fbpx

BÓKARTEITI RÖGGU NAGLA

66°NorðurCELEBSDANMÖRKSPORT

Ég fékk skemmtilegt boð um daginn, en Íslenska sendiráðið hér í Danmörku sendi mér mail, og bauð mér í útgáfuteiti Heilsubók Röggu Nagla –

Ég RSVPíaði að sjálfssögðu játandi og var eiginlega pínu spenntur, ég var búinn að panta mér eintak frá Íslandi sem svo týndist í póstinum, loviiiit, svo nú labba ég ekki innum hurðina mína án þess að gramsa í póstkassanum mínum. Ég er mikill aðdáandi Röggu, og hef orðið alveg ótrúlega mikið fyrir áhrifum skrifum hennar. Ég á það til að finna Facebook síðuna hennar í símanum mínum ef ég á eitthvað ómögulegan dag, eða ætla fara vera eitthvað harður við sjálfan mig eftir lélegan dag í ræktinni eða hvað svosem það er, og skrifin hennar ná eitthvað extra mikið til mín. Ég er því miður einn af þeim sem get gleymt mér í því í einhverju niðurrifi og samviskubiti ef ég geri ekki eitt eða annað almennilega, ræktin, mataræði eða hvað svo sem það er, það er eflaust einn af mínum veikustu eiginleikum. Þess vegna er ég extra spenntur fyrir bókinni, hún hefur hingað til aðeins gefið mér góðar tilfinningar í gegnum tíðina! Hlakka mikið til!

1SMALL 2SMALL 3SMALL

Bolur: Cheap Monday
Peysa: ZARA
Trefill: ACNE Studios
Jakki: Arnarhóll – 66°Norður
Buxur: Whyred
Skór: Adidas (Superstar)

 

MÓDEL CASTING FYRIR RFF 2015!!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1