NOKKRAR UPPÁHALDS FRÁ LAUGARSPA –

ÉG MÆLI MEÐI LIKESNYRTIVÖRURÚTLIT

Ég hef markvist notað vörurnar frá LaugarSpa síðustu mánuði. Fyrir ykkur sem ekki hafið séð þá var ég fenginn til að vera andlit fyrir vörurnar sem var mér mikill heiður, og að hafa fengið með fólkinu á bakvið þessar vörur búið að vera algjör draumur. En eins og ég hef áður skrifað, þá er ég ekki týpan sem prufa vörur einu sinni og svo mæli með og smelli á bloggið, og í þessu tilviki tók ég þessu mjög alvarlega, enda er andlitið mitt á auglýsingum fyrir vörurnar.

Ég hef aðeins notað þessar vörur síðustu mánuði og hafa vörurnar aldeilis passað vel uppá mig og mína. Ég get með hreinskilni sagt að þessar vörur eru ekkert nema geggjaðar og henta mér alveg ótrúlega vel. Það er búinn að vera algjör lúxus að hafa þær við höndina og geta dekrað við sig í rauninni oft á viku. Ég ákvað að fara yfir nokkrar með ykkur.

  • Þessar tvær eru glænýjar hjá línunni og ég er lemongrass perri dauðans, ef lemongrass mundi vaxa hér í Danmörku mundi ég eflaust velta mér uppúr því eins og hundur. Þessi sprey nota ég eins mikið á heimilið mitt og á sjálfan mig. Allt lyktar vel í kringum mig eftir að ég fékk þessi sprey. Amber lyktin er ótrúlega góð, en það er eitthvað að Lemongrass lyktin er eitthvað svona lightly spicy.

  • Rakakremin hafa hentar mér alveg ótrúlega vel. Ég er með óþolandi húð og öll krem sem ég nota verða að balancera húðina eins mikið og mögulegt. Eftir að ég kom heim frá Bali fór húðin í smá fokk og fékk þurrkubletti og ég notaði rakakremið markvisst daglega og húðin var ekki lengi að jafna sig. Kremið er líka létt og gefur fáranlega góðan raka á sama tíma, lyktin er unaður og ég gef þessu fimm feitar stjörnur.
  • Líkamsolían – þarna má sjá á myndinni líkamsolíuna og ég mundi segja að olíurnar almennt frá LaugarSpa eru algjörar stjörnur. Þá er ég að tala t.d. líkamsskrúbbinn og showerolíukremið. En á mínu heimili er nudd mjög algengt og ég hef notað þessa olíu sem lúxus nuddolíu. Lemongrass ilmurinn virkilega lætur mann líða eins og maður sé í eeennuddstofu.

  • Sturtuolían er einnig splúnkunýtt í línunni. Hún er semsagt blanda af kremi og olíu. Ég yfirleitt nota ekkert rosalega mikið í sturtunni, smá showergel og ég er góður, en eftir að ég fékk þessa olíu þá get ég hlýlega mælt með henni. Hún er svona algjör lúxus og maður verður fljótt frekar húkt á henni. Mæli virkilega með þessari.
  • Saltskrúbbinn er algjört uppáhald og ég veit ekki einu sinni hversu marga dúnka ég hef farið í gegnum. Kæróinn sem er einmitt mjög einfaldur hvað allt svona varðar, hann fær ekki nóg af honum. Eftir notkun er geggjuð áferð á húðinni. Ég sé ekki fram á að ég eigi eftir að skipta honum út, ef ég ætti að velja uppáhald úr línunni væri hann á feitu plássi í top 3.
  • Gel Cleanserinn sem sést þarna líka, en hann er drullu góður. Ég þarf að æfa mig meira í að nota svona andlitshreinsi sem ég mun hér með byrja á en mamma notar hann endalaust og hún er MJÖG picky á svona. Hún vill helst bara eina vörulínu frá Grikklandi, en hún féll fyrir þessum andlitshreinsi, þá vitum við að hann er góður. If ma mama said so.

Ég geri að sjálfssögðu gott við ykkur, en um jólin ætla ég að gefa mjööööög veglegan gjafapakka frá LaugarSpa fyrir vel heppna, svo þrykkið ykkur í snemmt jólaskap því ég byrjaði fyrir löngu og ÉÉÉÉG ER STOLTUR AF ÞVÍ!!

