fbpx

LOFTLJÓSIÐ HEIMA –

DANMÖRKHOMEINTERIORPERSONAL

Ég setti þessa mynd af strákunum mínum á Instagram um helgina og fékk í kjölfarið helling af spurningnum. Þær flestar voru um ljósið sem við erum með hjá okkur og ég ákvað að skella í eina færslu varðandi ljósið. Ég var alveg 100% vissum að finna rétta ljósið yrði aaaaalgjör hausverkur því við getum hvorugir tekið ákvarðanir og þið vitið, það verður bara að vera hið rétta.

NEMA HVAÐ .. og ég veit að það eru endilega ekkert allir sammála mér um að þetta sé flottasta ljós í heimi, en ég gjörsamlega elska það. Það er frá GUBI og við rákumst alveg óvart á það og ég féll eiginlega alveg fyrir því. Það er eflaust hægt að túlka það mismunandi. Það heitir Satellite en ég sá bara svona ‘ lanturn ‘ eða lukt og heimilið okkar er undir miklum áhrifum frá ferðalögunum okkar. Mér fannst eitthvað svona asískt lukt yfir þessu. Svo já .. ég túlka ljósið svolítið sjálfur held ég.

Ég er líka mjög ánægður með lýsinguna á kvöldin, ég er eiginlega frekar vittlaus í þetta ljós.

Hér má sjá minni útgáfur frá heimasíðu Gubi –

Helgaspjallið á SoundCloud og Apple Podcasts – 
@helgiomarsson á Instagram

INNIHALD Í BESTA KARRÝ Í HEIMI -

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Halla

    18. February 2019

    Skemmtilega fallegt ljós.