NEW IN: BYLASSEN

I LIKEINTERIORNEW IN

Það eru eflaust margir sem kannast við það vandamál að vanta skápapláss. Ég kannast allavega mjög mikið við það. Of mikið af fötum, of mikið af einu og öðru, æ þið vitið. Ég er með tvö pláss í stofunni minni sem mig langaði að fylla, með einhversskonar næs hillu eða skáp eða eitthvað til að geta aðeins sett hluti og skipulagt og haft frekar fínt. Ég er algjör ByLassen fan og á alveg frekar mikið frá þessu merki (nema kertastjakana, hvað er það?) og hef lengi horft á skáp frá þeim, sem ég loksins lét verða að veruleika og keypti. Ég er alveg ógeðslega ánægður með hann, hann er þó aðeins nýsettur upp svo ég á eftir að setja hilluna inní honum á sinn stað og í rauninni kastaði einhverju inní hann, svo ég er ekki enn búinn að skipuleggja hann. En hann er kominn á plássið sitt –

Ég er mega ánægður með hann og ég er strax kominn með aðeins meira frá ByLassen á óskalistann og held að það verði fjárfest næstu mánaðarmót þar sem ég er meira og minna búinn að versla alla jólagjafir. Yaaas.

MITT FYRSTA MÁLVERK – EFTIR VERU HILMARS

DANMÖRKHOMEINTERIOR

Ég er orðinn svo fullorðinn y’all. Í sumar keypti ég mér minn fyrsta skúlptúr í Berlín, og nýlega keypti ég mér mitt fyrsta málverk.

Vera Hilmars er svo innilega hæfileikarík og ég er mikill aðdáandi verkanna hennar, sem listamaður og manneskja því mér finnst hún stórkostleg, og mér finnst ógeðslega gaman að eiga svona sæta og hæfileikaríka vinkonu. Málverkið sem ég keypti er 100% ég og hefur í rauninni mikla þýðingu fyrir mig.

Processed with VSCO with a8 preset

screen-shot-2016-11-17-at-14-13-23

Þau sem þekkja mig (og kannski þið sem ekki þekkið mig ..) sjá hversu mikið þessi mynd er eins og ég. Ég er búinn að hafa málverkið á gólfinu, á mismunandi stöðum og ég er alltaf að breyta og mér finnst það henta furðulega vel. Ég mun kannski hengja það upp, en list og myndir á gólfinu er eitthvað sem ég er mikið að vinna með þessa dagana.

Ég hlakka til að safna fleiri verkum, ég vil helst synda í list í íbúðinni minni. Sem ég er BYYYY THE WAY búinn að gera upp, ég hlakka til að sýna ykkur.

Ég keypti málverkið sjálfur ef einhver er í vafa

HEIMA

HOMEINTERIOR

Ég og hubby erum búnir að vera nokkuð duglegir að safna í búið uppá síðkastið en við höfum verið að taka þetta allt saman svona step by step. Við byrjuðum á því að kaupa nýjan sófa og borðstofuborð og snérum stofunni við og þá einhvernveginn settum við í þriðja gírinn. Mjög skemmtilegt ferli og erum núna komnir inní skemmtilegur díteilana þegar aðal húsgögnin eru komin á plads.

Það kom hugmynd í fyrradag um að kaupa KitchenAid hrærivél í eldhúsið sem ég setti stórt spurningarmerki við þar sem hvorki ég né Kasper erum miklir bakarar. Hugmyndin var þó framkvæmd og eigum við von á henni á morgun, frekar flippað.

Ég tek almennilegar myndir við tækifæri, en þangað til ..

Processed with VSCOcam with a9 preset

Processed with VSCOcam with a8 preset

Processed with VSCOcam with a8 preset

Ég var kominn með ógeð af ljótu Ikea leirtauginu svo ég tók að mér að sanka að mér allskonar, bæði nýtt og á flóamörkuðum.

Processed with VSCOcam with a8 preset

INSTAGRAM: @helgiomarsson

SJÚKLEGA NÆS LOFT Í SAN FRANCISCO

INTERIOR

Plís get ég eignast peninga til að eignast svona í framtíðinni?

san1 san2 san3 san4 san5 san8 san9 san10 san11 san12

Hvers .. u .. næs?

Ég mundi reyndar innrétta þetta aðeins öðruvísi sjálfur, pínu of modernizerað. En samt tryllt, ÉG VIL SVONA.

PLÖNTUR Á HEIMILIÐ

DANMÖRKINTERIOR

Green is good! Ég er alltaf að reyna verða grænni og grænni, ég er endurvinn eins og brjálæðingur, kaupi meira en minna lífrænt og tek átköst af nammi um helgar. Nokkuð óbalanceraður, en þó alltaf að meira á grænu hliðinni. Ég er semsagt mikið að spá og spegúlera í plöntum. Ég veit ekkert um þær, ég veit ekki hversu mikið vatn þarf til að halda þeim á lífi, eða hvernær þær drukkna. En ég kaupi þær allavega og vona það besta!

planta1

planta2

Ferskur úr Ikea með nýjustu plöntuna mína, Henry.

Processed with VSCOcam with f2 preset

.. sem lúkkar eiginlega bara bilaðslega vel – finnst mér!

Processed with VSCOcam with f2 preset

.. svo er það Aloe vera plantan sem ég fann líka í Ikea, mér til mikillar ánægju. Ég hef verið Aloe Vera perri frá því að ég var bara ungur ungur og trúi á heilaga mátt plöntunnar, jápp!

Processed with VSCOcam with f2 preset

Ég keypti svo tvær plöntur inná baðherbergið. Þær eru samt ekki plöntur, heldur bara 100% plast. Sem þó ágætt þar sem ég get ekki drepið þær að drekkt þeim. Grænar og fínar að eilífu ..

Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset

Svo örfáar íbúðar myndir einfaldlega því ég þreif hana eins og Monica og Bree Van De Kamp hefðuð sameinað krafta sína og þrifið. Spik og span og verðskuldar smá promo. Guðbjörg vinkona gaf mér svo þessa túlípana, hún er elskuleg!