H&M X Erdem tízkusýningin LA –

CELEBSMEN'S STYLESTYLE

Ég játa mig sigraðan, ég er drullu spenntur fyrir þessari línu. Ég datt inná Erdem um daginn og hann virkar sem extreme snillingur og það er líka sjúklega töff að þetta sé hans fyrsta herralína sem mun detta í búðir eftir korter, eða 2 nóvember til að vera nákvæmur í Le Smáralind.

En allavega, ég er alltaf spenntur fyrir þessum myndum. Eftir Alexander Wang showið sem var tryllt, þá hef ég svolítið beðið eftir þeim á hverju ári.

Þau héldu semsagt event í LA og þar er óhætt að segja að blóm eru í aðalhlutverki í þessari línu. Ekki bara á fötunum en allt eventið var blómatengt, frá tízkupallinum og allt þar á milli. Fullt af celebs voru auðvitað á svæðinu og vinkona okkar Ann-Sofie líka. Ég tók saman öll herra-lookin og uppáhalds kvenna lookin á pallinum. En þið getið fundið öll lookin á veraldarvefnum, en já. Leyfum myndum að tala.

Zendaya

Neels Wisser

Kate Bosworth, Kirsten Dunst & Kate Mara.

Erdem Moralioglu sjálfur ..

og vinkona okkar, Ann Sofie Johanson.

Ókei, let’s shop and drop guuuuys! Ég ætla reyna nappa silkiskyrtunum, þær eru fyrst priority ef þið spyrjið mig.

x

NICK JONAS Í ÍSLENSKRI HÖNNUN

CELEBSÍSLANDMEN'S STYLESTYLE

Jónas bróðirinn Nick Jonas féll fyrir hönnun Guðjóns og Róberts hjá Inklaw Clothing en þeir eru að taka Bandaríkin með stormi!

Fleiri stjörnur hafa gengið í fötum frá strákunum en til dæmis Craig David og Marty Baller hafa fjárfest í flík.

Þessir strákar eru svo sturlað miklir powermenn að ég eiginlega meika það ekki. Þeir eiga eftir að ná svo langt og ég er berjálaðslega spenntur að fylgjast með!

Þið getið séð meira á http://inklawclothing.com

inklaw

KANYE WEST X ADIDAS ORIGINALS – FAVORITE LOOKS

CELEBSI LIKEMEN'S STYLESTYLE

Ég á eitthvað love-hate sambandi við Kanye West, finnst hann að mörgu leyti óþolandi, en að öðru leyti fýla ég eitthvað við hann.

Engu að síður, hann var rétt í þessu á frumsýna samstarf sitt með Adidas Originals sem ég var eiginlega pínu spenntur að sjá. Línan kom þó ekkert á óvart og lítur allt út fyrir að hann hafi eflaust tekið alveg 100% þátt að öllu leyti, en línan endurspeglar stíl hans uppá hvern einasta saum. Kylie Jenner (Kylie, ekkert Kendall) var svo partur af módel teaminu en í sýningunni voru bæði street castað lið & pró módel.

Hér eru uppáhalds lookin mín;

_AG18845 _AG18850 _AG18941 _AG18981

Töskurnar ofur næs.

_AG19010 _AG19071 _AG19098

_AG19105

Kylie Jenner – vinkona mín.

_AG19111 _AG19137 _AG19140 _AG19158 _AG19247

Getið séð rest HÉR – 

BÓKARTEITI RÖGGU NAGLA

66°NorðurCELEBSDANMÖRKSPORT

Ég fékk skemmtilegt boð um daginn, en Íslenska sendiráðið hér í Danmörku sendi mér mail, og bauð mér í útgáfuteiti Heilsubók Röggu Nagla –

Ég RSVPíaði að sjálfssögðu játandi og var eiginlega pínu spenntur, ég var búinn að panta mér eintak frá Íslandi sem svo týndist í póstinum, loviiiit, svo nú labba ég ekki innum hurðina mína án þess að gramsa í póstkassanum mínum. Ég er mikill aðdáandi Röggu, og hef orðið alveg ótrúlega mikið fyrir áhrifum skrifum hennar. Ég á það til að finna Facebook síðuna hennar í símanum mínum ef ég á eitthvað ómögulegan dag, eða ætla fara vera eitthvað harður við sjálfan mig eftir lélegan dag í ræktinni eða hvað svosem það er, og skrifin hennar ná eitthvað extra mikið til mín. Ég er því miður einn af þeim sem get gleymt mér í því í einhverju niðurrifi og samviskubiti ef ég geri ekki eitt eða annað almennilega, ræktin, mataræði eða hvað svo sem það er, það er eflaust einn af mínum veikustu eiginleikum. Þess vegna er ég extra spenntur fyrir bókinni, hún hefur hingað til aðeins gefið mér góðar tilfinningar í gegnum tíðina! Hlakka mikið til!