Það verða upplýsingar hér á blogginu en enn meira á Snapchat – helgiomars

EEEEIIIINNIG getiði keypt allar vörurnar á 20% afslætti ef þið notið afsláttarkóðann helgiomars 

Ef það eru einhverjar spurningar þá getiði sent mér í gegnum snapchattið.

x

Þessi færsla er ekki kostuð

LAUGARSPA EYE CREAM –

SNYRTIVÖRURÚTLIT

Ég er miiiikið búinn að vera nota LaugarSpa vörurnar síðustu daga. Fyrir því er LÍKA góð ástæða fyrir því, en eins og staðan er núna má ég ekki segja mikið, en á næstu vikum mun þetta hægt og rólega koma í ljós, og fyrir þessu er ég eiginlega vandræðalega spenntur. En vörurnar er ég markvisst búinn að nota síðustu vikur, og þær eru svo fáranlega góðar, þær eru organic og innihaldið er all djúsi good stuff. En ég held mjög fast í eitt krem og það er augnkremið frá merkinu. Mér finnst það bæði vera gott og gefa drullu flottan svona ljóma, sem við viljum öll svona fínan ljóma í þessu ágæta sumari sem við erum að dúllast í þetta árið. Real talk samt, þetta sumar sökkar. Líka í Köben – og heima meira og minna líka held ég?

ALLAVEGA! Frá einu yfir í annað, jesús. Laugar Spa, mér til MIKILLAR gleði er bara unisex, ekkert karla eða konu lykt húllumhæ. Það lyktar unaðslega, styrkir augnsvæðið og maður fær súper flottan ljóma. Hvað viljum við meira?

Hér er kremið:

Ég sé það núna að ég hefði geta valið annan putta, eeen hey!

HAFSALTSKRÚBB FRÁ L:A BRUKET & LAUGAR SPA

ÚTLIT

ÉÉÉÉG fýla næs vörur, eins og næsti maður.

Mér fannst einhvernveginn vert að skrifa um þessar tvær, því ég er kominn með eitthvað svona “NAAAÆÆÆÆS” samband við þær. Sjávarsalt og olíur.

Processed with VSCO with a8 preset

Ég fékk þennan skrúbb í gjöf eftir að hafa sinnt starfi sem dómari í Ungfrú Ísland og þetta er orðið MJÖG vinsælt hér á heimilinu. Þetta er í miklu uppáhaldi hjá kæró og ég skil hann rosalega vel. Ég elska tilhugsunina að vera nota vörur sem eru náttúrulegar. Dísa í World Class var ekkert að djóka þegar hún fór að gera snyrtivörur, því þær eru ógeðslega góðar.

Processed with VSCO with a8 preset

Processed with VSCO with a8 preset

Þessi skrúbbur er líka geggjaður og aðeins meira hardcore. Ef þið hafið ekki prufað L:A Bruket vörurnar þá eruði in for a treat. Ég hef reyndar bara átt sápurnar þeirra og núna body scrúb. Þetta er absolút næs. Þeir eru meistarar í lykt sem manni langar helst að borða.

Þetta eru tveir sem ég mæli hiklaust með ef ykkur vantar eitthvað súper næs.

BLUE LAGOON VÖRURNAR, GENDER NEUTRAL OG SNILLD!

ÉG MÆLI MEÐI LIKEÍSLANDÚTLIT

Bláa Lónið og þeira vörur. Gender neutral og djöfulsins gersemi sem við höfum aðgang að.

Eins og ég hef áður skrifað um, þá var ég unglingurinn sem var með beeerjálaðslega slæma húð. Þið vitið, bólur fyrir allan peninginn. Ó þeir tímarnir voru ekki ánægjulegir. Húðin á mér batnaði að sjálfssögðu með tímanum og ég reyni að passa vel uppá hana. Ég er ekkert extreme, bara sturtu rútína af og til og sparimaska týpan.

Ég rokka í húðinni upp og niður og hafði hingað til ekki náð að balensera það nógu vel. Það var þó einn góðan veðurdag sem ég mætti uppá flugstöð í sjö flug, svo ferlega skemmtileg þau sú arna. Mér finnst fátt leiðinlegra en flugvellir, bið og raðir og tollur og security (sem halda að þau séu löggur, yooou’re not). Það var starfskona í Blue Lagoon búðinni, hún var held ég rauðhærð eða ljóshærð með stutt hár svo ef einhver þekkir hana, þá megiði skila til hennar að hún var dásamleg. Hún brosti endalaust og ég byrjaði að brosa líka (klukkan 5 um morguninn að fara í flug) .. hún allavega gaf mér nokkrar Bláa Lóns prufur sem svona veittu svo mikla lukku hjá mér að í næsta skipti sem ég fór til Íslands, ég fór alla leið í vörurnar! Pow!

