íslands. Ég tók ákvörðun með mömmu að ég mundi bara negla mér heim með Smyril Line eða Norrænu, skipið sem ég ólst upp með. Það siglir frá Hirsthals sem er mjög norðarlega í Danmörku, til Þórshafnar í Færeyjum og svo loks til Seyðisfjarðar. Flestir sem vita eitthvað um mig, vita að það er staðurinn minn, heimabærinn minn. Svo mér fannst tilhugsunin að geta stokkið uppí skip og svo bara lenda fyrir utan hjá mömmu og pabba eiginlega bara yndisleg. Það beið mín svo sannarlega sóttkví, EN .. ég gæti hugsað mér verri staði í sóttkví en heima hjá mömmu og pabba.

En förum aðeins yfir ferðalagið, en ég er enn með spurningar sem bíða mín í skilaboðum hjá mér. Förum yfir þetta –

  • Ég var kannski einn af 20 farþegum í öllu skipinu, ég sá kannski svona 10 mismunandi manns og það var hálf fyndið. En þæginlegt líka –
  • Það er aaaalgjöööört must að taka sjóveikistöflur, ég lenti í helluðu veðri í sirka sólarhring og það var pínu klikkað.
  • Útaf Covid ástandinu var flest allt lokað. En í skipinu er til dæmis bíó, líkamsrækt, sundlaug, úti heitapottar. Það hafði auðvitað smá áhrif á upplevelsið en þið vitið, what to do!
  • Sama má segja um Þórshöfn, yfirleitt má maður fara út að skoða sig um og fá smá frí frá ruggandi bátinum, en útaf Covid var það ekki í boði.
  • Það er net um borð, 3 GB kosta 21 evrur.
  • Í herberginu var mega fínt sjónvarp með sjónvarpsstöðvum, horfði á ómarga Aircrash Investiongation þætti á National Geographic, mjög stór plús!
  • Starfsfólkið um borð var óótrúlega þæginlegt og kurteist, og það skiptir óóótrúlega miklu máli!! Mundi segja að starfsfólkið var það besta við skipið. 
  • Einn ókosturinn var maturinn í kantínunni, hann var mjöööög lélegur, bragðlítill, mjög lítið úrval og frekar svona óhollur og ósjarmerandi. Ég borðaði þar þvisvar og skildi öll skiptin helminginn eftir. Svo ég lifði á pink lady eplum, granola stykkjum, oreo kexi sem ég keypti áður en ég fór inn og nammi úr Tax Free búðinni. Hljómar harkalega en þetta er því miður the tea –
  • Ekki það að ég vilji einblína á ókosti þá var lyktin í skipinu bæði sterk og ekki góð. 
  • Ekki misskilja mig, ég er 100% Team Smyril Line, á Seyðisfirði er skrifstofan og ég ólst upp með skipinu og vann á sumrin á bílastæðinu.
  • Það sem mér fannst algjört æði við ferðina mína var glugginn í herberginu mínu. Mæli með að taka herbergi með glugga.
  • Meira var það held ég ekki.

Það stórkostlegasta við þetta allt saman var að sigla inn Seyðisfjörð og svo vinka Dagnýju systir, og svo vinka pabba frá svölunum í vinnunni hans og loks mömmu við smábátahöfnina sem tók á móti mér.

Sóttkví gengur vel, ég eyði tímanum mínum í að vinna, skokka, æfa úti í sólinni (sólin er á Seyðisfirði btw), rölta uppí fjöll, hugleiða og gjörsamlega baða mig í staðreyndinni að ég er bara hér. Mér finnst það yndislegt.

Að sigla inn Seyðisfjörð –

Salurinn í kantínunni –

Fimmta dekk, þar er reception-ið, Tax Free verslunin, bíó-ið og veitingastaðirnir –

Herbergið mitt indæla –

Mamma og elsku litli besti Kasper (hundurinn okkar semsagt – að taka á móti mér <3

@helgiomarsson á Instagram

 

29

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet

    16. June 2020

    Gaman að prufa og ekki verra ef að fjölskyldan tekur á móti manni. Ég fékk smá kusk í augun þegar þú settir það á story ?