1SMALL 2SMALL 3SMALL

Bolur: Cheap Monday
Peysa: ZARA
Trefill: ACNE Studios
Jakki: Arnarhóll – 66°Norður
Buxur: Whyred
Skór: Adidas (Superstar)

 

ROMEO BECKHAM FYRIR JÓLAHERFERÐ BURBERRY

CELEBS

Jú, ég viðurkenni fúslega, ég er eitthvað vandræðalega skringilega heillaður af Romeo Beckham. Túlkið þetta ekki rangt, því það væri ógeðslegt. Hann er bara eitthvað svo mikill töffari, og upprennandi tískugoð!

Hann byrjaði ferilinn sinn í Burberry herferð, ekkert started from the bottom now we’re here ástand hjá honum, ekki neitt. Neib.

Hann endurtekur leikinn með hátíðarherferð Burberry með ótrúlega fallegu video-i.

burberry

Fjöllan í opnunargleði Burberry þar sem myndin var frumsýnd –

burberry3 romeo

FÍNU KARLARNIR & GÆJARNIR Á MET GALA

CELEBSMEN'S STYLESTYLE

Met Gala, ég hef það lauslega á tilfinningunni að ég verði á Met Gala eftir eeöö, 7 ár. Semsagt þrítugur, ef ekki yngri, kannski 24 ára. Mér þykir viðeigandi að trúa því að örlög mín eiga heima á Met Gala, í fínu Givenchy outfitti og segja “nei hey görlfriend!” til Kim Kardashian, og ásamt öðrum lúxeríheitum. Já, mér finnst það alveg góðar líkur, ég hlýt að geta vingast við Wintour, eða jú, bara mæta, en af öllum líkindum er ég að fara með verðandi kærastanum mínum Frank Ocean, sem var þarna í ár. Hann mun dekka miðann sinn og miðann minn, sem kosta 25.000 dollara stykkið. Ég get aðeins leyft mér að byrja hlakka til.

Já, kjólarnir eru spennó. En í hverju klæddust mennirnir?

met1

 

 

Jake Gyllenhaal klæddur Givenchy með sys.

met3

Spædermaðurinn Andrew Garfield í Band Of Outsiders og kæróið hans Emma Stone.

met4

Kimye klædd bæði tvö í Lanvin.

met5

Hugh Jackman í Tom Ford með skavísönni sinni.

met6

Kærastinn minn, Frank Ocean í Givenchy. Bráðum stend ég við hliðin á honum, WOOHOO!!!

met7

The Future og kreatívi dírektorinn fyrir Calvin Klein Collection Italo Zucchelli klæddir Calvin Klein Collection.

met8

Joshua Jackson í Hugo Boss.

met9

Power hjónin Jay-Z & Beyonce í Givenchy by Riccardo Tisci

met10

Þegar skeggið þitt bætir 38 kílóum á andlitið á þér, rrrrrrrakaðu það! Bradley Cooper í Tom Ford.

met11

Ryan Reynolds & Blake Lively bæði klædd Gucci.

met12

Eddie Redmayne klæddur Burberry að sjálfssögðu.

met13

David Beckham í Ralph Lauren.

met14

CAUSE AAAAALLL OF ME, LOVES, AAAAAAALLLLL OF YOU! John Legend klæddur Ralph Lauren, og já hún líka.

met15

Ég gæti af öllum líkindum farið með honum á Met Gala líka, því hann er mjög skotinn í mér, en vil ekki vera homewrecker.

met16

Johnny Depp í Ralph Lauren.

met17

SAVE THE BEST FOR LAST – AAAAAAAALLS EKKI!!! Frá A – Ö horror! Æ þetta er bara svoooo vandræðalegt.
Í fötum frá Thom Browne.

OWLLE EFTIR MIG

CELEBSPHOTOGRAPHYSHOOTWORK

Fyrir ekki svo löngu myndaði ég frönsku söngkonuna Owlle fyrir Bast Magazine. Ég hafði aldrei heyrt tónlistina hennar eða heyrt um hana. Hún kom mér alveg ótrúlega á óvart og ég byrjaði að gjörsamlega elska tónlistina hennar.

Hún er frönsk og var alveg ótrúlega nice, það var ótrúlega þæginlegt að mynda hana. Hún kemur frá Frakklandi og ég bjóst örlítið við því að hún væri þið vitið, frönsk, já, þið vitið, sí búblé svona pínu svona, frönsk. Voruði búin að ná því? En hún var svo nice og ég skemmti mér konunglega eftir tökuna að horfa á hana performera. Ég hlakka mikið til að fylgjast með henni enda er hún að skjótast uppá stjörnuhimininn (ef svo má kalla).

Vonandi verður hún bara hjúts, þá verð ég týpan sem tók myndir af henni, ví úú vú í! Sjáum til.

IMG_6477SMALL owlle1SMALL owlle2SMALL owlle3SMALL owlle4SMALL