Eftir að hafa notað þær í rúmlega mánuð núna, þá er ég hæstánægður og er að gera brjálaðslega góða hluti fyrir mig ..

Ég dró upp myndavélina á laugardagskvöldi þegar kæróinn djammaði og ég borðaði bæði nammi og pizzu, því ég átti það skilið. MMMMMHM!!

01

Þessi classic, ég hef reyndar keypt þennan í mörg ár. Ómissande

03

og svooo ..

02

Þessi! Sem á að setja eftir eftir Silica Mud Maskinn, ég er að segja ykkur það ..

06

SMOOTH .. EINS OG BBBBARNARASS!!

Þetta maska-combó er 15 out of 10 ..

Instagram: @helgiomarsson
Snapchat: helgiomars

I LIKE: BLÁA LÓNS MASKINN

I LIKEÍSLANDNEW INÚTLIT

Í hvert skipti sem ég fer í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (sem er fjandi oft) – þá hef ég gert smá díl við sjálfan mig. Ég leyfi mér alltaf að kaupa eitthvað fínt með sirka 10.000 kr limit. Afhverju? Jú því ég er ekki lengur dagreykingarmaður  og svo gott sem drykkjulaus.

Áður fyrr var keyptur karton af sígarettum og loks ódýrt áfengi til að svolgra ofan í sig um helgar. Það, kæru vinir, kostar sitt.

Ég ákvað að á leiðinni heim frá Íslandi í apríl, þá mundi ég kaupa þetta:
maski

 

Fjandi gott að eiga til mjaka á húðina af og til. Dönunum finnst þetta líka æææððððeeeeee.

Þetta eru auðvitað ótrúlega góðir maskar. Alltaf mikilvægt að eiga einn góðan uppí hillu.

 

HVAÐ NOTA ÉG Í ANDLITIÐ: SHISEIDO

I LIKENEW INÚTLIT

Ég var ekkert heppnasti unglingur í heiminum. Eiginlega alls ekki ..

Ég og Matthew Lewis, leikarinn sem leikur Neville Longbottom í Harry Potter eigum stórt atriði sameiginlegt.

húð

 

Já, þetta.

Ég var bólugrafinn, var með skelfilegar tennur, kringlótt andlit og ég gæti haldið endalaust áfram. Ég þakka kynþroskanum sem tók yfir völdin þarna sem unglingur sem hjálpaði mér aðeins við að verða fínni.

Húðin mín batnaði með tímanum og áður en ég vissi af var húðin orðin svo gott sem spottlaus, þegar maður er með spottlausa húð þá dettur maður stundum í þægindargírinn og kannski hugsar ekki um húðina eins vel og maður ætti að gera. Þetta “maður” er ég.
Hægt og rólega fór ég reglulega að fá bólur og húðin varð einhvernvegin aðeins grófari. Ég fór á lyf sem hjálpa til með að fá húðina í orden og lofaði sjálfum mér að nú mundi ég bara hugsa vel um húðina og ekkert letikjaftæði.

Ég fór einu sinni á svona fyrirlestur um umhirðu hjá konu sem vinnur hjá Ole Henriksen í Los Angeles. Hún sagði mér það að japanskar vörur eru allra bestu vörur sem þú getur sett framan í andlitið á þér. Vörur eins og Kaneboo og Shiseido.

Shiseido eru með stóra og flotta línu fyrir herramenn og ég ákvað að fá mér vörur frá þeim, enda ekki vafi á því að ég var að setja eitthvað framan í mig sem er virkilega gott. Ég veit að fyrirtækið eru með hæstu kröfur um gæði þegar kemur að snyrtivörum.

Ég er ótrúlega ánægður með kremin sem ég á og finn ég hellings mun á húðinni eftir að ég byrjaði að nota þær.

krem krem1

 

Daglegt rakakrem
Augnkrem
og extra fresh rakakrem – klikkar ekki!

 

Ég er ótrúlega ánægður að eiga vörur sem ég veit að eru góðar, og sé alls ekki eftir því að hafa valið þetta merki.

Gaman að eiga gæði!

Mæli hiklaust með þessum kremum fyrir strákana & karlana!